Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Eilífðarvélin ÞAÐ HEFIR verið draumur mannkynsins um langan tíma að búa til einhvers konar ei- lífðarvél, „perpetuum mobile“ var hún nefnd, sem gæti búið allt til úr engu. Sama hugsun lá að baki „gullgerðar- mannanna" eða svo- nefndra alkemista á síðmiðöldum og allt fram á nýöld. Þótt reynslan sýni, að þetta er ekki hægt, vill þó brenna við að menn séu enn að gæla við svipað- ar hugmyndir. Þetta á greinilega við efna- hagstillögur Jóns Sigurðssonar í Jámblendinu og prófessors Þor- valdar Gylfasonar um stóra gengis- fellingu með eftirfarandi veiði- gjaldi. Þar er verið að búa allt til úr engu. Undirstöðuna, þ.e. fjár- munina, vantar til framkvæmd- anna. Gengisfelling skapar enga fjármuni, ekki heldur veiðigjald, en hvortveggja skapar mönnum og fyrirtækjum mismunun, þ.e. það er verið að flytja fjármagn og/eða tekjur fá einum til annars að þeim forspurðum. Þetta nefnist venju- lega stuldur eða fjárdráttur, stund- um þjófnaður eða rán, en þegar kemur til kasta Alþingis, þá er gripið til þess einfalda ráðs að lög- festa spillinguna. Þetta er marg- reynt hér, en Island er eina landið á Vesturlöndum, sem enn heldur áfram að berja höfðinu við steininn í sambandi við gengisfellingar. Verðmæti íslenskrar krónur er nú minna en einn tíuþúsundasti hluti miðað við gullfót og stofnun ís- lenska lýðveldisins. Eina nýlega undantekningin er núverandi ríkis- stjórn, sem sýnt hefír virðingar- verða viðleitni við að viðhalda föstu gengi, þótt útgerðin og aðrir hafí í eiginhagsmunaskyni sótt hart að henni með kröfur um gengisfelling- ar. Hafa forsætisráðherra og fjár- málaráðherra staðið þar í fylking- arbrjósti og gera enn. Ekki eru þó allir á sama máli. Nefnd á vegum iðnaðar- og við- skiptaráðherra hefír skilað skýrslu um starfsskilyrði iðnaðar, þar sem menn hafa haft óþarflega mikið fyrir því að komast að rangri niður- stöðu. Þrátt fyrir að laun í iðnaði hér séu aðeins 60% af launum á Norðurlöndum, er gerð tillaga um 16,7% gengisfellingu eða 20% hækkun innflutningsverðlags. Þar sem þetta myndi leiða til hækkunar á útflutningsverðlagi sjávarafurða, er gert ráð fyrir auðlindarskatti, sem „ekki má renna jafnóðum inn í hagkerfið. í gjaldinu verður að felast sjóðsmyndun í góðærum, sem grípa má til þegar verr árar. Hugsanlegt er að nota verði auð- lindargjaldið í upphafí til að flýta því að sjávarútvegurinn komist úr núverandi öldudal. Sama hugsun liggur að baki gjaldi því, sem renna skal til Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins.“ (Bls. 68.) Þessi gervimennska er kjaminn úr sósíalisma Alþýðu- flokksins. Þeir hafa aldrei séð neinn pening, nema þann sem þeir hafa sníkt út úr ríkiskerfinu, og nýr skattur, auðlindargjaldið, sem renna skal í ríkissjóð er þeirra bú- skapur - þeirra ær og kýr, sem þeir vilja gjarnan fá að mjólka. Núverandi umræða um embættis- veitingar og óheimilar greiðslur úr ríkissjóði er aðeins ein greinin af þessum sama meiði. Stærð auðlindarskatts Starfsskilyrðanefnd hefir látið Þjóðhagsstofnun reikna út fjárhæð hugsanlegs auðlindarskatts, 11.328 milljónir. Útreikningar fylgja ekki, og eru þessir reikning- ar því í venjulegum véfréttastíl Þjóðhagsstofnunar. Fjárhæðin virðist þó benda til þess, að gjaldið sé reiknað á 150.000 þorsktonn á verði leigukvóta 75,50 kr./kg., enda segir að sú leið, sem nú er far- in sé ósanngjörn „þar sem kvótaeigendum er sköpuð mikil eign, þvert á fyrirheit laga um sameign þjóðar- innar á fískimiðun- um“. Þetta er auðvitað rétt, og nýlega var upplýst, að kvótar nýja úthafsveiðiskips- ins Guðbjargar