Morgunblaðið - 06.12.1994, Side 51

Morgunblaðið - 06.12.1994, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 51 ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ í MOSKVU íslenska sveitin í toppbaráttunni SKAK ÍSLENDINGAR unnu góðan sig- ur, 3-1, á sveit Slóvaka í þriðju umferð Ólympíuskákmótsins í Moskvu á laugardag. Á sunnudag gerði ísland jafntefli við Holland 2-2 og er alveg við toppinn. í viðureigninni við Slóvaka hafði Hannes Hlífar Stefánsson hvítt gegn stórmeistaranum, Lubomir Ftacnik, á fyrsta borði. Hannes náði góðum tökum á stöðunni, eftir flókna bytjun. Slóvakanum tókst ekki að ná neinu mótspili og svo kom, að hann fórnaði manni í tíma- hrakinu, þegar staðan hans var að hruni komin. Hannes tók manninn og Ftacnik gafst upp tveim leikjum síðar. Margeir Pétursson tefldi við Igor Stohl, stórmeistara, á öðru borði, og hafði svart. Margeir lenti í erfiðleikum og missti peð, en and- stæðingurinn notaði umhugsunar- tíma sinn ótæpilega. Margeiri tókst að snúa taflinu sér í vil í tímahrak- inu, og Stohl féll á tima í 40. leik. Jón L. Árnason tefldi með hvítu mönnunum gegn stórmeistaranum Jan Plachetka. Slóvakinn lét ófrið- lega í byijun, afsalaði sér hrókun og fórnaði síðan manni. Stórsóknin, sem hann ætlaði að ná, reyndist aðeins tálsýn, og hann varð að gef- ast upp í 21. leik. Helga Ólafssyni gekk ekki eins vel í viðureign sinni við alþjóðlega meistarann Tibensky á ijórða borði, og mátti sætta sig við tap. Af öðrum úrslitum má helst nefna, að Hollendingar unnu Frakka 4-0 og tóku þar með forystuna í mótinu, með 11 vinninga, en íslend- ingar voru jafnir Júgóslövum í öðru sæti, með 10 v. Jafnt á öllum borðum í ijórðu umferð á sunnudag sett- ist íslenska sveitin að tafli gegn Hollendingum. Þeir síðarnefndu voru ekki eins vígreifir og gegn Frökkum daginn áður, enda hafa íslendingar unnið Hollendinga í þijú síðustu skiptin, sem þjóðirnar hafa teflt á Ólympíumóti, að vísu með minnsta mun. Jóhann Hjartarson hafði svart gegn Jan Timman á fyrsta borði, jafnaði taflið án telj- andi erfiðleika, og samdi jafntefli eftir 23 leiki. Hannes Hlífar og stigahæsti skákmaður Hollendinga, Jeroen Piket, tóku litla áhættu, áður en Jþeir sömdu frið í 20. leik. Jón L. Árnason lenti í nokkrum erfiðleik- um í opnu og tvísýnu tafli gegn Paul van der Sterren á þriðja borði, en hélt sínu að lokum. Helgi Áss Grétarsson hafði hvítt gegn John van der Wiel á fjórða borði og náði betra tafli. Helgi eyddi of miklum tíma á byijunina og tók þess vegna ekki áhættuna af því að tefla áfram, þegar Hollendingurinn bauð jafn- tefli í 25. leik. Niðurstaðan varð því jafntefli á öllum borðum, 2-2, en með því féll íslenska sveitin niður í ijórða sæti. Það var mikið um að vera hjá fréttamönnum í þessari umferð og sjónvarpsvélarnar voru í