Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 35 NS ERA LD nánast ekki neitt á næsta ári. Það verður leitað allra möguleika til að gæta aðhalds, en við komumst ekki hjá því að vera ábyrgir og horf- ast í augu við staðreynd- ir. Auðvitað hljótum við að vinna okkur út úr þessu en það gerist ekki nema með aðhaldi og sparnaði," sagði Magn- ús. Þurfum að standa á bremsunni Jakob Bjömsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði að almennt þrengri fjárhagsstaða ræki meirihlutann í bæj- arstjórn Akureyrar til þess að leggja auknar álögur á bæjarbúa, en sem betur fer væru hækkanirnar tiltölulega vægar samkvæmt frum- varpi að fjárhagsáætlun. „Þegar kom að því að ganga frá áætluninni og menn töldu sig hafa far- ið nokkuð ítarlega yfir rekstrarliði til þess að ná út því sem hægt væri, þá stóð það eftir að áætla upphæð til at- vinnuátaksverkefna á næsta ári. Af þeim 24 milljónum sem útsvarshækkunin gefur verður 19 milljónum varið óskiptum til slíkra hluta. Síðan er reiknað með öllum tekjum vegna sorphreinsunargjalds í aðgerðir til bættrar meðferðar á sorpi,“ sagði Jakob. Fjárhagsáætlun Akureyrar verð- ur endanlega afgreidd 20. desember og sagði Jakob að enn gæti verið möguleiki á því að í ljós kæmu ein- hverjar frekari leiðir til að hagræða í rekstri bæjarins. Reyndar væri aldrei hægt að segja sem svo að hvergi nokkurs staðar væri hægt að. ná betri árangri í rekstrinum. Það væri mál sem stöðugt þyrfti að vera í skoðun og þyrfti að fara að komast ákveðnar inn í vinnuregl- ur sveitarfélaganna. „Það eru stöðugt auknar kröfur um þjónustu og menn reyna að verða við þeim, en hér er staðan sú að íbúum er ekki að fjölga og tekjur eru sáralítið að aukast. Þetta er niðurstaðan eins og hún liggur fyrir, og við gerðum þetta frekar en að draga enn frekar úr fram- kvæmdum en nauðsynlegt verðu r og frekar en að taka meiri lán,“ sagði Jakob. Aðspurður um hvort hætta yrði við eða fresta einhveij- um íjárfestingum sem fyrir hefðu legið sagðist Jakob ekki tilbúinn að tjá sig um það á þessu stigi þar sem bæjarráð ætti eftir að fjalla um málið. Markmiðið hefði verið að halda óbreyttu ástandi hvað varðar skuldir bæjarsjóðs og skipt- ing á þeirri upphæð sem væri til framkvæmda færi fram milli um- ræðna um ijárhagsáætlunina í bæj- arstjórn. „Við ætlum helst ekki að feta í fótspor þeirra sem verst eru settir og þurfum við því að standa svolít- ið á bremsunni," sagði hann. ob isson EVRÓPUSAMBANDIÐ verður ekki nýtt miðstýringarbákn, segir sendiherra Evrópusambandsins á íslandi. Evrópusambandið mun ekki þróast í nýtt risaveldi með öfluga mið- stýringu heldur munu einstök héruð efla áhrif sín í Brussel. Þetta er álit sendiherra sambandsins í Noregi og á Islandi, Aneurins Rhys Hughes, sem var á ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu/ Varðbergs um utan- ríkisstefnu íslands A NEURIN Rhys Hughes, /■ sendiherra Evrópusam- bandsins (ESB) í Noregi og á íslandi, telur að and- staða fólks við aðild að sambandinu stafi oft af misskilningi. Ekki sé gerð- ur greinarmunur á því sem raunveru- lega skipti máli fyrir sjálfstæði og fullveldi og því sem heppilegt og jafn- vel nauðsynlegt sé að eiga samvinnu um við aðrar þjóðir. Hann taldi það einkenni okkar tíma að í ESB væri stefnt að stórauknu yfirþjóðlegu sam- starfi um fijálsari viðskipti en jafn- framt að valdi skyldi dreift, dregið úr miðstýringu svo að áhrif einstakra héraða og svæða á eigin mál yrðu meiri. Þetta kom fram í ræðu hans á ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á laugardag. Á eftir fjölluðu Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra, Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, Björn Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Bolli Valgarðsson