III inn- an fiskilögsögunnar myndu standa undir öllum áhvílandi lánum skipsins, alls um 960 milljón kr. eða um 150 milljón kr. á ári. Lagleg þjóðargjöf það, og von að fleiri vilji njóta. Mér vitanlega hefír ekki fyrr verið gefin upp nein ijárhæð hugsanlegs auðlindarskatts, og þannig ekki verið unnt að vita, hvað við var átt með tillögunum. Nú segja höfundar skýrslunnar, að ný 16,7% gengis- felling skapi „slíka uppsveiflu í sjávarútvegi" að hægt sé að fella niður alla kvóta og menn geti þann- ig kept sér veiðiréttindi í lögsög- unni hjá Kvótasölu ríkisins (nafnið er mitt framlag) á kr. 75,50 kg. Þetta gefi 11.328 milljónir í nýjan skattstofn ríkisins. Sjávarútvegur- inn heldur óbreyttum tekjum í hærra verði sjávarafurða eftir gengisfellinguna, og enginn skað- ast, enginn borgar. Þetta er hin sígilda eilífðarvél íslensks efna- hagslífs, þrautreynt að endemum í Gengisfelling vinnur gegn stjórnarstefnunni um stöðugleika í efna- •• hagsmálum, segir On- undur Ásgeirsson. Fiskveiðistefnunni verð- ur að breyta til sam- ræmis við stjórnarstefn- una í efnahagsmálum. 50 lýðveldisár. Er virkilega enn þá til fólk, sem trúir þessu? Bismarck, fyrsti kanslari sameinaða þýska ríkisins, og sá sem sameinaði Þýskaland, sagði: „Ég hefí aldrei logið - nema sem embættismað- ur.“ Það eru ýmsir, sem taka hann til fyrirmyndar í þessu. Umræða um hverjir hagnast og hverjir tapa á gengisfellingunni bíður síðari umfjöllunar. Breytt fiskistjórnun Upptaka auðlindarskatts þýðir afnám framsals á kvótum, því að grundvöllur undir sölu þeirra frá útgerðum væri ekki jengur til. Þar með myndi falla niður núverandi fyrirkomulag, þar sem sala á árlega úthlutuðum „eignar“-kvótum stendur undir úthafsveiðinni, sbr. a.o. Allt sýnist þó benda til þess, að slíkur auðlindarskattur myndi óviðráðanlegur bæði fiskveiðum og vinnslu í landi, jafnvel þótt hætt yrði að úthluta kvótum til úthafs- veiðiskipa t.d. innan 50 mílna og allur afli innan þeirrar línu tekinn á land til vinnslu. Þróunin er sú, að mestur hluti kvótanna fer til úthafsveiðiskipa, sem verka aflann um borð. Samningurinn við EB kemur að engum notum, ef aflinn verður ekki lagður á land til full- vinnslu, og þess vegna er óhjá- kvæmilegt að breyta núverandi fiskveiðistefnu. Fiskveiðistefnan verður að vera í samræmi við efna- hagsstefnu landsins. Annað er kák. Höfundur er fyrrverandi forstjóri OIís. Önundur Asgeirsson __ Menningarsamband Islands og Þýskalands UM ALDARAÐIR hafa verið margs konar menningarsamskipti milli íslands og Þýskalands. Áhrif Þjóðveija á menningu Norður- landa hafa verið mikil og vaxandi allt fram á þessa öld en þeir einn- ig orðið fyrir gagnkvæmum áhrif- um frá Norðurlandabúum, ekki síst íslendingum. íslenskar bók- menntir hafa lengi, sérstaklega þó síðan í upphafi 19. aldar, verið brunnur sem þeir hafa ausið af og nýtt sem heimildir um fornger- manska sögu og menningu og ís- lensk tunga hefur verið notuð til stuðnings við rannsóknir á þýskunni. Meðal Þjóðverja hafa verið mikl- ir fræðimenn og listamenn sem hafa auðgað íslensk fræði og not- að íslenskar bókmenntir til end- urnýjunar list sinni. Frægastur listamannanna er Richard Wagn- er. Meðal merkustu fræðimann- anna Konrad Maurer. Á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins hefur styrkur menningarsambands ís- lands og Þýskalands einmitt verið sýndur í verki með því að færa Niflungahring Wagners á svið og með Maurerþingi. í tengslum við uppfærsluna á styttri útgáfu Niflungahringsins í lok maí stóðu Listahátíð í Reykja- vík, Stofnun Sigurðar Nordals og Norræna húsið fyrir kynningu á