Morgunblaðið - 06.12.1994, Side 22

Morgunblaðið - 06.12.1994, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna deila hart á ráðstefnu RÖSE í Búdapest Jeltsín segir NATO „sá fræj- um tortryggni“ Clinton varði áætlunina um stækkun Atlantshafsbandalagsins í austur Reuter LEIÐTOGAR aðildarríkja RÖSE við setningu fundar þeirra í Búdapest I gær. 53 ríki eiga aðild að RÓSE - öll ríki Evrópu, auk Bandaríkjanna og Kanada. * S veitarstj órnarkosningar á Italíu um helgina Stj ómarandstaðan bar signr út býtum Búdapest. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gagniýndi harkalega áætlun um stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs í ræðu sem hann flutti á tveggja daga leiðtogafundi Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE) sem hófst í Búdapest í gær. Hann sagði að með stækkun NATO til austurs væri ver- ið að „sá fræjum tortryggni" og gengi í berhögg við hugmyndina um að koma á samevrópsku öryggis- kerfí til að afstýra átökum í álf- unni. Áður hafði Bill Clinton Banda- ríkjaforseti varið áætlunina um stækkun NATO og sagt að ekkert ríki utan bandalagsins gæti beitt neitunarvaldi gegn henni. „Hvers vegna vilja menn sá fræj- um tortryggni? Við erum þrátt fýr- ir allt ekki óvinir lengur, heldur bandamenn,“ þrumaði Jeltsín í ræðustólnum. Harkaleg gagnrýni Jeltsíns á áætlunina virtist staðfesta að Rúss- ar hefðu tekið harðari afstöðu gegn stækkun NATO til austurs. Rússar hafa hingað til ekki verið andvígir því í gTundvallarajxiðum að fyrrver- andi kommúnistaríki í Mið- og Austur-Evrópu fái aðild að NATO, að því tilskildu að öryggishagsmun- ir þeirra verði fyrst tryggðir í nýju öryggiskerfí Evrópu. Jeltsín gaf hins vegar til kynna í gær að Rúss- ar væru nú algjörlega andvígir því að Ungveijaland, Pólland, Tékkland og Slóvakía fengju aðild að Atlants- hafsbandalaginu. NATO „undirstaða" öryggiskerfisins Skömmu áður hafði Clinton sagt að NATO væri „bjargföst undir- staða“ öryggiskerfísins í Evrópu. „Ekkert utanaðkomandi ríki fær að beita neitunarvaldi gegn stækkun- inni,“ bætti hann við og beindi orð- um sínum greinilega að Jeltsín. Rússneski forsetinn vék sérstak- lega að sjónarmiði, sem rætt hefur verið innan NATO, um að bandalag- ið yrði að styrkja sig vegna hætt- unnar á að Rússland yrði aftur að alræðisríki. Hann sagði að NATO talaði um að „útvíkka stöðugleik- ann“ vegna hættunnar á „óæskileg- um breytingum" í Rússlandi. „Ef þetta er ástæða þess að þeir vilji færa mörk NATO til landamæranna að Rússlandi, þá vil ég segja þetta: það er of snemmt að grafa lýðræð- ið í Rússlandi,“ sagði rússneski for- setinn. Heimildarmaður innan NATO sagði ræðu Jeltsíns áhyggjuefni. „Við töldum að Rússar hefðu aðeins áhyggjur af því hvernig staðið yrði að stækkun bandalagsins. Hættan er sú að þeir leggist nú algjörlega gegn henni,“ sagði hann. Heimild- armaðurinn velti því einnig fyrir sér hvort túlka bæri ræðuna sem vilja til að sefa þjóðernissinna og komm- únista heima fyrir. „Kaldur friður“ Jeltsín sagði að Rússar hefðu gegnt mikilvægu hlutverki sem verndarar austurhluta Evrópu og hvatti til þess að komið yrði á „sam- evrópsku öryggiskerfí", sem yrði stutt með samningum um öryggis- tryggingar milli ríkja eða hópa ríkja. Rússar væru sjálfir reiðubún- ir að gera slíka samninga. Jeltsín sagði að ef þetta yrði ekki gert væri ekki hætta