Morgunblaðið - 06.12.1994, Síða 49

Morgunblaðið - 06.12.1994, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 49 skólamenntunar hjúkrunarfræðinga hér á landi og ein af lærðustu hjúkr- unarfræðingum í stéttinni. Og hún var ein af þeim ötulustu við að leiða hjúkrunarstéttina farsællega gegn- um erfitt tímabil sem breyting á menntunarstigi hafði í för með sér. Eftir hana liggja rannsóknir og fræðiefni um hjúkrun, sem er mikil- vægt innlegg í áframhaldandi þróun hjúkrunar. Hjúkrunarstéttin á ís- landi á henni mikið að þakka. Ég kynntist eiginleikum Guðrúnar einn- ig á öðrum vettvangi, þar sem dæt- ur okkar hafa verið vinkonur frá unglingsárum. Þar kynntist ég því hversu mikilvæg fjölskyldan var Guðrúnu og hve kærleiksríkt og heilsteypt fjölskyldulíf hennar var. Það var gaman að hittast og ræða um stelpurnar okkar sem samhliða námi reyndu fyrir sér í tískuheimin- um. Alltaf voru stundirnar með Guð- rúnu skemmtilegar og fullar af lífi, hvað sem um var rætt. Nú er komið að kveðjustund mætrar konu sem var sannur vin- ur. Lífið heldur áfram, auðugra við kynni af hæfu fólki og miklum mannvinum, sem Guðrún var. Ég man hana, glaða, fallega, fulla af lífi og orku og alltaf tilbúna að miðla þekkingu og deila því besta með öðrum. Fari hún í friði og hafi hún þökk fyrir allt og allt. Haraldi eiginmanni hennar, börn- unum þeirra, litla barnabarninu, for- eldrum hennar og öðrum ástvinum sendi ég, og fjölskylda mín, innilegar samúðarkveðjur. Gunnhildur Valdimarsdóttir. Hún var falleg, glöð, góð og gáf- uð. Þessar fögru gjafir hlaut Guðrún Marteinsdóttir í vöggugjöf: Fegurð, gleði, góðvild og skarpa greind. Og þessar gjafir þroskaði hún og efldi á göngu sinni hér í heimi. Hún bar með sér birtu og yl og vermdi geisl- um sínum hvar sem leið hennar lá. Nú hefur hún kvatt. En hafði hún lokið ætlunarverki sínu hér? Okkur vinum hennar þótti það vera svo margt sem beið, svo margt óunnið, svo margt sem vonir voru bundnar við. Svo ótrúlega margt, sem þurfti á hennar miklu hæfileikum og menntun að halda. Kóngur vill sigla en byr ræður. Hún var kvödd til annarra starfa, þangað sem sýn okkar nær ekki, aðeins vonin og trú- in. Guðrún Marteinsdóttir hóf nám í hjúkunarfræði í Háskóla íslands haustið 1973. Ein af valkyijunum vösku, sem ruddu þeirri námsgrein braut, í fyrsta hópnum, sem stóð af sér alla storma, allt þras og all- ar hrakspár. Fyrstu fjögur árin var hún nemandi, síðar kennari og stjórnandi. Hún var prýðilegur námsmaður, frábær kennari og mildur og sanngjarn stjórnandi. Alltaf djörf og glöð með bjargfasta trú á hið góða og fagra, sem lífið hafði að gefa. Hún var fijó í hugs- un og hugmyndarík. Listelsk og söngvin. Félögum sínum var hún sönn og trygg, nemendum sínum trú og traust og studdi í námi og starfí, jafnt þá sem þurftu að sækja á brattann sem og hina, er léttara var undir fæti. Við áttum mikið saman að sælda þau fimmtán ár, sem ég var náms- brautarstjóri í hjúkrunarfræði. Ýmist hér heima eða með bréfa- skriftum, er Guðrún stundaði fram- haldsnám í hjúkrunarfræði i Bandaríkjunum. Með okkur tókst einlæg vinátta, sem aldrei bar skugga á. Og minningarnar lifa þótt samferðamaðurinn hverfi um tíma. Guðrún var farsæl í starfi og leik, ein þeirra er sýndi æðruleysi þótt gæfi á bátinn. Það kom best fram er hún háði baráttu við þau veikindi er enginn mannlegur máttur gat sigrað. Hún hlaut þá bestu hjúkrun og aðhlynningu, er völ var á og var umvafin kærleika fjölskyldu og vina. Góður vinur er gulli betri. Guðrún var ein minna góðu vina. Hana kveð ég með söknuði og þeirri bjargföstu trú, að fögur sál fái góða heim- komu. Megi hún ganga áfram Guðs á vegum. Haraldi, börnum og öðrum vinum sendi ég hlýjar