Morgunblaðið - 06.12.1994, Page 64

Morgunblaðið - 06.12.1994, Page 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ UIMGLIIMGAR „Smokka í alla rass- vasa og bijóstahöld ALNÆMI er ekki gamall og rót- gróinn sjúkdómur. Það eru einung- is um það bil 15 ár síðan hann kom fram á sjónarsviðið. Sjúkdómurinn greindist fyrst meðal samkyn- hneigðra karla í New York og Kaliforníu og var þá þegar álitinn sérstakur „hommasjúkdómur“ sem orsakaðist af kynhneigð og kyn- hegðun þessara manna. Jafnvel var talað um reiði guðs og að hommun- um hefndist nú fyrir lífsstíl sinn. Hveijum heilvita manni er nú ljóst að ekki var um slíkt að ræða að ákveðnar veirutegundir réðust á ákveðna hópa fólks. En þessar hugmyndir breiddust eins og eldur í sinu um hin vestrænu lönd, og fólk ályktaði sem svo að það þyrfti engar áhyggjur að hafa, því þessi sjúkdómur væri einkamál homma og að þeir gætu sjálfum sér um kennt. Aldrei var talað um að víða í Afríku var sjúkdómurinn jafn út- breiddur hjá báðum kynjum, I dag, 15 árum síðar, er komið í ljós, sem auðvitað hefði átt að gera ráð fyr- ir allan tímann, að veiran smitast með blóði og sæði úr fólki al- mennt, en ekki úr ákveðnum „teg- undum af fólki“. Mikil hræðsla greip um sig í heiminum, fólk þorði ekki að snerta annað fólk, sérstak- lega homma, af ótta við að smitast af þessum hræðilega sjúkdómi sem drægi fólk, aðallega homma, til dauða á hryllilegan hátt á auga- bragði. Nú hefur hins vegar komið í ljós að ákaflega erfitt er að smit- ast af HlV-veirunni, það gerist ekki við kossa, faðmlög, handaband eða aðra snertingu. Þetta vissu læknar og vísindamenn auðvitað miklu fyrr. En ótti og neikvæð hugsun virðist alltaf eiga auðveld- ari leið að huga og hjarta fólks en kærleikur og umburðarlyndi. Einn angi af fordómum og neikvæðni varðandi alnæmi á íslandi snertir auðvitað hið ástkæra ylhýra mál, „íslenska tungu“. AIDS, eins og veikindin heita á ensku, var talin ömurleg sletta og hafist var handa við nýyrðasmíð. Eitt þeirra var ,„eyðni“. Ég álít orðið eyðni engu Björgvin Gíslason minni slettu en AIDS. Það er eins og að takmarkið hafi fyrst og fremst verið að láta hið nýja orð ríma við hið erlenda og hljómar þetta orð neikvætt, minnir á eyð- ingu, uppþornun, ekkert - og lýsir á kuldalegan hátt afskiptaleysi á vanda sem kominn er upp, ýtir undir neikvæða hugsun og viðhorf gagnvart þeim sem lenda í því að sýkjast. Annað orð kom fram um sama sjúkdóm, „alnæmi". Læknar og hjúkrunarfólk sem sinna sjúk- lingum gerðu þetta orð strax að sínu, þau vita sem er að jákvæðni og hlýtt viðmót gagnvart þeim sem eru veikir gefur árangur við lækn- ingu sjúkdóma. Það sem gerist þegar fólk veikist af alnæmi er að ónæmiskerfið brotnar hægt og hægt niður og verður mjög næmt fyrir annars skaðlausum veirum og bakteríum í umhverfínu. Að lokum verður Ónæmiskerfið alnæmt fyrir sýking- um og þessar sýkingar leiða fólk til dauða. Fólk, sem veikist af al- næmi eða smitast af HIV, þarf all- an þann stuðning sem hægt er að veita og þar með talin jákvæð orð, því orð eru jú til alls fyrst og móta viðhorf og hugmyndir fólks um það sem þau lýsa. Alnæmissamtökin hafa lagt þung lóð á vogarskálar og barist gegn fordómum og rang- hugmyndum, umræða um sjúk- dóminn hefur aukist og færst í já- kvæðara horf. Hræðsluáróður hef- ur verið lagður af en þess í stað reynt að höfða til skynsemi fólks, og því gefnar réttar upplýsingar um smitleiðir og líkur á smiti. Mik- il þörf er á að halda upplýsinga- streymi opnu, að ungt fólk fái að vita staðreyndir og verði upplýst um hvað það getur gert til að veija sig. Eina leiðin sem reynist árang- ursrík er notkun á veijum (smokk- um) og sú sannfæring að í þessu máli.beri hver ábyrgð á sjálfum sér og sinni hegðun í kynlífi. Astundun öruggs kynlífs, „safe sex“, er því úrslitaatriði, gera þarf átak meðal fólks á öllum aldri og kynna „safe sex“ og útskýra hvað það þýðir. Það er mikilvægt fyrir þá sem ekki hafa smitast og ekki síður fyrir þá sem þegar eru smitaðir. Ástundun öruggs kynlífs gerir það að verkum að spurningar eru óþarfar. Hver og einn hefur aðgang að upplýsing- um um alnæmi, kæri hann sig um. Lítið