Morgunblaðið - 06.12.1994, Side 32

Morgunblaðið - 06.12.1994, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fersk fjölbreytni MYNPLIST Nýlistasafniö SAMSÝNING — MÁLVERK OG BLÖNDUÐ TÆKNI Opið alla daga kl. 14-18 til 11. desem- ber. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ hefur orðið merkjanleg breyting á sýningarhaldi íslenskra myndlistarmanna síðustu ár varðandi samsýningar, bæði hér á landj og erlendis. Þeim fjölgar stöðugt, sem eru skipulagðar af öðrum, t.d. söfn- um, samtökum eða sýningarstöðum, en sýningum sem myndlistarfólkið sjálft stendur að hefur fækkað að sama skapi. Það kann að vera merki um ákveðna deyfð í röðum myndlistar- fólks, þegar frumkvæðið er þannig látið í hendur öðrum, en einnig kann að vera að skortur á sameiginlegum grunni til að byggja slíkar sýningar á valdi listafólki heilabrotum; eftir því sem myndlistin greinist í fleiri áttir kann að vera erfíðara að höndla hinn sameiginlega kjama þess, sem koma skal á framfæri. Sýningin í Nýlistasafninu er and- stæða þessarar deyfðar og aðstand- endur hennar láta ekkert slíkt hug- arvíl trufla sig. Þarna hefur tekið sig saman hópur ungs listafólks, sem á það sameiginlegt að hafa stundað listnám í Hollandi um nokkurra ára skeið, í flestum tilvikum í kjölfar náms í listaskólum hér á landi. Þetta eru þau Elsa Dóróthea Gísladóttir, Guðrún Hjartardóttir, Gunnar J. Straumland, Helgi Hjaltah'n Eyjólfs- son, Jón Bergmann Kjartansson, Pétur Öm Friðriksson, Rob Hoekstra og Sólveig Þorbergsdóttir. Þátttakendur hafa tekið þann kostinn að blanda verkum sínum saman í öllu rými hússins, í stað þess að afmarka svæði fyrir hvern og einn. Þessi aðferð kemur vel út. Verkin em nógu óh'k til að styðja hvert annað og það eflir ímyndina af verkum viðkomandi listamanns að sjá þau innan um verk annarra fremur en þjappað saman. Þetta unga listafólk er að fást við fjöl- breytta hluti, sem virka ferskari og líflegri í þessu samhengi en ella væri. Sýningin gefur gestum ágætt til- efni til íhugunar um almenna þætti listsköpunar hvað varðar ólík efnis- tök og myndsýn, sem og hvern þátt listmenntunin sjálf kann að eiga í því sem fyrir augu ber. Ymsir hafa talið áhrif hollenskra listaskóla mikil á yngri kynslóð listafólks hér, án þess að styðja þá skoðun nokkrum rökum. Engu að síður er fróðlegt að spyrja hvort þessi sýning væri mikið öðru vísi, ef hópurinn ætti t.d. að baki nám í Þýskalandi, á Ítalíu eða í Bandaríkjunum; slíkar hópsýningar væru fróðlegar til samanburðar. Sé litið til framlags einstakra lista- manna má segja að það sé hinn líf- ræni efniviður, sem heillar Elsu D. Gísladóttur; verkin „Mjallhvítar vam- bir“ (nr. 15) og „Ræktun" (nr. 37-43) vísa til þeirra umbreytinga sem ör- verur valda, og geta vissulega orðið litauðugar; andstaða þess er í þeim verkum hennar, þar sem málverk hafa verið njörfuð niður í hreina efn- isþætti sína. Guðrún Hjartardóttir vinnur með ólíka miðla, allt frá mjúkum leir í „Sýnendur" (nr. 1) (sem er ágætur inngangur að sýningunni), til með texta og gifs; þessi verk tengjast þó flest hinu óræða í tilverunni, og eru „Gleymdir draumar" (nr. 51) endan- íeg staðfesting þess. Gunnar J. Straumland sýnir kraft- mikil abstraktmálverk, sem eru nokkuð óvenjuleg innan um verk annarra sýnenda; verk nr. 27 kemur einna best út af þessum myndum, og vex við nánari skoðun. Vangaveltur um alheiminn og listasöguna koma fram með einföld- um en sterkum hætti í sumum verka Helga H. Eyjólfssonar, einkum þar sem fjallað er um tilveru mannsins á jörðinni; verk nr. 17 og 49 geta örugglega orðið til að vekja ýmsa til umhugsunar. Jón B. Kjartansson sýnir málverk nokkuð annars eðlis en Gunnar; hann leitast við að endurskapa einföld efni — línustrikuð blöð, krossviðarplötur — og þannig draga athygli okkar að hinu hversdagslega í kringum okkur. Rafvædd tæknin á sinn fulltrúa í Pétri Ö. Friðrikssyni, sem m.a. dreg- ur með smellnum hætti athygli okkar að umhverfinu í verkum eins og „Veðurmynd" (nr. 18) og „Hafmyrtd" (nr. 31). GUÐRÚN Hjartardóttir: Sýnendur. Rob Haekstra er ungur Hollend- ingur sem