Morgunblaðið - 06.12.1994, Side 62

Morgunblaðið - 06.12.1994, Side 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ EINN TVEIR ÞRÍR Ein stelpa, tveir strákar, þrír möguleikar lomnlieKllIiHrBlíuiWlHIM UUIlUHií'flitaaJIJÍMi: '■arnmuDiliaicnwMniiaciMaiMI mlWHIU laKimULIii --------KuaUIIIH: mlllUllatKDU >><iKii»ins -* snpjj- Stórskemmtileg gamanmynd með vafasömu ívafi með LARA FLYNN BOYLE, STEPHEN BALDWIN og JOSH CHARLES í aðalh- lutverkum. Stuart er hrifinn af Alex, Alex þráir Eddy og Eddy er ekki með kynhvatir sínar á alveg á hreinu. „Galsafengin og lostafull, með kynlíf á heilanum. Andrew Fleming lætur allar óskir unga fólksins um kynlif rætast á hvita tjaldinu og hrifur okkur með sér. Samleikur þríeykisins er frábær." David Ansen, NEWSWEEK Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói og 67 12" pizzur m/þremur áleggjum á . Verð kr. 39,90 mín. sim «71515 ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG Sýnd kl. 7 og 9. Kr. 600 fyrir fullorðna. Kr. 400 fyrir börn yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5. FLÓTTINN FRÁ ABSALON Sýnd kl. 11. B. i.16 LÍFIÐ leikur við Baliszewski og Grammer. Þrautaganga Grammers ►KELSEY Grammer hefur geng- ið í gegnum mikla erfiðleika á lífs- leiðinni, en virðist loksins núna kominn á réttan kjöl. Hann er trú- lofaður hinni 28 ára gömlu Tammi Baliszewski og ef marka má með- fylgjandi myndir virðist lífið leika við þennan 38 ára gamla leikara. Eftir að hafa verið tilnefndur til Grammy-verðlauna í fimm skipti féllu þau loks í hans skaut síðastliðinn september, en hann fer með aðalhlutverk í sjónvarps- þáttunum „Frasier" sem njóta mikilla vinsælda. Hann virðist vera sá eini úr Staupasteini sem hefur ekki misst flugið eftir að þættirnir hættu göngu sinni. Lífið hefur samt ekki alltaf ver- ið dans á rósum hjá Grammer. Arið 1968 þegar hann var þrettán ára gamall var brotist inn á heim- ili hans og faðir hans skotinn til bana. Árið 1975 var álján ára gömul systir hans myrt eftir að henni hafði verið nauðgað. Fimm árum síðar drukknuðu tveir hálf- bræður hans í köfunarslysi. Það þarf varla að taka það fram að þetta hafði mikil áhrif á Grammer. Hann varð eiturlyfjaf- íkill, háður brennivíni og handtek- inn margsinnis síðla á áttunda áratugnum, meðal annars fyrir ölvun við akstur og að hafa kóka- ín í fórum sínum. Fyrsta kopna hans var Doreen Alderman og endaði það hjóna- band með skilnaði árið 1990. Þau áttu saman dótturina Spencer. Grammer tólf ára gamall, efst til vinstri, með fjöl- skyldu sinni. Aðra dóttur, Greer, eignaðist Grammer svo með Barrie Buckner förðunarmeistara áður en hann giftist Leigh-Anne Csuhany árið 1992. Þau skildu árið 1993. Grammer hitti Baliszewski þeg- ar vinir hans fóru með hann út að borða til að reyna að hressa hann upp. Hún sat á næsta borði og ekki þurfti meira til að hrífa Grammer. Hann gaf sig á tal við hana og var mjög auðmjúkur. Bað hann hana í sífellu að afsaka ónæðið. Hún hreifst af þessari hógværð leikarans og eftir nokkur stefnumót og væntingar