mál er að nálgast smokka, þeir fást í apótekum, viða á skemmtistöðum, á öllum bensín- stöðvum og nú síðast í leigubílum á höfuðborgarsvæðinu. Einar raun- hæfa leiðin til að hefta útbreiðslu alnæmis er að fólk geri sér grein fyrir að það eitt ber ábyrgð á sínu eigin lífi og heilsu og að það verði sjálft að gera sínar eigin ráðstafan- ir vilji það halda heilsu. Þetta gild- ir jafnt um konur og karla. Höfundur er formaður Alnæmissamtakanna á Islandi og fulltrúi í Landsnefnd um alnæmisvarnir. Algjör steypa Bannað að sofa í ísskápum! Við höfum áður sagt frá undar- legum lagasetningum í Ameríku og hér koma nokkrar í viðbót, að sjálfsögðu úr vikuritinu The Sun. I bænum Charlotte í Norður- Karólínu er þess krafíst af kon- um að þær hylji líkama sinn með að minnsta kosti sextán metra löngu klæði þegar þær spóka sig utan dyra ... engin í bikini þar. í Denison í Texas má dæma konu í eins árs fangelsi fyrir ósiðlegt athæfi ef hún lagar á sér sokkana á almannafæri. í Cleveland mega konur ekki ganga í glansandi leðurskóm vegna þess að forvitnir menn gætu séð undirföt þeirra eða jafnvel fætur speglast í leðrinu. í St. Louis verða konur að vera fullklæddar áður en slökkviliðs- mönnum er heimilt að bjarga þeim úr eldsvoða. í Arkansas eru lög sem tak- marka barsmíðar skapbráðra eiginmanna á konum sínum: Þeir mega ekki beija þær oftar en einu sinni í mánuði. í Lefors, Texas, er ólögiegt að súpa oftar en þrisvar úr bjór- glasi áður en viðkomandi sest. Fílar mega ekki drekka bjór í Natchez, Mississippi. íbúum Texas er óleyfilegt að eiga alfræðiorðabókina Brit- annica vegna þess að þar er sagt hvernig brugga má bjór. Eigendur gæludýra í Arvada, Colorado verða að gæta þeirra mjög vel. Þar er mjög dularfull klásúla í lögum sem segir „að ef gæludýrs í óskilum er ekki vitjað innan sólarhrings frá því að það kom í hendur yfirvalda skal eigandanum eytt“. í Wilbur, Washington, má sekta þig úm 20 þúsund ísl. kr. fyrir að vera á „ljótum hesti“. Það eru jafnvel til lög í Pittsburg sem banna fólki að sópa ryki undir teppi heima hjá sér og að sofa í ísskápum! wmmmnmm Ljósm. Ingveldur Gísladóttir/Sædís Hrönn Jóhannesdóttir SJÓN Ljósmyndamaraþon NYLEGA fór fram ljósmyndamara- þon í Grafarvogi. Félagsmiðstöðin Fjörgyn stóð fyrir maraþoninu í sam- vinnu við Hans Petersen. Besta myndin var úr flokknum Sjón, en hana áttu Ingveldur Gísla- dóttir og Sædís Hrönn Jóhannesdótt- ir. Frumlegustu myndina tók Freyr Magnússon, en hún tilheyrði flokkn- um Stress. Bestu seríuna átti Einar Sigurður Einarsson. Ljósm./Freyr Magnússon STRESS Ljósm./Einar Sigurður Einarsson UR bestu seríunni. HRIKALEGT TALIÐ er að um 200 einstaklingar smitist daglega af HlV-veirunni í Evrópu. Á íslandi greinist að meðaltali einn maður á mánuði með HIV- smit. 20-30% kvenna sem koma í mæðraskoðun í Rúanda í Afríku greinast með HlV-smit. Af tveimur milljónum þeirra sem stunda vændi í Tælandi eru talin vera um 800.000 böm og ungling- ar. Alnæmisógnin veldur því að barnavændi færist í vöxt. Við- skiptavinir vændishúsa halda að því yngri sem börnin eru því ólík- legra sé að þau séu sýkt af al- næmi. En líklegra er að því sé öfugt farið því ungar stúlkur, sem hafa í mörgum tilfellum verið seld- ar vændishúsum, eru mjög oft særðar við samfarir og fá sjaldn- ast þá læknishjálp sem þær þurfa á að halda, því að það sem gert er við þær er auðvitað algerlega ólöglegt. I árslok 1995 má reikna með að 15 milljónir karla, 11 milljónir kvenna og 2 milljónir barna verði smituð af HlV-veirunni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in telur að á næstu árum reynist nauðsynlegt að leggja 1,5 til 3 milljarða dollara í alnæmisvarnir í þriðja heiminum. Það er einn tut- tugasti af þeirri upphæð sem rann til hemaðaraðgerða bandamanna í Persaflóastríðinu, svokallaðrar Eyðimerkurstormsaðgerðar, svo heimurinn ætti að hafa efni á því. Nú eru konur 5 af hveijum 11 nýsmituðum í heiminum. Álgeng- ast er að konur smitist við áhættu- kynmök, eða í 3 af 4 tilfellum. Það er spurning Hvað er smokkur? Þorbjörg 14 ára Gúmmíáhald sem maður notar við samfarir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.