Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMTIÐ NATO ÞAÐ KOM BERLEGA í ljós á fundi utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsríkjanna í Brussel í síðustu viku að mikill ágreiningur er uppi um hvert eigi að vera hlutverk banda- lagsins og hvernig það beri að þróa í framtíðinni. Bandalagið hefur að undanförnu séð um að framfylgja flug- banni Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og NATO-vélar hafa í nokkrum tilvikum varpað sprengjum á heitól Serba. NATO var á sínum tíma stofnað sem varnarbandalag vest- rænna þjóða gegn þeirri ógn sem stafaði af Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra. Er kalda stríðinu lauk var ljóst að bandalag- ið hafði gegnt því hlutverki sínu með sóma. Áftur á móti varð þá að sama skapi óljóst hvert framtíðarhlutverk þess skyldi vera er ógnin úr austri var ekki lengur til staðar eða hafði a.m.k. minnkað verulega. Flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að viðhalda sam- starfinu innan NATO, en það er eftir sem áður mikilvægasti samstarfsvettvangur ríkja Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Hins vegar er ekki að sama skapi samstaða um það hvaða mynd samstarfið eigi að taka. Sú ákvörðun aðildarríkjanna á sínum tíma, að taka að sér „undirverktöku“ í Bosníu fyrir Sameinuðu þjóðirnar var tilraun til að finna bandalaginu nýjan tilverugrundvöll. Það samstarf hefur aftur á móti ekki reynst farsælt og er ein helsta ástæða þeirrar spennu, sem nú er að finna innan NATO. Það eru ekki síst Bandaríkjamenn sem sætta sig illa við það hlutverk að geta ekki gripið til aðgerða í Bosníu án þess að samþykki SÞ liggi fyrir. Hafa þeir lagt til stórfelldar sprengju- árásir á stöðvar Serba í kringum Bihac og lýst því yfir að þeir muni ekki lengur framfylgja vopnasölubanninu á Bosníu. Á þetta geta margar samstarfsþjóðir Bandaríkjamanna innan NATO ekki fallist, ekki síst þær sem leggja til friðargæsluliða í Bosníu, s.s. Bretar og Frakkar. Bandaríkjamenn hafa ekki verið reiðubúnir að senda hermenn til Bosníu þrátt fyrir kröfur um hertar hernaðaraðgerðir. Annað mál, sem valdið hefur titringi innan bandalagsins, er hin aukna áhersla Evrópusambandsríkjanna, ekki síst Frakka, á sjálfstæða varnarsamvinnu Evrópuríkjanna. Bandaríkjamenn hafa raunar lengi hvatt Evrópuríkin til að taka aukinn þátt í vörnum álfunnar. Er þess skemmst að minn- ast að á leiðtogafundi NATO, sem haldinn var í nóvember 1991 í Róm, var því fagnað að stefnt væri að eflingu Vestur-Evrópu- sambandsins og það yrði gert að samstarfsvettvangi ESB-ríkj- anna í varnarmálum. Sú stefna var staðfest með samþykkt Maastricht-sáttmálans í desember sama ár. Eftir því sem samstarf Evrópuríkjanna á sviði varnarmála hefur aukist hefur dregið úr áhrifum Bandaríkjamanna á evr- ópsk varnarmálefni. Að sama skapi hefur gætt tilhneigingar hjá Rússum að vilja frekar halla sér að VES en Atlantshafs- bandalaginu. Eru ummæli rússneska utanríkisráðherrans, á fundi þingmannaráðs VES sl. föstudag, þess efnis að Evrópubú- ar ættu að „sjá um sig sjálfir" í varnarmálum, athyglisverð. Frá sjónarhorni íslendinga er mikilvægt að NATO-samstarf- ið verði áfram sem öflugast. íslendingar hafa ákveðið að standa utan Evrópusambandsins og geta þar með ekki tekið fullan þátt í starfi VES. Þrátt fyrir að stór orð hafi fallið um tilgangsleysi NATO-sam- starfsins, beggja vegna Atlantshafsins að undanförnu, eru litl- ar líkur á að bandalagið leysist upp. Þó svo að Evrópuríkin sækist eftir auknu sjálfstæði á þessu sviði hafa þau vart efni á að slíta samstarfinu við Bandaríkjamenn með öllu. Telja evr- ópskir hernaðarsérfræðingar að ef Bandaríkjaher