Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 48
- 48 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Mar- teinsdóttir fæddist í Ólafsfirði 15. janúar 1952. Hún lést á heimili sínu i Reykjavík 24. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju í gær. — í DAG kveð ég elskulega vinkonu og mágkonu. Ég kynntist Rúnu daginn sem ég hitti Ragga hinn 1. mars 1976. Þau systk- inin bjuggu þá saman í Hamrahlíð 3 ásamt Ragnheiði sem þá var fjög- urra ára. Frá fyrsta degi var Rúna mér sem besta systir. Við áttum margar stundir saman á þessum árum sem ég gleymi aldrei. Við hlustuðum á Cleo Lane, horfðum á leiksýningar Ragnheiðar, tókum á móti gestum eða bjuggum til góðan mat. Þegar við Raggi þurftum á leið- sögn að halda eða aðstoð við menntaskólanámið var Rúna alltaf jjlbúin að hjálpa. Hún var óþreyt- andi við að gera okkur að betri manneskjum. Þegar veikindin fóru að hrjá Rúnu fann ég hversu einstök hún var. Hún gaf okkur fjölskyld- unni styrk í stað þess að biðja um hann sjálf. Þegar við hittumst síðast leið mér illa allan daginn þar til ég kom til hennar. Þá var eins og hún á sinn einstaka hátt hlúði að mér. Við spjölluðum saman, deildum súkkulaði og gosflösku og töluðum um vænt- anlegar heimsóknir Wendyar vinkonu frá Ameríku og Dúddu systur og Svenna bróð- ur frá Svíþjóð. Ég fór sátt í hjarta mínu frá henni þennan dag og sé það nú að það var hún sem var að und- irbúamig fyrir viðskiln- aðinn. Hennar hlýja, þroski og styrkur lifir í okkur öllum. Ég sakna hennar. Sigríður Anna Guðjónsdóttir. Himinninn yfir Denver er fallega blár. Fururnar eru grænar og Kletta- fjöllin gnæfa snævi þakin yfir borg- inni. Sólin skín skært og heimurinn er fallegur. En nú hafa litir daganna daprast og ekkert verður framar alveg sem áður. Ég geng út og horfi í kringum mig og sé, að allt hefur gránað. Fölnað. Rúna er dáin. Fjöll- in segja það, fururnar segja það. W.H. Auden kvað við lát vinar: „Stöðvið allar klukkur, takið símana úr sambandi." Síðar í sama ljóði segir hann: „Stjarnanna er ekki þörf lengur. Slökkvið á þeim öllum. Pakk- ið tunglinu inn og hlutið sólina í sundur. Látið hafið fjara út og hreinsið skóginn ...“ (Lausleg þýð- ing Páls Heiðars Jónssonar.) Fátt getur lýst tilfinningum mínum betur á þessari stundu. Samt er ég þess mjög meðvituð, að það er síst í anda Rúnu. Bjartsýnni, jákvæðari, hrein- lyndari og skynsamari manneskju er tæplega hægt að huga sér. Ég heyri hana segja:....pakka tungl- inu inn, slökkva á stjörnunum, - þú getur ekki verið með öllum mjalla!" Og sennilega er maður ekki með öllum mjalla, þegar sorgin lýstur mann svo þungu höggi. Og vegna þess, að Rúna er líka svo skilnings- rík, veit ég að hún skilur það. Það er haustmorgunn og árið er 1973. Við sitjum nokkrar stelpur á morgni lífsins í kaffistofunni í hús- næði Háskóla íslands á Grensás- vegi. Við erum að byija í hjúkrunar- fræði. Ein stelpan vekur sérstaka athygli mína. Er það hárið, ssem lið- ast eins og fjallalækur niður með vönguhum? Éða er það svolítið skakkt brosið? Eða kannski augun, sem eru einhvern veginn svo djúp og virðast stundum brún, stundum græn og stundum blá? Við tökum tal saman og hún býður instant- kaffi úr laskaðri leirkönnu. Ég þigg og þarna drekkum við saman okkar fyrsta en ekki síðasta kaffibolla. Ég átti síðar eftir að sjá og finna, að það sem mér fannst svo athyglisvert