Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 51 ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ í MOSKVU íslenska sveitin í toppbaráttunni SKAK ÍSLENDINGAR unnu góðan sig- ur, 3-1, á sveit Slóvaka í þriðju umferð Ólympíuskákmótsins í Moskvu á laugardag. Á sunnudag gerði ísland jafntefli við Holland 2-2 og er alveg við toppinn. í viðureigninni við Slóvaka hafði Hannes Hlífar Stefánsson hvítt gegn stórmeistaranum, Lubomir Ftacnik, á fyrsta borði. Hannes náði góðum tökum á stöðunni, eftir flókna bytjun. Slóvakanum tókst ekki að ná neinu mótspili og svo kom, að hann fórnaði manni í tíma- hrakinu, þegar staðan hans var að hruni komin. Hannes tók manninn og Ftacnik gafst upp tveim leikjum síðar. Margeir Pétursson tefldi við Igor Stohl, stórmeistara, á öðru borði, og hafði svart. Margeir lenti í erfiðleikum og missti peð, en and- stæðingurinn notaði umhugsunar- tíma sinn ótæpilega. Margeiri tókst að snúa taflinu sér í vil í tímahrak- inu, og Stohl féll á tima í 40. leik. Jón L. Árnason tefldi með hvítu mönnunum gegn stórmeistaranum Jan Plachetka. Slóvakinn lét ófrið- lega í byijun, afsalaði sér hrókun og fórnaði síðan manni. Stórsóknin, sem hann ætlaði að ná, reyndist aðeins tálsýn, og hann varð að gef- ast upp í 21. leik. Helga Ólafssyni gekk ekki eins vel í viðureign sinni við alþjóðlega meistarann Tibensky á ijórða borði, og mátti sætta sig við tap. Af öðrum úrslitum má helst nefna, að Hollendingar unnu Frakka 4-0 og tóku þar með forystuna í mótinu, með 11 vinninga, en íslend- ingar voru jafnir Júgóslövum í öðru sæti, með 10 v. Jafnt á öllum borðum í ijórðu umferð á sunnudag sett- ist íslenska sveitin að tafli gegn Hollendingum. Þeir síðarnefndu voru ekki eins vígreifir og gegn Frökkum daginn áður, enda hafa íslendingar unnið Hollendinga í þijú síðustu skiptin, sem þjóðirnar hafa teflt á Ólympíumóti, að vísu með minnsta mun. Jóhann Hjartarson hafði svart gegn Jan Timman á fyrsta borði, jafnaði taflið án telj- andi erfiðleika, og samdi jafntefli eftir 23 leiki. Hannes Hlífar og stigahæsti skákmaður Hollendinga, Jeroen Piket, tóku litla áhættu, áður en Jþeir sömdu frið í 20. leik. Jón L. Árnason lenti í nokkrum erfiðleik- um í opnu og tvísýnu tafli gegn Paul van der Sterren á þriðja borði, en hélt sínu að lokum. Helgi Áss Grétarsson hafði hvítt gegn John van der Wiel á fjórða borði og náði betra tafli. Helgi eyddi of miklum tíma á byijunina og tók þess vegna ekki áhættuna af því að tefla áfram, þegar Hollendingurinn bauð jafn- tefli í 25. leik. Niðurstaðan varð því jafntefli á öllum borðum, 2-2, en með því féll íslenska sveitin niður í ijórða sæti. Það var mikið um að vera hjá fréttamönnum í þessari umferð og sjónvarpsvélarnar voru í gangi við upphaf umferðarinnar. Fyrsta skák