Morgunblaðið - 06.12.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 06.12.1994, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fjögur verðbréfafyrirtæki bjóða upp á greiðsludreifingu við hlutabréfakaup Skandia og Landsbréf með bestu kjörín NÚ ER runninn upp sá tími árs þegar fólk hugar að hlutafjárkaup- um með skattfrádrátt í huga. Fjög- ur verðbréfafyrirtæki; Skandia, VÍB, Kaupþing og Landsbréf, hafa tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða einstaklingum greiðsludreif- ingu vegna hlutabréfakaupa nú fyrir áramót. Á meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á þeim lánskjörum sem verðbréfafyrirtækin fjögur bjóða. Miðað er við kaup einstaklings á hlutabréfum fyrir 125.000 þar sem 25% eða 31.250 krónur eru greidd- ar út og afgangurinn, sem nemur 93.750 krónum, er tekinn að láni til 12 mánaða hjá þremur fyrir- tækjanna, en til 10 mánaða hjá Kaupþingi. Skandia, VÍB og Landsbréf bjóða greiðsludreifingu á hluta- bréfum allra félaga sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands auk þess sem hvert þessara verðbréfafyrir- tækja býður greiðsludreifingu á hlutabréfum í eigin hlutabréfa- sjóði. Þannig býður Skandia greiðsludreifíngu á hlutabréfum í Almenna hlutabréfasjóðnum, VÍB í Hlutabréfasjóði VÍB og Landsbréf í íslenska hlutabréfasjóðnum. Kaupþing býður aðeins greiðslu- dreifingu ef einstaklingar kaupa bréf í hlutafjárútboði Hlutabréfa- sjóðsins Auðlindar hf. Eins og framar segir miðast greiðsludreif- ing Kaupþings við 10 mánuði en hin verðbréfafýrirtækin bjóða 12-24 mánuði. Mismunandi fyrsti gjalddagi Við lestur töflunnar þarf að gæta þess að mismunandi er hve- nær fyrsti gjalddagi er hjá verð- bréfafyrirtækjunum. Hjá Skandia er miðað 1. janúar 1995 , hjá Kaupþingi er miðað við 1. febrúar 1995 og hjá VÍB er miðað við 3. mars 1995. Landsbréf bjóða fyrsta gjalddaga 1. febrúar eða 1. mars 1995, en í töflunni sem hér fylgir er miðað við 1. mars. Jólahlutabréfin í ár víb r m Skandia LANDS- BRÉF HF. Verðbréfa- markaður íslandsbanka KAUPÞING Vextir 10,90% 10,25% 10,50% 10,90% Stimpilgjald - - 1,5% 0,5% Lántökugjald - - 1,0% - Innheimtuþóknun - 1 %/ krf 50 kr. 275 kr. 730 Útborgunarhlutfall 20-30% 25% 20-30% 25% Lánstími 12mán. 12-24 mán. 12-24 mán. 10 mán. Fyrsti gjálddagi 1.jan. 1. feb. eða 1. mars 1. mars 1. feb. Keypt hlutabréf fyrir kr. 125.000.25% (31.250) greidd út og 93.750 tekin að láni í 12 mán. (10 mán. hjá Kaupþingi) Vextir 5.422 6.033 6.973 5.535 Stimpilgjald 0 0 1.406 469 Lántökugjald 0 0 937 0 Innheimtuþóknun 0 600 3.300 7.300 Samtals 5.422 6.633 12.616 13.304 Skattaafsláttur 41.840 41.840 41.840 41.840 Nettó skattaafsl. 36.418 35.207 29.224 28.536 £ ill Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • 108 Reykjavík • Símar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax: 3 58 21 KAUPMENN - INNKAUPASTJORAR Umbúbapappír og jólapappír Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval í mörgum breiddum og lengdum á frábæru verði. Höfum einnig á lager glæsilegt úrval af öðrum jólavörum. * Dótturfyrirtæki Myllunnar, Iskaffi, stendur í stórræðum Selur kaffihús ogkaupir níu búðir Sveins bakara ÍSKAFFI hf., dótturfyrirtæki Myll- unnar hf., hefur keypt bakarí Sveins bakara við Álfabakka 12 ásamt níu útsölustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða því seldi fyrirtækið kaffi- hús sitt, Kaffi Mylluna í Kringlunni, til Nýja kökuhússins. Rekstur Kaffi Myllunnar hefur gengið mjög vel, enda hér um að ræða eitt fjölsóttasta kaffihús lands- ins, að sögn Kolbeins Kristinssonar, framkvæmdastjóra