við hana, var einstök manngæska og útgeislun þroskaðrar sálar. Ég átti ekki eftir að fara varhluta af þeim eðlisþáttum hennar, frekar en aðrir, sem henni kynntust. Vor í Reykjavík. Rúna að lesa fyrir próf í hjúkrun- arfræðinni, núna í húsnæði Rauða krossins á horni Lönguhlíðar og Skipholts. Alltaf tilbúin að hjálpa og skýra út. Alltaf í góðu skapi. Alltaf til í góðan hlátur, þegar sum- ir voru að gefast upp á flóknum fræðum efna og efnaskipta. Rúna með Ragnheiði sína í kerru á Laugaveginum að sýna henni heiminn, kenna henni um undur lífs- ins, sem henni fínnast svo stórkost- leg sjálfri. Þar sem við göngum nið- ur Laugaveg, fínnst mér allt í einu bjartara og skemmtilegra en áður. Svei mér þá, ef Esjan hefur ekki blánað. Súkkulaðið, sem við kaupum okkur á Mokka er líka enn betra en venjulega. Meiri töfrakonan þessi Rúna. Vinkonurnar á leið á ball. Rúna að dansa í Óðali. Falleg, bjartsýn, vinsæl. Grunaði okkur þá, að hún myndi kveðja okkur svo fljótt? Grunaði okkur, að lífið yrði eitthvað annað en dans á rósum? Tæplega. Rúna í hjúkrunarsloppnum á Landspítalanum. Vinnugleðin í öllu sínu veldi. Við hlæjum góðlátlega að henni, af því að hún gat tæplega slitið sig frá sjúklingunum, þegar vaktin var búin. Alltaf tilbúin að bjarga heiminum. Rúna að hjálpa fótbrotinni vin- konu. „Góðan daginn, elskan mín, ertu ekki komin á fætur, uss! Drífum okk- ur í bað, það verður nú að þvo allt þetta hár!“ Bað, hárþvottur, eggja- kaka, ristað brauð. Ógleymanlegt spjall. Carmina Burana á fóninum. Er hægt annað en að tárast yfir svona minningum, svona vinkonu? Rúna að segja mér frá Halla, sem líka er fótbrotinn. Hún hjúkrar ekki einungis fótbrotinni vinkonu, heldur einnig tilvonandi eiginmanni sínum. Hjartað hennar Rúnu rúmar svo marga. Lífsmyndir. Héðinn fæðist, Maren fæðist. Gleðigjafar mömmu sinnar og pabba, óskabörnin sjálf. Með Halla sínum fékk Rúna líka tvær fóstur- dætur, þær Rake! og Svövu, sem hún tók í faðminn og nærði til full- orðinsára. Það voru því fímm börnin, sem nutu hennar Rúnu og syrgja nú það, sem var gleði þeirra, inn- blástur, hvatning og fýrirmynd. Þá varð Rúna einnig þeirrar gleði að- njótandi að verða amma hans Hlyns litla Ragnheiðarsonar. Svo fer Rúna til Bandaríkjanna til að læra meira í hjúkrunarfræði. Mastersprófinu lýkur hún með stæl og elegans og síðan tekur doktors- námið við. Og nú koma myndir af Rúnu í Bandaríkjunum, geislandi af gleði, augun full af fyrirheitum, heimurinn í höndum hennar. Ákaf- inn í röddinni, þegar hún segir mér frá doktorsritgerðarefninu. Við Rúna að borða skeljasúpu í Newport, Rhode Island. Talandi um allt, sem við ætlum að gera, þegar við erum orðnar gamlar. Við erum ákveðnar í að hafa það svo gott þá. Það hvarflar ekki annað að okkur, en að við verðum gamlar saman. Hlæjum, fíflumst. Það er svo gott að hlusta á hláturinn hennar Rúnu. Rúna heima aftur, að kenna. Fyrst lektor í námsbraut í hjúkrunarfræði, síðan dósent. Vinsæl og afkastamik- il. Gleði öllum þeim, er hana um- gangast. Rúna á skrifstofunni sinni. Utsýni yfir vesturbæinn. Þrennt ein- kennir skrifstofuna: Blóm, sem blómstra, þegar önnur sams konar blóm blómstra ekki, myndir af börn- unum hennar og myndir eftir börnin hennar. Engin skrifstofa er alveg eins og skrifstofan hennar Rúnu. Og nú er hún horfin okkur um stund, þessi einstaka kona. Eftir sitj- um við með sálina fulla