Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 39 ástandi þar til betri vegar. Ef for- eldrar eru sammála um að börn þeirra skuli vera inni eftir að útivist- artíma lýkur er tiltölulega auðvelt ■ fyrir yfirvöld að sinna skyldu sinni. Þá er ekki um annað að ræða, en að hreinsa upp það sem eftir er — jafnvel opna athvarf á tilteknum svæðum, færa þangað alla unglinga undir aldri og hringja í foreldrana. Mest hefur borið á ferðum unglinga í miðborgina við upphaf skóla á haustin og við lok þeirra á vorin. Það sem lýtur að yfirvöldum er fyrst og fremst það að þau styðji við bakið á foreldrunum og reyni að koma til móts við þarfir unga fólksins innan ramma laganna. Þá þurfa lögreglu- og félagsmálayfir- völd að reyna að koma málum þann- ig fyrir að þau séu þess umkomin að geta tekið á málum ungra af- brotamanna. Því fyrr sem unglingar eru stoppaðir af, tekið utan um þá og þeim sinnt markvisst í tiltekinn tíma og reynt verði með öllum ráðum að koma þeim inn á rétt spor aftur, því meiri líkur eru á að hægt sé að koma í veg fyrir að ekki verði hægt að taka á málum þeirra þegar fram líða stundir — því færri afbrotamenn — því fleiri heilbrigðir einstaklingar — því minni skaði. Foreldravaktin er ákjósanleg leið til þess að auka vitund foreldra um hlutverk sitt og skyldur — jafnframt sem hún gerir mörgum þeirra kleift að sjá með eigin augum hvernig aðstæður og ástand unglinganna eru á ákveðnum svæðum. Þá eru og auknar líkur með tilkomu hennar til þess að hlutunum verði komið í það horf sem æskilegt megi telja fyrir alla aðila, foreldrana, börnin og yfir- völd. Fara ber hægt af stað — þróa verkefnið og að fenginni reynslu er hægt að koma á áhrifaríku verkfæri þar sem foreldravaktin er. Ef og þegar tekst að koma á ákveðinni venju og breyttu viðhorfi foreldrana gagnvart útivist barna sinna er mjög líklegt að aldursmörk þeirra unglinga, sem neyta áfengis, eigi eftir að hækka og afbrotum barna og unglinga eigi eftir að fækka. Þá kemur það af sjálfu sér að ýmislegt annað í fari unglinganna á eftir að færast til betri vegar frá því sem nú er. Þegar upp er staðið munu allir njóta góðs af því að tek- ið skuli vera á þessum málum. Það skiptir máli að við höfum burði til að standa saman og hafa þannig jákvæð áhrif á unga fólkið okkar — fullorðna framtíðarinnar. Höfundur er aðstoðar- yfirlögrcgluþjónn. skemmri tíma og tryggja sér íbúð- arhúsnæði með leigu. Er ekki talin vera sérstök ástæða til að skattaleg meðferð eigin íbúða komi í veg fyr- ir slíkan sveigjanleika í húsnæðis- málum.“ Það er því ljóst, bæði af laganna orðan og af greinargerð að heimildin er almenn og ekki bundin við flutning milli byggðarlaga. Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis gerði lítils háttar breytingar á frumvarpinu, en tók fram að þær væru aðallega tæknilegs eðlis. Önn- ur breytingartillagan var rökstudd þannig að hún ætti efnislega að tryggja að frádráttur sá, sem frum- varpið mælti fyrir um, gæti aðeins komið til frádráttar tekjum sem maður hefði af útleigu íbúðarhús- næðis sem hann áður hefði nýtt til eigin nota, en ekki til frádráttar öðrum tekjum. Er sú breyting í fullu samræmi við anda frumvarpsins. Ég tel eðlilegt að þessi lagabreyt- ing verði nýtt með þeim hætti að draga úr því að menn selji íbúðar- hús