Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Fimmfaldur lottópottur Tæpar 30 milljónir? FIMMFALDUR pottur verður í Lottó 5/38 næstkomandi laugardag í fyrsta skipti í átta ára sögu lottós á Islandi og segist Vilhjálmur Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri ís- lenskrar getspár, búast við því að potturinn á laugardag verði ekki undir 27 milljónum króna. Síðastliðinn laugardag gekk ekki út fjórfaldur pottur, sem í voru 15,4 milljónir króna, þar sem eng- inn reyndist hafa allar fimm tölum- ar réttar. Vilhjálmur sagði að einungis 14% hugsanlegra samsetninga talnanna 38 hefðu ekki verið seldar fyrir síð- asta útdrátt og kvaðst hann telja að líkumar á að fimmfaldi potturinn næsta laugardag ætti ekki eftir að ganga út væm því sem næst engar. Hann sagði að miðað við fyrri reynslu teldi íslensk getspá ljóst að potturinn yrði ekki undir 27 milljónum og ekki kæmi á óvart að hann færi yfír 30 milljónir króna. FRÉTTIR Rannsóknir íslensks læknis í Gautaborg vekja mikla athygli Uppgötvaði áður óþekkta starfsemi skeifugamar NIÐURSTÖÐUR rannsóknar dr. Einars Bjöms- sonar, læknis á Sal- grenska sjúkrahúsinu í Gautaborg, hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð og á læknaráðstefnum víða um heim. Rann- sóknin leiddi í ljós, að skeifugömin dælir bas- ísku efni upp í magann og dregur þannig úr sýrumyndun. Vonir em bundnar við að rann- sóknin geti varpað ljósi á myndun magasárs, en Einar segir of snemmt að segja til um það, þar sem rannsóknir á maga- sjúklingum séu nýhafnar. Einar sagði í samtali við Morgun- blaðið i gær, að hann hefði unnið að rannsókninni undanfarin 3-4 ár, undir handleiðslu Hasse Abrahamsson, yfirlæknis. „Þessi rann- sókn var gerð á heil- brigðu fólki og fór þannig fram, að þrýst- ingsslanga var lögð gegnum nef, niður í magann og skeifugöm- ina. Á slöngunni voru mælipunktar, sem við staðsettum með gegn- umlýsingu, þ.e. þrír punktar í maganum og aðrir þrír í skeifugöm- inni. Svipaðar rann- sóknir hafa verið gerð- ar áður, en þá á dýrum en ekki mönnum. Núna gátum við unnið úr mælingunum í tölvu, en höfum ekki haft til þess forrit áður.“ Einar sagði að upphaflegt mark- mið mælinganna hefði verið að fá góða mynd af því hvernig starfsemi maga og skeifugamar væri háttað hjá heilbrigðu fólki. „Það hefur lengi verið vitað að þegar fólk fastar, hefst hringrás hreyfmga í maga og skeifugöm. Maginn dregst þá saman þrisvar sinnum á mínútu, en skeifu- görnin tólf sinnum. Niðurstöðurnar vekja athygli Þessar hreyfingar eru reglu- bundnar í 5 til 10 mínútur, svo ger- ist ekkert um stund, en þá hefjast samdrættimir á ný. Þessi starfsemi hefur verið kölluð „housekeeper of the gut“ á ensku, sem vísar til þess að hún er talin viðbrögð iíkamans til að hreinsa bakteríur og úrgangs- efni úr maganum. Við komumst hins vegar að því, að þessari hreinsun lýkur með því að skeifugömin dælir basísku efni upp í magann.“ Einar segir að þessi uppgötvun hafi leitt til þess að nú væri verið að rannsaka magasjúklinga, til að kanna hvernig þessari starfsemi væri háttað hjá þeim. „Þetta er eðli- leg starfsemi hjá heilbrigðu fólki og það má draga þá ályktun að í þessu felist einhvers konar vernd. Við erum enn það skammt á veg komnir með rannsóknir á sjúklingum að ekki er hægt að fullyrða neitt enn. Niður- stöðurnar höfum við hins vegar kynnt á ráðstefnum lækna víða um heim og þær hafa vakið mikla at- hygli.