Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 1
\ 80 SÍÐUR B 285. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vínill- inn aftur ítísku GÖMLU hljómplöturnar eru að komast aftur í tísku. í fyrsta sinn í 13 ár er sala í þeim farin að aukast í Banda- ríkjunum og var aukningin hvorki meiri né minni en 80% á fyrra helmingi þessa árs miðað við það síðasta. Nýjustu plöturnar frá Nir- vana, Neil Young, Johnny Cash og Sonic Youth komu öll út á vínil áður en geisla- diskarnir komu á markað og það sama er að verða uppi á teningnum hjá unnendum klassískrar tónlistar, einkum óperuunnendum. Þeir halda því fram, að röddin eða söng- urinn sé sannari og eðlilegri á mjúkum vínilnum en á hörð- um og köldum dískinum. Vinsæll hjá fagnrkerum Engin hætta er þó á, að vínillinn muni útrýma geisla- diskinum en margir spá því, að gamla hljómplatan verði áfram vinsæl hjá fagurkerun- um. Þá er hún einnig í uppá- haldi hjá aðdáendaklúbbum alls konar og flestir eru sam- mála um, að listilega frágeng- ið albúm í gamla stílnum sé miklu merkilegri gripur en plasthylkin utan um geisla- diskana. Reuter Flóð í Skotlandi GÍFURLEGAR rigningar voru í Vestur-Skotlandi um heigina og varð fólk víða að flýja heimili sín vegna vatnavaxta. Þessi brú yfir Kelviná norður af Glasgow gaf sig í flaumnum og lenti bíll með þremur mönnum í ánni. Er hér verið að bjarga einum þeirra en hinna tveggja er saknað. Verst er ástandið í Renfrewskíri þar sem flytja varð fólk burt á bátum. Þar var vatnselgurinn hálfur ann- ar metri á dýpt. Veðurfræðingar spá áframhaldandi úrkomu næstu daga. , Reuter RAÐIST var gegn rússneska herliðinu þegar það fór um Ingúshetíu, nágrannaríki Tsjetsjníu. Hef- ur sóknin til Grosní gengið hægt vegna þess, að Rússar leita vars fyrir myrkur af ótta við nætur- árásir. Hér eru brunnar leifar rússnesks herbíls en sagt er, að 30 hafi verið eyðilagðir. Harðir bardagar Tsjetsjena og Rússa Tsjetsjnískar sveitir í bænum Dolínskoje, sem er 25 km norðvest- ur af höfuðborginni, Grosní, hófu eldflaugahríðina þegar rússneska bryndrekasveitin nálgaðist og mátti heyra miklar sprengingar í fjarska. Komu rússneskar árásar- þyrlur og orrustuflugvélar fljótlega á vettvang og réðust með mikilli skothríð á stöðvar Tsjetsjena. Ókyrrð í nágrannaríkjum Herför Rússa inn í Tsjetsjníu hefur gengið miklu verr en að var stefnt og í gær höfðu þeir ekki náð til Grosní. I Íngúshetíu og Dagest- an, sem eru byggð fólki náskyldu Tsjetsjenum, tókst að tefja fyrir framsókninni og í fyrrnefnda land- inu var ráðist á rússnesku sveitirn- ar með vélbyssuskothríð og kveikt í mörgum bílum. Viðræður Tsjetsjena og fulltrúa Moskvustjórnarinnar í borginni Vladíkavkaz virðast vera síðasta tækifærið til að komast hjá blóðug- um átökum en Rússar krefjast þess, að Dzhokhar Dúdajev, leið- togi Grosnístjórnarinnar, afturkalli sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1991. Haft var eftir honum í gær, að Tsjetsjenar berðust fyrir lífi sínu og frelsi gegn Rússum, sem hefðu hafið stríð gegn þeim. Ótti við nýtt Afganistanstríð í Rússlandi óttast margir, að upp komi nýtt Afganistanstríð í Kákasuslöndum en þau eru byggð mörgum þjóðum, sem hafa aldrei unað yfírráðum Rússa. Á sunnu- dag sagði Dúdajev, að ákvörðun Borís Jeltsín, forseta Rússlands, um að senda herlið til Tsjetsjniu myndi hrinda af stað blóðugu stríði um allt Kákasus. Um 5.000 manns söfnuðust saman í Moskvu í gær til að mótmæla hernaðinum og var um að ræða fólk úr öllu hinu póli- tíska litrófi í Rússlandi. ■ Múslimaþjóðir/24 Grosní, Dolínskoje, Moskvu. Reuter. HERSVEITIR Tsjetsjníustjórnar réðust í gær gegn rússneskri bryndreka- sveit