Morgunblaðið - 06.12.1994, Side 33

Morgunblaðið - 06.12.1994, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 33 LISTIR Enn meira um Bert og dagbókina hans Norræna húsið Sigurður Marteinsson á Háskóla- tónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 7. desember leikur Sigurður Mar- teinsson píanóleikari. Tónleikarnir eru um hálftíma_ að lengd að hefj- ast kl. 12.30. Á efnisskránni er eitt verk: Ensk svíta nr. 2 í A- moll eftir Johann Sebastian Bach. Verkið er í sex köflum: Prelúdía, Allemande, Co- urtante, Sara- bande, Bourée I og II, og Gigue. Sigurður Mar- teinsson er 39 ára gamall. Hann hóf pían- ónám í Tónlist- arskóla Sauðár- króks 13 ára, hjá Evu Snæbjarn- ardóttur. Þremur árum síðar fór hann í Tónlistar- skólann á Akureyri og nam þar um fjögurra ára skeið. Síðan lá leiðin til London, þar sem Sigurður naut leiðsagnar Philips Jenkins í þijú ár. Á árunum 1978-82 var hann við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Árna Kristjáns- syni, ásamt því að ljúka píanó- kennaraprófi vorið 1981. Sigurður kenndi síðan í átta ár, aðallega við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Næstu þijú árin var hann við fram- haldsnám í Kaupmannahöfn og naut þar leiðsagnar Bohumilu Jedlicovu, sem er dósent við kon- unglega danska tónlistarháskól- ann. Sigurður kennir nú við Tón- listarskóla Hafnarfjarðar ásamt því að sjá um undirleik fyrir ein- söngvara og kóra. Sigurður heyrði fyrst þessa geysivinsælu svítu í heild sinni á tónleikum hjá Aliciu de Larrocha í Háskólabíói og síðan heyrði hann upptöku með flutningi Glens Go- ulds á verkinu. Hann hreifst svo mjög af verkinu að ekki varð aftur snúið fyrr en hann hafði sjálfur lært það og fáum við nú að heyra afraksturinn. Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur, en aðgangseyrir fyrir aðra er 300 kr. Sýning á íslenskri hreyfi- myndalist í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnai-fjarðar, hefur verið sett upp sýning á íslenskri hreyfimyndalist sem stendur til 23. desember. í kynningu segir: „Sýningin er fjölbreytt enda er þar leit- ast við að kynna bæði lista- mennina þijá sem taka þátt í henni og listformið sjálft því hreyfimyndagerð verður að teljast til nýjunga í íslenskum listum. Alls er níu hreyfimynd- ir kynntar og eru sýndar af myndbandi í hliðarsal. í aðal- sal eru síðan frummyndir sem notaðar voru við gerð mynd- anna og eru þær settar upp þannig að áhorfendur geti átt- að sig á vinnsluferlinu. Á sýn- ingunni eru myndir ætlaðar börnum og fullorðnum.“ Listamennirnir þrír sem verk eiga á sýningunni eru Inga Lisa Middelton, Kristín María Ingimarsdóttir og Sig- urður Orn Brynjólfsson. BOKMENNTIR Barnabök ENN FLEIRI ATHUGANIR BERTS eftír Anders Jacobsson og Sören Olsson. Jón Danielsson þýddi. Skjaldborg, 1994 - 250 síður. DAGBÆKUR Berts eru nú þegar kunnar íslenskum lesendum og hafa mörgum skemmt. Á síðum dagbókar- innar birtist frásögn af hversdags- legu lífi 13 ára strákpjakks sem er að reyna að vera merkilegur og tjáir sig óspart á sinn sérkennilega hátt. í raun liggur kostur bókarinnar í því að segja frá nauðaómerkilegum hlut- um úr hversdagslífi unglingsstráks á skemmtilegan og frumlegan hátt. Eflaust geta einhveijar viðkvæmar sálir móðgast yfir því hvemig hann talar um ömmu sína og nánustu skyldmenni en í raun er hann bara að vinna gegn minnimáttarkennd og óöryggi unglingsins með því að slá um sig með mannalátum. í gegnum söguna skín hinn eiginlegi Bert sem er ekki alltof viss um sig og sitt. Frásagnirnar eru allar af svipaðri lengd eða rétt um ein blaðsíða fyrir hvem dag. Hann heilsar dagbókinni og kveður með sama orðalagi svo lesendur vita að hveiju þeir ganga. Hver dagur er merktur og þessi dag- bók nær frá 1. september þegar hann byijar í skólanum og til áramóta. Það er ótrúlegt hvað hægt er að skoða heiminn í gegnum fyndin gler og höfundum sögunnar tekst einkar vel að gera það hversdagslega ævin- týri að bráðskemmtilegri grallara- .sögu. Nokkrum persónum er hægt að kynnast í gegnum gleraugu Berts. Þar má fyrstan telja Áka sem er haldinn skelfilegri kommúnistahug- sjón og réttlætistilfinningu gagnvart öllu og öllum og er fastagestur hjá skólastjóranum. Litli-Eiríkur verður skyndilega Eiríkur mikli eftir að hafa gefið eldri strák á’ann og svo svífa stelpurnar í kringum söguhetjuna sem lætur sig dreyma um þær hvetja af annarri. Lesandinn fær innsýn inn í sænskt fjölskyldulíf og nærri því skilnað og ekki er að spyija að ömm- unni sem vill koma barnabarni sínu í kristileg samtök. Þýðingin á þessari sögu um Bert er hnyttin og passlega spekingsleg til að falla að ramma sögunnar. Enginn kemst í dagbók Berts án þess að skella uppúr nokkrum sinn- um á þeirri ferð. Sigrún Klara Hannesdóttir . >”< ’ . ssi m HEIMSÞEKKT ÞJONUSTUMERKI ...sem mark er tekið á! RAFRÆNT ÞJONUSTUKORT ...með öryggismerki íþrívídd! TENGT BANKAREIKNINGI 5 KORT í1 ABYRGÐARKORT í tékkaviðskiptum HRAÐBANKAKORT heima og erlendis BANKAKORT í bankaviðskiptum STAÐGREIÐSLUKORT í rafrænum búðarviðskiptum innanlands og utan PERSÓNUKORT traust persónuskilríki meðmynd Olí VISA VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík, simi 91-671700 Sigurður ’ Marteinsson píanóleikari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.