Morgunblaðið - 06.12.1994, Page 23

Morgunblaðið - 06.12.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 23 ERLENT Rússar auka þrýsting á stjórn Tsjetsjníu Draga saman her við landamærín Grosní. Reuter, The Daily Telegraph. RÚSSAR héldu í gær áfram að auka þrýstinginn á ráðamenn í Tsjetsjníu og eru nú þrír háttsettir ráðherrar komnir til bæjar rétt við landamærin. Þar er verið að draga saman her, sem hugsanlega mun ráðast inn í landið og taka völdin í höfuðborginni, Grosní. Pavel Gratsjov varnarmálaráð- herra, Víktor Jerín innanríkisráð- herra og Sergei Stephasín, yfirmað- ur gagnnjósnaþjónustunnar, komu í gær til bæjarins Mozdoks í Norður- Ossetíu, sem liggur að Tsjetsjníu, en ekkert var gefið upp um erindi þeirra. Dzhokhar Dúdajev, leiðtogi í Tsjetsjníu, sem var lýst sjálfstætt ríki 1991, sagði í Grosní, að hann hefði ekkert á móti viðræðum stjómina í Moskvu en útilokaði áð setjast að samningaborði með upp- reisnarmönnum í landinu. Griðastaður hermdarverkamanna Talsmenn upplýsingamiðstöðvar, sem Moskvustjórnin setti á fót vegna ástandsins í Tsjetsjníu, sak- aði Grosnístjórnina í gær um hafa gert landið að griðastað fyrir hryðjuverkamenn víðs vegar að og aðstoða við þjálfun þeirra. Vladímír Shumeiko, forseti rúss- Bouchard á batavegi Montreal. Reuter. LUCIEN Bouchard, einn helsti leið- togi aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada, var á batavegi um helgina en um tíma var mjög tvísýnt um líf hans vegna sýkingar, sem veldur holdátu. Er búist við, að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsi innan mánaðar. Um var að ræða streptokokkasýk- ingu, sem stundum getur valdið skyndilegu og næstum óviðráðan- legu drepi, og urðu læknar að taka annan fótinn af Bouchard. Barst sýkingin einnig í hinn fótinn, annan handlegg og bringuna áður en lækn- unum tókst að snúa vöm í sókn. SKIÐAGALLAR CRAFT skíðagallarnir nú með meiri vatnsvörn. St.80-110cm....5.900 St.120-130 cm.. 7.900 St. 140-150 cm.8.900 St.160-170 cm..9.800 Eldri gerðir kr. ---- 6.900 St. 140-170. neska sambandsráðsins, sagði í gær, að síðustu forvöð væra að leysa deiluna án blóðsúthellinga og lagði áherslu á, að stríðandi fylking- ar í Tsjetsjníu yrðu að leggja niður vopn og stöðva átökin sín í milli. Sergei Gryzunov, talsmaður Moskvustjórnarinnar í deilunni við stjórnina í Grosní, neitaði um helg- ina fréttum, að rússneski þerinn hefði skipanir um að ráðast inn í Tsjetsjníu ekki síðar en 10. desem- ber. Stjórnarherinn í landinu býr sig hins vegar undir það og ætlar að flýja upp í fjöllin og stunda það- an skæruliðahernað. Reuter RÚSSNESK hersveit í borginni Vladíkavkaz í Norður-Ossetíu, skammt frá landamærunum við Tsjetsjníu. Orðrómur er um, að ráðist verði inn í landið ekki síðar en 15. desember. S?o^t UTIVISTARBUÐIN við Umferðamiðstöðina símar 19800 og 13072.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.