með skriðdreka- og eldflaugaskothríð í fyrstu meiriháttarátökunum eftir að stjórnin í Moskvu skipaði hernum að koma aftur á „stjórnar- skrárbundinni stjórn“ í landinu. Svöruðu Rússar strax með loftárásum á stöðvar Tsjetsjena. Skotið var einnig^ á rússneska hermenn þegar þeir fóru um nágrannaríkið Íngúshetíu. Á sama tíma ræddust fulltrúar Rússa og Tsjetsjena við um leiðir til að koma í veg fyrir stríð í landinu. Stj órnarsamstarfið á Ítalíu Uppgjör yfirvofandi Róm. Reuter. SPENNAN í ítölskum stjórnmálum magnaðist enn í gær þegar Rob- erto Maroni innanríkisráðherra boðaði uppgjör í stjórninni og einn af dómurum landsins sagði af sér vegna deilu um rannsókn spilling- armála. „Menn geta séð fyrir sér aðra stjórn, með annarri forystu og öðr- um meirihluta," sagði Maroni, sem er í Norðursambandinu og hefur hingað til lagt mikla áherslu á að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Dómarinn Arnaldo Valente, sem úrskurðaði fyrir tveimur vikum að ekki mætti rannsaka meinta mútu- þægni skattrannsóknarmanna, sagði af sér í gær og kvaðst hafa orðið fórnarlamb ófrægingarher- ferðar eftir úrskurðinn. Afsögnin er talin áfall fyrir rann- sóknardómara í Mílanó, sem hyggj- ast yfirheyra Silvio Berlusconi for- sætisráðherra í dag um meintar mútugreiðslur hans til skattrann- sóknarmannanna. Jacques Delors ekki í framboð Hægri- menn öruggir París. Reuter. FRANSKIR sósíalistar eru farnir að leita að nýjum frambjóðanda í for- setakosningunum á næsta ári eftir að Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, ákvað að gefa ekki kost á sér. Eru fréttaskýrendur sammála um, að hann hafi með ákvörðun sinni tryggt sigur hægrimanna. „Vertu blessaður Delors, skilaðu kveðju til vinstrimanna, halló Ballad- ur-Chirac“ var fyrirsögnin í dagblað- inu Le Parísien og jafnt hægri- sem vinstrimenn eru sammála um, að annaðhvort Edouard Balladur for- sætisráðherra eða Jacques Chirac, borgarstjóri í París, verði næsti for- seti Frakklands. Gæti ekki staðið við stóru orðin Delors sagði í viðtali við franska sjónvarpsstöð á sunnudag, að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna þess, að hann myndi ekki geta staðið við nein kosningaloforð yrði hann kjörinn forseti þar sem hægrimenn hefðu meirihluta á þingi. Franskir sósíalistar munu halda flokksþing í janúar til að velja fram- bjóðanda en líklegastir eru taldir Jack Lang, fyrrverandi menningarmála- ráðherra; Pierre Mauroy, fyrrverandi forsætisráðherra, og Henri Emmanu- elli, formaður Sósíalistaflokksins. Óttast um Evrópuhugsjónina Það skyggir helst á gleði hægri- manna yfir ákvörðun Delors, að ótt- ast er, að hún kyndi undir enn fleiri framboðum á hægrivængnum, þar á meðal manna, sem muni slá á strengi þjóðernishyggju. Hjá Evrópusam- bandinu, ESB, hefur ákvörðun Del- ors einnig verið hörmuð og er ótt- ast, að hugsjónir hans um meiri ein- ingu ríkjanna verði fyrir borð bornar í kosningabaráttunni. ■ Vonir vinstrimanna/36 Coilör sýkn saka Brasilíu. Reuter. HÆSTIRÉTTUR í Brazilíu sýknaði í gær Fernando Collor, fyrrverandi forseta landsins, af ákæru um spill- ingu, tveimur árum eftir að hann var neyddur til að segja af sér. Fimm hæstaréttardómarar greiddu atkvæði með sýknu Collors en þrír á móti en auk þess voru ákær- ur á hendur Paulo Cesar Farias, kosn- ingastjóra Collors í forsetakosning- unum 1989, felldar niður. Hann hafði verið sakaður um að hafa skipulagt og stjórnað misferlinu, sem snerist um hundruð milljóna kr. Helstu leiðtogar á brazilíska þing- inu fordæmdu dóm hæstaréttar og sögðu Ijóst, að útilokað væri að koma lögum yfir spillinguna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.