Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 47 MINNINGAR JOHANNA MAR + Jóhanna Mar var fædd í Bol- ungarvík 9. mars 1904. Hún lést 25. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Eg- gertína Steinunn Benjamínsdóttir og Guðfinnur Kára- son. Jóhanna var yngst sex systkina, sem voru: Guðný, Guðfinnur, Kristin, Guðríður og Krist- jana. Eru þau öll látin. Jóhanna gift- ist Cæsari Mar hinn 28. janúar 1930. Hann lést hinn 28. ágúst 1978. Börn þeirra eru 1) Krist- in, f. 10. júlí 1926, maður henn- ar er William Joseph Smith. 2) Óskar Árni, f. 29. mars 1930, kona hans er Vilborg Guðrún Sigurðardóttir, 3) Sigurður Finnbjörn, f. 10. nóvember 1933, fyrri kona hans var Svan- hildur Salbergsdóttir sem lést 9. maí 1977 en seinni kona hans er Sæunn Gunnþórunn Guð- mundsdóttir. Barnabörn Jó- hönnu eru níu talsjns en bama- barnabörnin 20. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag. ELSKU amma mín, mig langar að minnast þín með örfáum fátækleg- um orðum. Eins og Brynja, bama- barnabam þitt, sagði um daginn áttir þú langa og viðburðaríka ævi, allt frá því að vera ung stúlka frá Bolungarvík og vinna á heimilum á ísafirði, til þess að flytjast suður og starfa hjá þremur fyrstu forset- um landsins. Þú varst stoð, stytta og fyrirvinna heimilisins, bama þinna og manns, ákaflega sterk kona og reyndist mörgum vel. Þeg- ar afi dó í ágúst 1978 voram við tvær hjá honum síðustu tímana. Ég var ung og mér leið illa á sjúkrahúsinu, hafði enda kvatt móð- ur mína þar rúmu ári áður. Ég taldi þig á að koma heim á Sogaveginn, þú varst treg til, vildir vera hjá afa. En heim fóram við og eftir klukkutíma var hringt og þér sagt að hann væri dáinn. Þú lagðir niður símtólið og sagðir: „Auminginn, pg það var enginn hjá honum.“ Ég vissi að þú tókst þetta mjög nærri þér. Á þeirri stundu hét ég því að sjá til þess að þú yrðir ekki ein á dauðastundinni. Síðan í sumar hef ég haft þá til- finningu að stundin nálgaðist. En ég komst ekki til þín vegna eigin veikinda. Er við Elías heimsóttum þig í september sl. sagði ég honum að hann væri að sjá þig á lífi í síð- asta sinn, sem og varð. Og svo kom föstudagurinn 25. nóvember og ég gat ekki beðið lengur. Ég fann að stundin var komin. Ég lét keyra mig í hjólastól að rúminu þínu og þarna vorum við tvær einar þegar kallið þitt kom. Þessi stund var afar friðsæl, eftir dauðastríðið var guð þér miskunnsamur. „Ertu dáin, amma mín? Ertu virkilega dáin?“ Það tók mig smástund að átta mig fyllilega. Ég hugsaði um hvað þetta væri táknrænt fyrir þig og hvað þú hafðir kennt mér. Þrátt fyrir alla erfiðleika hélstu alltaf höfðinu hátt. Þú kenndir mér að manneskj- an þarf ekki að verða minni þótt hún lendi í ýmsum hremmingum í lífsins ólgusjó. Málið snýst um að vaxa við hveija raun. Nú sparkar barnið og minnir á tilveru sína. Það fékk ekki að sjá langömmu en ég mun halda merki þínu á lofti. Ég lærði svo margt af þér. Það var ekki auðvelt, en þú hélst ávallt þinni reisn. Eg held baráttunni áfram. Þakka þér fyrir alltj amma mín. Ég vil þakka hinu lipra starfs- fólki á Hrafnistu og á Landspítalan- um fyrir ljúft viðmót á erfiðum stundum. Birna Mar. Elskuleg amma okkar Jóhanna Mar er látin á 91. aldursári. Það era alveg ein- stök forréttindi