Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 41 AÐSENDAR GREINAR Engir bakþankar Nýttu þér 30% afslátt af eldri gerðum af dýnum og yfirdýnum í IKEA. Dýnurnar eru til í 5 staerðum og fjölda gerða. Tilboðið gildir meðan birgðir endast. 30% afsláttur af eldri geröum af dýnum lemmM TIL ALLT AD 36 MÁNAÐA T,....,,/ númer: 934356 HOLTAGÖRÐUM • SÍMI: 686650 Hauks Sigurðssonar, að setja sig í spor bams, sem er að skynja veröldina. flniripinM&MÍi - kjarni málsinsl Hollt er öllum, að mati væru það lág að hagstæðara gæti verið að vera atvinnulaus ef fólk nyti allra bóta. En eftirtektarverð- ast var að fulltrúum atvinnurek- enda og launþega var boðið í þátt- inn en hvorugur kom. Fróðlegt hefði líka verið að vita hvort al- þingismaður eða ráðherra hefði komið hefði þeim verið boðið. Nú fara að hefjast hinar takt- bundnu viðræður „aðila vinnu- markaðarins um kaup og kjör“. Fyrir ævalöngu heyrði maður stundum frá þeim viðræðum' að fulltrúar hafi minnst á að launin ættu að nægja til framfærslu. í raun ættu útreikningar Hagstofu íslands á framfærslubyrði hinnar frægu vísitölufjölskyldu að liggja á borðum samningsaðila þegar rætt er um kaup og kjör. Hætt er við að alltaf sé bilið að breikka milli launanna og þess hvað kostar að brauðfæða fjölskyldu. Og þau hagstofuplögg mættu gjarnan einnig vera á borðum þingmanna þegar þeir setjajög um að leggja skatt á enn lægri tekjur en áður, jafnt barna sem fullorðinna. Svo er komið að þeim sem líða skort og hungur í þjóðfélaginu fjölgar óhugnanlega. Þeir sem bera ábyrgðina þora ekki að ræða við þetta fólk. Þeir vilja helst ræða saman, þeir þekkjast líka best. Líka gæti verið að þeir væru sömu stéttar með allt að tífaldar tekjur þeirra sem fram komu í fyrrnefnd- um þætti. Kemur það fólk þeim nokkuð við? Á sama tíma og svona er komið með kjör þeirra sem minnst mega sín er hundruðum milljóna varið í utanferðir hátt- settra ríkisstarfsmanna á kostnað skattgreiðenda. Meðan láglauna- stétt neyðist til verkfalls þar sem fjölskyldan er homsteinn samfé- lagsins, hefur hún sannarlega orð- ið útundan og gleymst. Getur það verið vegna þess að hún kemur ekki fram sem heild við samninga- borðið? Eða er það vegna þess að hún er tvístruð og sést svo lítið saman? Horft er fremur á einstakl- ingana sem mynda hana eins og þeir væru óháðir hver öðrum. Þó viðurkenna allir í orði að velferð þjóðfélagsins er mest undir því komin hvernig fjölskyldunni vegn- ar í lífinu. En í verki sjáum við annað. Skipulag skóla hefur ekki miðast við að börnin koma frá fjölskyldum þar sem báðir foreldrar vinna utan heimilis, heldur að börnin væru sjálfstæðir einstaklingar sem kæmu sér einhvers staðar fyrir þegár kennslu lyki. Kjarasamning- ar hafa ekki miðast við hvað kost- ar að framfleyta fjölskyldu. Dag- vistarrými er fjarri því að nægja þegar báðir foreldrar eru í vinnu utan heimilis. Löggjafinn hefur heldur ekki komið það til móts við fjölskylduna að hún dafni. Hún er orðin hornreka samfélagsins. Hollt er öllum að reyna að setja sig í spor barns sem er að skynja veröldina. Barnið er næmt. Sé lítið af öllu og stöðug barátta fyrir hverri krónu kemur það fram í öryggisleysi sem síðar getur haft margvíslegar afleiðingar. Menn segja að betra sé að byrgja brunn- inn áður en barnið er dottið ofan í. En ef barnið er niðri í brunninum verður að hjálpa því upp úr. Höfundur er sagnfræðingur og kennari. Á fjölskyldan engan rétt? kl. 4:20 Ætli ég þurfi að klippa neglurnar kl. 5:15 Hvað skyldi vera ( Isskápnum? kl. 6:10 Ég trúi þessu ekki kl. 7:01 Fráboort, nú hringir vekjaraklukkan kl. 10:00 Búinn að henda gömlu dýnunni. Farinn ( IKEA AÐ KVÖLDI 30. nóvember síðastliðinn var eftirtektarverður þáttur í ríkissjónvarp- inu um þá sem minnst mega sín í samfélag- inu. Þama voru sam- an komin mæður sem einar hafa börn á framfæri sínu og feð- ur sem borga með börnum sínum til fyrr- verandi eiginkvenna sinna ásamt fulltrúum frá Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborg- Haukur ar, Rauða krossinum Sigurðsson og nokkrum fleimm. Fátt kom á óvart í þættinum. Ein- stæð móðir með tvö börn og án atvinnu getur að sjálfsögðu ekki séð fyrir sér og sínum. Feður sem skilið hafa við konur sínar og ekki eru hátekjumenn geta ekki borgað með börnum sínum nema þau séu eitt eða tvö. Ef þau eru fleiri geng- ur það ekki. Nefnt var að launin samningar hafa verið lausir hátt í annað ár og kjarasamningar ekki séð dagsins ljós, hafa verið gerðir starfslokas amningar með himinháum greiðslum til þeirra sem reynst hafa óþarf- ir eða þarf að færa til. Láglaunafólkið í land- inu hefur ekki lengur til hnífs og skeiðar en framkvæmdastjóri VSÍ segir að þjóðar- voði blasi við ef fólkið fær meira en þúsund króna hækkun á mánuði. En þeim sem hafa fé milli handa er meira dillað en áður. Þeir fá skattaaf- slátt fyrir að bæta sjálfir kjör sín með kaupum á hlutabréfum og hátekjumenn þurfa engan há- tekjuskatt að greiða enda auðvelt fyrir löggjafann að lækka hin svo- kölluðu skattleysismörk á móti. Bráðum hefst kosningabarátta vegna alþingiskosninga og viðræð- ur um kjarasamninga eru á næsta leiti. Nú mega menn ekki halda að hinir ábyrgu aðilar vilji illa því fólki sem minnst ber úr býtum. Þó að við getum fundið í stefnu- skrám allra stjórnmálaflokka að Kl. 1:20 Er þaö dýnan? kl. 2:42 Best að skipta um stellingu kl. 00:30 Hvað er að? kl. 3:15 Það er ekki stellingin. Það er dýnan kl. 3:55 Best að telja taernar kl. 2:07 Ég verð að sofna kl. 23:11 Góða nótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.