Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir því að stjórnmálamenn veigra sér við að ræða ESB aðild, góði minn . . . Svartárbændur tóku næsthæsta tilboðinu EKKI fór svo að Svartá yrði leigð hópi sem Jóhannes Guðmundsson var í forsvari fyrir eins og útlit var fyrir á dögunum, en þá var eftir honum haft hér í blaðinu að aðeins formsatriði væri að ljúka samnings- gerðinni. Einhver snurða hefur þó hlaupið á þráðinn og Svartárbænd- ur hafa'tekið næsthæsta tilboðinu. Þar mun annar hópur manna vera á ferðinni sem hefur í hyggju að nota veiðidagana að stórum hluta sjálfir. Þó hafa einhveijir veiðidagar verið falir síðustu daga. SVFR hjálpar Orra Stjórn SVFR hefur gengið fram fyrir skjöldu og hvatt íslenska stangaveiðimenn til að styðja betur við bakið á Orra Vigfússyni kvóta- kaupafrömuði. „Einn hagsmunahópur hefur staðið hjá í þessu máli og enn sem komið er, ekki lagt hönd á plóginn, öðru vísi en til að hrósa dugnaði Orra í orði. Þessi hópur eru íslenskir stanga- veiðimenn og þykir mér miður hvað við höfum verið seinir til að sýna stuðning okkar í verki og í raun hefur skammarlega lítið verið gert til að leggja máli þessu lið. Þetta verkefni kostar heilmikla peninga, sem alltaf eru af skornum skammti og því hefur stjórn SVFR ákveðið nú á haustmánuðum að gerast opin- ber styrktaraðili þessa verkefnis. SVFR hefur opnað reikning í við- skiptabanka félagsins þar sem fé- lagsmenn geta lagt inn framlög sín. Við höfum þegar lagt kvótakaupa- nefndinni til nokkuð af veiðileyfum sem hún mun selja á uppboðum erlendis til að afla tekna til starf- seminnar og fyrirhugað er að SVFR efni til hvers konar uppákoma sem líklegt er að leggi málefninu lið á komandi misserum, s.s. happdrætta o.s.frv.,“ sagði Friðrik Þ. Stefáns- son formaður SVFR í ræðu á aðal- fundi SVFR, sem haldinn var nýver- ið. Rækta upp Hítará... Veiði hefur verið dauf í Hítará á Snæfellsnesi síðustu árin og eru skoðanir skiptar á því hvað veldur. Bændur við ána hafa þurft að draga verulega saman seglin i útleigumál- unum, bæði ljáð máls á verðlækkun- um og skiptingu áhættunnar í leigu- samningnum við SVFR. Þeir hafa auk þess sýnt fram á að þeir séu ekki ánægðir með ástandið með því að leggja út í fimm ára ræktunar- átak til að ná veiðinni upp. Sleppt verður um það bil 30.000 sjógöngu- seiðum í ána á ári hveiju á um- ræddu tímabili. Haft er fyrir satt að landeigendur og leigutakar Tungufljóts velti fyrir sér í alvöru að leyfa vorveiði á sjó- birtingi sem er aðalfiskurinn í ánni. Yfírleitt veiðast 200 til 400 sjóbirt- ingar á ári í ánni, nokkrir tugir laxa o g einhver reytingur af bleikju. Vorveiði í Tungufljóti... Vorveiði, sem hefst lögum sam- kvæmt 1. apríl, hefur ekki verið leyfð í ánni og heldur hefur þeim ám fjölgað þar sem slík veiði er bönnuð hin seinni ár enda umdeild- ar veiðar. Þeir sem eru mótfallnir vorveiðum benda réttilega á að sami fiskurinn verði ekki dreginn tvisv- ar, en á vorin veiðist einkum sjóbirt- ingur sem hefur dvalið í ánni yfir veturinn og er farinn að hugsa til sjógöngu á ný. Geldfiskur er þá bústinn og bjartur og margur held- ur sig vera að draga nýrunninn fisk úr sjó. Hrygningarfiskurinn er hins vegar dökkur og slæptur. Benda andstæðingar vorveiða á að nær væri að leyfa fiskinum að ganga til sjávar og veiða hann svo í haust- veiði. Félagsvísindi handa öllum Launhelgar í lokuðu musteri Hannes H. Gissurarson Hið íslenska bók- menntafélag gaf ný- verið út bókina Hvar á maðurinn heima? Fimm kaflar í sögu stjórn- málakenninga eftir Hannes Hólmstein Gissurarson dós- ent, sem Ijallar um kenn- ingar Platóns, Machiavellis, Johns Locke, Karls Marxs og Johns Stuarts Mills. í bókinni er ieitast við að gefa skýra og læsilega mynd af kenningum þeirra og tengja þær íslenskum veruleika. - Hvað ræður valinu á kenningum þessara manna? „Önnur ástæðan er að þetta eru fimm klassískir höfundar sem sjálfsagt er að kynna fyrir áhugamönn- um um stjórnmál. Hin ástæðan er sú að helstu rit þeirra liggja fyrir í íslenskri þýð- ingu, það er Ríkið, Furstinn, Rit- gerð um ríkisvald, Kommúnista- ávarpið og Frelsið. Siðan má nefna að allir