af myndum af Rúnu og spurningum um hinstu rök tilverunnar. Rúna gaf okkur öll- um svo mikið. Við erum ríkari eftir kynnin við hana og það ber að þakka. Sólin er að setjast í Denver. Skuggarnir lengjast í Klettafjöllun- um og hugurinn leitar heim. Tárin renna og myndin af Rúnu horfír á mig, glaðleg og bjartsýn, en svolítið óskýr í kertaljósinu. Ég græt það sem mér þótti svo vænt um, það sem var gleði mín. Foreldrar Rúnu og systkini, Halli, Ragga, Maren, Héð- inn, Rakel og Svava eru öll í huga mínum og fá innilegustu samúðar- og vinarkveðjur yfír hafið. Vinahóp- urinn fær og kveðjur samkenndar og vináttu. Rúnu minni þakka ég af alhug samfylgdina í blíðu og stríðu, sléttum sjó, svo og boðaföllum lífsins. Vin- áttu, sem aldrei bar skugga á, mun ég alltaf meta, þakka og varðveita. Þú fórst allt of snemma frá okkur, en minning þín mun lifa með okkur, máttug, björt og sterk, eins og þú. Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig snemma yfir heimsins dægur-glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr.) Vertu sæl, fagra sál. Guðný Anna. Þegar við komum heim nú í kvöld beið okkar á símsvaranum sú harma- fregpi að Rúna væri dáin. Það er sannarlega mótsagnakennt að halda upp á þakkargjörðarhátíðina með góðum vinum hér í Bandaríkjunum og koma svo heim til að fregna lát Rúnu. Þó eigum við svo mikið að þakka að hafa kynnst Rúnu, þessari kraftmiklu, lífsglöðu stúlku sem auðgaði líf okkar sem urðum þess aðnjótandi að umgangast hana. t Vinur minn, sonur okkar, bróðir og mágur, BJÖRN BRAGI BJÖRNSSON, Klapparstfg 13a, lést 2. desember. Jarðsungið verður frá Fossvggskirkju föstudaginn 9. desember kl. 13.30. Peter Locke, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Þórdís Björnsd. Cortellino, Árni H. Björnsson, Björk Bjarkadóttir, Stefán Bjarkason, Sveinbjörn Bjarkason, Björn Jakobsson, Ruggero Cortellino, Þórey Bjarnadóttir, Kristján Friðriksson, Þorbjörg Garðarsdóttir, Sólveig Franklínsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Suðurgötu 10, Sandgerði, lóst þann 3. desember. Fyrir hönd barnabarna og barnabarnabarna, Ásdís G. Ólafsdóttir, Rúnar J. Ólafsson, Vilhjálmur Þ. Ólafsson, Gottskálk Ólafsson, Arthúr Guðmannsson, Margrét Guðmundsdóttir, Sigrfður Gfsladóttir, Guðlaug J. Sigtryggsdóttir. t Þökkum auðsýnda vináttu og samúð við fráfall og útför SIGMUNDAR INGIMUNDARSONAR, Heiðargerði 24, Akranesi. Sérstakar þakkir fá læknar og hjúkrunarfólk. Fyrir hönd fjölskyldu hins látna, Sæunn Árnadóttir. t Þökkum af alhug þá hlýju og hluttekningu sem okkur hefur verið sýnd vegna fráfalls ÁRNA ÁRNASONAR HAFSTAÐ. Sérstakar kveðjur og þakkir til heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins. Arngunnur Ársælsdóttir, Kolbeinn Árnason, Ragnheiður Haraldsdóttir, Árni Árnason, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Ársæll Þorvaldur Árnason, Jón Árnason, íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Finnur Árnason, Marfa Hildur Maack og barnabörn. GUÐRUN MARTEINSDÓTTIR Ég kynntist Rúnu snemma árs 1984, eða fljótlega eftir að ég kynnt- ist konu minni, Guðnýju Önnu, vin- konu Rúnu. í Rúnu eignaðist ég vin sem stóð með mér í gegnum háskóla- nám mitt, sem ég átti þá að mestu eftir. Rúna fylgdist vel með hvernig mér gekk viðskiptanámið og gladdist með mér þegar áföngum var náð. Það voru hæg heimatökin þar sem ég las að mestu á skrifstofu