gangi við upphaf umferðarinnar. Fyrsta skák heimsmeistarans, Gary Karparovs, í aðalsveit Rússa, var að hefjast. Andstæðingurinn, júgóslavneski stórmeistarinn Ljubomir Ljubojevic, lét allt umstangið ekki koma sér úr jafnvægi, og hélt jöfnu við meist- arann. Helstu úrslit í íjórðu umferð: Rússland I-Júgóslavía, 2-2 (Kramn- ik vann, en Tiviakov tapaði); Rúss- land II (unglingalið)-Rúmenía, 3‘A -‘/2; Bandaríkin- Noregur, 2-2 (Espen Agdestein vann Shabalov); Ungveijaland-Spánn, 2-2 (Júdít Polgar tapaði fyrir Illescas); ísrael- Grikkland, 3l/2 -V2; Litháen-Bosnía, 3-1; Uzbekistan- Þýskaland, 2-2 (allar jafntefli); Armenía-Kína, 2-2. Staða efstu sveita eftir fjórðu um- ferð er sú, að Hollendingar og ungl- ingasveit Rússa eru í 1.-2. sæti með 13 v. 3. Litháen, 12V2 v. 4.-6. ís- land, Júgóslavía, Israel, 12 v. 7.-8. Rússland og Hvíta-Rússland, IIV2 v. í 9. sæti eru margar sveitir jafn- ar með 11 vinninga, m.a. Danmörk, Úkraína, Þýskaland, Spánn, Arm- enía, Kína og Uzbekistan. Með IOV2 vinning eru m.a. Ungveijar, Banda- ríkjamenn og Norðmenn. I kvennaflokki beijast Ungveija- land (Z. Polgar, S. Polgar, Madl), Georgía, Armenía og Rússland um forystuna, en undirritaður hefur ekki enn fengið einstök úrslit eða stöðuna í þeim flokki. Heimsmeistari FIDE, Anatólíj Karpov, hefur ekki látið sjá sig á mótinu, en hins vegar kom forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, Sam- aranch, til Moskvu í gær til að vera viðstaddur skákmótið. Áður en við snúum okkur að skákum úr viðureign íslendinga og Slóvaka má geta þess hér, að sá orðrómur gengur fjöllunum hærra í Moskvu, að forseti alþjóðaskák- sambandsins, Florencio Campoma- nes, og Gary Kasparov, heimsmeist- ari PCA, atvinnumannasambands- ins, séu eitthvað að bralla, og megi jafnvel búast við að sá fyrrnefndi bjóði sig enn einu sinni fram til for- setaembættis FIDE. Snaggarleg skák hjá Jóni L. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Jan Plachetka Sikileyjar vörn (breytt leikjaröð) 1. c4 - c5, 2,Rf3 - g6, 3. e4 - Bg7, 4. d4 - cxd4, 5. Rxd4 - Rc6, 6. Be3 - Rf6, 7. Rc3 - Rg4, 8. Dxg4 - Rxd4, 9. Ddl - Re6, 10. Hcl - Da5 Svartur getur einnig leikið hér 10. - d6 með hugsanlegu framhaldi 11. Dd2 - Bd7, 12. Be2 - 0-0, 13. 0-0 - Rc5, 14. f3 - a5, 15. Hfdl - Bc6, o.s.frv. 11. Be2 - b6, 12. 0-0 - Bb7, 13. f3 - f5!? Bent Larsen hefur a.m.k. tvisvar leikið 13. - g5 í þessari stöðu í skák- um við Nigel Short og fengið IV2 vinning. í síðari skákinni, í Hastings 1987/88, varð framhaldið 14. Hf2 - h5, 15. Bfl - De5, 16. Hd2 -d6, 17. Rd5 - Kf8, 18. b4 og Short náði betra tafli, sem hann missti niður í jafntefli. 14. exf5 - gxf5, 15. f4! - Hg8!?, 16. Bh5+ - Kf8, 17. Dxd7 - Hvað meinar maðurinn með þessu? 