þessir menn hafa eitthvað að segja sem á erindi til okkar nútímamanna, til dæmis fjallar Locke um eignarréttinn. Hann spyr hvernig eignarréttur geti myndast og hvernig það geti verið réttlátt að sumir eignist eignir úr skauti náttúrunnar, þar sem enginn eignarréttur hefur verið til áður. Þetta er auðvitað gild spurning enn, sérstaklega á Islandi þar sem hefur verið að myndast eignarréttur í sjávarút- vegi svo dæmi sé tekið. Einnig má nefna að ég ræði íslenska löggjöf í ljósi frelsisreglu Mills og spyr þeirrar spurningar hvort bannið .við hnefaleikum, fjárhættuspili, neyslu og dreif- ingu fíkniefna, sýningu ofbeldis- mynda, lögleiðing bílbelta og ýmislegt annað standist þann prófstein. Raunar kemst ég að þeirri niðurstöðu að sumt standist og annað ekki; íslensk löggjöf sé tiltölulega frjálsleg og ekki þurfi að hafa mjög miklar áhyggjur af henni. En það má segja að um sé að ræða afskaplega forvitni- legt viðfangsefni. Enda er stjórn- málafræði lifandi samræða um sígildar gátur mannlífsins." - Hvaða fleiri skírskotanir til íslensks veruleika eru í bókinni? „Ég ræði til dæmis hvað Mach- iavelli myndi segja um íslenska stjórnmálasögu; Hannes Haf- stein, Jónas Jónsson frá Hriflu, Ólaf Thors, Davíð Oddsson og fleiri, þótt auðvitað sé sú umfjöll- un ekki að öllu leyti fræðileg og ekkert sannað eða afsannað. Ég held til dæmis að Machiavelli hefði dáðst að þingrofinu 1931. Þar var um að ræða snögga og vel heppnaða aðgerð til verndar sérhags- munum Framsóknar- flokksins. Hann hefði líká dáðst að myndun nýsköpunarstjórnar- innar 1944 því að hana má kalla krók á móti bragði, þar sem Ólaf- ur Thors einangraði framsóknar- menn með því að kaupa sósíalista og jafnaðarmenn til fylgis við sig, með ærnum útgjöldum fyrir ríkis- sjóð.“ - Hvað myndi Machiavelii segja um núverandi forsætisráð- herra? „Hann segir að stjórnmála- maður þurfi í senn að vera ljón og refur. Hann þurfí að vera' hugrakkur og kænn og ég held að^mörgum muni finnast núver- andi forsætisráðherra gæddur ► HANNES Hólmsteinn Giss- urarson fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1953. Foreldrar hans eru Ásta Hannesdóttir kennari og Gissur Jörundur Kristins- son framkvæmdastjóri. Hann- es lauk stúdentsprófi frá MR 1972, BA-prófi í heimspeki og sögu frá Háskóla Islands árið 1979, cand. mag-prófi í sögn frá HÍ 1982 og doktorsprófi frá Oxford-háskóla árið 1985. Hann hefur verið lektor í sögu við heimspekideild HÍ frá 1986, lektor í stjórnmálafræði við félagsvísindadeild HÍ frá 1988 og dósent frá 1992. þessum eiginleikum. Það sem Machiavelli fannst hins vegar ljóður á ráði stjórnmálamanna var ef á þeim var fum og fát og þeir gengu götuna ekki á enda.“ - Hvaðan er hugmyndin að bókinni sprottin? „Ég hef kennt rit þessara hof- unda og fannst að gaman væri að giíma við kenningar þeirra. Til dæmis spyr ég hvað sé lifandi og hvað dautt i kenningum Karls Marx og kemst að þeirri niður- stöðu að kenning hans um stétt- areðli ríkisins lifi enn og að sumt í sögulegri efnishyggju hans geti verið nytsamleg vinnutilgáta." - Finnst þér skorta á það í Háskóianum að menn leiki sér með viðfangsefnið? „Ég vitna í Tómas Guðmunds- son sem sagði að húmor táknaði ekki afsal neinnar alvöru og ég held að léttur og læsilegur texti þurfi ekki að tákna að um sé að ræða yfirborðslega greiningu. Því miður hefur það viljað loða við í íslenskum félagsvísindum að menn skrifi þunglamalegan og stirðan texta, sem engum kemur til hugar að lesa nema til prófs. Við megum ekki stunda launhelgar í lokuðu musteri." . • - Nú hefur þú skráð sögu Pálma í Hagkaup að auki, finnst þér hann á einhvern hátt persónugervingur kennisetninga sem þú hefur dú- læti á? „Þetta er yfirlit yfir ævi og störf Pálma með áherslu á at- hafnamanninn. Hagkaup barðist gegn sérhagsmunasamtökum og einokunaröflum sem voru allsráð- andi á árum áður og Pálmi per- sónugerir manninn sem grúskar og grípur tækifæri, er í senn áræðinn og gætinn. Hann hafði lifandi áhuga á umhverfi sínu og var alltaf að leita að nýjum tæki- færum.“ Lifandi sam- ræða um sí- gildar gátur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.