konu minnar í námsbraut í hjúkrun við Háskóla íslands, ekki hvað síst fyrir velvild Rúnu sem formanns náms- brautarstjórnar. En ég eignaðist ekki einn vin með Rúnu, ég kynntist jafnframt manni hennar, Haraldi Skarphéðinssyni, stórum manni í vinskap, vinskap sem ég veit að á eftir að dafna um ókomin ár. Við hjónin fylgdumst grannt með þegar Rúna, Halli og börn tóku sig upp og héldu vestur um haf til þess að gera Rúnu kleift að stunda doktors- nám við University of Rhode Island. Við höfðum bæði leitt hugann að framhaldsnámi og það var okkur uppörvun að sjá hvernig þau tókust á við það rask og fjárhagslegar þrengingar sem námsdvöl á erlendri grundu fylgir. Nú erum það við sem erum stödd erlendis í námi og getum ekki fylgt elsku Rúnu okkar til graf- ar. Það hefur verið mér harmur að vera svo fjarri Rúnu í veikindum hennar og ég vildi að ég gæti aðstoð- að Halla og börnin nú þegar missir þeirra er mestur. Megi góður Guð hugga þau og styrkja þegar þau minnast ómetanlegrar móður og maka. Með Rúnu er gengin kona sem með brautryðandastarfi sínu í hjúkr- unarkennslu á háskólastigi verður öðrum fyrirmynd að því sem hægt er að gera, og gera frábærlega vel við frumstæðar aðstæður og lítil efni. Námsbraut í hjúkrun við Há- skóla íslands er á heimsmælikvarða. Að því höfum við hjónin komist hér vestanhafs. Án Rúnu væri náms- brautin ekki það sem hún er í dag. Það er mér huggun að ég er þess viss að handan þessa lífs er annað, og að þar hefur verið tekið vel á móti Rúnu af því fólki sem þegar er gengið og kynntist einstökum hæfíleikum hennar í mannlegum samskiptum, hæfileikum til að láta öllum í kring um sig líða vel og vera sáttir við sjálfa sig. Hjálmar Kjartansson, Colorado. Gengin er merk kona - ung að aldri - en skilur eftir sig eftirtektar- verðan og fagran lífsferil. Leiðir okkar Guðrúnar lágu fyrst saman er hún, eftir nám erlendis, réðst sem lektor við námsþraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands. Ég var þá yfírkennari í Hjúkrunar- skóla íslands. í fyrstu fylgdist ég með störfum hennar við námsbraut- ina, en síðar kynntist ég henni per- sónulega, bæði sem nemandi hennar og vinur. Það fór ekki hjá því að tekið væri eftir þessari ungu fallegu konu, sem miðlaði hjúkrunarfræðingum og nemendum af nýrri þekkingu í hjúkr- un og áhuga hennar á að bæta hjúkr- unarmenntun á íslandi. Þá voru miklir umrótatímar í menntunarmál- um hjúkrunarfræðinga þar sem öll hjúkrunarmenntun í landinu var að færast á háskólastig. Vegna ein- stakra hæfíleika kom það sífellt í hlut Guðrúnar að vera í fararbroddi í umræðu og þróun menntunarmál- anna. Það var ekki einungis fagleg hæfni hennar, heldur einnig ljúf mannleg samskipti, lífsviðhorf og mannkærleikur sem gerði hana að leiðtoga, bæði í umræðum og á fund- um þar sem hjúkrunarmenntun var rædd. Styrkur hennar kom fram í því hvernig henni tókst að sætta ólík sjónarmið, fá hjúkrunarfræð- inga til að horfa til framtíðar og vekja áhuga og samhug. Oft var hún meðal þeirra allra yngstu í hópnum, en átti samt greinilega hug og virð- ingu "viðstaddra. Aðstoð hennar við hjúkrunarfræð- inga, sem vildu bæta við sig mennt- un, var mikil. Hún hafði ævinlega tíma til að setjast niður, fara yfir málin og skoða hvernig hagkvæmast var að vinna að þeim. Guðrún var brautryðjandi í uppbyggingu há-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.