kveðjur. Ingibjörg R. Magnúsdóttir. ROGNVALDUR ÓLAFSSON + Rögnvaldur Ólafsson fædd- ist á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi 18. júlí 1917. Hann lést á Landspítalanum 24. nóvember síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Ingjaldshólskirkju 3. desember. Jarð- sett var frá Brimils- vallakirkju. SNÆFELLSJOKULL er undursamlegur. Rómantískur, þegar hann flýtur í kvöldroðanum í vestri og sólin sest á bak við hann í haf- ið. Gjöfull, þegar þjóðin safnast að rótum hans og finnur mátt hans og styrk í sálu sinni. Sæfarendum er hann minnismerki landsins og hvað var dýrlegra strákpjakk á tog- ara á Vestfjarðarmiðum, en þegar þessi mikla mynd reis úr hafinu á heimstíminu og andaði staðfestingu orða skáldsins: „Sértu velkominn heim, yfír hafið og heim,“ - til skemmtilegu þjóðarinnar og fögru fljóðanna. Nær aldarfjórðungur er nú síðan ég sá Rögnvald fyrst í fjölskylduboð- um í Ólafsvík og alltaf þótti mér persónuleikinn draga dám af þérað- inu, sem ól hann upp og mótaði. Traustur og fylginn sér, kíminn og endalaus vinur vina sinna. Hann fæddist að Brimilsvöllum í Fróðár- hreppi, höfðingsheimili, þar sem tug- ir manna bjuggu við sjósókn og land- búnað. Faðir hans, Ólafur Bjamason hreppstjóri og útvegsbóndi, var einig umboðsmaður konungsjarða og síð- ar ríkisjarða á Snæfellsnesi. Héraðið allt var því hluti heimilishaldsins og þjóðmálin jafn sjálfsögð og heima- fengna lostætið, harðfiskur og hangikjöt. Ólafur hafði flutt með föður sínum vestur frá Hofi á Kjalar- nesi um aldamótin, frændi Engeyjar- ættarinnar og Davíðs Stefánssonar þjóðskálds frá Fagraskógi. Rögnvaldur gat endalaust rætt málefni stjórnmálaflokkanna og hló mikið, þegar honum fannst að landsfeðurnir hefðu komið sjálfum sér í einhveija klípu með gassa- gangi eða fljótræði. Sjálfan sá ég hann aldrei skipta skapi. Hann var mikill sjálfstæðismaður og að ýmsu leyti fulltrúi þess besta, sem ein- staklingsframtakið hefur upp á að bjóða, - kjark, frumkvæði og dugn- að, sjálfum sér og þeim hundrað, sem unnu hjá honum, til heilla. Ungum var honum falið tröllaukið verkefni, að rétta við erfiðleika- rekstur lítils frystihúss í afskekktri byggð. Hann lét ekki við það sitja að gera rekstur Hraðfrystihúss Hellissands einn þann öruggasta í landinu, heldur byggði hann það allt upp, þegar það gereyðilagðist í stórbruna fyrir tíu árum og hafði einnig séð svo um að góðir þing- menn Vesturlands sviptu útkjálka- byggðinni inn í miðsvæði sam- gangna með hraðbraut í sjó fram fyrir neðan Enni. Nýtur þjóðin þess öll, því lengi hefur hún sótt björg og afkomu á Nesið, reyndar frá landnámi, en fiskútflutningur hófst einmitt þaðan frá Islandi á 15. öld. Síðast um daginn tóku snurvoðar- bátarnir 30 tonn í kasti af vænsta þorski rétt við höfnina á Rifi. Saga Rögnvalds er því í hnot- skurn baráttusaga íslensku þjóðar- innar frá örbirgð til bjargálna. Afi hans flutti frá gjöfulum fiskimiðum Faxaflóans, þegar erlendir togarar höfðu gereytt þar öllu lífi upp í kálgarða. Síðan hófst baráttan við að vélvæða íslenskan útveg og að tryggja yfirráð. landsmanna yfir fiskimiðunum. Rögnvaldur og hans kynslóð sáu draumana rætast, litlu skekturnar, sem boðuðu sjómönn- um grand, breytast í glæsta haf- knerrai, sem í reynd geta sótt afla og afkomu hvert sem er á jörðinni. Stórþjóðirnar svo undrandi og töfr- aðar af snilli íslend- inga í sjávarútvegs- málum, að þær kveða hátt og í hljóði upp úr með það, bversu far- sælt það væri að fela okkur mikil áhrif á heildarstefnumótun þessara mála í veröld- inni. Þessi árangur náðist einungis með þrotlausu starfi, óshér- hlífni, kjarki og hug- kvæmni. Þá kosti átti Rögnvaldur í ríkum mæli, eins og svo margir aðrir af kynslóð hans, sem sköpuðu ísland nútím- ans. Eiginkonunni, Jónu Unni Ágústs- dóttur, og bömunum Ólafí og Þur- íði, barnabörnum, ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Algóður Guð taki Rögvald sér að hjarta í snæfellskum faðmi Brimils- valla. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Eftir uppbyggingartímabil á fyrri hluta tuttugustu aldar, verslunar- rekstur þriggja fyrirtækja á Hellis- sandi: Tang og Riis, Proppe og Sæmundar Halldórssonar, sem öll voru stórfyrirtæki þess tíma, fór byggðin á Hellissandi og í Nes- hreppi utan Ennis að láta undan síga, um og upp úr 1930. Nálægðin við fiskimiðin gaf ekki lengur það forskot og á fyrstu ára- tugum aldarinnar sem dugði til að gera Keflavík undir Jökli, Rif og aðrar lendingar og varir i Neshreppi utan Ennis að eftirsóknarverðum útgerðarstöðum. Hreppurinn var einnig án akvegasambands. Breyt- ingar höfðu orðið á verkun sjávar- fangs. Ekki var hægt að byggja eingöngu á verkun fisks í salt. Reynt var að bregðast við með ýmsu móti. Það vantaði hafnarað- stöðu fyrir stóra vélbáta. Gerðar voru hafnarbætur í Krossavík. Upp úr 1940 var byggt hraðfrystihús á Hellissandi. Það sem gert var dugði ekki. íbú- um hreppsins fækkaði um helming frá því að vera yfir 700 niður í rúm- lega 350. Það sem hélt byggðinni við var von og umræðan um nýja höfn í Rifí og bílveg fyrir Jökul. í desember þetta ár 1950 tók ungur maður, Rögnvaldur Ólafsson, við sem framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Hellissands og því starfí gegndi hann í fjörtíu og fjögur ár. Hann tók að sér starfið að beiðni Sigurðar Ágústssonar, alþingis- manns, sem þá var formaður stjóm- ar Hraðfrystihússins. Ekki lofaði hann i upphafi að sinna starfinu lengur en í eitt ár. Þótt það væri stuttur timi mun Sigurði hafa fund- ist þetta góð lausn, vonað að starfíð myndi ná tökum á Rögnvaldi og halda í hann til lengri tíma. Á Alþingi 1951 voru samþykkt lög um Landshöfn i Rifí á Snæfells- nesi. Þar með breyttist vonin um nýja og góða höfn í trú. Strax á árinu 1951 var hafist handa við framkvæmdir við Rifshöfn. Sjálfsagt hefur trúin á gerð hafn- arinnar stuðlað að því að Rögnvald- ur lét það ógert að hverfa frá starf- inu eftir árið. Hitt mun þó hafa vegið þyngra að honum mun hafa fundist að hann væri byijaður á verki sem hann vildi glíma við og ná tökum á. Eins og áður er getið hafði geng- ið á ýmsu með rekstur Hraðfrysti- húss Hellissands. Á þess stutta starfstíma höfðu orðið tíð fram- kvæmdastjóraskipti og rekstrar- stöðvanir vegna erfiðleika. Fyrir- tækið sem Rögnvaldur tók við var smátt i sniðum og mun hafa verið minnsta frystihúsið á norðanverðu Snæfellsnesi og átti einnig við erfið- ustu aðstæðumar að búa. Hráefnið var eingöngu af smábát- um. Aðföng, olía jafnt sem annað, og afurðir frá fyrirtækinu voru flutt- ar að og frá staðnum með skipum sem lögðust hér á leguna. Skipað var út og upp úr flutningaskipunum á svokölluðum bringingarbátum. Erfiðleikar voru miklir og marg- þættir sem tengdust aðstæðum og þeir voru jafnframt til staðar í rekstrarumhverfinu, þá sem oftar. Hægt og ákveðið tóku nú hlutirn- ir að breytast. Tæki og búnaður frystihússins voru endurnýjuð. Fiskimjölsverksmiðja byggð. Það sem skipti þó sköpum var að hafnir voru róðrar frá hinni nýju Rifshöfn síðla árs 1955. Rögnvaldur hélt utan um rekstur fyrirtækisins af fyrirhyggju sem sumir kalla íhaldssemi og gera lítið úr. Honum tókst að gera minnsta frystihúsið á Snæfellsnesi að einu af því stærsta og líklegast öflug- asta. Hans ævistarf var fram- kvæmdastjórastarf í einu og sama sjávarútvegsfyrirtækinu. Ég þekki engan sem hefur leikið þetta eftir á sama timabili. Á þessum árum kom aldrei upp sú stund að