heimsmeistarans, Gary Karparovs, í aðalsveit Rússa, var að hefjast. Andstæðingurinn, júgóslavneski stórmeistarinn Ljubomir Ljubojevic, lét allt umstangið ekki koma sér úr jafnvægi, og hélt jöfnu við meist- arann. Helstu úrslit í íjórðu umferð: Rússland I-Júgóslavía, 2-2 (Kramn- ik vann, en Tiviakov tapaði); Rúss- land II (unglingalið)-Rúmenía, 3‘A -‘/2; Bandaríkin- Noregur, 2-2 (Espen Agdestein vann Shabalov); Ungveijaland-Spánn, 2-2 (Júdít Polgar tapaði fyrir Illescas); ísrael- Grikkland, 3l/2 -V2; Litháen-Bosnía, 3-1; Uzbekistan- Þýskaland, 2-2 (allar jafntefli); Armenía-Kína, 2-2. Staða efstu sveita eftir fjórðu um- ferð er sú, að Hollendingar og ungl- ingasveit Rússa eru í 1.-2. sæti með 13 v. 3. Litháen, 12V2 v. 4.-6. ís- land, Júgóslavía, Israel, 12 v. 7.-8. Rússland og Hvíta-Rússland, IIV2 v. í 9. sæti eru margar sveitir jafn- ar með 11 vinninga, m.a. Danmörk, Úkraína, Þýskaland, Spánn, Arm- enía, Kína og Uzbekistan. Með IOV2 vinning eru m.a. Ungveijar, Banda- ríkjamenn og Norðmenn. I kvennaflokki beijast Ungveija- land (Z. Polgar, S. Polgar, Madl), Georgía, Armenía og Rússland um forystuna, en undirritaður hefur ekki enn fengið einstök úrslit eða stöðuna í þeim flokki. Heimsmeistari FIDE, Anatólíj Karpov, hefur ekki látið sjá sig á mótinu, en hins vegar kom forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, Sam- aranch, til Moskvu í gær til að vera viðstaddur skákmótið. Áður en við snúum okkur að skákum úr viðureign íslendinga og Slóvaka má geta þess hér, að sá orðrómur gengur fjöllunum hærra í Moskvu, að forseti alþjóðaskák- sambandsins, Florencio Campoma- nes, og Gary Kasparov, heimsmeist- ari PCA, atvinnumannasambands- ins, séu eitthvað að bralla, og megi jafnvel búast við að sá fyrrnefndi bjóði sig enn einu sinni fram til for- setaembættis FIDE. Snaggarleg skák hjá Jóni L. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Jan Plachetka Sikileyjar vörn (breytt leikjaröð) 1. c4 - c5, 2,Rf3 - g6, 3. e4 - Bg7, 4. d4 - cxd4, 5. Rxd4 - Rc6, 6. Be3 - Rf6, 7. Rc3 - Rg4, 8. Dxg4 - Rxd4, 9. Ddl - Re6, 10. Hcl - Da5 Svartur getur einnig leikið hér 10. - d6 með hugsanlegu framhaldi 11. Dd2 - Bd7, 12. Be2 - 0-0, 13. 0-0 - Rc5, 14. f3 - a5, 15. Hfdl - Bc6, o.s.frv. 11. Be2 - b6, 12. 0-0 - Bb7, 13. f3 - f5!? Bent Larsen hefur a.m.k. tvisvar leikið 13. - g5 í þessari stöðu í skák- um við Nigel Short og fengið IV2 vinning. í síðari skákinni, í Hastings 1987/88, varð framhaldið 14. Hf2 - h5, 15. Bfl - De5, 16. Hd2 -d6, 17. Rd5 - Kf8, 18. b4 og Short náði betra tafli, sem hann missti niður í jafntefli. 14. exf5 - gxf5, 15. f4! - Hg8!?, 16. Bh5+ - Kf8, 17. Dxd7 - Hvað meinar maðurinn með þessu? 