Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Vikurvinnsla - iðnaður - útflutningur HRUN hleðslusteina iðnaðarins á sjötta ára- tug hefur sennilega verið versta áfallið, sem byggingarumhverfi okkar hefir orðið fyrir. Ekki vegna þess að tjónið væri svo mikið af þeim húsum sem glötuðust heldur af hinu, að með því glatað- ist verðmæt byggingar- aðferð áður en hún náði umtalsverðri þróun. Bygging hleðsluhúsa gat verið hér verðmæt- ur iðnaður, ekki síður en hjá nágrannaþjóðum okkar, auk þess sem sá iðnaður hefði sparað mikinn innflutning á bygg- ingarefnum. Framleiðsluvélar og aðferðir þessa iðnaðar voru fluttar inn, en efnisþekkinguna vantaði og því fór sem fór. Húsin eyðilögðust og aðferðin var bannfærð af lána- stofnunum. Framtak brautryðjendanna í þess- um iðnaði, Jóns Loftssonar og Svein- bjöms Jónssonar, var vissulega að- dáunarvert, en þeir voru nokkuð á undan sinni samtíð, sem á þeim tíma þekkti hér lítið til efnisfræði eða veðrunarvarna fyrir vikursteypur. Hefði nútíma þekking verið fyrir hendi hefði iðnaðurinn eflaust orðið varanlegur. Tilvist hans og þróun hefði þá orðið til sparnaðar í efni, vinnu og vélvæðingu og veitt hinum hefðbundna byggingariðnaði aðhald. Sl. voru það vangaveltur af þessu tagi sem komu alþingismanni, í blaðagrein, til að ámæla óheftum útflutningi á vikri. Ámælin urðu svo til þess að vikurútflytj- anda fannst þörf á að fordæma viðhorf þing- mannsins og benda honum á hagnýtari við- fangsefni. Hvorugur greinahöfunda virðist fjölfróður um efnið. Þessar ritsmíðar verða mér hins vegar ástæða til uppriljunar á eigin viðhorfum og störfum er snerta þessa iðngrein og skal reynt að fara hratt yfir sögu. Vikursteinafram- leiðsla í allfullkomnum vélum var byijuð nokkru áður en byggingarrannsókn- ir hófstu við Atvinnudeild háskólans, en við þá stofnun vann ég hluta- störf er ég kom frá námi. Ég hóf því fljótlega að kynna mér eiginleika vikurs, sem raunar varð til þess að ég byggði eigið hús úr loftblendinni mjög þjálli vikursteypu árið 1951. Þetta hús reyndist mjög vel, en það tók langan tíma að þurrka veggina, og ný einangrunarefni og verðmunur á fylliefnunum rýrðu samkeppnis- hæfni vikursteypunnar, auk þess sem óorð komst á vikur, svo sem að framan er sagt. Fordæmið varð því ekki eins áhrifamikið og vænt- ingar höfðu staðið til. Áhugi minn fyrir efninu hvarf þó ekki og er orðinn langær, svo sem sjá má af ritum mínum við Rb um rannsóknir á vikursteypum, en af þeim má nefna eftirfarandi: 1. Múrhúðir — vikurblöndur, Rb- tækniblað 1987. Útflytjendur vikurs eru hvattir til þess af Har- aldi Asgeirssyni að leita ávallt leiða til að nota hráefnið til að byggja upp innlendan iðnað. 2. Kólnunartölur hleðsluveggja, Rb- tækniblað 1983. 3. Léttsteypur úr vikri, 170 bls. Rb-sérrit 1984. 4. Vikursteypur, ný notkunarsvið, 20 bls. Rb-rannsóknaskýrsla 1989, samvinnuverkefni Rþ og B.M. Vallár, með Rannsókna- sjóðsstyrk. 5. Vikurmúr — ísl. múreinangrun- arkerfi, 72 bls. Rb-rannsókna- skýrsla 1991 í samvinnu með Sérsteypu og Jarðefnaiðnaði og með Rannsóknasjóðsstyrk. 