Morgunblaðið - 13.12.1994, Side 1

Morgunblaðið - 13.12.1994, Side 1
\ 80 SÍÐUR B 285. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vínill- inn aftur ítísku GÖMLU hljómplöturnar eru að komast aftur í tísku. í fyrsta sinn í 13 ár er sala í þeim farin að aukast í Banda- ríkjunum og var aukningin hvorki meiri né minni en 80% á fyrra helmingi þessa árs miðað við það síðasta. Nýjustu plöturnar frá Nir- vana, Neil Young, Johnny Cash og Sonic Youth komu öll út á vínil áður en geisla- diskarnir komu á markað og það sama er að verða uppi á teningnum hjá unnendum klassískrar tónlistar, einkum óperuunnendum. Þeir halda því fram, að röddin eða söng- urinn sé sannari og eðlilegri á mjúkum vínilnum en á hörð- um og köldum dískinum. Vinsæll hjá fagnrkerum Engin hætta er þó á, að vínillinn muni útrýma geisla- diskinum en margir spá því, að gamla hljómplatan verði áfram vinsæl hjá fagurkerun- um. Þá er hún einnig í uppá- haldi hjá aðdáendaklúbbum alls konar og flestir eru sam- mála um, að listilega frágeng- ið albúm í gamla stílnum sé miklu merkilegri gripur en plasthylkin utan um geisla- diskana. Reuter Flóð í Skotlandi GÍFURLEGAR rigningar voru í Vestur-Skotlandi um heigina og varð fólk víða að flýja heimili sín vegna vatnavaxta. Þessi brú yfir Kelviná norður af Glasgow gaf sig í flaumnum og lenti bíll með þremur mönnum í ánni. Er hér verið að bjarga einum þeirra en hinna tveggja er saknað. Verst er ástandið í Renfrewskíri þar sem flytja varð fólk burt á bátum. Þar var vatnselgurinn hálfur ann- ar metri á dýpt. Veðurfræðingar spá áframhaldandi úrkomu næstu daga. , Reuter RAÐIST var gegn rússneska herliðinu þegar það fór um Ingúshetíu, nágrannaríki Tsjetsjníu. Hef- ur sóknin til Grosní gengið hægt vegna þess, að Rússar leita vars fyrir myrkur af ótta við nætur- árásir. Hér eru brunnar leifar rússnesks herbíls en sagt er, að 30 hafi verið eyðilagðir. Harðir bardagar Tsjetsjena og Rússa Tsjetsjnískar sveitir í bænum Dolínskoje, sem er 25 km norðvest- ur af höfuðborginni, Grosní, hófu eldflaugahríðina þegar rússneska bryndrekasveitin nálgaðist og mátti heyra miklar sprengingar í fjarska. Komu rússneskar árásar- þyrlur og orrustuflugvélar fljótlega á vettvang og réðust með mikilli skothríð á stöðvar Tsjetsjena. Ókyrrð í nágrannaríkjum Herför Rússa inn í Tsjetsjníu hefur gengið miklu verr en að var stefnt og í gær höfðu þeir ekki náð til Grosní. I Íngúshetíu og Dagest- an, sem eru byggð fólki náskyldu Tsjetsjenum, tókst að tefja fyrir framsókninni og í fyrrnefnda land- inu var ráðist á rússnesku sveitirn- ar með vélbyssuskothríð og kveikt í mörgum bílum. Viðræður Tsjetsjena og fulltrúa Moskvustjórnarinnar í borginni Vladíkavkaz virðast vera síðasta tækifærið til að komast hjá blóðug- um átökum en Rússar krefjast þess, að Dzhokhar Dúdajev, leið- togi Grosnístjórnarinnar, afturkalli sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1991. Haft var eftir honum í gær, að Tsjetsjenar berðust fyrir lífi sínu og frelsi gegn Rússum, sem hefðu hafið stríð gegn þeim. Ótti við nýtt Afganistanstríð í Rússlandi óttast margir, að upp komi nýtt Afganistanstríð í Kákasuslöndum en þau eru byggð mörgum þjóðum, sem hafa aldrei unað yfírráðum Rússa. Á sunnu- dag sagði Dúdajev, að ákvörðun Borís Jeltsín, forseta Rússlands, um að senda herlið til Tsjetsjniu myndi hrinda af stað blóðugu stríði um allt Kákasus. Um 5.000 manns söfnuðust saman í Moskvu í gær til að mótmæla hernaðinum og var um að ræða fólk úr öllu hinu póli- tíska litrófi í Rússlandi. ■ Múslimaþjóðir/24 Grosní, Dolínskoje, Moskvu. Reuter. HERSVEITIR Tsjetsjníustjórnar réðust í gær gegn rússneskri bryndreka- sveit