Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Reglum Lífeyrissjóðs sjómanna breytt Hefði stefnt í óefni með sjóðinn að öllu óbreyttu REGLUM Lífeyrissjóðs sjómanna hefur verið breytt og réttindi til elli- lífeyris og örorkulífeyris verið skert að nokkru. Ámi Guðmundsson framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins segir að stefnt Hefði í óefni með sjóðinn að öllu óbreyttu. Bráðlega verði gerð tryggingafræðileg úttekt á honum sem skeri úr um hvort breytingarnar á reglum sjóðsins nú dugi til að rétta hann af. Hann seg- ir skýringuna fyrir vanda sjóðsins fyrst og fremst felast í lægri ellilíf- eyrisaldri sjóðsfélaga og þyngri ör- orkugreiðslum. 0,4% lækkun fyrir hvern mánuð 65 ára aldur hefur verið almennt ellilífeyrismark alveg frá upphafí sjóðsins en með breytingu á lögum hans 1981 gátu sjóðsfélagar byrjað að taka lífeyri frá 60 ára aldri ef þeir höfðu verið 25 ár eða lengur til sjós. Árni segir að fulltrúar sjó- manna virðist hafa staðið í þeirri trú að ríkið ætlaði að fjármagna kostnað samfara því en reyndin hafi orðið önnur. Þá var tekin ákvörðun um að breyta lögum sjóðs- ins á ný. Engu að síður býðst mönn- um enn að fara á lífeyri frá 60 ára aldri en þá Iækka greiðslur til þeirra miðað við það sem var áður, eða um 0,4% fyrir hvem mánuð sem farið er á lífeyri fyrir 65 ára aldur. Þeir sem fara á lífeyri 60 ára gaml- ir fá þannig 24,8% lægri mánaðar- legar greiðslur. Sjómaður sem ætti rétt á 100 þúsund kr. í lífeyri frá 65 ára aldri fengi þannig ekki nema tæpar 76 þúsund kr. Einnig verða nú gerðar strangari kröfur_ um sönnun fyrir siglinga- tíma. Áður var skilyrði að sjómaður væri 180 dagar að meðaltali til sjós á ári til að fá lífeyri en nú verður jafnframt skilyrði að sjómaður hafi ekki verið skemur en 120 daga til sjós hvert ár. F ramreikningur skertur Þá vom settar skorður við því hversu háir sjóðsfélagar geta orðið í framreikningi vegna örorkulífeyr- is. Lögin voru á þann veg að ungur maður sem slasaðist fékk reiknuð réttindi fram til 65 ára aldurs á grunni meðaltals síðustu fimm ára sem hann hafði greitt í sjóinn. Nú er miðað við 60 ára aldur í fram- reikningi og auk þess hefur verið sett þak á þau stig sem nota má við framreikning. Ef stigin eru fleiri en fjögur samkvæmt meðaltalinu nær framreikningurinn aðeins til tíu ára og eftir það er ekki heimilt að nota fleiri en fjögur stig á ári við afganginn af framreikningnum. Árni segir að með þessu sé verið að koma í veg fyrir að menn fái óeðlilega háan framreikning vegna hárra tekna á árunum áður en þeir slasast. Ur fimm árum í þrjú Áður fyrr byggði örorkumat ein- vörðungu á sjómannsstarfinu þann- ig að sá sem var metinn óvinnufær til sjós fékk ótímabundnar bætur frá Lífeyrissjóði sjómanna jafnvel þótt hann gæti unnið nánast öll störf í landi. Fyrir tveimur árum var lögun- um breytt á þann veg að fyrstu fimm ár eftir að menn urðu óvinnufærir voru þeir metnir með tilliti til sjó- mennsku en síðan samkvæmt al- mennu mati. Með breytingu á regl- unum núna var þessum fimm árum breytt í þtjú ár. Ámi segir að með breytingunni nú detti stór hópur örorkulífeyris- þega hjá Lífeyrissjóði sjómanna út eftir þijú ár því margir þeirra geti unnið nánast hvaða störf sem er í landi. Þetta ákvæði ætti að létta verulega á sjóðnum, að mati Áma. „Stjórnendur sjóðsins telja að þær breytingar sem gerðar hafa verið á örorku- og ellilífeyrisákvæðunum séu allar sanngjarnar og hægt að rökstyðja með því að ekki sé verið að taka af mönnum önnur réttindi en þau sem óeðlileg þykja,“ sagði Árni. Hann segir að ef ekki hefði verið tekið á vanda sjóðsins núna hefði stefnt í óefni. Sjóðurinh eigi ekki fyrir skuldbindingum núna en ekki sé búið að reikna út stöðu hans