sín vegna tímabundinna að- stæðna og nýti sér þennan nýja sveigjanleika skattakerfísins til að leysa sín vandamál með leiguhús- næði. Fasteignaviðskipti eru dýr og kosta einnig mikinn tíma og fyrir- höfn. Er æskilegt að einstaklingum og fjölskyldum sé gert það kleift að hafa langtímahagsmuni sína fyrst og fremst í huga, þegar ráðist er í svo mikilvæga fjárfestingu sem íbúðarhúsnæði er. Höfundur er þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi cystra. _________AÐSEIMPAR GREINAR______ Opið bréf til mennta- málanefndar Alþingis Framhaldsskólalögin og starfsmenntir - 2. grein Starfsmenntaskóli þarf að þjóna nútíð og framtíð 1. Framhaldsskólinn verður um- franrallt að lúta eðlilegum stjómun- arlögmálum sem hvetja til frum- kvæðis, framþróunar og ábyrgðar en á það skortir mjög í frumvarp- inu. Eðlilegt væri að móta frum- varpið með hliðsjón af t.d. þrískiptu athafnasviði sem væru: a) Skilgreining markmiða starfs- mennta. (Aðilar atvinnulífsins) b) Framkvæmd kennslu og þjálfun- ar. (Skóli og kennarar) c) Úttekt og mat á kunnáttu og hæfni. (Prófastofnanir) a: Skilgreining markmiða starfs- mennta, er verkefni sem á að vera í höndum þeirra starfsgreina eða skóla sem taka við við- komandi nemendum til starfs eða framhalds- náms. Hvað atvinnulífið varðar þá ber hverri starfsgrein að skilgreina þau þekkingaratriði og hæfnistig sem viðkom- andi þarf að uppfylla svo hann sé viðurkenndur fullgildur fag- eða starfsmaður í starfs- greininni. Einstakir skólar svo sem háskóla- deildir þurfa að skil- greina þá þekkingu og það þekkingarstig sem þarf til að fá aðgengi _að viðkomandi deild. Tækniskóli íslands á að sérhæfa sig í móttöku nemenda með starfs- og verkmenntagrunn og skilgreina þá þekkingu og faglegu hæfni sem hann gerir til inntöku í hinar ýmsu deildir skólans. Sama gildi um aðra skóla svo sem Myndlistaskóla, Fóst- urskóla, Þroskaþjálfaskóla, Vél- skóla, Stýrimannaskóla og fjöldann allan af ótöldum skólum. b: Framkvæmd svo sem kennsla og þjálfun er verkefni sem á að vera í höndum skólanna og kennar- anna svo og annárra er annast fræðslu. Ekki á að skipta máli hvort nemandi sæki þekkinguna til ríkis- rekinna skóla eða einkaskóla eða hvort um er að ræða sjálfsaflaþekk- ingu. Það eina sem skiptir máli er að viðkomandi hafi öðlast þá þekk- ingu sem krafist er og sé fær um að hagnýta hana. Kennarar og skól- ar eiga að hafa frelsi til að skipu- leggja kennslu og velja aðferða- fræði sem tryggir góða menntun á sem skemmstum tíma. Slíkt frelsi er forsenda framfara í kennslumálum enda er fráleitt að kennsla sé undanþegin fram- leiðnihugtakinu. c: Úttekt og mat á kunnáttu og hæfni á að vera í höndum sjálf- stæðra prófastofnana. Prófastofn- anir geta verið ríkisreknar eða einkareknar en a.m.k. þurfa þær að vera óháðar ríkisvaldinu. Eðlileg- ast væri að verkefni prófastofnana væri boðið út og sætu einka- og ríkisreknar stofnanir við sama borð við tilboð í verkefnin. Prófastofnan- irnar eiga að vinna verk sitt í sam- ráði við skilgreiningaraðila, sem bjóða verkefnið út, og eru fulltrúar þeirra við að úrskurða hvort þekk- ing og hæfni sé í samræmi við þær kröfur og staðla sem gerðir hafa verið. Prófastofnanirnar eiga að vera óháðar því hvar og hveming þekkingarinnar er aflað eða á hve löng- um tíma