17. - Bd4?!? Þar kom leikurinn, sem svartur treysti á. Ef marka má framhald skákarinnar, er þessi staða gjörtöp- uð fyrir svart. Skýringuna á tafl- mennsku svarts er ef til vill að finna í skák, sem fannst í Chess Assist- ant-tölvugagnagrunninum. V. Mo- issev-V. Komarov, Kemerovo 1991, en þar varð framhaldið 18. Dxb7 - Bxe3+, 19. Khl - Bxcl, 20. Hxcl - Hd8, 21. Hel, - Dc5, 22. Hxe6 - Hg7, 23. He5 - Dxc4, 24. Hxf5+ - Kg8, 25. Df3 - og hvítur vann 10 leikjum síðar. Það er hugsan- legt, að Plachetka þekki þessa skák og hafi haft einhveija endurbót í huga fyrir svart, en Jón varð fyrri til! 18. Bxd4! - Bxg2 Eftir 18. - Hxg2+, 19.Khl getur svartur ekki fráskákað með hróks- leik, því að biskupinn á b7 er óvald- aður, og ef t.d. 19.—Hb8 20.BÍ3 o.s.frv. 19. Kf2 - Rxf4 Ekki er annað að gera við hótun hvíts, 20. Dxe6. 20. b4!— Svarta drottningin getur ekki lengur valdað peðið á f5 og nú er aðeins ein skák eftir fyrir uppgjöfina. 20. -Rd3+, 21. Ke3 og svartur gafst upp, því að 21. - Rxb4 bjarg- ar honum ekki, vegna 22. Hxf5n— Dxf5, 23. Dxf5+ mát. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Lubomir Ftacnik Skileyjar vörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Be3 - Rg4, 7. Bg5 - h6, 8. Bh4 - g5, 9. Bg3 - Bg7, 10. Dd2 - Rc6, 11. Rb3 - Be6, 12. f3 - Rge5, 13. Bf2- I þessari stöðu hefur verið leikið 13. Rd5, og þannig komið í veg fyrir, að svartur leiki 13. -Ra5, og fram- haldið gæti orðið 13. -b5, 14. Bf2 - Hb8, 15. Rd4 - Rxd4, 16. Bxd4 - Hg8, 17. 0-0-0 - Bxdé^ 18. exd5 með betra tafli fyrir hvít (Topalov- Peter Genov, skákþingi Búlgaríu 1993). 13. -Ra5, 14. Rd4 - Rac4, 15. Dcl - Hc8, 16. Be2 - Da5, 17. 0-0 - Rg6, 18. Bxc4 - Hxc4, 19. Rce2 - 0-0, 20. c3 - d5?! Spurningin er, hvort svartur hefði ekki betur haldið í biskupinn sinn og leikið 20. - Bd7. 21. Rxe6 - fxe6, 22. Dc2 - Rf4?, 23. Rxf4 - gxf4, 24. De2! - Hfc8, 25. e5!— Með þessum leik lokar Hannes svarta biskupinn á g7 inni, og skorðar að auki veikleikana í svörtu peðastöðunni, e6, e7, f4 og h6. í framhaldi skákarinnar finnur Ftacnik enga leið til að skapa sér mótspil. 25. - Db5, 26. Bd4 - De8, 27. Dd2 - Df7, 28. g4 - fxg3, 29. hxg3 - Dg6, 30. Kg2 - h5 Með þessum leik opnar svartur bisk- upnum leið til h6 og hótar h5 - h4. Það er eðlilegt, að svartur geri allt, sem hann getur, til að ná mótspili, þótt peðið á h5 verði veikt. 31. Hhl - Bh6, 32. Df2 - Hf8, 33. Hh3 - Hf4, 34. Hdl- Svartur hótaði 34. - Hfxd4, 35. cxd4 - Hc2 o.s.frv. 34. - Hc8, 35. Kh2 - Hf7, 36. De2 - Hh7, 37. Dd3 - Df7 Endataflið er gjörtapað fyrir svart, m.a. vegna þess að svarta peðið á h5 er dauðans matur. 