fram- undan væru þau vandræði að rekst- ur frystihússins stöðvaðist né að kalla þyrfti til bjargráðsnefnd. Fyrsti nýsmíðaði, fiskibáturinn Breiðfirðingur, kom til Rifshafnar haustið 1955. Rögnvaldur var einn af eigendum bátsins og fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar. Hann stóð einnig fyrir útgerð vélbátsins Sæborgar í nokkur ár. Nú í dag tengjast tveir stórir fiskibátar rekstri Hraðfrystihússins. í sýslunefnd Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, sat Rögnvaldur, sem fulltrúi Neshrepps, einnig var hann í stjórn Sparisjóðs Hellissands. Þessum félagslegu störfum sinnti hann með sóma. Leiðir okkar Rögnvalds hafa legið nokkuð samsíða, þótt ólíkt hefðumst við að, á stundum. Við vissar að- stæður kölluðum við hvem annan fóstra. Það er margt sem kemur upp í hugann nú þegar Rögnvaldur er allur. Hér verður lítið af því nefnt. Hann var sérstaklega góður í samstarfi. Víða hefur sú raunin ver- ið að fyrirtæki í sömu atvinnugrein hafa átt erfitt með samstarf. Þessu er öfugt farið í Neshreppi. Ef á hefur þurft að halda, hefur gagn- kvæm hjálpsemi verið sjálfsögð. Þessi háttur byggðist fyrst og fremst á stærsta fýrirtækinu á svæðinu, Hraðfrystihúsinu, og þar með á frumkvæði Rögnvalds. Hann var gamansamur og einnig Erfidrykkjur HÓTEL ESJA Sími 689509 sérstaklega hógvær. Hann tók vel eftir spaugilegum atriðum í máli og háttum og sagði vel frá. Um hóg- værðina get ég sagt það dæmi að ég man ekki eftir því að hafa heyrt hann hæla sér af sínum persónulega hlut í þeim verkum sem vel tókust hjá honum og stundum mikið betur en við var búist í upphafi. Það var gaman að hitta Rögnvald og spjalla við hann þegar stutt var í kosningar. Yfirsýn hans var ótrú- lega um það hvernig úrslitin yrðu og hver væri afstaða einstakra manna hér í nágrenninu. Þessari vitneskju hafði hann ekki aflað með upplýsingasöfnun um viðkomandi. Þetta var tilfinning sem var honum í blóð borin, kannski lá þessi eigin- leiki í ættinni. A.m.k. svaraði hann jafnan þegar um þessa hluti var rætt: „Ég veit nú lítið, þú ættir að tala við hann Bjama bróður." Rögnvaldur var ekta íhaldsmað- ur. Hann studdi Sjálfstæðisflokkinn af trúnaði og öliu afli. Áberandi var stuðningur hans við forustu flokks- ins og þingmenn flokksins hér á Snæfellsnesi og síðar í Vesturlands- kjördæmi. Þar ber þó sérstaklega að nefna Sigurð Ágústsson. í fjöru- tíu ár mættum við Rögnvaldur á kjörstað hér á Hellissandi og kusum aldrei á sama veg, þar til í næstsíð- ustu kosningunum sem við tókum þátt í, enda voru þær þverpólitískar. Fráfall Rögnvalds kom mér á óvart. Þrátt fyrir aldur hans fannst mér að hann ætti nokkuð mörg ár eftir að ganga sína leið á skrifstof- una og setja svip sinn á byggðina. Ég hafði þá trú að enn ættum við eftir að ráðskast um málefni og spjalla um landsins gagn og nauð- synjar. Sú er nú ekki raunin. í dag kveðjum við hér undir Jökli farsælan fomstumann og þökkum honum ævistarfið. Litla frystihúsið sem hann tók forastu fyrir árið 1950 er nú stórt og glæsilegt fyrirtæki. Rögnvaldur hafði síðustu árin afhent Olafi syni sínum stjórn fyrirtækisins að mestu. Þar sýndi hann fyrirhyggju sem jafnan áður. Hér í byggðinni sem hann settist að í upphafi sjötta áratugarins hefur íbúum fjölgað um næstum helming og framtíðarhorfur eru bjartar. Ég og fjölskylda mín þökkum Rögnvaldi samfylgdina og vottum fjölskyldu hans og aðstandendum okkar dýpstu samúð. Skúli Alexandersson. Blömastofa FriÓfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. ERFIDRYKKJUR ju Bjóðum uppá qlœsileqt UiklqSt or ðá 750 l r. pr. mann MBNflBERC "il Glœsilcqur vcislusalur a qoSum stað Lágmúla 4, sími 886040

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.