Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Snyrtistofan Ágústa: Inga A. Ásgeirsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Ágústa Kristjánsdótth Hjá Guðrúnu Hrönn: Jónsdóttir, sveinn Þorsteinsdóttir, sveinn Guðrún Hrönn Einarsdóttir, meistari Margrét Jónsdóttir, meistari Þórunn Guðbjömsdóttir, meistari Þá er Uomiá aá Jjví aá öll fjölsUylclan láti punta sig fyrir jólin. Bjóáum bömum upp á vandaá myndLandaefni á meéan }iau eru klippt eáa Líáa eftir paLLa og mömmu sem láta dekra vié sig á kársnyrtistofunni Hjá Guárúnu Hrönn og Snyrtistofunni Ágústu. Hjá Guárúnu Hrönn eru eingöngu notaðar liinar viðurkenndu Redken kársnyrti- vörur. Tímar sem kenta öllum! Herra-, dömu og kamaklippingar Sama verð á laugardögum. k luorunu irönn - HÁRSNYRTISTOiA Hafnarstræti 5 • Sími 61 46 40 Silkineglur, líkarnsnudd, andlitsíöð og AHA, kyltingar- kennd ávaxtasýrumeðferð sem tiefur verið frautreynd mcð frákœrum árangri! immmm ir Hafnarstræti 5 • Sími 2 90 70 Alltaf næg stæái í kdastæáakúsi viá Vesturgötu 2 I DAG ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega og færðu þær Rauða krossinum ágóðann sem varð kr. 2.022 krónur. Þær heita María, Anna María, Heiga og Unnur. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega og færðu þær Rauða krossinum ágóðann sem varð kr. 2.072. Þær heita Vigdís Sveinsdóttir, Ámheiður Edda Hermannsdóttir, Elfur Hildisif Hermannsdóttir og Aðalbjörg Marta Agnarsdóttir. Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Varðandi orðuveitingu SIGURÐUR Jónsson hringdi til Velvakanda með eftirfarandi fyrir- spum: Það vakti athygli mína við orðuveitingu að lögfræðingur fékk orðu fyrir lögfræðistörf. Ég spyr: Skyldi röðin vera komin að fleiri starfsgreinum, t.d. starfsmanni í sorp- hreinsuninni eða fisk- verkunarkonu sem era ekkert ómerkilegri störf? Þakkir til veit- ingahússins Asíu MIG langar að þakka veitingahúsinu Asíu fyr- ir sérlega góða þjónustu. Ég og íjölskylda mín héldum þar brúðkaups- veislu fyrir nokkru og var maturinn og þjón- ustan einstaklega góð. Síðast en ekki síst var verðið mjög sanngjamt. Hrönn Jónsdóttir Tapað/fundið Veski tapaðist LÍTIÐ brúnt kvenveski með snyrtivörum í gleymdist í leigubíl laug- ardaginn 26. nóvember sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 10191. Gæludýr Kettlingar SEX gullfallegir fimm vikna kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 76082. SKÁK Umsjón Margcir Pctursson Rd5xc3 og hann á peði meira. sjá stöðumynd ÞESSI STAÐA kom upp á Skákþingi Norðurlands í ár í skák þeirra Guð- mundar Daðasonar (1.855), sem hafði hvítt og átti leik, og Geirlaugs Magnússonar (1.705). Svartur átti vænlega stöðu þangað til hann lék 24. - c7 - c6?? í síðasta leik, en rétt var 24. - 25. Hxd5! - Rg5 (Eftir 25. - cxd5, 26. Rf4 getur svartur ekki haldið valdi á riddaranum á f3) 26. Hxd8 - Hxd8, 27. Rf4 - De8,28. Dal og með manni meira vann hvítur örugglega. Rúnar Sigur- pálsson varð skák- meistari Norðlend- inga og vann sér rétt til þátttöku j landsliðsflokki á Skákþingi íslands í Vestmannaeyj- um. Þar stóð Rún- ar sig vel, hlaut 5 v. af 11 mögulegum. Bikarmót Skákfélags Akureyrar 1994 hefst fimmtudaginn 8. desem- ber kl. 20 og verður fram haldið föstudaginn 9. des. og sunnudaginn 11. des. Víkveiji skrifar... FYRIR nokkru afhenti Sævar M. Ciesielski dómsmálaráðu- neytinu greinargerð um mál þau, sem hann hlaut dóm fyrir á sínum tíma, með beiðni um endurupptöku málsins. ítarlega var sagt frá efni þessarar greinargerðar hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu, enda eiga allir rétt á því, að á þá sé hlust- að. Nokkur alvarleg dæmi hafa komið upp í nálægum löndum á síðustu árum um að menn hafi ver- ið dæmdir saklausir og þess vegna m.a. ástæða til að hlusta vandlega á efnisleg rök þeirra, sem telja að svo sé. Hins vegar er Ijóst, að í fréttaum- Qöllun laugardaginn 26. nóvember sl. gekk Morgunblaðið lengra en efni eru til. Þar var fjallað nokkuð ítarlega um staðhæfingu, sem fram kemur í greinargerð Sævars M. Ciesielskis um að til væri bréf, þar sem fram kæmi að þessi nafn- greindi einstaklingur hefði í þing- haldi 11. janúar 1976 borið harð- ræði á rannsóknarmenn og reynt af þeim sökum að bera af sér játn- ingar, sem frá honum hefðu komið nokkrum dögum áður. Morgunblaðið sneri sér til ýmissa lögmanna, sem ekki voru nafn- greindir, sem töldu, að væri slíkt bréf til krefðist málið skoðunar og jafnvel væru þá rök til endurupp- töku. xxx VIÐ NÁNARI athugun Morgun- blaðsins hefur komið í ljós, að tilvist bréfs þessa er ekki slíkt álitamál, sem ætla mætti af frétt blaðsins 26. nóvember sl. Þvert á móti kemur fram hér í blaðinu 22. janúar 1980 í frásögn af málflutn- ingi fyrir Hæstarétti í svonefndum Guðmundar- og Geirfinnsmálum, að veijandi Sævars M. Cisielskis ijallaði um bréfið umrædda í upp- hafi varnarræðu sinnar fyrir Hæstarétti. Dómurum Hæstaréttar var því fullkunnugt um bréfið. Það er því ljóst, að ekki var til- efni til þeirrar umfjöllunar um bréf- ið, sem birtist hér í blaðinu 26. nóvember sl. og eru lesendur blaðs- ins hér með beðnir velvirðingar á því. Með þessu er hins vegar enginn dómur lagður á það, hvort efnisleg rök eru til endurupptöku á um- ræddu máli, en bezt fer á því, að réttir aðilar kveði upp sinn úrskurð um það. xxx VERÐSAMANBURÐUR á svo- nefndum merkjavörum, sem birtur var hér í blaðinu sl. sunnu- dag, sýnir svo ekki verður um villzt, að það er ekki sízt endurgreiðsla á virðisaukaskatti, sem veldur því, að hagkvæmt er fyrir fólk að fara til útlanda og kaupa fatnað þar. Að vísu er ljóst, að verð á kvenfatnaði er hærra hér en í nærliggjandi lönd- um en verð á karlmannafötum jafn- vel hagstæðara hér en í útlöndum. Endurgreiðsla virðisaukaskatts fer ekki fram innan ESB-landa en hins vegar gagnvart löndum utan bandalagsins. Það er óneitanlega erfitt fyrir kaupmenn hér að keppa í verði við þessar aðstæður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.