tilhuga- lífsins voru þau trúlofuð. GRAMMER hampar Grammy-verðlaununum með félögum sínum úr „Frasier“-þáttunum, frá vinstri: Peri Gilpin, Grammer, David Hyde Pierce, Jane Leeves og John Mahoney. Sígild ævintýri ÞÁTTARÖÐ hálftímalangra teikni- mynda er í bígerð undir yfirskrift- inni „Þau voru hamingjusöm til æviloka: ævintýri fyrir alla krakka“. Um er að ræða þrettán söngvamyndir eftir sígildum ævin- týrum og er markmiðið með þessu framtaki að takast á við kynþátta- fordóma. Í aðalhlutverkum verða blökku- menn, Japanir, Kínveijar, Jama- íkabúar og Kóreubúar svo dæmi séu tekin. Á meðal þeirra sem tala inn á þættina verða James Earl Jones, Harry Belafonte, Whoopi Goldberg, Gregory Hi- nes og Denzel Washington. Þau sígildu ævintýri sem verða tekin fyrir eru meðal annarra Jói og baunagrasið, Hans og Gréta, Fríða og dýrið og Öskubuska. Denzel Washington BALDUR Elíasson umvafínn konum. Simg’iö og skemmt sér I Sviss FOLK Kviknaði í skegginu ►WOODY Allen leikstýrir um þessar mundir sinni fyrstu sjón- varpsmynd, „Don’t Drink the Water“, sem er endurgerð gam- als farsa eftir hann frá árinu 1969. Hún fjall- ar um banda- ríska fjölskyldu sem haldið er fanginni í aust- ur-evrópska rík- inu Vulgaria og í einu atriði myndarinnar kviknar í Biblíu Doms DeLuise þegar hann gef- ur saman Michael J. Fox og Mayim Bialik. „Vegna tæknilegra örðug- leika hófst takan ekki á réttum tíma,“ segir DeLuise. „Á hverj- um degi hellti ég því meira kveikjaragasi á bókina. Þegar ég kveikti svo loks í henni var sprengingin svo öflug að það kviknaði í skegginu mínu og klúturinn minn fuðraði upp. Woody kom til mín alvarlegur í bragði og sagði: „Var þetta það sem þú hafðir í huga?““ ÍSLANDSFÉLAGIÐ í Sviss stóð fyrir fullveldisfagnaði í Basel í lok nóvember. Nokkrir félagsmenn fengu hangikjöt sent að heiman og mættu með það soðið í veisl- una. Svissneskur matreiðslumað- ur tók þar við því, skar kjötið niður í þunnar, fínar sneiðar og bar fram með soðnum gulrótum, rauðkáli og kartöflum. Hvíta sós- an fyrir kartöflurnar var ekki annað en mjólk sem hann hellti beint úr fernu yfir heitar kartöfl- urnar. Fæstir tóku eftir því. Hangikjötið sjálft var aðalatriðið. Oskar Bandle, fv. prófessor í nor- rænu við háskólana í Ziirich og Bas- el, var heiðursgestur kvöldsins. Hann hélt bráðskemmtilega ræðu á góðri íslensku. Júrg Glauser, eftir- maður hans í norrænu deildunum, sat einnig veisluna, svo og Georg Wiederkehr, íslenski konsúllinn í Ziirich, og Gunnar Snorri Gunnars- son, sendiherra Islands hjá alþjóða- stofnunum í Genf. Bjarki Zophonías- son, arkitekt í Basel, sá um undir- búning veislunnar. Jóhannes Vigfússon, eðlisfræð- ingur, iék undir fjörugan hópsöng að borðhaldi loknu. Textarnir voru prentaðir á diskaservíetturnar. „Það er mesta furða hvað maður kann enn af þessu," sagði einn íslendinganna, en margir þeirra sem sóttu fullveldis- fagnaðinn í Basel hafa verið búsett- ir erlendis í fjölda ára. Leikarinn óborganlegi Dom DeLuise.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.