Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRLÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ eykur orku og úthald Fæst í apótekum V I N N I N B A R Styrktu gott málefni og keyptu jólakortin og jólamerkimiðana frá Slysavarnafélagi íslands, því þau eru jafnframt skafmiðar. Stórglæsilegir vinningar að verðmæti yfir 20 milljónir kr. Tugir ferðavinninga til Florida, tugir fjallahjóla, skíðaútbúnaður, gasgrill, kuldagallar, geisladiskar o.fl. o.fl. o.fl. Jólakortin og merkimiðarnir eru seld i stórmörkuðum, blómaverslunum, bókaverslunum og hjá björgunarsveitunum. Styrktu gott málefni - vinir þínir og œttingjar gætu fengið óvænta gjöf. IfP" - til bjargar mannslifum LISTIR GUÐMUNDUR Erró í hrókasamræðum um list sína við nemendur Listaskólans á Akureyri. Erró á Akureyri MYNPLIST Listasafn Akureyrar MYNDVERK GUÐMUNDURERRÓ Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 11. desember. Aðgangur óekypis. VARLA hefur farið framhjá mörgum að Guðmundur Guð- mundsson, Erró, hefur verið á landinu undanfarið í tilefni stór- sýningar á verkum sínum á Kjarv- alsstöðum. Einnig þótti rétt að Akureyringar fengju nasasjón af list hans svo og viðskiptavinir Kringlunnar. Rýnirinn hefur nú fengið yfirlit yfir alla þessa viðburði, en erfiðast var að komast norður vegna anna og svo einnig veðurs, því jafnan var ófært er hann eygði möguleika að bregða sér þangað. Það var helst að sýningin í Kringlunni kæmi þægilega á óvart, því um var að ræða málverk frá mjög áhugaverðu tímaskeiði á ferli listamannsins, er áhrifa frá mexíkönskum málurum, svo sem Ruffini Tamayo, gætti mjög í dúk- um hans, en einnig ítölskum, jafn- framt því sem storknuð lífsum- brotin við eyðingu Pompei voru honum náma myndefna. Þetta voru létt og fersklega unnin verk, ólík flestu sem gert var af íslend- ■ ingi á þessum tíma, og báru ung- um og metnaðargjörnum lista- manni vitni. Uppsetning myndanna í Kringlurýminu var einföld og þær nutu sín betur en annað sem hang- ið hefur þar niður úr rjáfrinu, en þó skyggði eitt á, sem var, að þegar kom að jólaskreytingu hús- næðisins, voru vængjaðir englar hengdir ofaní sumar myndirnar, sem er verknaður sem maður á bágt með að trúa að geti átt sér stað. Það er flókið mál að átta sig á þroskastigi fólks er gerir slíkt, en trauðla ber það vott um virð- ingu fyrir öðru en almennum sölu- varningi og viðhorfin eiga helst heima á flóamörkuðum götunnar og kolaportum. Myndirnar einar voru látnar kynna sig og kom mér spánskt fyrir sjónir að skrá yfir verkin ásamt kynningu á þessu áhuga- verða tímabili lá hvergi frammi og hefði slíkt framtak þó kostað sáralítil útlát miðað við annað til- stand í kringum sýningarnar og Iistamanninn. Hið sama var upp á teningnum á Akureyri; engin sérskrá fylgdi sýningunni á listasafninu og nú hætti ég að skilja, því svo á að heita að fagmenn standi að baki framkvæmdunum. Það má ganga að því vísu, að sýningin á Akureyri kynni sýning- una í Reykjavík allvel, því hún er eins og brotabrot hennar. Þó eru brúðumyndirnar jafnvel fleiri og sumar áhugaverðari en á Kjarvals- stöðum, og var sá hluti fram- kvæmdarinnar sem vakti hvað mesta athygli mína ásamt stóru myndinni „Odelscape", sem menn þekkja vel til. Vafalítið kynnir sýningin svo allvel vissa hlið á fjölþættu sköp- unarferli Guðmundar, en þar fyrir utan er hún fremur brotakennd og einhæf