Morgunblaðið - 06.12.1994, Page 2

Morgunblaðið - 06.12.1994, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fíkniefna- sali tekinn í bænum FÍKNIEFNALÖGREGLAN hand- tók sex manns með fíkniefni aðfara- nótt laugardags. Þrennt var hand- tekið í miðbænum, þ.á m. maður sem grunaður er um fíkniefnasölu. Þá var þrennt handtekið við hús á Grettisgötu, sem lögregla segir þekktan sölustað fíkniefna. I miðbænum kom fíkniefnalög- reglan að manni sem hún hafði á miðvikudag haft afskipti af og fundið hjá amfetamín, 300 grömm af hassi, tvær alsælutöflur og ýmiss konar þýfí. Hann var með á sér aðfaranótt laugardagsins í miðbæn- um alsælutöflur og amfetamín og leikur grunur á, að sögn lögreglu, að hann hafi verið að selja efnin í miðbænum. Hann hefur nokkrum sinnum áður komið við sögu fíkniefnamála. Einnig voru handtekin maður og kona sem voru með á Sér um 1,5 g af amfetamíni og um 1 g af hassi. Síðar um nóttina handtók fíkni- efnalögreglan þrennt fyrir utan hús við Grettisgötu, sem lögreglan seg- ir að sé þekktur sölustaður fíkni- efna. Þar fundust 3,6 g af amfetam- íni og um 3 g af maríjúana og hassi. Um helgina hafði fíkniefnalög- reglan einnig afskipti af landa- bruggurum. Einn slíkur var hand- tekinn með á þriðja tug lítra af landá og eimingartæki í bíl sínum. Hótaði afgreiðslu- stúlku I sölutumi LÖGREGLUNNI í Reykjavík var á sunnudagskvöld tilkynnt að maður hefði komið inn í söluturninn Bússu á horni Vesturgötu og Garðastræt- is, ógnáð þar afgreiðslustúlku og stolið peningum. í gærkvöldi var gerð krafaí héraðsdómi um gæslu- varðhald yfír manni um þrítugt sem er grunaður um verknaðinn •og að hafa sama kvöld gert tilraun til ráns í öðrum söluturni skammt frá. Maðurinn kom inn í söluturninn á tíunda tímanum í fyrrakvöld og heimtaði peninga af afgreiðslu- stúlku. Hann ruddist inn fyrir borð og hótaði stúlkunni að hann myndi skera hana með hníf sem hann sagðist vera með ef hún opnaði ekki peningakassann. Hún gerði það þá og hann tók milli 15 og 16 þúsund krónur úr kassanum og stökk svo út. Stúlkan gat gefíð lýsingu á manninum en hún hafði séð hann versla í söluturninum áður. Skömmu síðar handtók lög- reglan mann, grunaðan um verkn- aðinn. Málið er í höndum Rannsóknar- lögreglu ríkisins og þar var maður- inn, sem hefur margítrekað komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota, í haldi í gær og beið viðtals hjá dómara vegna gæsluvarðhalds- kröfu. í gær barst RLR kæra um að maður — sá sami að talið er — hafi fyrr um kvöldið reynt að ræna annan söluturn í Vesturbænum en þaðan fór hann tómhentur eftir að afgreiðslustúlka neitaði með öllu að sinna kröfum hans um að koma inn fyrir afgreiðsluborðið og kom- ast í peningakassann. Morgunblaðið/Júlíus MAÐURINN hótaði afgreiðslustúlku að hann myndi skera hana ef hún opnaði ekki peningakassa og afhenti honum peninga. Úrelt fiskiskip má ekki skrá að nýju hér á landi ÓHEIMILT verður að flytja inn að nýju skip sem Þróunarsjóður sjávarútvegsins hefur greitt styrk til vegna úreldingar, skrá það hér á landi og veita því leyfí til veiða í atvinnuskyni, samkvæmt frumvarpi sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Ástæða frumvarpsins er sú að í núgildandi lögum um Þróunarsjóðinn og um skráningu skipa er ekkert sem bannar að skrá aftur skip, sem hefur verið úrelt með styrk úr Þróunarsjóðnum og ætti þannig að hverfa varanlega úr íslenska flotanum. Jón B. Jónasson skrifstofustjóri sjávar- útvegsráðuneytisins segir að ekki sé vitað um að þetta hafí gerst eftir að lögin um Þróunarsjóð- inn tóku gildi í vor. Hins vegar væru dæmi um að skip, sem úrelt voru gegnum Hagræðingar- sjóð, forvera Þróunarsjóðs, hafi komið á skipa- skrá aftur og því vilji menn taka af allan vafa. „Við viljum ekki lenda í að þurfa að borga oft fyrir sama skipið,“ sagði Jón. Tæknilegar leiðir Forsenda fyrir greiðslu úreldingarstyrks er að fyrir liggi vottorð Siglingamálastofnunar um af- skráningu skipsins og það gerist ekki nema skip sé eyðilagt eða flutt úr landi. Jafnframt þarf umsækjandi að undirrita yfirlýsingu þar sem hann heitir því að stuðla ekki að því að úrelta skipið verði flutt til landsins á ný. Þá er í gildi lagaákvæði um að óheimilt sé að veita skipi, sem hefur fengið úreldingarstyrk, leyfi til veiða í at- vinnuskyni. Erfitt að sanna tengsl Sjávarútvegsráðuneytið segir áð ef skip hafi verið flutt úr landi geti það þó tæknilega komið inn aftur, til dæmis til tómstundaveiða eða veiða utan lögsögu. Fari svo þyrfti Þróunarsjóður að sanna að tengsl væru á milli þess sem þáði styrk á sínum tíma og þess sem bæðist nýskráningar til að krefjast endurgreiðslu á styrknum. Aug- ljóst sé að sú sönnun sé í mörgum tilvikum örðug. Önnur umræða um fjárlög frestast Samkeppnisráð hafnar beiðni Samtaka dagmæðra Líkur á að niðurstöð- unni verði áfrýjað Sjúkrahús- in tefja ÖNNUR umræða um fjárlaga- frumvarpið á Alþingi verður að öllum líkindum ekki fyrr en í næstu viku en þá verður fjallað um út- gjaldahlið frumvarpsins. Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis sagði í gær að ekki væri útlit fyrir að önnur umræða um fjárlög gæti orðið fyrr en í næstu viku. Fyrirhugað var að sú um- ræða yrði í dag en fjárlaganefnd Alþingis er ekki tilbúin með tillög- ur sínar. Sigbjörn Gunnarsson formaður fjárlaganefndar ságði að málefni sjúkrahúsanna í Reykjavík væru aðalástæðan fyrir töfinni, bæði fyrirhuguð sameining sjúkrahúsa og fjárhagsvandi þeirra. Sigbjörn sagðist þó eiga von á niðurstöðu um það má! um miðja þessa viku. Þá er ekki tilbúið frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum sem téngjast fjárlagafrumvarpi næsta árs. SAMKEPPNISRÁÐ hafnaði í gær ósk frá Samtökum dagmæðra um undanþágu frá bannákvæðum sam- keppnislaga um sameiginlega verð- skrá. Gná Guðjónsdóttir, formaður Samtaka dagmæðra í Reykjavík, segir eðlilegt að sama verðskrá gildi alls staðar og foreldrar þurfí ekki að láta verðlagningu hafa áhrif á hvar þeir velji að láta börn sín í vistun. Hún segir að samtök dag- mæðra í Hafnarfírði, Kópavogi, Keflavík og á Akranesi, sem stóðu að áðurnefndri beiðni til samkeppn- isstofnunar, ætli að koma saman til fundar vegna málsins á fimmtu- dag. Líklega verði niðurstaðan kærð til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Guðmundur Sigurðsson hjá Sam- keppnisstofnun sagði að samkeppn- isráði væru settar þröngar skorður varðandi þau skilyrði sem uppfylla þyrfti til að hægt sé að veita undan- þágu, sem snúist m.a. um að það verði til bóta fyrir neytendur, leiði til verðlækkunar og til aukinnar samkeppni á markaðinum. Var það mat samkeppnisráðs að Samtök dagmæðra uppfylltu ekki skilyrðin. Áhyggjur af undirboðum „Hér er verið að tala um umönn- un barna og okkur finnst að hún ætti ekki að vera spurning um verð. Hvergi nokkurs staðar annars stað- ar í þjóðfélaginu, hvorki á dagvist- arstofnunum né einkareknum leiks- skólum, ríkir samkeppni um verð. Okkur fínnst mestu máli skipta að sama verð sé alls staðar og foreldr- ar geti eingöngu horft á hvar þeim lítist best á að hafa barnið sitt í vistun,“ sagði Gná Guðjónsdóttir, formaður Samtaka dagmæðra í Reykjavík, og bætti við að þeir aðil- ar sem hefðu fengið niðurstöðuna í gegn vildu með því lækka verð- lagningu dagmæðra. Hins vegar viðurkenndi til dæmis Dagvist barna í Reykjavík að þjónusta dag- mæðra væri mun ódýrari en kostn- aður Reykjavíkurborgar vegna sömu þjónustu. Gná sagðist hafa áhyggjur af því að dagmæður myndu undirbjóða þjónustu sína til að fá til sín fleiri börn, enda hefði þörfin fyrir dag- mæður minnkað til muna með fjölda nýrra leikskóla á höfuðborgarsvæð- inu. Hætt væri við að laun dag- mæðra yrðu undir lágmarkslaun- um. Hún sagði að Samtök dag- mæðra í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík og Akranesí ætluð að halda fund um málið á fimmtudag og líklega yrði niður- staða Samkeppnisráðs kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. KæraRÚV ! vegiia af- 1 sláttarboðs AÐALSTÖÐIN hefur kært Ríkisút- varpið til Samkeppnisstofnunar vegna tilboðs um afslátt af auglýs- ( ingum í einu eða öðru formi af stað- festum opinberum auglýsingataxta í miðlum Ríkisútvarpsins. I erindi til stofnunarinnar er einnig bent á ósamræmi milli reglna í útvarpslög- um um fjármál Ríkisútvarpsins og markmiðs samkeppnislaga. Bent er á að ákvæði útvarpslaga geri ráð fyrir að einkareknar stöðv- ar keppi á auglýsingamarkaði við .' Ríkisútvarpið, þar sem báðum aðil- um sé heimilað að afla tekna með , sölu auglýsinga. Tekjur af auglýsingum Þá segir: „í þeirri samkeppni sem ríkir milli þessara aðila hafa einka- reknar hljóðvarpsstöðvar aflað nær allra sinna tekna með sölu auglýs- inga. Á hinn bóginn hefur Ríkisút- varpið auk auglýsingatekna, af- notagjöld með lögveðsrétti í við- tækjum hlustenda, aðflutnings- gjöld og aðrar tekjur sem Alþingj ákveður hveiju sinni. Þar að auki stendur ótakmörkuð ábyrgð ríkis- sjóðs að baki rekstri Ríkisútvarps- ins. Við þetta bætist að engar arð- semiskröfur eru gerðar til stofnun- arinnar.“ Meðferð verði flýtt Fram kemur að tilboð um afslátt komi sérstaklega hart niður á sam- keppnisaðilum í desembermánuði, sem er helsti sölumánuður auglýs- inga á árinu. Er þess farið á leit við Samkeppnisstofnun að máls- meðferð verði hraðað eins og unnt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.