17. - Bd4?!? Þar kom leikurinn, sem svartur treysti á. Ef marka má framhald skákarinnar, er þessi staða gjörtöp- uð fyrir svart. Skýringuna á tafl- mennsku svarts er ef til vill að finna í skák, sem fannst í Chess Assist- ant-tölvugagnagrunninum. V. Mo- issev-V. Komarov, Kemerovo 1991, en þar varð framhaldið 18. Dxb7 - Bxe3+, 19. Khl - Bxcl, 20. Hxcl - Hd8, 21. Hel, - Dc5, 22. Hxe6 - Hg7, 23. He5 - Dxc4, 24. Hxf5+ - Kg8, 25. Df3 - og hvítur vann 10 leikjum síðar. Það er hugsan- legt, að Plachetka þekki þessa skák og hafi haft einhveija endurbót í huga fyrir svart, en Jón varð fyrri til! 18. Bxd4! - Bxg2 Eftir 18. - Hxg2+, 19.Khl getur svartur ekki fráskákað með hróks- leik, því að biskupinn á b7 er óvald- aður, og ef t.d. 19.—Hb8 20.BÍ3 o.s.frv. 19. Kf2 - Rxf4 Ekki er annað að gera við hótun hvíts, 20. Dxe6. 20. b4!— Svarta drottningin getur ekki lengur valdað peðið á f5 og nú er aðeins ein skák eftir fyrir uppgjöfina. 20. -Rd3+, 21. Ke3 og svartur gafst upp, því að 21. - Rxb4 bjarg- ar honum ekki, vegna 22. Hxf5n— Dxf5, 23. Dxf5+ mát. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Lubomir Ftacnik Skileyjar vörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Be3 - Rg4, 7. Bg5 - h6, 8. Bh4 - g5, 9. Bg3 - Bg7, 10. Dd2 - Rc6, 11. Rb3 - Be6, 12. f3 - Rge5, 13. Bf2- I þessari stöðu hefur verið leikið 13. Rd5, og þannig komið í veg fyrir, að svartur leiki 13. -Ra5, og fram- haldið gæti orðið 13. -b5, 14. Bf2 - Hb8, 15. Rd4 - Rxd4, 16. Bxd4 - Hg8, 17. 0-0-0 - Bxdé^ 18. exd5 með betra tafli fyrir hvít (Topalov- Peter Genov, skákþingi Búlgaríu 1993). 13. -Ra5, 14. Rd4 - Rac4, 15. Dcl - Hc8, 16. Be2 - Da5, 17. 0-0 - Rg6, 18. Bxc4 - Hxc4, 19. Rce2 - 0-0, 20. c3 - d5?! Spurningin er, hvort svartur hefði ekki betur haldið í biskupinn sinn og leikið 20. - Bd7. 21. Rxe6 - fxe6, 22. Dc2 - Rf4?, 23. Rxf4 - gxf4, 24. De2! - Hfc8, 25. e5!— Með þessum leik lokar Hannes svarta biskupinn á g7 inni, og skorðar að auki veikleikana í svörtu peðastöðunni, e6, e7, f4 og h6. í framhaldi skákarinnar finnur Ftacnik enga leið til að skapa sér mótspil. 25. - Db5, 26. Bd4 - De8, 27. Dd2 - Df7, 28. g4 - fxg3, 29. hxg3 - Dg6, 30. Kg2 - h5 Með þessum leik opnar svartur bisk- upnum leið til h6 og hótar h5 - h4. Það er eðlilegt, að svartur geri allt, sem hann getur, til að ná mótspili, þótt peðið á h5 verði veikt. 31. Hhl - Bh6, 32. Df2 - Hf8, 33. Hh3 - Hf4, 34. Hdl- Svartur hótaði 34. - Hfxd4, 35. cxd4 - Hc2 o.s.frv. 34. - Hc8, 35. Kh2 - Hf7, 36. De2 - Hh7, 37. Dd3 - Df7 Endataflið er gjörtapað fyrir svart, m.a. vegna þess að svarta peðið á h5 er dauðans matur. 