Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 11 FRÉTTIR Samkeppni um nýtt deiliskipulag vestursvæðis Seltjarnarness Safnasvæði þungamiðja í verðlaunatillögu Morgunblaðið/Ámi Sæberg HOFUNDAR verðlaunatillögunnar taka við verðlaunum úr hendi Guðrúnar K. Þorbergsdóttur bæjarfulltrúa, sem sæti átti í dóm- nefnd. Frá vinstri eru Ingibjörg Kristjánsdóttir, Helga Braga- dóttir og Agústa Sveinbjörnsdóttir. VERÐLAUNATILLAGA í sam- keppni um deiliskipulag vestur- svæðis Seltjarnarness hefur verið valin. Alls barst 21 tillaga í keppn- ina og uppfylltu þær allar skilyrði keppninnar. Fyrstu verðlaun hlutu arkitektarnir Ágústa Sveinbjörns- dóttir, Helga Bragadóttir og Ingi- björg Kristjánsdóttir. Verðlaunaaf- hending fór fram að viðstöddum þátttakendum, bæjarstjórn Sel- tjarnarness og öðrum gestum 2. desember sl. Fyrir fyrstu verðlaun voru veittar 1.100 þúsund krónur. Samkeppnin var framkvæmda- keppni þar sem leitað var eftir lausn á deiliskipulagi vestursvæðis Sel- tjarnarness og höfundi til að vinna að nánari útfærslu þess. Hugmyndir skýrar og markvissar Svæðið nær yfir allt Framnesið ásamt Suðumesi og Gróttu auk suðurstrandar nessins inn fyrir hafnarsvæðið í Bakkavör. Með upp- byggingu safnasvæðis við Nesstofu var talið nauðsynlegt að deiliskipu- leggja nánasta umhverfi þess að aðkomu að svæðinu. Til að ná skipulegri heildarlausn safna- og útivistarsvæðis var samþykkt í bæjarstjórn að efna til samkeppni um skipulag vestursvæðisins í sam- vinnu við Arkitektafélag íslands. í umsögn dómnefndar, sem Erna Nielsen, forseti bæjarstjómar, var formaður fyrir, um verðlaunatillögu segir m.a. að skipulagshugmyndir höfundar séu mjög skýrar og mark- vissar. „Hann setur sér ákveðin markmið sem hann fylgir eftir í út- færslum. Safnasvæðið verður þungamiðja verkefnisins og útfærsla þess er einkar áhugaverð, þó hún sé frekar látlaus. Sérstaða Nesstofu er dregin fram og tengsl lækninga- minjasafns og lyijafræðisafns með lyfjagrasagarði, ásamt tengslum safnanna um hlað Nesstofu eru út- færð á sannfærandi hátt.“ Miklar væntingar bundnar við samkeppnina í fréttatilkynningu frá dómnefnd segir að miklar væntingar hafi ver- ið bundnar við samkeppnina, bæði í bæjarstjórn og meðal bæjarbúa og voni dómnefndin. að með þessari niðurstöðu muni takast að ná fram þeim markmiðum sem meðal annars fólust í að afmarka og skapa sam- ræmi milli núverandi byggðar og útivistarsvæðis auk farsællar lausn- ar á öðrum þeim þáttum sem fram komu í keppnislýsingu. Onnur verðlaun í keppninni hlutu arkitektamir Halldóra Bragadóttir, Helgi B. Thoroddsen. og Þórður Steingrímsson. Þriðju verðlaun hlutu Aðalsteinn Snorrason arkitekt og Dagný Bjarnadóttir landslagsarki- tekt. Ein tillaga var keypt og voru höfundar hennar Áslaug Traustadóttir landslagsarkitekt, Að- alheiður Kristjánsdóttir arkitekt og Gunnar Páll Kristinsson arkitekta- nemi. Sýning í kjallara sundlaugar Tvær tillögur voru valdar athygl- isverðar. Höfundar annarrar voru arkitektarnir Albína Thordarson og Reynir Sæmundsson og hinnar arkitektarnir Sigríður Magnúsdótt- ir, Hans-Olav Andersen, Sigbjörn Kjartansson og Pétur Ármansson. Sýning á skipulagstillögum er í kjallara Sundlaugar Seltjamarness. Sýningin er opin frá kl. 14 til 20 mánudag til föstudags og frá kl. 10 til 18 um helgar. Sýningunni lýkur 11. desember. Félag Longættarinnar stofnað að viðstöddu fjölmenni 911Cn 01 Q70 LARUSÞ.VALDIMARSSON.framkvæmdastjori L I I JU’t I 0 / U KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Glæsileg suðuríbúð - útsýni Nýendurbyggð 2ja herb. íb. á 2. hæð miðsvæöis v. Hraunbæ. Innr. og tæki endurn. 40 ára húsnlán kr. 3,3 millj. Laus strax. Fráb. útsýni. 4ra herb. - gott verð - góð kjör Meistaravellir 4. hæð 93,8 fm. Björt, vel með farin. Sólsvalir. Vinsæll staður. Langtlán kr. 4,2 millj. Tilboð óskast. Hlíðarhjalli, Kóp. 2. hæð 97,6 fm. Úrvalsíbúð. Sérþvottaaðstaða. Góð- ur bílskúr 36,6 fm. 40 ára húsnán kr. 5,1 millj. Tilboð óskast. Hraunbær 1. hæð 108,6 fm í enda. Nýtt eldhús, sérhiti, tvennar sval- ir. Kjherb. með snyrtingu. Gott verð. Tilboð óskast. Nokkrar 3ja herb. íbúðir með 40 ára húsnláni m.a. 3ja herb. suöuríb. í Breiðholti m. fráb. greiðslukj. Vinsaml. leitið nánari uppl. Leitum að: 3ja-4ra herb. góðri íb. í skiptum fyrir mjög góða sérhæð m. bílsk. í Vesturborginni. Vinsaml. leitið nánari uppl. Glæsileg eign í litla Skerjafirði Ný úrvals í tvíb. 104,3 fm. Góður bílsk. Langtlán kr. 4,6 millj. Vinsæll staður. Vinsaml. leitið nánari uppl. • • • Einbhús, raðhús, sérhæðir o.m.fl. íboði í hagkvæmum eignaskiptum. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGHASAUN 5 einstaklega ódýr fyrirtæki Kvenfataverslun Sérstök kvenfataverslun með eigin innflutning. Laus strax. Á ótrúlega hagstæðu verði. Verslun sem allar stúlkur þekkja. Hagnaður af desember- sölu greiðir upp kaupverð búðarinnar ef vel er á haldið. Sportvörubúð Höfum til sölu þekkta, litla og mjög vel stað- setta sportvörubúð á verði sem þú mundir ekki trúa. Laus strax. Selur aðallega sportfatnað, galla, úlpur o.þ.h. Tvö lítil heimafyrirtæki Til sölu tvö lítil fyrirtæki til að hafa heima og drýgja tekjurnar. Annað er lítil skiltagerð. Hitt er sölumennska á nauðsynlegum hlutum. Jólagjöfin í ár Ótrúlegt! Við viljum gefa þér heila skóbúð, inn- réttingar, búðakassa og allt. Þú kaupir bara vörulagerinn og færð lykilinn afhentan. Búðin er í glæsilegri verslunarmiðstöð. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUDURVERI SÍMAR 81 2040 OG 814755, REYNIR ÞORGRlMSSON. Hið eina sinnar tegundar Morgunblaðið/Kristinn STOFNFUNDUR Longættarinn- ar, félags niðja Richards Long, var haldinn á Hótel Sögu á laug- ardag að viðstöddu fjölmenni, eða á þriðja hundrað manns. Að sögn Eyþórs Þórðarsonar, sem er einn forvígismanna félagsins og í stjórn þess, hafa þrjú sam- svarandi ættarfélög verið stofnuð á þessari öld en öll lagt upp laup- ana og sé því félagið hið eina sinnar tegundar sem nú er starf- andi. Eyþór segir að upphafsmenn félagsins, sem eru auk hans þeir Þór Jónsson, veðurfræðingur, og Jón Benjamínsson, jarðfræð- ingur, hafi vonast eftir að safna saman um 100 manns en aðsókn- in hafi farið fram úr björtustu vonum. Þeir hafi fundið sárlega til þess að fólk þekktist lítið í ættinni, en saga hennar hófst með komu Englendingsins Ric- hards Long til Islands árið 1802 í því skyni að gegna stöðu versl- unarstjóra. Fjöldi niðja lians er áætlaður um 6.000 talsins, en ekki er vitað hversu margir þeirra eru enn lifandi. Góð mæt- ing á stofnfund er þó nokkur vísbending, að sögn Eyþórs. Helstu markmið félagsins eru að sögn Eyþórs m.a. að auka samheldni og frændrækni Long- ættarinnar með því að koma upp safni uin sögu ættarinnar og vinna að samantekt og útgáfu ættarrits. Nú sé verið að safna heimildum, og hafi meðal ann- ars Egill Th. Erlingsson farið nokkrar ferðir á liðnum árum til æskustöðva Richards í HuII og nærsveitum í þeim tilgangi. í félaginu geta þeir verið sem eru afkomendur Richards Long, auk maka afkomendá. Á fundin- um á laugardag var kosin þriggja manna stjórn, vara- stjórn og niðjamótsnefnd auk endurskoðcnda. „Það hringdi í inig kona eftir fundinn sem búið hefur í Breið- holti í 22 ár og sagði mér frá því að hún Iiefði um langt skeið veitt athygli konu sem á heima hinum megin við götuna, en þær hafa aldrei ræðst við. Síðan sáu þær hvor aðra á fundinum og töluðu saman í kjölfarið og í ljós kom að þær voru náfrænkur. Einnig hef ég haft spurnir af börnum sem hafa uppgötvað frændur og frænkur sein hafa kannski verið með þeim í bekk marga vetur án þess að vita um skyidleikann," segir Eyþór. Árið 2002 verður ættin 200 ára og verður þá reynt að halda stórt og inikið niðjamót að sögn Eyþórs. Longættin á ættingja í Danmörku, Færeyjum, Svíþjóð, Kandada, Bandarikjunum auk Englands, þannig að mikið verk er óunnið. Til sölu tvö hús við Vesturgöf u Húsin nr. 10 og 10A Húsið nr. 10 er ca 90 fm mjög vinalegt gamalt timbur- hús á tveimur hæðum sem býður upp á mikla möguleika. Húsið nr. 10A er ca 350 fm á þremur hæðum og skipt- ist þannig: Kjallari, götuhæð með mikilli lofthæð, kjörin fyrir verslun eða þjónustu, og efri hæð og ris, tilvalið sem íbúð og vinnustofa. Eignin selst í einu lagi eða hlutum. Lítil útborgun. Mjög hagstæð lán geta fylgt. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA" Borgartúni 31,105 Rvk., s. 624250 Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson hdl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.