upplýsingaráðgjafí, Siv Friðleifsdóttir bæjarfulltrúi og Ólafur Þ. Stephensen blaðamaður um þá valkosti sem landsmenn ættu í utan- ríkismálum. Sendiherrann vísaði á bug hug- myndum þeirra sem sæju fyrir sér að Evrópusambandið yrði einhvers konar nýtt risaveldi. Saga þess og markmið bentu miklu frekar til þess að horfið yrði frá miðstýringaráráttu og einkum miðstýrðu ríkisvaldi. „Það er búið að segja margt heimskulegt og tilfinningaþrungið um samþjöppun valds í Brussel, framkvæmdastjórnin hefur lengi verið helsti skotspónn- inn“, sagði sendiherrann. Hann minnti á að um aldamótin yrðu fjárlög ESB aðeins tæp 2% af samanlagðri þjóðarframleiðslu aðild- arríkjanna. Margir héldu að í höfuð- stöðvum væri aldrei hægt að gera annað en að auka miðstýringu. Hann vildi benda á að hægt væfi að nota sameiginlega yfirstjórn til að auka valddreifingu. Þetta væri t.d. gert í Þýskalandi, þar sem hvert samband- ríki hefði mikla sjálfsstjórn í eigin málum og meirihluti þeirra hefði nú eigin skrifstofur í Brussel. Sérstök nefnd ESB um málefni héraða í sam- Ráðstefna um valkosti í utanríkismálum Varað við átökum um ESB-aðild bandinu yrði ávallt að ráðfæra sig við fulltrúa þýsks sambandsríkis ef ákvarðanir í Brussel snertu hagsmuni þess sérstaklega. Með nálægðarreglunni [subsidia- rity] ESB í Maastricht-samningnum væri því slegið föstu að keppa bæri að því að ákvarðanir væru ávallt teknar á neðsta valdaþrepi, heima í héraði, þegar ekki væri hægt að sýna fram á brýna nauðsyn á öðru. Varalitir og húðkrem Rhys Hughes benti á að varla gæti það stefnt gömlum og þjóðlegum verðmætum í hættu þótt samræmdar væru reglur um hreint loft og drykkj- arvatn, hættuleg efni í matvælum, bankavið- skipti, póstþjónustu eða tengla og rofa rafmagns- tækja. Víst væri munur á því milli landa hve mikil áhersla væri lögð á þessi mál en einnig milli kynslóða og stétta. „Hámenntaðar konur eyða miklu fé í húðkrem, síður menntaðar konur eyða meira fé í varaliti. Ekkert af þessu skilur okkur að, þetta eru blæ- brigði í sama menningarheiminum." Hann sagði þrennt skipta sköpum fyrir menningarlega samkennd þjóða; tunguna, söguna og menningarlands- lag, í þessum efnum yrði að gæta þess að miðstýring réði ekki ferðinni heldur valddreifing. Þessum tilfinn- ingaverðmætum mætti hins vegar aldrei rugla saman við þarfir og hags- muni á sviði stjórnmála, efnahags- mála eða varnarmála en hefði því miður verið gert óspart í baráttunni fyrir þjóðaratkvæðið um aðild að ESB í Noregi. Vegna þessa hefðu umræð- urnar orðið ómarkvissar. „Orð á borð við þjóðarvitund, full- veldi, ríkjasamband, lýðræði, voru einfaldlega notuð í þeirri merkingu sem ræðumaður valdi sér og í fjöl- mörgum tilvikum hafði sú notkun sáralítil tengsl við raunverulega beit- ingu orðanna á okkar tímum.“ Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagðist telja að við ættum góða möguleika á að ná hagstæðari samningum við sambandið um sjávar- útvegsmál en Norðmenn. ESB gæti samkvæmt eigin reglum ekki bent á rétt vegna veiðireynslu hér við land, fiskveiðar væru svo mikilvægar fyrir okkur að sérstaðan væri öllum ljós og reglan um ákvarðanir á lægsta þrepi væri okkur mjög hagstæð. Hann taldi að staða okkar gagnvart sambandinu hefði frem- ur batnað en versnað við að Norðmenn höfnuðu aðild. Umdeildar ákvarðanir Ráðherra sagði ís- lendinga hafa notið þeirra gæfu fyrstu ár kalda stríðsins að hafa átt stjórnmálaleiðtoga „sem þorðu að gera upp við fortíðina, sem þorðu að taka stórar og örlaga- ríkar ákvarðanir sem voru gríðarlega umdeild- ar á þeim tíma, þ.e.a.s. að yfirgefa draum þjóðarinnar um hlutleysið, segja skilið við einangrun- arhugsunina sem hafði verið landlæg og ráðið ríkjum frá 1918 fram að stríði". Halldór Ásgrímsson hafði