38. Kg2 - Hf8, 39. Hdhl - Bg5, 40. f4 - Bxf4 Örvænting, því að svartur getur gefist upp, eftir 40. - Bh6, 41. Hxh5 o.s.frv. 41. gxf4 - Dxf4, 42. Hg3+ - Hg7 Eða 42. - Kh8 (42. - Kf7, 43. Dg6+ mát) 43. Dxh7+,- Kxh7, 43. Hxh5-i— Dh6, 44. Hxh6+ og hvít- ur á auðunnið tafl. 43. Hxh5 og svartur gafst upp. Bragi Kristjánsson Andstæðingrir Margeirs hné niður SKAK ÍSLENSKA skáksveitin gerði jafntefli við sveit Litháens í 5. umferð Ólympíumótsins í Moskvu í gær. Öllum skákunum lauk með jafntefli eftir fremur stutta en sögu- lega viðureign. Eftir rúmlega þriggja klukkustunda taflmennsku dró til tíðinda í viðureign Margeirs Péturssonar og Sulskins á öðru borði. Ekki á skákborðinu heldur gegnt því, því andstæðingur Mar- geirs hné skyndilega niður og var óttast að hann hefði fengið hjarta- áfall. Mikið uppnám varð á sviðinu umhverfis þar sem viðureignir efstu íslendingar eru í 4.-9. sæti sveitanna fara fram og læknar komu á staðinn til að huga að hin- um sjúka. Klukkan var stöðvuð í öðrum viðureignum á meðan stumr- að var yfir Sulskin en síðan hófst taflið að nýju þótt sjúklingurinn væri fjarri og ljóst að hann gæti ekki haldið áfram taflinu. Jóhann Hjartarson og Malisausk- as þráléku á fyrsta borði skömmu éftir að klukkan var sett af stað að nýju og gaf þar með tóninn fyr- ir aðra sveitarmeðlimi sem flestir Úrslit í skákum íslensku keppendanna (O £ cc (O £ .2 (O ■a c n c 0) 'CO 18. ÍSLAND - o-[ - 3-j < (0 - O-i X □ vinn. % 1. borð: Jóhann Hjartarson — Vz — Vi Vi 2. borð: Hannes Hlífar 1 — 1 Vi Vi 3. borð: Margeir Pétursson — 1 • 1 — Vi 4. borð: Jón L. Árnason 1 — 1 Vi Vi 1. varam.: Helgi Ólafsson 1 Vt 0 — — 2. varam.: Helgi Áss Grétarson 1 1 — Vi — Vinningar íslendinga 4 3 3 2 2 áttu erfitt með einbeitingu eftir ósköpin sem gengið höfðu á. Hið sama gilti vitaskuld um andstæð- inga og þegar liðstjóri Litháens bauð jafntefli á hinum þremur borð- unum var boðinu tekið, þrátt fyrir að Margeir hefði átt sigurinn vísan á öðru borði og Hannes hefði betri stöðu á þriðja borði. Jón L. var á hinn bóginn í nokkrum erfiðleikum á fjórða borði. ísland - Litháen 2-2: Jóhann Hjartarson - Malisauskas 'A - 'A, Hannes H. Stefánsson - Kveinis 'A - ‘A, Margeir Pétursson - Sulskis 'A - '/2, Jón L Árnason - Ruzele ‘A - !A. Helstu úrslit í öðrum viðureign- um í fimmtu umferð: Holland - Rússland II 2-2, Ísrael-Júgóslavía 2-2, Rússland - Hvíta Rússland 2 ‘A -1 ‘A, Danmörk-Spánn 1 ‘A-2 ‘A. íslenska skáksveitin er í 4.-9. sæti eftir fimm umferðir á ólympíu- skákmótinu með 14 vinninga af 20 mögulegum. Sveit Hollands og Rússlands II eru efstar með 15 vinninga. Sveit Litháens er í þriðja sæti með 14 ‘A vinning en síðan koma sveitir íslands, lýðveldi fyrr- um Júgóslavíu, Rússlands, Kína, Úkraínu og Búlgaríu með 14 vinn- inga. í 6. umferð í dag teflir íslenska sveitin að öllum líkindum við sveit Rússlands II, sem er í raun ungl- ingalandslið Rússlands og hefur leitt mótið til þessa og má búast við mjög erfiðri viðureign. Karl Þorsteins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.