býr hér á landi og á því heima í þessum hópi. Hann hefur sett upp mikla innsetningu fiskikera í einn salinn, sem ekki er gott að átta sig á, en teikningar hans og einkum málverk (nr. 50) eru ágæt tilvísun í hetjur sjálfstæðisbaráttunn- ar; allar eru þær stórar, óljósar og í sterkum litum í minningunni. Af verkum Sólveigar Þorbergs- dóttur vekja mesta athygli ímyndir einangrunar og kyrrðar, eins og þær birtast í „Land einmanaleikans“ (nr. 22); hér hleður hún úr óbrenndum leirflögum verur sem tengjast rým- inu, en bera glögglega með sér þá viðkvæmni, sem mannleg tilvera býr að í þessum heimi. Loks ber að nefna að einnig sýnir gestur í setustofu safnsins, sem fell- ur vel að sýningunni; þetta er Joris J. Rademaker, hollenskur listamaður sem býr á Akureyri, og vinnur á fjör- legan hátt úr ýmsum tilbúnum efn- um. Hann mun halda einkasýningu í Listasafni Akureyrar á næsta ári og verður fróðlegt að sjá meira til hans. í heildina má segja að þessi sýning einkennist af frískleika og fjöl- breytni, sem er einmitt það sem von- ast má eftir frá ungu listafólki. Þeim sem fylgast með þróun myndlistar- innar eru efnistök eflaust að mestu kunnugleg, en það er ekki verra; líf- leg framsetning skilar hér ágætri sýningu. Sýningarskrána ber að þakka sér- staklega, enda vel til hennar vandað; þac) er ánægjulegt að sjá stórfyrir- tæki styrkja framtak sem þetta. Inn- gangur Þorvaldar Þorsteinssonar er athugul hugvekja, sem ætti að vera skyldulesning allra, sem fylgjast með myndlistum samtímans. Þá er aðeins að hvetja sem flesta til að sjá þessa sýningu áður en yfir lýkur. Eiríkur Þorláksson Ný lestrarbók BOKMENNTIR Kennslubðk Lestu betur Tvær bækur, leskaflar, 227 bls. og vinnubók, 160 bls., eftir Fjölni Ásbjömsson og Guðna Kolbeinsson. Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir teiknaði myndir. Útgefandi er IÐNÚ, Reykja- vík 1994. Verð lesheftis er kr. 1.970 en vinnubók kostar kr. 1.440. SAMDRÁTTUR í íslenskri bóka- útgáfu er orðinn talsverður og þró- unin í Evrópu er nokkuð sem hægt er að hafa áhyggjur af. Bókaútgáfa í Svíþjóð, Bretlandi og Frakklandi hefur minnkað um ríflegan þriðjung á liðnum áratug og í Danmörku hafa bókaklúbbar fyrir unglinga verið lagðir niður. Ólæsi fer vaxandi og sá hópur manna stækkar sem getur ekki lengur tekið gagnrýna afstöðu til mála. Heimurinn er sífellt að verða flóknari og orðaforðinn helst í hend- ur við þá þróun. Þannig er innflytj- endavandinn í Evrópu að stærstum hlilta mállegur vandi. Á hinn bóginn liggur styrkur hins íslenska samfé- lags í einsleitni þess, þar sem allir virðast vera færir um að taka þátt í lýðræðislegri umræðu. En hversu lengi íslendingax geta haldið sínum sérkennum er erfitt að segja. Lestur bóka og sú rækt við máliif sem felst í kraftmikilli bókaútgáfu má því ekki dragast saman. Ný lestrarbók Lestu betur, leskaflar og vinnu- bók, er án nokkurs vafa ný íslensk lestrarbók og að því leyti feta höf- undar hennar, Pjölnir Ásbjörnsson og Guðni Kolbeinsson, í fótspor menningarfrömuða eins og Hannesar Finnssonar, Magnúsar Stephensens og Sigurðar Nordals. Það sem gerir þó þessa bók sérstaka á íslenskum bókamarkaði er, að lesköflunum fylgir aðferð sem kennir fólki að „lesa betur“ bæði hvað varðar hraða og skilning. Áherslur í lestrarkennslu hafa breyst á undanförnum árum frá „upplestri" til „hljóðlesturs" þar sem aukins hraða og skiln- ings er krafist. Bók af þessu tagi hefur aldrei áður verið gefin út á íslandi. Henni er einkum ætlað að leið- beina framhaldsskóla- nemum og fullorðnu fólki. Hún gagnast þó líklega öllum sem hafa náð einhveijum tökum á lestri. Því til staðfest- ingar sýndi sonur minn, tíu ára gamall, henni strax mikinn áhuga enda e’r bókin auðveld í notkun, skýrir sig sjálf og hentar bæði til sjálfsnáms og á náms- skeiðum undir leiðsögn kennara. í inngangi bókarinnar eru talin upp tíu atriði „til íhug- unar varðandi lestur“ sem höfundarnir sækja í bandaríska kennslubók. Þar stendur meðal annars „að þú lest ekki nógu vel: ef þú lest allt efni, hvort sem það er auðvelt eða erfitt, með sama hraða, — ef þú hreyfír augun átta til tíu sinnum eða jafnvel oftar með- an þú lest eina meðallanga prentaða línu, — ef þú Iest hægt; 160 orð á mínútu eða minna.