Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR ÞRIÐJUÐAGUR 6. DESEMBER 1994 65 getur það verið vandamál fyrir for- eldrana ef þeir vita ekki hvað börn- in þeirra eru að gera og svoleiðis. Hvernig er fyrirmyndarungling- ur? Ég held að það sé ekki til fyrir- myndarunglingur, nema þeir sem laga til í herberginu sínu og hlýða foreldrum sínum. Hvernig eru fyrirmyndarfor- eldrar? Þeir eru svolítið strangir, leyfa ekki 13 ára bömunum sínum að vera úti til klukkan fimm á morgn- anna. Hugsa utn börnin og fylgjast með þeim. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að skemmta mér niðri í bæ og kaupa mér föt. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Laga til í herberginu mínu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Eg ætla að ferðast mikið svo kannski verð ég bara flugfreyja. Hver er munurinn á strætó og síld? Síldin syndir og strætó keyrir eða eitthvað svoleiðis. Nafn: Marín Guðgeirsdóttir. Aldur: 15 ára Heima: Reykjavík Skóli: Foldaskóli Finnst þér að skólinn geti verið betri en hann er? Já, Kennaramir em algjörir aum- ingjar. Þeir eru ekki nógu strangir og unglingarnir geta gert hvað sem þeir vilja, það vantar allan aga. Myndir þú vilja breyta einhveiju í þjóðfélaginu? Ég bara veit það ekki, mér finnst allt í lagi allsstaðar. Það er kominn skemmtistaður fyrir unglinga og mér finnst það ógeðslega sniðugt. Hvernig er að vera unglingur í dag? Mér finnst það mjög gam- an, foreldrar mínir eru ekkert rosalega strangir svo ég má gera næstum því hvað sem er. Er til unglinga- vandamál? Já örugglega hjá sumum. Vesen heima og með for- eldrana og svo- leiðis. Svo er líka mikil drykkja og dóp drasl og svoleiðis. Maður heyrir það á sumum að það er ógeðslega auðvelt að redda sér hassi eða einhverju svoleiðis. Það er ekkert mál fyrir 12 ára krakka að fara út í sjoppu og kaupa sér sígarettur og það drekka allt of margir unglingar. Er til foreldravandamál? Já, ef krakkarnir eru í klíku Leiðist að laga til í her- berginu sínu Ég átti einu sinni hest sem hét Flipi y Tala eða fynapP^S Fríkaður . maður .. Flipi ájakka Töffari „Flipi Flipi á kókdós Svanur ;o Guðrún *- '3 cn Halla 15 ára Getnaðarvörn Gísli 15 ára Getnaðarvörn Jóhanna 15 ára Getnaðarvörn Hringborðið Alnæmiog kynlíf Hvað eru unglingar almennt gamlir þegar þeir fara að lifa kynlífi? Ósk: Ég held að það fari eftir því hvort þau eru í samböndum eða ekki, en það getur farið niður í 14 ára. Eva: Ég veit um tólf ára stelp- ur sem eru byijaðar að stunda kynlíf. Ósk: Segjum að tólf ára stelpa sé með 17 ára strák þá er mikill þrýstingur frá stráknum um kynlíf. Eva: En þetta er reyndar mjög óalgengt. Er munur á strákum og stelpum í þessu sambandi? Ósk: stelpur þroskast fyrr, maður sér til dæmis aldrei tólf ára strák með 17 ára stelpu. En þegar þeir uppgötva typpið á sér þá ijúka þeir út í bæ og prófa. Nota unglingar getnaðar- varnir? Eva: Það er alveg rosalega misjafnt. Ósk: Ég hef heyrt að það eyði- leggi stemmninguna að nota smokkinn, stoppa í miðjum klíðum og setja hann á, ég held að stelpur fari ekki á pill- una fyrr en þær fara að stunda reglulegt kynlíf. Eva: Ég veit ekki til þess að ungar stelpur fari á pilluna. Er feimni í umræðunni um getnaðarvarnir, t.d. smokka? Eva: Það er ekki feimni í um- ræðunni um smokka, enda fáum við þá á félagsmiðstöðv- unum og ég myndi ekki segja að það væri nein feimni í gangi. Ósk: Nei, orðið smokkur er ekki lengur feimnismál. Hugsa unglingar um alnærni og möguleikann á því að verða HIV jákvæður? Ósk: Ég held að flestir hugsi: „Þetta kemur ekki fyrir mig.“ Éva: Það er rétt, við hugsum líka um það að við séum ein- faldlega of ung. Ósk: Maður hugsar alltaf að maður lendi ekki í bílslysi, þar til einn daginn að maður lend- ir í bílslysi og þá hugsar maður „af hverju ég“. Skilar umfjöllun og áróður sér til unglinga? Eva: Bæði og... Ósk: Ég er ekki viss um að unglingar tengi alnæmi sjálf- um sér, það er eitthvað sem kemur bara fyrir aðra. Það er mjög mikil umræða núna á meðal unglinga um alnæmi, sérstaklega í félagsmiðstöðun- um, og ég held að á endanum náum við því um hvað málið snýst. Á að hafa smokka víðar en nú er, til dæmis hafa fleiri sjálfsala eða dreifa þeim ókeypis í skólum? Eva: Mér finnst það. Ósk: Aðgengi að smokkum hvetur ekki endilega til aukins kynlífs. Þegar tíminn kemur prófa krakkar kynlíf, sama hvort þeir komast í smokka eða ekki. Eva: Það er lítil hætta á að maður hugsi með sér ... „kannski hitti ég einhvem sæt- an strák á morgun best að kaupa sér smokka" Það er betra að vera alltaf með smokka á sér og hafa gott aðgengi að þeim, hvar sem er. Eitthvað að lokum? Ósk: Lifið heil og notið smokk- inn. Eva: Alnæmi getur komið fyrir alla konur og karla. Krakkarnir sem taka þátt í hringborðinu koma ekki fram undir réttum nöfnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.