hyrfi á brott frá Evrópu yrðu Evrópuríkin að tvöfalda útgjöld sín til varnar- mála. Að sama skapi er það hagur jafnt Evrópuríkja sem ríkja Norður-Ameríku að viðhalda NATO vegna hins pólitíska mikil- vægis samstarfsins. Ef varnarsamvinnan myndi rofna gæti það haft ófyrirsjáanlegar pólitískar afleiðingar á öðrum sviðum, t.d. viðskiptasamvinnu. Þrátt fyrir allt er Atlantshafsbandalagið eina tryggingin fyrir stöðugleika í Evrópu. Staðreyndin er líka sú að fjölmörg ríki sækjast eftir því að fá aðild að þessu samstarfi en ekkert ríki hefur lýst því yfir að það vilji slíta því. Stækkun bandalagsins mun hins vegar ekki reynast auðveld. Rússar eru henni andvígir og síðast í gær mótmælti Borís Jelts- ín Rússlandsforseti áformunun harðlega í ræðu á fundi RÖSE í Búdapest. Áætlunin um Samstarf í þágu friðar átti að hafa það að markmiði að slá á ótta Rússa, um að verið væri að ein- angra þá í Evrópu. Greinilega hefur það ekki tekist. Innan NATO eru líka margir, sem telja óvarlegt að fjölga aðildarþjóðunum og bent er á að það gæti haft ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar fyrir samstarfið. Ef voldugar aðildarþjóðir telja bandalagið máttlaust í dag og að erfitt sé að taka ákvarðanir í málum á borð við Bosníu er þá ekki ljóst að það verður ómögu- legt ef aðildarþjóðum fjölgar verulega? Þau ríki sem nú knýja dyra hjá NATO hafa einnig sótt um aðild að ESB. Hugsanlega kann lausnin að reynast sú að veita þeim það öryggi, er þau sækjast eftir, með VES-aðild. FJÁRMÁL SVEITARFÉLAGA REYNT TIL HI ÝTRASTA AÐ SK NIÐUR ÚTGJÖ Hækkanir á opinberum gjöldum eru fyrirhug- aðar á næsta ári hjá fjórum stærstu sveitarfé- lögum landsins. Hallur Þorsteinsson innti oddvita í meirihlutastjómum sveitarfélaganna eftir því hvemig tekist yrði á við fjárhags- vanda sveitarfélaganna að öðm leyti. AF INNLENDUM VETTVANGI FJÖGUR stærstu sveitarfé- lög landsins hafa í hyggju að auka skattheimtuna á næsta ári. Reykjavíkur- borg leggur á holræsagjald sem ekki hefur verið innheimt um ára- tuga skeið og Kópavogur, Hafnar- fjörður og Akureyri fullnýta nú heimild til álagningar útsvars, auk þess sem hækkun verður á nokkr- um öðrum tekjustofnum. Kópavogur hækkar útsvarspró- sentuna úr 8,4% í 9,2%, Hafnar- fjörður hækkar úr 8,9% í 9,2% og Ákureyri hækkar útsvarsprósent- una úr 9,0% í 9,2%. í Hafnarfirði verður á næsta ári innheimt lóðar- leiga sem verður 1% af fasteigna- mati lóða, en til þessa hefur lóða- leigan verið 3-12 aurar á fermetra. Á Akureyri hækkar sorphreinsun- argjald á hveija íbúð um helming, eða úr 1.000 kr. í 2.000 kr. Oddvitar í stjórnum sveitarfélag- anna eru allir á sama máli um að sífellt auknar álögur frá ríkinu hefðu sett verulegt strik í reikning- inn hjá sveitarfélögunum upp á síð- kastið. Þannig sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri í sam- tali við Morgunblaðið að sá ávinn- ingur sem hefði átt að verða með nýjum verkaskiptum rikis og sveit- arfélaga árið 1990 væri allur horf- inn og gott betur, og í Reykjavík væru álögurnar á þessu ári um 600 milljónir króna. Aukin framfærslu- aðstoð og átaksverkefni væru þá ekki talin með, en á tveimur undan- fömum árum hefði framfærsluað- stoðin aukist um 250 milljónir og átaksverkefnin kostað borgina um 600 milljónir króna. Reynt að ná niður kostnaði eins og hægt er Ingibjörg Sólrún sagði að það hefði ekki verið nein spurning að þörf væri á að leggja á holræsa- gjaldið á næsta ári, og hvað það varðaði væri staða Reykjavíkur ekkert frábrugðin stöðu annarra sveitarfélaga á landinu. Aðspurð um hvort leitað hefði verið allra leiða til að skera niður útgjöld borgarinnar sagði hún að spamaðarnefnd borgarinnar