6. Hekla Pumice in Lightweight Concrete, 45 bls. lýsing á vikur- rannsóknum við Rb, skrifuð á ensku, vegna erlendra fyrir- spurna, 1994. Svo má í þessu samhengi nefna að nú er unnið að rannsóknaverk- efni við Rb um hástyrkleika vikur- steypur. Undirritaður var líka kallaður til fyrir um 25 árum og gerðist félagi á Hekluvikri hf. þegar það félag var stofnað. Þetta var áhugamannafélag með það að markmiði að láta útflutn- Haraldur Ásgeirsson TILRAUNASKÓLI Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. ing á vikri færa heim fjármagn og fræðslu um mögulegan framleiðslu- iðnað hér á landi. Á grundvelli þekk- ingar á eiginleikum vikursins var hægt að sýna að einangrunargæði ísl. vikursins vöru mikil og því skák- aði hann út öðrum tegundum vik- urs, einkum þeim ítalska, og opnaði útflutningsmöguleika. Vikur var síð- an fluttur út til Norðurlandanna, Englands, Skotlands og írlands i nokkuð mörg ár. Þær leiðu lyktir urðu á þessu ágæta félagi að það tapaðist fyrir viðskiptalegan van- mátt. Norsk fyrirtæki hnupluðu þrem skipsförmum af félaginu og það reið því að fullu. Samt fór það svo að enginn utanfélagsmanna munu hafa tapað fé á ævintýrinu og B.M. Vallá tók við þrotabúinu og hefir rekið vikuriðnað og útflutn- ing síðan. Brautryðjendastörfin hafa því augljóslega orðið nokkurs virði. Að baki lýsingunum hér að fram- an hefir Iegið allmikil vinna, vinna sem þó hefir skilað árangri og ætti að geta komið iðnaði framtíðarinnar að gagni. Þekkingin sem aflast hefir nægði a.m.k. til þess að byggja hinn nýja 750 m2 3 4 5 6 tilraunaskála Rb úr stór- um vikureiningum. Við byggingu skálans voru viðhöfð mörg afbrigði af vikurmúr og vikursteypum, sem ekki verður lýst hér. Ég er afar ánægður með þessa byggingu, sem ég hugsa gjarnan til sem „referens" eða tilvísunarbyggingu fyrir, vikur- notkun. Þessi bygging er lika til sýnis og aðgengileg öllum, eins og allar skýrslur Rb um þessi efni eru. Útflutningur á vikri hefir aukist verulega síðustu árin m.a vegna nýrra notkunarsviða. Ræktun í vikri er að vísu ekki nýjung, en nýjar aðferðir sýna mjög aukna hag- kvæmni af notkuninni. Er sérlega ánægjulegt að vita til þess að Garð- yrkjuskólinn fylgist með þróuninni, og fylgir eftir með eigin rannsókn- um. Vonandi geta þessar aðferðir bætt samkeppnishæfni ylræktar hér innan tíðar. Sumar vikurnámur í landinu eru allstórar og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur af tæmingu þeirra á næstunni, aðrar eru minni. Óheftur eftirlitslaus útflutningur er ekki eft- irsóknarverður, þótt hann geti greitt upp búnað, sem til útflutnings er nauðsynlegur. Hinu vil ég halda að þeim, sem að þessum útflutningi starfa, að þeir leiti ávallt leiða til þess að byggja upp innlendan iðnað á grundvelli hráefnisins sem þeir nota. Höfundur erfv. forstjóri Rnnnsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Yfirlit yfir trúarbrögð heimsins eftir dr. Sigurbjörn Einarsson biskup Fæst í Kirkjuhásinu Laugavegi 31 og öllum helstu bókaverslunum Skálholtsútgáfan Útgáfufélag þjóðkirkjunnar Aðstaða menntafólks til háborinnar skammar ÞESSA dagana stendur fjárlaga- nefnd Alþingis í ströngu við lokafrá- gang fjárlaga fyrir árið 1995 og verða þau væntanlega samþykkt á Alþingi fyrir jól. Sem forsvarsmaður 750 nemenda Fjölbrautaskólans við Ármúla hef ég miklar áhyggjur af að nefndarmenn og aðrir ráðamenn þjóðarinnar líti framhjá vandamálum