að eiga ömmu sína svona lengi. Fyrstu minningarnar um ömmu era þegar hún og afi komu á Bakkastíginn hlaðin sælgæti eða þegar við komum í heimsókn til þeirra í Sogamýrina. Þá var amma venjulega syngjandi við eldavél- ina að baka pönnukök- ur en afi að sýsla úti í bílskúr við snittvélina sína eða inni á kvisti við skriftir eða margskonar grúsk. Ekki má heldur gleyma Nöbbu systur hennar ömmu sem átti sitt annað heimili hjá þeim og var eins og önnur amma fyrir okk- ur. Þau þijú komu alltaf heim til okkar á aðfangadagskvöld og þá fyrst gátu jólin byijað. Ógleymanleg era jólaboðin sem amma og afi héldu á jóladag. Þá var amma í essinu sínu með ættingj- um sínum og veitti hún þeim vel í mat og drykk. Sjálf settist hún helst aldrei niður meðan boðin stóðu yfir. Einnig era eftirminnileg ferða- lögin sem farin voru þegar Stína frænka kom frá Ameríku ásamt fjölskyldu sinni. Sjálf fór amma nokkrum sinnum til Ameríku að heimsækja dóttur sína og þegar hún kom aftur, var hún alltaf hlaðin gjöfum handa okkur og voru það iðulega hlutir sem ekki fengust á íslandi. Amma okkar var engin venjuleg amma sem sat heima og pijónaði á okkur sokka því hún var útivinn- andi húsmóðir frá því við munum eftir okkur. Hún vann í öllum fín- ustu veislum bæjarins við að „upp- varta“, þar á meðal á Bessastöðum og í sendiráðunum. Það var stíll yfir ömmu þegar hún var komin í svarta kjólinn með hvítu svuntuna og kappann á höfuðið og var á leið- inni í það „danska" eða „sænska". Við þetta vann hún langt fram á áttræðisaldur af stakri trúmennsku. Þrátt fyrir að langömmubörnin væra orðin íjölmörg, mundi hún ætíð eftir afmælisdegi þeirra allra svo og aldri þeirra. Fylgdist hún náið með þeim öllum og vissi ná- kvæmlega hvað þau vora að gera, bæði í skóla og tómstundum. Þau sakna sárt góðu langömmunnar sem alltaf átti blíð orð og góðgæti í dós þegar þau komu í heimsókn. Enda þótt líkamleg heilsa hennar hafi verið farin að bila síðustu árin, hélt hún þó andlegu atgervi sínu fram á síðustu stundu. Eftir lát afa okkar bjó hún alein inni á Sogavegi til tæplega 88 ára aldurs en síðustu æviárunum eyddi hún á Hrafnistu í Reykjavík við góðan aðbúnað. Við þökkum ömmu okkar sam- fylgdina öll þess ár. Megi hún hvíla í friði. Jóhanna og Siggi. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grandum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyr- ir sakir nafns síns ... Já, gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa æfi.“ (Sálm. 23.) Hún amma er dáin, minningin um góða og hjartahlýja konu mun lifa. Hún Jóhanna amma okkar og síðar langamma skipaði ákveðinn sess í hugum okkar og hjörtum. Hún hélt ættinni saman. Hún, Jó- hanna Margrét Guðfinnsdóttir Mar, varð níræð í mars. Á mörgum áram verða miklar breytingar. í bernsku fór amma fótgangandi frá ísafirði heim til Bolungarvíkur að lokinni hálskirtla- töku, þar sem tæki og tól komust ekki í hálfkvisti við farartæki og tækni dagsins í dag. Þegar svo lík- amlegt þrek þraut og hún sofnaði hægt og hljótt, var sama æðruleys- ið, fábreytni og friður í fyrirrúmi. Hún fór ekki í manngreinarálit hún amma, það var sama hvernig fólki amma þjónaði til borðs og þjónaði hún nú mörgum. Amma vann mikið úti alla tíð og í marga áratugi „uppvartaði" hún í veislum og boðum fólk af mörgu þjóðerni, jafnt sem þijá fyrstu forseta Islands og gesti. Hún skildi alla þótt ómenntuð í tungumálum væri. Állt- af af sömu alúð, reisn og myndar- skap. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir svörtum kjólum, straujuðum hvítum köppum og svuntum. Hún hjálpaði mörgum og gerði greiða. Hún var bara ekkert að segja frá því. Þannig vildi hún hafa það. En hún fékk líka þakkir og vil ég þakka öllum sem reyndust henni vel. Fyrir tilstilli ömmu fór ég í fyrsta sinn í flugvél, til Stínu og Bill til Ameríku. Kannski mótaði hún óaf- vitandi mig og minn áhuga á öðram þjóðum og ferðalögum, starfsferil t Elsku fóstri minn og vinur, GUÐMUNDUR JÓNSSON frá Þúfu í Kjós, andaðist 3. desember í Hótúni 12, Reykjavík. Kveðjuathöfn verður í Sjálfsbjörg, matsal á 2. haeð, föstudaginn 9. desember kl. 13.30. Blóm og kransar eru afbeðin, en þeir sem vildu minnast hans láti Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, njóta þess. Þorsteinn Veturiiðason og vandamenn. t Eiginmaður minn, SÆVAR GUÐMUNDSSON, Hamratanga 18, Mosfellsbæ, lést ó heimili sfnu sunnudaginn 4. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Hrefna Sigurðardóttir. hjá flugfélagi. Ég er yngsta ömmu- barnið og nýjar kynslóðir taka við. Við amma vorum oft að gantast með það hvað hún væri dugleg að safna langömmubörnum. Alltaf vissi hún hvað allir voru að gera í ljölskyldunni. Hún var mjög söng- elsk og þegar hún brosti skein í spékoppana hennar. Þótt heilsan væri ekki alltaf upp á sitt besta, gætu margir henni yngri menn ver- ið stoltir af óskeikulu minni hennar og alltaf bauð hún upp á mola í náttborðsskúfunni. Um leið og ég þakka samveruna og allar minningarnar hrannast upp, langar mig til að þakka þér líka frá fjölskyldu hennar Stínu dóttur þinnar í Ameríku sem ekki gat komið en er með okkur í hjarta. Mörg undanfarin ár hófst jóla- undirbúningur minn á þvl að skrifa jólakort og senda fyrir ömmu, því hún vildi gera allt tímanlega. Hún átti líka vini frá mörgum þjóðlönd- um. Nú gengur aðventan í garð og ljós friðar mun lýsa okkur I gegnum myrkrið. Elsku Stína, Óskar og pabbi, missir ykkar er mikill. Að lokum langar mig að minnast og kveðja góða vinkonu hennar ömmu. Hún Ninna mín, Jóninna Hafsteinsdóttir, bjó niðri á Soga- veginum, ásamt manni sínum hon- um Ólafi. Ninna reyndist henni ömmu alltaf svo vel og það var mikill styrkur fyrir okkur að vita af þeim í húsinu, sem hann afi smíðaði, síðustu árin áður en amma fór á Hrafnistu. Á föstudaginn þegar við voram saman komin í síðasta sinn hjá Jó- hönnu ömmu, fengum við þær frétt- ir að hún Ninna hefði dáið daginn á undan. Það er ótrúlegt. Við eram aldrei tilbúin að heyra dánarfregnir en á þessu átti enginn von. Kæri Ólafur og fjölskylda, við sam- hryggjumst ykkur. Guð blessi minningu góðra vin- kvenna og styrki aðstandendur í sorg og söknuði. „Hinn vitri safnar ekki auði, því meira sem hann ver öðram til gagns, því meira á hann sjálfur, því meira sem hann gefur öðram, því ríkari er hann sjálfur." (Lao- Tse.) Hvíl í friði. Steinunn og Anton Ingi. Að heimsækja Jóhönnu ömmu á Sogaveginn var alltaf gott. Frá bemskuáranum koma upp í hugann myndir af henni að syngja við eld- hússtörfin, að spiia við okkur