væri nú að fást við það verkefni. Reynt yrði að láta tvo málaflokka hafa forgang, en það væru skólamál og dagvistarmál. Annað yrði einfald- lega að sitja á hakanum. „Við erum auðvitað ekki búin að leggja fram fjárhagsáætlunina en sparnaðarnefndin er nú að fara yfir einstaka rekstrarliði með for- stöðumönnum stofnana. Þeir hafa fengið þau fyrirmæli að ná niður kostnaði eins og hægt er, en það er auðvitað ekki einfalt hjá svona stóru apparati eins borginni að skera niður reksturinn í einu vet- fangi. Það tekur lengri tíma, en þeir möguleikar eru þó til og það er þá spurningin um að skera niður ákveðna starfsemi. Þetta er allt til skoðunar núna og kemur ekki í ljós fyrr en í januar þegar fjárhagsáætl- unin verður lögð fram,“ sagði hún. Verulega dregið úr fjárfestingum Gunnar Birgisson, formaður bæj- arráðs Kópavogs, sagði að hækkun útsvarsprósentunnar þar væri einu auknu álögurnar á bæjarbúa á næsta ári, og hefði hækkunin ein- faldlega verið nauðsynleg vegna aukinna álaga ríkisins á sveitarfé- lögin. Aðspurður um hvað gert yrði til að draga úr útgjöldum bæjarsjóðs sagði Gunnar að í fjárhagsáætlun næsta árs væri þjónustusviðið ekk- ert skorið niður og þess vegna yrði reksturinn á svipuðum nótum og verið hefur undanfarin ár. Hins vegar yrði dregið verulega úr fjár- festingum og áætlað væri að greiða niður 370 milljónir af skuldum bæjarsjóðs, en heildarskuldirnar um næstu áramót eru áætlaðar 3,5 milljarðar króna. „I framkvæmdum verður mest áhersla lögð á skólana og þá að byggja við eldri skóla til að gera þá þannig úr garði að þeir geti verið einsetnir. Síðan verður unnið við gatnagerð bæði í gömlu götun- um og nýju hverfunum, en við hægjum þó á okkur í gömlu götun- um. Einnig hægjum við á okkur í öðrum fjárfestingum, til dæmis menningarmiðstöð og fleiru sem við fres'.um um eitt ár að minnsta kosti. Þá slógum við af hafnarfram- kvæmdir sem til stóðu og hægt verður á stígagerð, en síðastliðið sumar flýttum við mikið stígagerð í bænum vegna þess gífurlega fjölda sem við vorum með í vinnu. Við erum þannig að skera niður framkvæmdir og draga úr fjárfest- ingum eins og við frekast getum,“ sagði Gunnar. Nánast ekkert fé verður til framkvæmda Magnús Gunnarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, sagði að fyrir meirihlutanum í bæjarstjórn hefði legið að lækka rekstrarkostn- Magnús Jak Gunnarsson Björn Það verður leitað allra möguleika til að gæta aðhalds, en við komumst ekki hjá því að vera ábyrgir og horfast í augu við staðreyndir. aðinn eins og kostur væri, og auka þá tekjur bæjarsjóðs með frekari álögum ef það dygði ekki til. „Þessar álögur á bæjarbúa eru fyrst og fremst vegna vanda sem bæjarsjóður fór í, en í fjárhagsáætl- uninni fyrir 1994 er gat upp á tæp- lega milljarð króna. Sannarlega fór allt hér gjörsamlega úr böndunum og þetta er í raun og veru bara afleiðing þeirrar óstjórnar og framúrkeyrslu sem menn eru búnir að vera í hérna í nokkur ár,“ sagði hann. Hvað varðar möguleika á niður- skurði útgjalda Hafnarfjarðarbæjar sagði Magnús að meirihlutinn teldi að ná mætti sparnaði í rekstrinum. Hann benti á að 89% af sameigin- legum tekjum bæjarsjóðs hefðu far- ið í rekstur á meðan viðmiðunartala í því sambandi væri gjarnan nefnd á bilinu 70-75%. „Auðvitað er það markmið út af fyrir sig að lækka þessa prósentu- tölu niður í 75%, og það gerist auð- vitað ekki öðruvísi en með miklu aðhaldi. Þá á Iíka eftir að taka til- lit til afborganna og vaxta af lán- um, en þá erum við fyrst komnir niður á það stig að fara að hugsa um framkvæmdir. Það segir sig því sjálft að fé til framkvæmda verður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.