nú eftir þessar breytingar. Það verði hins vegar gert fljótlega. „Miðað við síðustu tryggingarfræðilegu úttekt í árslok 1992 var ljóst að það varð að gera eitthvað því dæmið gekk ekki upp með sama áframhaldi." Morgunblaðið/Snorri Gengið frá og þrifið eftir ágætt úthald á netum. Gott netaút- hald á Höfn Höfn. Morgunblaðið. ÁHÖFNIN á Bjarna Gíslasyni SF 90 var um síðustu mánaða- mót að binda og eru nú komnir í jólafrí, eftir annars ágætt út- hald á netum. Þeir lögðu fyrst í byrjun októ- ber og voru nokkuð góðar gæft- ir og sæmileg veiði. Að sögn Kristins Guðmundssonar skip- stjóra var um allsæmilegan fisk að ræða, meginuppistaðan var fimm til átta kg fiskur. Allur fiskurinn fór á markað en mjög gott var á Fiskmarkaði Horna- fjarðar á þessum tíma og gerði dagurinn 130-145 kr. meðalverð hjá þeim. Verðið á stærsta flokknum, eða 8 kg og yfir, fór í 165 kr. Mest af fisknum veiddist út af Suðursveit og veiddist þó nokkuð af ýsu einnig, sem Krist- inn sagði að þeir hefðu fengið með því að leggja upp í grynnsta broti en trossurnar lágu á 1V2 faðmi og út á 5 faðma og var upp í hálft annað tonn af sæmi- legri ýsu í hverri trossu. Síðast- liðnar þijár vikur hafa gæftir verið mjög lélegar og markaðs- verðið lækkað sem orsakast af því að búið er að verka jólamat- inn fyrir Spánveija. Agætar horfur eru á sölu á frystri loðnu til Japans Minni eftirspurn eftir loðnuhrognum ÁGÆTAR horfur eru á sölu á frystri loðnu á Japansmarkað ef og þegar fer að bóla á henni nú í vetur. Verð- ið fer hins vegar mikið eftir gæðum loðnunnar sem berst og kann að lækka nokkuð frá því í ár, þegar metverð fékkst. Nokkrar birgðir eru af loðnuhrognum í Japan og horf- urnar því ekki eins góðar um sölu á þeim, að sögn Halldórs Eyjólfsson- ar, markaðsstjóra hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (SH). Japansmarkaður tekur við 20- 22.000 tonnum af frystri loðnu nú, að sögn Halldórs. Markaðurinn hef- ur þó dregist saman hin síðustu ár - úr um 30.000 tonnum - því tak- markað framboð og hærra verð hefur dregið úr neyslu í Japan. í ár hafa verið flutt út um 18.000 tonn af frystri loðnu, þar af var SH með um 2/3 hluta sölunnar. Lang- mest af útflutningnum, eða um 95%, fer til Japans. Halldór sagði að vertíðin í ár hefði verið óvenju góð hvað stærð loðnunn- ar varðaði. Japanir væru vanir að fá stóra og góða loðnu frá Kanada, en íslenska loðnan hefði yfirleitt ver- ið minni, þó svo að hún hefði slagað meira upp í Kanadaloðnuna nú í ár. Söluhorfur ráðast mikið af stærð loðnunnar, það væri kannski ekki markaður fyrir nema 10-15.000 tonn af tiltölulega lítiili loðnu. Hvað hrognin varðar, þá tekur Japansmarkaður við 4-4.500 tonn- um, sem er ársneyslan, sagði Hall- dór. Nú í ár voru flutt 5.000 tonn á Japansmarkað og þvl verða vænt- anlega einhveijar birgðir í upphafi næsta árs. Horfumar væru því kannski ekki eins góðar fyrir hrogn- in og frystu loðnuna og búast mætti við að verðið yrði nokkuð lægra en í ár. „Það er mikilvægt að menn fram- leiði gæðavöru, það þýðir að hráefn- ið verður að vera ferskt og átulaust og flokkunin góð. Það er ekki sama hvað er tekið upp í frystingu, það er bara ákveðinn hluti af loðnunni sem er nýtanlegur í hana,“ sagði Halldór. N Ú E R RÉTTi TÍMINN TIL A Ð FÁ SÉR GSM FARSÍMA Ókeypis sírntöl um helgar! f desember og janúar gefst GSM farsímaeigendum kostur á að hringja gjaidfrjálst um helgar.* Tilboðið gildir frá 10. desember 1994 til 29. janúar 1995 á tímanum frá kl. 20:00 á föstudagskvöldum til kl. 08:00 á mánudagsmorgnum. PÓSTUR OG SÍMI *Tilboðið á ekki við um símtöl til útlanda eða i Símatorg. Símtöl í GSM farsímakerfið úr venjulegum síma eru gjaldfærð á venjulegan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.