Morgunblaðið - 06.12.1994, Page 6

Morgunblaðið - 06.12.1994, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðstöfunartekjur einstæðra mæðra og forræðislausra feðra með 110 þúsund króna mánaðarlaun Ráðstöfunar- tekjur mæðr- anna nærri tvöfalt hærri Ýmsar bætur hækka tekjur mæðra en meðlag dregst frá tekjum feðranna Nokkur dæmi um r á ð s t ö f u n a r t e k j u r Börn yngri en 7 ára Börn eldri en 7 ára tn Einstæð móðir Forræðislaus faðir Laun á mán. 65.000 110.000 150.000 65.000 110.000 150.000 Mæðralaun á mán. 5.000 5.000 1.000 0 0 0 Samtals laun 70.000 115.000 151.000 65.000 110.000 150.000 Staðgreiðsla á mán. -5.377 -24.205 -39.267 -3.285 -22.113 -38.849 4% lífeyrissj. og 1 % félagsgj. á mán. -3.500 -5.750 -7.550 -3.250 -5.500 -7.500 Meðlag frá/til TR á mán 20.600 20.600 10.300 -20.600 -20.600 -10.300 Barnabætur á ári 140.048 97.298 67.878 0 0 0 Barnabótaauki á ári 197.036 197.036 98.518 0 0 0 Skerðinq b.b.auka á ári -39.456 -106.838 -87.768 0 0 0 Ráðstöfunartekjur á ári 1.278.304 1.455.236 1.452.419 454.380 741.444 1.120.212 Ráðstöfunartekjur á mán. 106.525 121.270 121.035 37.865 61.787 93.351 í þessum dasmum er miðað við að eignarskattsstofn sé innan skattleysismarka. RÁÐSTÖFUNARTEKJUR - einstæðrar ti/eggja barna móður með 110 þúsund króna mánaðarlaun eru nær tvöfalt hærri en for- ræðislauss föður tveggja bama með sömu mánaðarlaun. Miðað er við að annað barnið sé eldra en sjö ára og hitt yngra en sjö ára. Ráðstöfunartekjur konunnar að með- töldu meðlagi, mæðralaunum, bamabótum og barnabótaauka eru 121.270 krónur, en ráðstöfunartekjur mannsins eru 61.787 á mánuði þegar greitt er meðlag með tveimur börnum. Tvöfalt hærri ráðstöfunartekjur Morgunblaðið hefur undir höndum út- reikninga þar sem nokkur dæmi eru tekin um ráðstöfunartekjur einstæðra foreldra á nokkrum tekjubilum annars vegar og for- ræðislauss foreldris hins vegar sem greiðir meðlag með börnum sínum. í ofangreindu dæmi eru mæðralaun 5.000 krónur á mán- uði, meðlag með tveimur börnum 20.600 á mánuði, barnabætur 97.298 á ári og barnabótaauki þegar hann hefur verið skertur vegna tekna kr. 90.198. Heildar- ráðstöfunartekjur á ári að frádregnum staðgreiðsluskatti, iðgjaldi launþega í líf- eyrissjóð og iðgjöldum til stéttarfélags eru 1.455.236 krónur eða 121.270 krónur á mánuði. Miðað er við að eignaskattsstofn sé innan skattleysismarka og ekki er tekið tillit til kostnaðar við að afla tekna utan heimilis, svo sem vegna barnapössunar og ferðakostnaðar. Ráðstöfunartekjur þess sem ekki hefur forræðið eru 741.444 krónur á ári þegar frá 110 þúsund króna mánaðarlaunum hef- ur verið dregin staðgreiðsla 22.113 kr., ið- gjald í lífeyrðssjóð og stéttarfélagsgjald, .5.500 krónur og meðlag með tveimur böm- um 20.600 krónur. 38.000 eftir hjá föður Ef litið er á önnur dæmi þá kemur í ljós að ráðstöfunartekjur einstæðrar móður tveggja barna eldri en sjö ára, sem er með 65 þúsund krónur í mánaðarlaun eru 106.525 krónur þegar tekið hefur verið til- lit ti! mæðralauna, meðlags, barnabóta og barnabótaauka. Ráðstöfunartekjur föður með sömu mánaðarlaun, krónur 65 þúsund, era 37.865 kr. þegar meðlag, staðgreiðslu- skattur og iðgjöld hafa verið tekin frá. At- vinnulaus tveggja barna móðir er með 10 þúsund króna lægri ráðstöfunartekjur en sú sem var með 65 þúsund krónur í mánaðar- laun eða 96.695 kr., en ráðstöfunartekjur atvinnulauss tveggja barna föður sem ekki er með forræðið eru 20.060 krónur. 