“ Leskaflarnir eru tuttugu og fjórir að tölu en hver um sig inniheidur þijá eða ijóra mislanga undirkafla, upphitunarkafla og meginkafla. Að- ferðin er fólgin í því að lesandinn les þessa kafla eins hratt og hann get- ur. Hann tekur tímann um leið og skráir hann niður í þar til gerða reiti. Hveijum kafia fylgir síðan tafla þar Fjölnlr Ásbjörnsson sem lesandinn sér hversu mörg orð hann náði að lesa á einni mín- útu. Efni þessara kafla er mjög ijölbreytt og langflestir þeirra eru sérstaklegá samdir af höfundum bókarinnar, dregnir út úr öðrum og lengri frásögnum en einnig er sótt beint í þjóðsagnasöfn og ís- lensku fornritin. Það er ástæða til að vekja sér- staka athygli á því hversu vel og hugvits- samlega þetta efni er samið. Það er í senn fróðlegt og skemmtilegt aflestrar. Vinnubókin inniheld- ur jafnmarga kafla og lestrarbókin. Þar er að fínna spumingar og verkefni sem reyna á lesskilning. Því það er ekki nóg að geta lesið hratt ef innihaldið fer jafnóðum forgörðum. Til leiðsagnar eru hafðar sex uglur sem hver um sig beinir skilningnum í ákveðnar áttir. Sú fyrsta veltir því fyrir sér hvort Guðni tilteknar fullyrðingar Kolbeinsson eru sannar eða ósannar, önnur fæst við krossa- spumingar, sú þriðja rembist við að segja í fáum orðum frá efni upphit- unarkaflanna, fjórða er í orðaleit, sú fimmta „gruflar" og sú sjötta og síð- asta gægist milli flugljaðra sér til að þjálfa sjónminnið. Lestu betur er ný og vönduð ís- iensk lestrarbók, höfundum og útgef- anda til sóma. Markmið hennar er skýrt, að þjálfa lestur og minni svo bóklestur verði árangursríkari. Höf- undar hafa valið ugluna, tákn speki og lærdóms, sér til leiðsagnar á fal- legri bókarkápu þar sem hún kemur siglandi yfir haf bókanna. Er það vel við hæfi að búa til haf úr bókum á þessum samdráttartímum í bókaút- gáfu. Jón Özur Snorrason Hrífandi hýruspor BOKMENNTIR Unglingabók ÞEGAR SÁLIN SÉR eftir Þóreyju Friðbjörnsdóttur Prentvinnsla: Borgarprent Jöklaútgáfan, 1994 -149 síður. UNGLINGABÓK skrifaði eg, en hún er ekki aðeins þeirra, því að þessa bráðsnjöllu sögu hefðu full- orðnir líka hollt af að lesa. Höfundur réttir fram gátu af gátu: Hvað veldur, að dulargáfur, sem skap- arinn sendir suma með til jarðar, eru faldar, faldar af ótta við að bamið sé ekki heil- brigt? Hvað veldur, að ungt fólk, lífsþróttur- inn holdi klæddur á vorveíli, hræðist svo vítisloga, að fjárplógs- menn, „frelsarar", geta selt þeim dóms- dag að morgni? Hvað veldur, að dópsalar geta látið börnum blæða út, hægt en öruggt fyrir framan nefíð á foreldrum þeirra? Já, höfundur rétti mér þessar gátur, meðal annarra, meðan eg las þessa bók. Af mikilli fimi leiðir Þórey per- sónur sögunnar fram, gæðir þær Iífi, svo þú kannast við þær, þekkir þær úr umhverfi dagsins. Þær eru sprelllifandi, sumar bráðfyndið grobbið (Lárus); sumar frauðkennd fegurð (Guðrún), en allt er þetta fólk, sem gaman er að kynnast, því höfundur kann þá list að halda þér við lesturinn. Mælska, hraði og spenna, allt er hér til staðar. Samt finnst mér munur á upphafi og endi bókar. Gleðin, birtan og léttleikurinn í upphafi virðist mér drukkna í þreytuhyl lokakaflans. Það læðist að mér, að útgefandinn hafi verið farinn að hringja og spyija: Ertu ekki að verða búin, Þórey mín, jólin eru handan næsta leitis? Eg hefði kosið að sjá betur unnið úr ótta kvennanna, sjá þær sigrast á honum. Það er helzt Auður sem nær einhverri hand- festu. En þá má í móti spyrja: Er það ekki háttur góðra höfunda, að skilja lesendur sína eftir með söknuð yfir að bók er lokið? Það dylst ekki, að hér er á för mjög efni- legur höfundur, minnir mig oft á ærslafullan gæðing. Já, hýrusporið er silkimjúkt. Prentverk er allt vel unnið, hvað er að fást um þó saklaust „n“ langi til að vera með í svo góðri bók (95). Sig. Haukur Guðjónsson Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Þórey Friðbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.