á „köldu stríði" í Evrópu, heldur „köldum friði“. Forsetinn hvatti ennfremur leið- toga RöSE-ríkjanna til að gera ráð- stafanir til að vemda réttindi minni- hlutahópa og vísaði sérstaklega til 25 milljóna Rússa sem búa utan Rússlands í hinum ýmsu fyrrverandi sovétlýðveldum. Hann gagnrýndi meðferð Eystrasaltsrílqa á Rússum, einkum í Eistlandi þar sem hann sagði að rússneska rétttrúnað- arkirkjan sætti kúgun af hálfu yfir- valda. Róm. Reuter. Stjórnarandstöðuflokkamir á Ítalíu fóm um helgina með sigur af hólmi I femum borgarstjórakosningum af sex sem litið var á sem próf- stein á framtíð stjórnar Silvios Berlusconis forsætisráðherra. Frambjóðendur vinstri- og mið- flokka báru sigur úr býtum í fjórum borgum, töpuðu naumlega í fimmtu borginni, en stjórnarflokkamir unnu góðan sigur í þeirri sjöttu. Athyglisverð úrslit Athyglin beindist einkum að Brescia á Norður-Ítalíu þar sem Mino Martinazzoli, fyrrverandi leið- togi kristilegra demókrata, sigraði Vito Gnutti, iðnaðarráðhera úr Norðursambandinu, með 56,5% at- kvæða. Martinazzoli naut stuðn- ings Þjóðarflokksins, sem félagar í Kristilega demókrataflokknum stofnuðu, og fyrrverandi kommún- ista í Lýðræðisfiokki vinstrimanna (PDS). „Mikilvægasta hlið þessara kosninga er hugmyndin um banda- lag mið- og vinstriflokkanna ... slíkt bandalag nýtur augljóslega stuðnings fólksins," sagði Massimo D’Alema, leiðtogi PDS. Ekkert bakland Stjómarandstaðan sigraði auð- veldlega í Sondrio í norðurhlutan- um og Massa í Toscana-héraði og naumlega í Brindisi í suðaustur- hlutanum. Stjórnarflokkamir unnu naumlega í Pescara við Adríahaf en frambjóðandi Norðursambands- ins vann sannfærandi sigur í Trev- isto í norðausturhlutanum. Fylgið horfið Umberto Bossi, leiðtogi Norður- sambandsins, notaði tækifærið til að skjóta á Berlusconi vegna kosn- ingaúrslitanna þótt þeir eigi að heita bandamenn. „Berlusconi á ekkert pólitískt bakland. Við getum sagt að fylgi Berlusconis hafi horfið og það eina sem hann á eru sjónvarpsstöðvarnar," sagði Bossi. Miklar lögregluaðgerðir vegna skotárásarinnar í miðborg Stokkhólms Hefnd líkleg ástæða Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MESTU lögregluaðgerðir, sem Stokk hólmslögreglan hefur nokkra sinni staðið fyrir, standa nú yfír til að hafa upp á manninum, sem skaut á gesti á skemmtistað í miðborg Stokk- hólms aðfaranótt sunnudags. í gær birti lögreglan mynd og nafn 23 ára gamals Chilebúa, sem granaður er um ódæðið, auk þess sem lýst var eftir sænskum vitorðsmanni hans. Álitið er að tveir menn til viðbótar séu viðriðnir málið. Árásin var líklega hefndaraðgerð. Þrír létust, nítján vora enn á sjúkrahúsi í gær, þar af kona og maður, sem era í lífshættu. Það veldur Svíum áhyggjum hve vel vopnaðir mennimir vora og eins að töluvert mikið virðist vera til af vopn- um meðal almennings. Lögreglan óttast að atburðir sem þessi verði algengari í framtíðinni, þar sem glæpamenn gerist æ harkalegri. Öll miðborg Stokkhólms var lokuð af næstum strax eftir að lögreglan kom á vettvang og greinilegt að við- brögð lögreglunnar voru nú öll önn- ur en eftir morðið á Olof Palme for- sætisráðherra 1986, þegar mikið fát kom á þá sem bregðast áttu við. Enn er ekki Ijóst hvað gerðist, en lögreglan var kölluð að sama skemmtistað um tveimur tímum áður vegna þess að nokkrir gestir höfðu lent í slagsmálum við