“ Dr. Einar Björnsson hefur búið í Svíþjóð frá árinu 1989, þegar hann lauk prófi frá læknadeild Háskóla íslands. Hann lauk námi I lyflæknis- fræði í Gautaborg og fór að því loknu í framhaldsnám í meltingarsjúkdóm- um. Doktorsritgerð sína varði hann þann 24. nóvember sl., um niðurstöð- ur rannsóknarinnar. Dr. Einar Björnsson Sumar- bústaða- bygging að vetri ÞEIR Goði og Ásgeir Gunnars- synir lögðu þaksperrur að nýj- um 50 fermetra sumarbústað í gær. Bústaðurinn stendur enn sem komið er við Borgartún 25, en verður fluttur með vorinu í sveitina. Að sögn Goða tekur um fjór- ar vikur að gera húsin fokheld. „Þrátt fyrir að aðalvertíðin í sumarhúsasmíði sé á sumrin hefur verið þó nokkuð að gera í vetur,“ sagði hann. Flutt í sveitina Algengt er að sumarbústaðir séu smíðaðir í Reykjavík og síð- an fluttir í heilu lagi þangað sem fólk vill reisa þá. Bústað- irnir eru þá fluttir á stórum vöruflutningabílum og þarf oft að hafa mikið við. Húsin eru þá gjarnan flutt að næturlagi og í fylgd lögreglu. MorgunbUðið/RAX Eugir sjúkraliðar að störfum á Landakoti ENGIR sjúkraliðar eru nú við störf á Landakoti og halda hjúkrunar- fræðingar uppi lágmarksþjónustu á spítalanum. Rakel Valdimarsdóttir, hjúkrunarforstjóri, sagði að Sjúkra- liðafélagið hefði hafnað öllum und- anþágubeiðnum vegna þess að spít- alinn hefði kallað út hjúkrunarfræð- inga á aukavaktir. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagði að mjög mikið hefði verið um verkfalls- brot á Landakoti undanfarna daga og mun meira en á öðrum heilbrigð- isstofnunum. Hjúkrunarstjómin hefði kallað út hjúkrunarfræðinga á aukavaktir til að ganga í störf sjúkraliða. Verið að refsa Landakoti Rakel Valdimarsdóttir sagði að Sjúkraliðafélagið hefði ekki verið tilbúið til að veita undanþágu fyrir þeirri lágmarksmönnun sem stjórn Þjónustu haldið uppi af hjúkrun- arfræðingum Landakotsspítala hefði ákveðið og þess vegna hefði ekki verið um annað að ræða en kalla út hjúkrun- arfræðinga til starfa. Rakel sagði að fyrir helgi hefði verið um það rætt milli Sjúkraliða- félagsins og hjúkrunarstjórnarinnar að skoða málið að nýju eftir helgi. í gær hefðu sjúkraliðar hins vegar hafnað undanþágubeiðnum og borið fyrir sig að þetta væri gert vegna þess að hjúkrunarfræðingar hefðu tekið aukavaktir í síðustu viku. Rakel sagðist líta svo á að sjúkralið- ar væru að refsa Landakoti fyrir að hafa gripið til þessara ráðstafana til að halda uppi lágmarksmönnun. Kristín sagði að það væri dýrt fyrir Landakot að kalla út hjúkrun- arfræðinga á aukavaktir. Hjúkrun- arfræðingar á aukavöktum væru með yfir 60% launaálag og þar að auki á mun hærri launum en sjúkra- liðar. Rakel sagði að þetta hefði ekki aukakostnað í för með sér fyr- ir spítalann. Á Landakoti störfuðu yfir 90 sjúkraliðar í yfír 60 stöðum og þeir væru allir í verkfalli. Skurðaðgerðum fjölgað pyrir tveimur vikum ákváðu stjórnendur Landakotsspítala að draga úr aðgerðum og færa starfs- fólk af skurðdeildum yfír á hjúkrun- ardeildir þar sem álag á starfsfólki hefur verið mikið. Rakel sagði að samdrátturinn á skurðdeild hefði verið of mikill og mönnun þar á dagvöktum hefði verið aukin á ný. Með þessu væri hægt að fjölga svo- lítið skurðaðgerðum frá því sem verið hefði. Nói Síríus hlaut viður- kenningu frá Þroskahjálp NÓI Síríus hf. hlaut viðurkenn- ingu landssamtakanna Þroska- þjálpar fyrir atvinnustefnu sína, sem samtökin telja til fyrir- myndar þar sem hún sé fötluð- um vinsamleg. Friðrik Sigurðs- son, framkvæmdasljóri Þroska- þjálpar, segir að Þroskahjálp hafi leitað til aðila vinnumark- aðarins, ASÍ, BSRB og VSÍ, sem skipuðu fulltrúa sína í nefnd undir forsæti Ástu B. Þorsteins- dóttur, formanns Þroskahjálp- ar. Fimm fyrirtæki uppfylltu kröfur Nefndin valdi fimm fyrir- tæki, sem þóttu uppfylla kröfur um vinsamlega atvinnustefnu gagnvart fötluðum, en það voru Kassagerð Reylgavíkur, Frón, Frú Lára á Seyðisfirði, Ríkis- spítalarnir og Nói Síríus, sem reyndist hlutskarpast. Ákveðið var að veita fyrirtækinu viður- kenningu á degi fatlaðra, sem var á laugardag. Finnur Geirs- son, forstjóri Nóa Síríusar, veitti þá viðtöku innrömmuðu viðurkenningarskjali og blý- antsteikningu eftir fatlaðan listamann, Róbert Jónsson á Egilsstöðum. Viðurkenninguna afhentu þær Rannveig Guð- mundsdóttir, félagsmálaráð- herra og ína Valsdóttir, for- maður Ataks, félags þroska- heftra. Þetta er í annað sinn sem dagur fatlaðra er haldinn hátiðlegur, en í fyrra hlaut Hagkaup viðurkenningu Þorskaly'álpar fyrir atvinnu- stefnu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.