Myllunnar. Myll- an hefði hins vegar ákveðið að selja staðinn þegar hæst stæði og hætta veitingarekstri, en einbeita sér að bakstri og tengdri starfsemi, sem hefði vaxið mikið. Myllan mun eiga áfram húsnæði Kaffi Myllunnar, en Nýja Kökuhúsið hefur keypt innrétt- ingar og búnað. Rekstri ískaffis verður haldið al- gjörlega aðskildum frá Myllunni þannig að bakaríið við Álfabakka mun t.d. sjá sömu útsölustöðum áfram fyrir brauði og kökum. Um er að ræða verslanir við Reykjavík- urveg í Hafnarfírði, Hamraborg í Kópavogi Rofabæ, Álfabakka, Grensásveg, Laugarásveg, Glæsibæ, Laugaveg 118 og Laugaveg 20. Um áramótin fá staðimir nýtt nafn og hafíst verður handa um að byggja upp nýja ímynd. Mun Jón Álbert Kristinsson, bróðir Kolbeins og með- eigandi hans, veita ískaffi forstöðu. Nýtt nafn og ný ímynd um áramót Jón Albert var áður framleiðslustjóri Myllunnar og hefur Kristján Theó- dórsson verið ráðinn í hans stað. Fyrir starfrækir Myllan þijá útsölu- staði í Reykjavík, þ.e. í Álfheimum 6, á Hagamel 67 og í Bankastræti 2. Þá annast Myllan auk þess rekst- ur bakaría í þremur verslunum Hag- kaups, hjá Kaupfélagi Árnesinga, í Staðarkjöri í Grindavík, Kjöt og fiski í Mjódd og Garðakaupum. Kolbeinn sagði erfitt að meta markaðshlutdeild Myllunnar og ískaffís eftir þessar breytingar en áætlaði að hún væri um 20-25%. Rekstur Sveins bakara gekk ekki nægilega vel Ráðgjafarfyrirtækið Rekstrarráð hf. yfírtók eignir og skuldir Sveins bakara af Sveini Kristdórssyni í febr- úar sl. Auk bakarísins í Alfabakka hefur fyrirtækið starfrækt 14 útsölu- staði og þar að. auki er einn útsölu- staður við Lækjargötu rekinn í sam- vinnu við Kaffí Læk. Jónas Ingi Ketilsson, framkvæmdastjóri Sveins bakara hf., segir að upphaflega hafí markmiðið með yfírtöku fyrirtækis- ins verið að tryggja reksturinn til frambúðar. „Hins vegar sáum við það í haust að reksturinn gekk ekki nægilega vel hjá okkur og þörf var á sterkari aðilum á bak við fyrirtæk- ið. Við vildum jafnframt tryggja að fólkið héldi vinnunni og verðmæti glötuðust ekki. Þetta lögðum við til grundvallar þegar við ákváðum að selja. ískaffí er mjög sterkt fyrirtæki og þar eru menn sem kunna vel á þennan rekstur." Gengið hefur verið frá samningi við ískaffí um að framleiða brauðvör- ur fyrir þá sex útsölustaði sem eftir eru hjá Sveini bakara. Jónas Ingi sagði að fljótlega yrði byijað að kanna möguleika á að selja staðina." Áfram rekið kaffihús í Borgarkringlunni Nýja Kökuhúsið hefur rekið sam- nefnt kaffíhús í Borgarkringlunni og verður það starfrækt áfram samhliða kaffíhúsinu í Kringlunni, að sögn Birgis Páls Jónssonar, eiganda fyrir- tækisins. Reksturinn í Kringlunni verður óbreyttur fyrst um sinn, en væntanlega fundið nýtt nafn á kaffi- húsið síðar. Aúk veitingastaðanna tveggja í Kringlunni rekur Nýja Kökuhúsið bakarí I Kópavogi og upp- haflegt kaffíhús sitt í Austurstræti 8, sem er 18 ára gamalt og því eitt langlífasta kaffíhúsið í Reykjavík, sagði Birgir Páll. SRATTAAFSLÁTTUR OG GREIÐSLURJÖR Tryggðu þér skattaafslátt með greiðslukjörum. Með fjárfestingu í Auðlindarbréfum fyrir 127 þúsund krónur átt þú möguleika á 42 þúsund króna skattaafslætti. Þú getur fengið allt að 75% kaupverðsins lánað á skuldabréfi til 11 mánaða sem ber meðalvexti Seðlabanka íslands. Auðlindarbréf fást hjá sparisjóðunum, Búnaðar- bankanum, Kaupþingi Norðurlands hf. og Kaupþingi hf. Hringdu í KAUPÞING HF síma 68 90 80 og fáðu nánari upplýsingar. Löggilt verðbréfafyrirtœki í eigu Búnaðarbankans og sparisjóöanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.