og vísar meira til magnsins í myndsköpun hans, en að um úrval sé að ræða. En þetta hlýtur þó að vera það sem hann sjálfur vill kynna norðan heiða nú um stuhdir líkt og stóru myndirnar í Vestursal Kjarvalsstaða, þar sem fram kemur eins konar magn- sprengja myndefnis, eða „kvanti- tetsboom“ eins og það er kallað í útlandinu. Það eru tveir andhverfir þættir ríkjandi í þessum myndaveröldum, sem er hið blíða og ósnortna ann- arsvegar, eins og í hinum undir- furðulegu brúðumyndum og sí- gildu listaverkum, og hið hams- lausa og ógnarlega hins vegar, sem sumt er ættað úr poppveröld nútímans, teikniseríum og hasar- blöðum. Iðulega stefnir Guðmund- ur þessu saman í margbrotnum leik, en á stundum fær það að njóta sín eitt og sér en í nýrri úgáfu sem er listamannsins. Hann rótar upp nútíð og fortíð og liggur mikið á og hér virðist vera um eins konar tímalausan boðskap að ræða um gildi, fáfengileika og miskunarleýsi lífsins. Hinir stóru dúkar leiða hugann ekki svo lítið að risavöxnum plakötum og vél- rænum vinnubrögðum fjöldafram- leiðslunnar og þannig séð eiga þeir mikið erindi inn á vettvang múgþjóðfélagsins, sem jnokkurs konar krufning þess. Myndirnar í sölum Listasafns Akureyrar eru þannig eins konar Erróheimur í hnotskurn. Fyrir utan „Odelscape" eru mér minnisstæðust verk eins og „Vín- arbrúðan“ (1992), „Brúða frá Bronx“ (1992), „Le Metal Hurl- ant“ (1988) og „Tveir jólasveinar" (1992). Hve heppileg þessi tegund kynningar á listamanninum telst svo á þessum slóðum spái ég ekki í, og væri rétt að Akureyringar svöruðu því sjálfir og kannski svarar góð aðsókn þessari spurn- ingu að nokkru, þó eðlileg forvitni og mikið tilstand eigi ekki svo lít- ið í henni. Annars gat ég skoðað sýninguna í ró og næði meðan ég dvaldi á staðnum, sem er varla marktækt, því það var snemma eftir opnun hennar á laugardegi. Á listasviði er margt að gerast á Akureyri og að sjálfsögðu mest í Listagili, en þar eru listhúsin og sýningarsalirnir. Skoðaði ég af mikilli ánægju sýningu á mynd- lýstum barnabókum í Deiglunni svo og kostulegum og vel gerðum keramikverkum Margrétar Jóns- dóttur á veggjum Kaffi Karólínu. Einnig leit ég inn í listaverslunina „Gallerí Allrahanda“, sem\er hin menningarlegasta, og þar er dijúgt úrval af smáverkum margra kunnra listamanna, en það sem hreif mig upp úr skónum var mód- elhannaður mokkaskinnsfatnaður á verkstæði Sigríðar Sunnevu Vig- fúsdóttur, og er ég illa svikinn ef slíkur iðnaður á ekki bjarta fram- tíð fyrir sér. Hér skiptir miklu að markaðsetja vöruna rétt og er það verðugt verkefni fyrir verzlunar- og menningarfulltrúa okkar er- lendis. Heimsókn í listaskólann var ánægjuleg og sýnir að nyrðra vilja menn vera með á nótunum, því hann er almennt mun tæknivædd- ari en MHÍ, og um leið er meiri formlegur listaskólabragur yfir honum, þótt margfalt minni sé að flatarmáli. Nemendur voru víða í húsinu að vinna þótt utan kennslu- tíma væri og að auk laugardagur í aðventu. Ég fór lítið lengra út fyrir Listagilið en í safnaðarheimili Akureyrarkirkju, en þar var sýn- ing áhugaljósmyndara á staðnum. Hafði ég mikla ánægju af að skoða hana, því hér var vel staðið að verki og myndirnar svo vel teknar • sumar hveijar, að margur atvinnu- ljósmyndarinn væri fullsæmdur af. Sýningarskráin bar hins vegar kennimark leikmanna. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.