38. Kg2 - Hf8, 39. Hdhl - Bg5, 40. f4 - Bxf4 Örvænting, því að svartur getur gefist upp, eftir 40. - Bh6, 41. Hxh5 o.s.frv. 41. gxf4 - Dxf4, 42. Hg3+ - Hg7 Eða 42. - Kh8 (42. - Kf7, 43. Dg6+ mát) 43. Dxh7+,- Kxh7, 43. Hxh5-i— Dh6, 44. Hxh6+ og hvít- ur á auðunnið tafl. 43. Hxh5 og svartur gafst upp. Bragi Kristjánsson Andstæðingrir Margeirs hné niður SKAK ÍSLENSKA skáksveitin gerði jafntefli við sveit Litháens í 5. umferð Ólympíumótsins í Moskvu í gær. Öllum skákunum lauk með jafntefli eftir fremur stutta en sögu- lega viðureign. Eftir rúmlega þriggja klukkustunda taflmennsku dró til tíðinda í viðureign Margeirs Péturssonar og Sulskins á öðru borði. Ekki á skákborðinu heldur gegnt því, því andstæðingur Mar- geirs hné skyndilega niður og var óttast að hann hefði fengið hjarta- áfall. Mikið uppnám varð á sviðinu umhverfis þar sem viðureignir efstu íslendingar eru í 4.-9. sæti sveitanna fara fram og læknar komu á staðinn til að huga að hin- um sjúka. Klukkan var stöðvuð í öðrum viðureignum á meðan stumr- að var yfir Sulskin en síðan hófst taflið að nýju þótt sjúklingurinn væri fjarri og ljóst að hann gæti ekki haldið áfram taflinu. Jóhann Hjartarson og Malisausk- as þráléku á fyrsta borði skömmu éftir að klukkan var sett af stað að nýju og gaf þar með tóninn fyr- ir aðra sveitarmeðlimi sem flestir Úrslit í skákum íslensku keppendanna (O £ cc (O £ .2 (O ■a c n c 0) 'CO 18. ÍSLAND - o-[ - 3-j < (0 - O-i X □ vinn. % 1. borð: Jóhann Hjartarson — Vz — Vi Vi 2. borð: Hannes Hlífar 1 — 1 Vi Vi 3. borð: Margeir Pétursson — 1 • 1 — Vi 4. borð: Jón L. Árnason 1 — 1 Vi Vi 1. varam.: Helgi Ólafsson 1 Vt 0 — — 2. varam.: Helgi Áss Grétarson 1 1 — Vi — Vinningar íslendinga 4 3 3 2 2 áttu erfitt með einbeitingu eftir ósköpin sem gengið höfðu á. Hið sama gilti vitaskuld um andstæð- inga og þegar liðstjóri Litháens bauð jafntefli á hinum þremur borð- unum var boðinu tekið, þrátt fyrir að Margeir hefði átt sigurinn vísan á öðru borði og Hannes hefði betri stöðu á þriðja borði. Jón L. var á hinn bóginn í nokkrum erfiðleikum á fjórða borði. ísland - Litháen 2-2: Jóhann Hjartarson - Malisauskas 'A - 'A, Hannes H. Stefánsson - Kveinis 'A - ‘A, Margeir Pétursson - Sulskis 'A - '/2, Jón L Árnason - Ruzele ‘A - !A. Helstu úrslit í öðrum viðureign- um í fimmtu umferð: Holland - Rússland II 2-2, Ísrael-Júgóslavía 2-2, Rússland - Hvíta Rússland 2 ‘A -1 ‘A, Danmörk-Spánn 1 ‘A-2 ‘A. íslenska skáksveitin er í 4.-9. sæti eftir fimm umferðir á ólympíu- skákmótinu með 14 vinninga af 20 mögulegum. Sveit Hollands og Rússlands II eru efstar með 15 vinninga. Sveit Litháens er í þriðja sæti með 14 ‘A vinning en síðan koma sveitir íslands, lýðveldi fyrr- um Júgóslavíu, Rússlands, Kína, Úkraínu og Búlgaríu með 14 vinn- inga. í 6. umferð í dag teflir íslenska sveitin að öllum líkindum við sveit Rússlands II, sem er í raun ungl- ingalandslið Rússlands og hefur leitt mótið til þessa og má búast við mjög erfiðri viðureign. Karl Þorsteins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.