dyra- verði staðarins. Gestirnir sinntu því ekki að fara í biðröð, heldur tróðust fremst. Þegar dyraverðirnir bentu þeim að fara aftast, þráuðust þeir við þar til þeim var gert Ijóst að þeim yrði alls ekki hleypt inn þetta kvöldið. Þá réðust þeir á dyraverðina og hótuðu að koma síðar og hefna sín en hurfu á brott, þegar kallað var á lögregluna. Talið er að þ'essir menn séu þeir sömu og síðar skutu á staðinn. Langur afbrotaferill Lögreglan í Stokkhólmi birti í gær mynd og nafn 23 ára Chilebúa, sem álitið er að hafí skotið á skemmti- staðinn, ásamt handtökuheimild. Venjulega eru ekki birtar myndir svo skömmu eftir glæp. Ungi maðurinn hefur búið í Svíþjóð í mörg ár og á þegar töluverðan afbrotaferil að baki, verið dæmdur fyrir rán, sölu þýfis og hótanir. Einnig var birt heimild til að handtaka 25 ára gaml- an Svía, sem einnig á glæpaferil að baki. Talið er að þriðji maðurinn hafi verið með þeim, en hann hefur ekki íundist. Tilviljanakennd hefnd Lögreglan vill ekki gefa upp hvort annað hafí búið að baki skotárásinni en hefnd fyrir að fá ekki að fara inn. Orðrómur er uppi um að dyra- vörðurinn, sem skotinn var, hafí vitnað gegn Chilebúanum og hafi vitnisburðurinn orðið til þess að hann hlaut dóm. Þetta hefur lögreglan ekki staðfest. Af hálfu lögreglunnar hefur kom- ið fram að mikið sé um að fólk komi vopnað á skemmtistaði. Ekki sé óal- gegnt að gestir sýni hnífa eða byss- ur ef dyraverðir hafí af þeim af- skipti. Jafnvel þó vopnalöggjöf í Svíþjóð sé ströng, sé töluvert af vopnum í umferð og auðvelt að verða sér úti um þau, jafnvel fullkomnar vélbyssur eins og notuð var í árás- inni á skemmtistaðinn. Vopnasmygl er orðið töluvert vandamál í Svíþjóð og álitið er að 30-40 þúsund ólögleg vopn séu í umferð í sænskum undir- heimum. Aukið ofbeldi Árásin á skemmtistaðinn nú er ekki einstæð í Svíþjóð. Síðast í sum- ar skaut ungur maður tilviljanakennt í kringum sig í sænskum smábæ og drap sex ungmenni. Nýlega féll dóm- ur í máli hans. í síðustu viku skaut maður með haglabyssu á skemmti- stað, þar sem honum hafði verið vísað á dyr, en enginn særðist. Sænsk yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi ofbeldi og hörku meðal ung- menna, sem komast í kast við lögin. Þó vísast sé langt í að jafn mikið verði um skotárásir af þessu tagi og er í Bandaríkjunum, þá þykir þróunin óhugnanleg. Coronado handtekinn Tucson. Morgunblaðið. ROD Coronado, annar þeirra, sem sökktu hvalbátunum í Reykjavíkur- höfn í nóvember 1986, var nýlega handtekinn í Tucson í Arizona í Bandaríkjunum. Er hann sakaður um að hafa eyðilagt minkarann- sóknastöð við Michigan-háskóla og sleppt lausum 300 dýrum. Sagt er, að rannsóknagögn frá síðustu fjór- um áratugum hafi ónýst og tjónið metið á eina milljón dollara. Nokkur umhverfíssamtök í Bandaríkjunum halda því fram, að Coronado sé ekki aðeins saklaus, heldur sérstaklega ofsóttur af yfir- völdum af pólitískum ástæðum. Benda þau á, að hann sé ekki á sakaskrá þótt hann hafi að vísu farið huldu höfði í nokkur ár. í auglýsingu, sem samtökin hafa birt til styrktar Coronado, er því haldið fram, að hann leggi áherslu á friðsamleg mótmæli, sé andvígur „róttækum aðgerðum", en ekki minnst á „afrek“ hans á íslandi. Coronado sjálfur hefur þó löngum hreykt sér af skemmdarverkunum, sem hann vann þar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.