efasemd- ir um að við gætum náð samningum við ESB um að halda forræði yfir fiskimiðunum, við fengjum í mesta lagi lengri undanþágur frá sjávarút- vegsstefnu sambandsins en Norð- menn. Hann sagði það mjög óheppi- legt fyrir okkur að sjávarútvegur væri í ESB skilgreindur sem undir- málsgrein í atvinnulífinu, grein sem halda bæri uppi með styrkjum, gagn- stætt því sem við gerðum, við mynd- um einnig verða að sætta okkur við að aðrar þjóðir fengju að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Afstaða Framsóknarflokksins væri að ekki væru rök til þess að senda inn um- sókn núna. Kalt mat Björn Bjarnason rakti hvernig ut- anríkisstefna íslendinga hefði ávallt verið tengd viðskiptahagsmunum okkar, hvort sem um hefði verið að ræða aðildina að Atlantshafsbanda- laginu, NATO, eða önnur mál. Hags- munir af áðurgreindu tagi réðu enn miklu um úrlausn mikilvægra mála en almennar reglur hefðu nú að veru- legu leyti tekið við af fyrirgreiðslu- pólitík í alþjóðaviðskiptum. Björn sagði að náðst hefði sam- staða um aðild landsins að EES þótt hatrammar deilur hefðu áður staðið um málið. Það væri undir okkur sjálf- um komið hvað við vildum ganga langt á samrunabrautinni í Evrópu, sem EFTA-þjóð værum við gjald- gengur aðili að ESB. „Hins vegar verðum við að líta í eigin barm og meta kalt og yfirvegað hvað við erum reiðubúin til að stofna til mikilla átaka innanlands vegna nýrra skrefa á samrunabrautinni. Við höfum mikla reynslu af hörðum deilum um utanrík- ismál og þær eiga ekki að vera mark- mið í sjálfu sér. Ytri aðstæður knýja ekki á um að stofnað sé til slíkra átaka um Evrópumálin um þessar mundir.“ Björn sagði hagsmuni okkar skýra, við vildum ekki afsala okkur auðlind- um sjávarins til sameiginlegrar stjórnar í Brussel. Stefna okkar um arðbæra útgerð og fiskvinnslu sam- rýmdist ekki sjóða- og styrkjakerfi ESB. Við vildum ennfremur sitja við sama borð og aðrir. Ef við sæktum um núna fengjum við hvorki svör við spurningum okkar um sjávarútvegs- stefnuna né stöðu okkar í framtíðar- skipulagi sambandsins, þetta yrði hvorttveggja endurskoðað á næstu árum. Auk þess fengju ný ríki ekki aðild fyrr en eftir ríkjaráðstefnuna 1996. Siv Friðleifsdóttir sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra fram sömu skoðun og Björn hér heima en Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svía, segði Davíð aftur á móti tala á öðrum nótum í einkasamtölum, þá teldi hann umsókn vel athugandi. Siv velti fyrir sér hvort Sjálfstæðismenn myndu skipta skyndilega um stefnu eftir kosningar næsta vor og mæla með aðild. Ólafur Stephensen mælti með því að ísland sækti um aðild að ESB og léti á það reyna hvaða kostir byðust. Aðild væri sem slík ekki ógnun við fullveldi, á hinn bóginn væri fullveld- ishugtakið úrelt, viðfangsefni nútím- ans og alþjóðlegt samstarf hlytu að takmarka fullveldið í gömlum skiln- ingi þess hugtaks. Úrelt hugtak „Sumir segja að með aðild að Evr- ópusambandinu væri fullveldið í raun- inni aukið,“ sagði Ólafur. „Ég er sam- mála því að áhrif okkar á eigin fram- tíð og eigin hagsmuni myndu aukast með ESB-aðild en ég held að við ættum að hætta að nota hugtakið fullveldi. Það er einfaldlega úrelt og lýsir ekki kringumstæðum í heiminum í dag. Það er álíka gagnlegt í pólitísk- um umræðum og hugtakið um guð- legt vald konunga, sem tengdist reyndar fullveldishugtakinu framan af. En nú sitjum við uppi með það að úrelt pólitískt hugtak er orðið að tilfinningamáli á íslandi og notað sem töfraþula gegn Evrópusambandinu, í stað þess að menn leggi skynsamlegt mat á það hvernig Islendingar geti best komið ár sinni fyrir borð og gætt hagsmuna sinna á alþjóðavett- vangi“, sagði Ólafur. Aneurin Rhys Hughes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.