list Wagn- ers og nutu til þess stuðnings Félags ís- lenskra fræða, Styrkt- arfélags íslensku óper- unnar og Goethe-Inst- itut. Annars vegar var tónlistin í Niflunga- hringnum kynnt með tóndæmum en hins vegar voru haldin tvö málþing. Á því fyrra gerðu einvörðungu Is- lendingar grein fyrir lífí Wagners og list, íslenskum uppsprett- um Niflungahringsins, smíði fjórleiksins og heimspeki tónskáldsins. Síðara þingið var alþjóðlegt og fór fram á ensku. Þar flutti Barry Millington frá Bretlandi fyrirlestur um félagslegt og sögulegt baksvið Niflunga- hringsins, Lars Lönnroth frá Sví- þjóð um túlkun rómantíkurinnar á norrænni goðafræði og íslenskum fomkvæðum, Vésteinn Ólason um íslenskar goðsagnir í Hringnum, Stewart Spencer frá Bretlandi um hvemig Wagner notaði íslenskar heimildir sínar, Þorsteinn Gylfason um Wagner sem skáld og að lokum Oswald Georg Bauer frá Þýska- landi um sýningarsögu Niflunga- hringsins. Er nú unnið að því að gefa út fyrirlestrana um Wagner og Niflungahringinn, sem fluttir vom á alþjóðlega málþinginu, til þess að fleiri en þinggestir geti kynnt sér þann fróðleik sem þar er að fínna og sýna á alþjóðavett- vangi þau tengsl sem binda list Wagners íslandi. Goethe-Institut gekkst fyrir málþingi um Konrad Maurer og ísland 1. október sl. Þar hélt Kurt Schier frá Þýskalandi erindi um ævi Maurers og íslandstengsl hans, Sigurður Líndal um réttar- sögufræði hans og Árni Björnsson um ferðalýsingu sem Maurer skrif- aði eftir Islandsheimsókn sumarið 1858. í lok málþingsins fóm fram pallborðsumræður um hvort minn- ingin um Maurer leggði einhveijar skyldur á herðar íslendingum, ekki síst í sambandi við að gefa út ferðalýsingu hans. Ferðasögur sem erlendir gestir hafa skrifað eftir íslandsheim- Úlfar Bragason sóknir eru oft gagnmerkar heim- ildir um þjóðlíf hér á landi. Lesbók Morgunblaðsins birti 24. septem- ber og 1. október útdrætti úr ferðalýsingu Maurers í íslenskri þýðingu Baldurs Hafstað. Af þeim brotum mátti sjá að Maurer tók ekki aðeins vel eftir öllu sem fyrir augu bar heldur gerði sér einnig hugmyndir um menningarástand þjóðarinnar og viðreisn í la'ndinu. Sjálfur lagði hann í rannsóknum sínum stóran skerf til skilnings íslenskri sögu og bókmennta og að íslenskur menningararfur væri metinn að verðleikum. Munchen- arháskóli, þar sem Konrad Maurer starfaði, hefur síðan sinnt íslensk- um fræðum að verulegu marki. Ágætir fræðimenn um íslenskt mál, bókmenntir og sögu hafa starfað þar og margir stúdentar numið þessar fræðigreinar. Um árabil hefur þar verið staða í nú- tímaíslensku. Á síðasta ári var íslendingur, Magnús Haukson cand. mag., ráðinn til að gegna stöðunni. Stofnun Sigurðar Nor- dals hefur nú ákveðið í samráði við menntamálaráðuneytið að styrkja þessa íslenskukennslu þannig að íslendingar vei'ði jafnan ráðnir til starfans. Er það gert í minningu Maurers, í þakkarskyni fyrir framlag skólans til íslenskra fræða, þeim til eflingar og menn- ingarsambandsins við Þýskaland. Tungumál og bókmenntir Menning hverrar þjóðar grundvallast á tungumálinu og það er lykill útlendingum til að öðlast fullan skilning á eðli hennar. Ef íslendingar vilja efla menningarsam- skipti við aðrar þjóðir hljóta þeir að styrkja kennslu í íslensku fyr- ir útlendinga hvort sem það er hér á landi eða annars staðar. Útlendingar sem vilja skilja menningu okkar til einhverrar hlítar verða að læra að tala, skrifa og skilja íslensku. Kennsla í íslensku og rannsóknir í íslenskum fræðum sem eru stundaðar innan vébanda margra háskóla í Þýskalandi eru ómetan- legar til að auka skilning Þjóð- veija á menningu okkar og