Ármúlaskóla fímmtánda árið í röð. Ármúlaskóli hefur verið fjöl- brautaskóli í 15 ár, en töluvert lengra er síðan hann var „byggður". Aðeins 3A af skólanum hafa verið reistir, samt sem áður er nemendafjöldi hans eins og upphaflega var gert ráð fyr- ir. Daglega mæta 800 manns til vinnu sinnar í Ármúlaskóla, á vinnu- stað þar sem húsnæði til náms og starfa er mjög lítið. Kennarar hafa Landbúnaður skapar allt að 15.000 manns á íslandi atvinnu. Verkakvennafálagið Framsókn eitt lítið vinnuherbergi og á álagstímum er að- stáða þeirra nánast engin í skólanum. Nem- endur hafa enga að- stöðu til að sinna fé- lagsáhuga sínum og erf- itt er að halda uppi fé- lagslífi í skólanum vegna aðstöðuleysis. Undanfarið hefur stjórn nemendafélagsins verið að leita fyrir sér eftir húsnæði sem hægt væri að nota undir starfsemi klúbba, ráða og nefnda, því að sú litla aðstaða sem félagið hafði yfír að ráða í kjallara skól- ans hefur nú verið lokað af eldvama- eftirliti ríkisins. Starfsaðstaða nem- endafélagsins í dag einskorðast við 16 fm skrifstofu sem hugsuð er sem inngangur inní álmu sem ekki hefur verið byggð. Til að fólk geti glöggvað sig á vanda nemenda og kennara er vert að minnast á listahátíðina „Vetrar- komu“ sem haldin var af nemendafé- lagi skólans í lok október. Listahátíð sem verður að teljast ein sú glæsileg- asta sem framhaldsskóli hefur staðið fyrir. Þar stóðu skipuleggjendur há- tíðarinnar frammi fyrir þeim vanda að húsakynni skólans væru of lítil til að hægt væri að halda slíka hátíð og þurfti því að leigja húsnæði í nágrenni skólans og borga himinháa leigu fyrir, en þá upphæð hefði átt að nota til uppbyggingar á öðrum þáttum félagslífsins. Við vorum nauðbeygðir í þessu máli. Hátíðarsalur skólans samanstend- ur af tveim samliggjandi kennslu- stofum, sem með gójju móti tekur um 100 manns. í haust hófu 280 nýnemar nám við skólann. Á skóla- setningunni komst rétt um 'a hluti nýnema á sal. Er það samboðið virð- ingu nemenda Ármúlaskóla að aðeins 100 manns komist á „hátíðarsal" skólans, skóla þar sem um 800 manns starfa og stunda nám. Þegar nemendur yf- irgefa skólastofumar taka við auðir gangar og lítil aðstaðá er fyrir þá til að setjast niður og slaka á fyrir næstu kennslustund eða ein- faldlega setjast niður og fá sér borða. Ekkert mötuneyti eða aðstaða er fyrir nemendur til að fá sér að borða, nem- endur borða á hlaupum. Samt sem áður sækjast nemendur eftir skólavist, en á fímmta hundrað nemenda sóttu um í vor. Nú eru uppi hugmyndir að Hvernig væri að ljúka því, spyr Jóhannes Kr. Kristjánsson, sem byij- að var á fyrir 30 árum? reisa nýjan framhaldsskóla í Grafar- vogi og er það mjög gott mál. En hvemig væri að ljúka við það sem byrjað var á fyrir tæpum _ þrjátíu árum, ljúka við byggingu Ármúla- skóla og skapa kennurum og nem- endum viðunandi aðstöðu til að starfa og stunda nám sitt. Þeir eiga það skilið. Af framansögðu sést að húsnæðis- vandamál Ármúlaskóla er gríðarlega mikið og ég veit að menntamálaráð- herra og aðrir ráðamenn gera sér fullkomlega grein fyrir því hve vand- inn er stór. Ljúkum við byggingu skólans. Höfundur er formaður ncmendafélags Fjölbrautaskólans við Ármúlu. Jóhannes Kr. Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.