hennar hefur verið aflað. Mikilvægi ábyrgðar Ábyrgð er mikil- vægur áhrifavaldur á athafnagleði, frumkvæði, vand- virkni og framþró- un. Sé ábyrgð tekin frá fólki er það vís- asta leiðin til að skapa áhugaleysi, doða og kæruleysi. Það er því mikilvægt að lögin firri engan ábyrgð en útdeili henni með þeim hætti að bæði neytendur og fram- kvæmdaaðilar mennta finni hvatn- ingu til þess að skila sínu hlutverki með sem mestum sóma. Ábyrgð fylgja að sjálfsögðu skyldur því er eðlilegt að eftirlit sé öflugt og viður- kennt en þó einfalt og skiljanlegt. Eftirlitið þarf að vera með þeim hætti að það mismuni ekki mennta- leiðum og byggist því einungis á mælingu á þekkingu og hæfni. Ábyrgð atvinnulífsins: Flestar starfsgreinar avinnulífs- ins eru það öflugar að þær geta fyllilega annast það verkefni að skilgreina þá þekkingu sem felst í störfum viðkomandi starfsgreina og að semja við prófastofnun um mælingu á kunnáttu og hæfni þeirra nemenda sem vilja þreyta próf til að öðlast starfsréttindi. Það er því eðlilegt að leggja á þær þá kvöð að sinna sínum ábyrgðar- þætti. Hins vegar eru til starfs- greinar sem eru það fámennar að þær geta vart sinnt nefndri skyldu. Fyrir þær starfsgreinar ér nauðsyn- legt að setja upp þjónustustofnun sem aðstoðar nefndar greinar þar til þær eu færar um að annast sín mál sjálfar. Sóun á sér stað í of- vöxnu menntamála- ráðuneyti, segir Steinar Steinsson, en vant er virtra prófastofnana. Ábyrgð vegna inntökuskilyrða í skóla og sérdeildir skóla: Hverjum þeim skóla sem tekur við nemendum af framhaldsskóla- stigi ber að hafa skýra skoðun á þeim undirbúningi sem nemendur þurfa að hafa er þeir hefja nám við skólann eða sérdeildir hans. Það styrkti vafalaust viðkomandi skóla að skilgreina forsendur, kunnáttu og hæfni við inngöngu í skólanámið og að ganga frá samningum við prófastofnun varðandi mælingu á kunnáttu og hæfni próftaka. Það er of einföld lausn sem nú er viðhöfð að skil- greina inntökuna við stúdents- próf, jafnvel lélegt stúdentspróf en forsmá starfsmenntir og þann þekkingargrunn sem þar er lagð- ur að hæfni og þroska. Ábyrgð skóla og kennara: Það er mikilvægt að auka og rýmka verulega ábyrgð kennara. Við starfsmenntaskólana starfar ljöldi vel hæfra kennara, sem gætu stuðlað að miklum framförum í kennslutækni og nýrri faglegri þró- un fengju þeir til þess starfsgrund- völl. í dag eru hendur þeirra bundn- ar af meira og minna illa gerðum námskrám með bindandi forsjár- sniði, sem hindra þróun nýrra að- ferðafræða og að taka verulegt til- lit til þeirrar forkunnáttu og þroska sem nemandinn kemur með í nám- ið. Skólinn og kennarar eiga að fá í hendur upplýsingar um þekking- ar- og hæfniskröfur starfsgreinar- innar og staðla þar að lútandi svo og hvar og hvenær próf muni verða lögð fram. Með þessi gögn í höndum á að treysta skólanum og kennurum eða öðrum leiðbeinendum að semja kennslu- og aðferðaáætlun sem leiðir til sem best árangurs á sem skemmstum tíma. Það er óhyggi- leggt að byggja upp námskrár sem eru í raun nokkurs konar kennslu- áætlanir þeirra sem vinna nám- skrána. Það er í raun vantraust á kennarana, sem eiga það ekki skilið enda fjöldi kennara betur hæfír til að móta kennsluáætlun en þeir sem skrá svo nefndar námskrár og ekki má gleyma því að leiðir að hveiju marki eru margar og alltaf má fínna betri leið og nálgun við þá bestu. 