treysta böndin milli þjóðanna. Ekki skal þó dregin fjöður yfir að kynnast má menningu íslend- inga að nokkru leyti með því að horfa á íslenskar kvikmyndir, hlýða á tónlist og skoða íslenska myndlist. íslenskar bókmenntir eru engu síður hornsteinn menn- ingar okkar. Vandaðar þýðingar á íslenskum öndvegisverkum á þýsku eru því mikilvægt framlag til að gefa Þjóðveijum sýn inn í hugarheim okkar. Bókaforlagið Steidl í Göttingen hefur á undan- förnum árum verið að gefa út safn ritverka Halldórs Laxness í þýðingum á þýsku. Ýmis önnur forlög hafa gefið út verk yngri höfunda. Þá hefur Westdeutsche Rundfunk kynnt íslenskrar bók- menntir með mörgum hætti, m.a. eru fimm íslensk leikrit leikin þar í útvarpi nú á haustdögum. íslensk bókaforlög hafa kynnt bókaútgáfu sína á bókaþinginu í Frankfurt og með því komist inn á þýskan mark- að. Fyrir skömmu var haldinn fundur með þýðendum úr íslensku á þýsku í Stuttgart til að ræða þýðingar og mál sem tengjast þeim og styrkti menntamálaráðuneytið fundinn. Ættu slíkir fundir að verða til þess að auka þýðendum ásmegin. íslenskir rithöfundar hafa einnig oft komið fram í Þýskaland á undanförnum árum. Norræn bókmenntahátíð stendur í Munchen dagana 20. til 27. nóv- ember nk. og kynna rithöfundam- ir Einar Már Guðmundsson, Guð- rún Helgadóttir og Ingibjörg Har- aldsdóttir þar verk sín. Samstarfs- nefnd um kennslu í Norðurlanda- málum erlendis, sem fær fé frá Norrænu ráðherranefndinni og er samstarfsvettvangur þeirra stjórn- arstofnana á Norðurlöndum sem vinna að málefnum sendikennslu, veitti myndarlegan styrk til þess- arar hátiðar. Fyrir íslands hönd á Stofnun Sigurðar Nordals aðild að nefndinni. Þjóðin, menntun og menningarlíf Forvígismenn markaðshyggj- unnar hér á landi hafa á síðustu árum boðað veröld viðskiptanna. Allt skal lúta viðskiptasjónarmið- um, menning jafnt sem annað. Þessi viðhorf einkennast af mikilli skammsýni enda hafa þau ekki hlotið nema takmarkaðan hljóm- grann. Hinu er ekki að leyna að margir era veikir fyrir þeim skoð- unarhætti að menningarstarfsemi sé munaður sem ekki eigi að nota sameiginlegt fé landsmanna til að kosta. Hvers konar menningars- Án hins blómlega menn- ingararfs okkar Islend- inga værum við tæpast í röð sjálfstæðra þjóða, segir Ulfar Bragason, sem telur þeim Ijármun- um vel varið er ganga til menntunar, lista og kynningar á íslenskri menningu erlendis. amskipti við aðrar þjóðir falla und- ir það. Fijálshyggjumenn hafa því beint spjótum sínum að Stofnun Sigurðar Nordals en hlutverk hennar er að efla kynningu og rannsóknir á íslenskri menningu, að fornu og nýju, hvarvetna í heiminum. Oll fæðumst við inn í ákveðið menningarumhverfi, búum við þá menningu og getum haft áhrif á þróun hennar til góðs eða ills. Lífs- kjör almennings eru að jafnaði betri og lífsgæðin meiri í blómleg- um menningarsamfélögum þar sem hlúð er að menntun og listum. Þær stórstígu framfarir sem orðið hafa hér á landi á þessari öld hefðu aldrei átt sér stað nema vegna þess að almenn menntun var góð þegar um aldamótin og gott menn- ingarástand þrátt fyrir fátæktina. Á alþjóðavettvangi fá sjónarmið menningarþjóða hjómgrann. Án hins blómlega menningararfs okk- ar íslendinga værum við tæpast í röð sjálfstæðra þjóða nú. Efling kynningar og rannsókna á ís- Ienskri menningu er því mikilvæg fyrir allt samstarf okkar við aðrar þjóðir og fyrir hagsæld í landinu. Hagur okkar byggist á menning- unni. Þeim fjármunum sem veittir er til menntunar og lista og til kynningar á íslenskri menningu erlendis er því vel varið. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.