32.000 króna munur Ef á hinn bóginn eru skoðaðar ráðstöfun- artekjur einstæðrar móður með eitt barn eldra en sjö ára og 150 þúsund króna mánað- arlaun verða þær 121.035 krónur á mán- uði. Ráðstöfunartekjur forræðislauss föður með sömu mánaðartekjur kr. 150 þúsund á mánuði eru 93.351 króna. Ráðstöfunartekjur móður með eitt barn á framfæri yngra en sjö ára og 70 þúsund króna mánaðarlaun eru 86.803 á mánuði en föður með sömu laun 50.823. Ef launin eru 110 þúsund á mánuði og barnið eitt yngra en sjö ára era ráðstöfunartekjur móður sem hefur forræðið 105.667 kr. en föður með sömu tekjur 72.087 kr. Morgunblaðið/Kristinn Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli Hert barátta gegn fí kniefnasmygli Keflavík. Morgunblaðið. „UM Keflavíkurflugvöll fara því sem næst öll ólögleg efni sem flutt era til Iandsins og baráttan við þá sem flytja þessi efni inn er bæði erfið og margslungin. Því þeir sem eru í þessum inn- flutningi geta notað óhefta hugmynda- auðgi í þróun smygl- aðferða. Þessir menn eru handsamaðir öðru hveiju en því miður ekki nærri allt- af og því leitum við aðstoðar fleiri aðila undir slagorðinu „Stöðvum innflutn- inginn“,“ sagði Elías Kristjánsson í fíkniefnadeild tollgæslunnar á Kefla- víkurflugvelli. Fíkniefnadeild tollgæslunnar hef- ur nú annað árið í röð gert og látið dreifa upplýsingabréfí til allra sem starfa við millilandaflug um Kefla- víkurflugvöll og ferða- þjónustu því tengdu þar sem óskað er eftir liðsinni viðkomandi og allri þeirri aðstoð sem að gagni geti komið í baráttunni við inn- flutning fíkniefna Elías sagði að bú- ast mætti við auknum innflutningi nú í des- ember og því hefði tollgæslan ákveðið að endurtaka átakið frá því í fyrra með því að leita aðstoðar fleiri aðila við að hafa hendur i hári þeirra sem stunda þá iðju að flytja inn ólögleg efni til landsins. Hagkaupsverslun rýmd vegna elds Á tvöföldum launum í vinnu hjá SWC í Namibíu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík hélt að Hagkaup í Skeifunni um klukkan tvö á laugardag vegna tilkynningar um að eldur væri laus þar. Lagði slökkviliðið af stað á öllum tiltækum bílum. Skammhlaup og eldglæringar Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn, reyndist orsök tilkynn- ingarinnar vera skammhlaup í rennu fyrir rafmagnskapla yfir upplýsingaborði við inngang í verslunina, og komu eldglær- ingar úr rennunni þangað til starfsfólk hafði slegið út ör- yggjum. Kallkerfi verslunar- innar var óvirkt á eftir og gekk starfsfólk um ganga og rýmdi verslunina, sem gekk snurðu- laust fyrir sig, en þar voru lík- lega á annað hundrað manns. Slökkti með handslökkvitæki Slökkviliðsmaður utan af landi, sem staddur var í versluninni, slökkti með handslökkvitæki lítilsháttar eld sem hafði kvikn- að í rennunni. Allir símar í versluninni voru óvirkir fyrst í stað. Yfirgáfu slökkviliðsmenn Hagkaup þegar búið var að koma rafmagni á að mestu aft- ur og gáfu leyfi til að verslunin yrði opnuð að nýju. ÞEIR íslendingar sem ráðnir verða í tvö stjórnunarstörf við fyrirtækið SWC í Namibíu sem auglýst vora í Morgunblaðinu á sunnudag, geta I vænst allt að tvöfaldra launa miðað við sambærileg störf hér á landi, að sögn Benjamíns Axels Árnason- ar hjá ráðningarþjónustunni Ábendi, sem ekki vill upplýsa nánar hvaða laun verði greidd eða hvaða kjör verði í boði. Fyrirtækið SWC, Seaflower Whitefísh Corporation, starfar í bænum Luderitz í Namibíu, rekur frystitogara og þijá ísfisktogara og veitir 380 manns vinnu við að veiða og verka um 9.000 tonn af lýsingi til sölu á erlendum mörkuðum. 28 íslendingar vinna hjá fyrirtækinu og skipa þar flestar stjómunarstöð- ur. Fyrirtækið er að hluta i eigu íslenskra sjávarafurða hf. Benjamín sagði að alls byggju 48 íslendingar í Liideritz. í Morgunblaðinu var auglýst sl. sunnudag eftir viðskiptafræði- menntuðum manni í starf fram- kvæmdastjóra framleiðslusviðs, sem beri ábyrgð á daglegum rekstri frystihúss og útgerðar fyrirtækisins og manni með menntun á fisk- vinnslu- eða sjávarútvegssviði í starf verkstjóra í vinnslu. Benjamín sagði að viðkomandi yrðu ráðnir til tveggja ára fyrst í stað. Hann sagði að þegar í gær hefði fjöldi manna spurst fyrir um störfin og kvaðst geta fullyrt að umsóknir ættu eftir að skipta tug- um. Hann vildi eins og fyrr sagði ekki upplýsa um launafjárhæðir eða önnur kjör sem í boði væru að öðru leyti en því að um væri að ræða nálægt því tvöfalt hærri laun en greidd væru fyrir sambærileg störf hérlendis. Auk þess yrði flutnings- kostnaður greiddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.