með skriðdreka- og eldflaugaskothríð í fyrstu meiriháttarátökunum eftir að stjórnin í Moskvu skipaði hernum að koma aftur á „stjórnar- skrárbundinni stjórn“ í landinu. Svöruðu Rússar strax með loftárásum á stöðvar Tsjetsjena. Skotið var einnig^ á rússneska hermenn þegar þeir fóru um nágrannaríkið Íngúshetíu. Á sama tíma ræddust fulltrúar Rússa og Tsjetsjena við um leiðir til að koma í veg fyrir stríð í landinu. Stj órnarsamstarfið á Ítalíu Uppgjör yfirvofandi Róm. Reuter. SPENNAN í ítölskum stjórnmálum magnaðist enn í gær þegar Rob- erto Maroni innanríkisráðherra boðaði uppgjör í stjórninni og einn af dómurum landsins sagði af sér vegna deilu um rannsókn spilling- armála. „Menn geta séð fyrir sér aðra stjórn, með annarri forystu og öðr- um meirihluta," sagði Maroni, sem er í Norðursambandinu og hefur hingað til lagt mikla áherslu á að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Dómarinn Arnaldo Valente, sem úrskurðaði fyrir tveimur vikum að ekki mætti rannsaka meinta mútu- þægni skattrannsóknarmanna, sagði af sér í gær og kvaðst hafa orðið fórnarlamb ófrægingarher- ferðar eftir úrskurðinn. Afsögnin er talin áfall fyrir rann- sóknardómara í Mílanó, sem hyggj- ast yfirheyra Silvio Berlusconi for- sætisráðherra í dag um meintar mútugreiðslur hans til skattrann- sóknarmannanna. Jacques Delors ekki í framboð Hægri- menn öruggir París. Reuter. FRANSKIR sósíalistar eru farnir að leita að nýjum frambjóðanda í for- setakosningunum á næsta ári eftir að Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, ákvað að gefa ekki kost á sér. Eru fréttaskýrendur sammála um, að hann hafi með ákvörðun sinni tryggt sigur hægrimanna. „Vertu blessaður Delors, skilaðu kveðju til vinstrimanna, halló Ballad- ur-Chirac“ var fyrirsögnin í dagblað- inu Le Parísien og jafnt hægri- sem vinstrimenn eru sammála um, að annaðhvort Edouard Balladur for- sætisráðherra eða Jacques Chirac, borgarstjóri í París, verði næsti for- seti Frakklands. Gæti ekki staðið við stóru orðin Delors sagði í viðtali við franska sjónvarpsstöð á sunnudag, að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna þess, að hann myndi ekki geta staðið við nein kosningaloforð yrði hann kjörinn forseti þar sem hægrimenn hefðu meirihluta á þingi. Franskir sósíalistar munu halda flokksþing í janúar til að velja fram- bjóðanda en líklegastir eru taldir Jack Lang, fyrrverandi menningarmála- ráðherra; Pierre Mauroy, fyrrverandi forsætisráðherra, og Henri Emmanu- elli, formaður Sósíalistaflokksins. Óttast um Evrópuhugsjónina Það skyggir helst á gleði hægri- manna yfir ákvörðun Delors, að ótt- ast er, að hún kyndi undir enn fleiri framboðum á hægrivængnum, þar á meðal manna, sem muni slá á strengi þjóðernishyggju. Hjá Evrópusam- bandinu, ESB, hefur ákvörðun Del- ors einnig verið hörmuð og er ótt- ast, að hugsjónir hans um meiri ein- ingu ríkjanna verði fyrir borð bornar í kosningabaráttunni. ■ Vonir vinstrimanna/36 Coilör sýkn saka Brasilíu. Reuter. HÆSTIRÉTTUR í Brazilíu sýknaði í gær Fernando Collor, fyrrverandi forseta landsins, af ákæru um spill- ingu, tveimur árum eftir að hann var neyddur til að segja af sér. Fimm hæstaréttardómarar greiddu atkvæði með sýknu Collors en þrír á móti en auk þess voru ákær- ur á hendur Paulo Cesar Farias, kosn- ingastjóra Collors í forsetakosning- unum 1989, felldar niður. Hann hafði verið sakaður um að hafa skipulagt og stjórnað misferlinu, sem snerist um hundruð milljóna kr. Helstu leiðtogar á brazilíska þing- inu fordæmdu dóm hæstaréttar og sögðu Ijóst, að útilokað væri að koma lögum yfir spillinguna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.