syst- umar inni í stofu, að færa okkur bakkelsi út í garð þar sem lékum okkur. Brosmild og hafði góða lund, bústin og bein í baki, kona sem gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur. Frá unglingsáranum eru minningar um daga þar sem ég kom á Sogaveginn til að læra, það var alltaf svo friðsælt þar. Þá kom Jó- hanna amma gjaman inn til mín, spurði hvað ég væri núna að lesa og hvort ég vildi ekki fá mér kaffí- sopa frammi í eldhúsi. Gestrisin og gjafmild, kona sem hafði miklu að miðla og frá mörgu að segja. Tíminn leið og þar kom að ég fór að heimsækja hana með mína eigin litlu fjölskyldu, okkur var alltaf tek- ið opnum örmum, ég minnist ömmu á stigapallinum, hún bauð okkur velkomin með kossi og kvaddi ævin^* lega á sama hátt. Síðustu árin sem hún bjó inni á Sogavegi kom ég þangað reglulega til að gera hreint hjá henni, þá kom Brynja oft með mér og spjallaði við langömmu sína um alla heima og geima. Amma sagði henni frá veröld sem var, æsku sinni í Bolungarvík og fyrstu áranum í Reykjavík, Brynja sagði langömmu sinni frá því sem hún var að læra í Vesturbæjarskólanum. Þetta vora án efa dýrmætar stund- ir fyrir báðar. Seinustu æviárin dvaldi Jóhanna amma á Hrafnistu og ég held að henni hafi alltaf þótt miður að geta ekki boðið gestum sínum þar kaffy- sopa. Til þess hafði hún ekki að- stöðu en það gerði ekkert til því hún hafði svo margt annað að gefa. Traust og hlý, stálminnug fram í andlátið, kona sem lét sér annt um sitt fólk og var stolt af því. Kona sem við kveðjum með þakklæti og söknuði en jafnframt gleði yfir að hafa fengið að þekkja hana og elska. Að heimsækja ömmu var allt- af gott. Kristín, Jón Hallur, Brynja og Þórdís Halla. Með fáum orðum langar okkur að minnast frænku okkar, Jóhönnu Mar. Við munum alltaf búa að þeim minningum sem hún gaf okkur um jóladaginn, en á meðan heilsan leyfði hittust fjölskyldur okkar á heimili hennar og áttum saman yndislegar stundir. Hátíðleikinn og vináttan réð þar ríkjum og Jóhanna geislaði af gleði. Jóhanna var bæði í senn höfðingi heim að sækja og sú hjartahlýjasta manneskja sem við höfum kynnst. Guð blessi minningu hennar. Ómar, Ingibjörg og börn. t GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Björk í Grfmsnesi, Njálsgötu 78, andaöist á Droplaugarstöðum 20. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðjón Á. Sigurðsson. t Ástkær móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR THORARENSEN, óðurtil heimilis Hafnarstræti 6, Akureyri, lést sunnudaginn 4. desember á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. Móðir okkar, t ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Árskógum 6, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 3. desember. Ingunn Þóra Batdvins, Sigrfður B. Martin, Elisabet Baldvins. t Ástkær dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, KATRÍN FALSDÓTTIR, lést í Landspítalanum aðfaranótt laugardagsins 3. desember. I Falur Friðjónsson, Sigurvina K. Falsdóttir, Ástþór Harðarson, Kristján Marinó Falsson, Sigrfður Hrönn Falsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Etva Björk Einarsdóttir, Þórir Már Einarsson, Daði Ástþórsson, Sigmundur Pétur Ástþórsson,, Ævar fsak Ástþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.