6.12. 1994 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4507 4500 0022 0316 4543 3718 0006 3233 4548 9018 0034 2321 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** Algreiðslutóik vinsamlegast takið otangneind kort ur umterð og sendið VISA islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klólesta kort og visa á vágest. ^EzmyiSA ISLAND Álfabakka 16 - 109 Reykjavik Aflaðu þér bandarískrar háskólagráðu í London IMám í viðskiptafræði, auglýsingateiknun, tískuhönnun, mark- aðssetningu tískuvarnings, innanhússhönnun og mynd- bandaframleiðslu. Þér mun líða eins og heima í félagsskap annarra íslenskra námsmanna, sem hafa valiðThe American College í London. The American College býður upp á „master’s-", „bachelor’s-" og sambærilegar háskólagráður. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar eða kynningarbækling, hafðu þá samband við: The AmericanCollege InLondon |F 5 110 Marylebone High Street, London W1M 3DB Englandi. Sími (0171) 486-1772. Fax (0171) 935-8144. Námsannir hefast í október, janúar, mars, júní og júlí. Steinar Steinsson Frelsi er einn mikilvægsti þáttur- inn í allri framþróun. Án frelsis rík- ir stöðnun sem í raun er afturför þegar öðrum miðar fram á leið. Skólar og skólastarf hefur hér enga sérstöðu. Skóli þarfnast olnboga- rýmis til að þróast og dafna og hann þarfnast samkeppni þar sem hann verður að sanna gildi sitt og getu. Umgjörð fræsðlukerfisins verður að vera með þeim hætti að unnt sé að leggja mat á árangur og að í því sé falin hvatning til stöð- ugt meiri árangurs. Skólinn þarf frelsi til að skipuleggja sína eigin aðferðafræði, hann þarf frelsi til að starfa með framfarasinnuðum fyrirtækjum á landsvísu eða í heimabyggð, hann þarf frelsi til að koma á stjórnkerfí sem hentar og er virkt, hann þarf frelsi til að ráð- stafa fjármunum þeim sem honum eru ætlaðir eftir föstum úthlutunar- reglum. Með auknu frelsi fylgir meiri ábyrgð sem hæfir stjórnendur eru fullfærir að rísa undir. Rísi stjórnendur ekki undir þeirri ábyrgð eru þeir vanhæfir og eiga þá að víkja fyrir öðrum sem eru hæfari. Miðstýring er aðför að frelsi en eftirlit er nauðsyn til að frelsið fari ekki út í öfgar. Það er því nauðsyn- legt að endurskoða yfirstjórn fræðslumálanna í tengsum við frels- ismarkmiðin. Ég tel að geysileg sóun á fjármunum eigi sér stað í ofvöxnu menntamálaráðuneytinu og er brýn þörf á að fækka þar stórlega fólki á launaskrá. Hins vegar er þörf á virtum og virkum prófastofnunum sem sjálfsagt er að fjármagna með prófagjöldum sem greidd eru af skólum, atvinnu- lífí eða nemendum. Prófgjald myndi draga úr því að illa undirbúnir nem- endur væru að skrá sig til prófs. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði. Heiísurúmin LURA FLEX Verð frá: Kr. 29.000,-Br. 97 cm. Kr. 48.450,- Br. 132 cm. Kr. 50.845,- Br. 153 cm. Kr. 78.696,- Br. 193 cm. Dýna, botn og hjólagrind Nýborg;c§i Ármúla 23, sími 686911. MÓTORVINDINGAR og aðrar rafvélaviðgerðir á vei búnu verkstæði. RAFLAGNAÞJÓNUSTA í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum. VANIR MENN vönduð vinna, áratuga reynsla. Vatnagörðum 10 • Reykjavík ■s 685854 / 685855 • Fax: 689974
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.