Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Kveikt á jólatré bæjarins á Selfossi F^öldi dans- aði meðjóla- sveinunum Selfossi - Fjöldi fólks, Selfossbú- ar og nærsveitafólk, fylgdist með þegar kveikt var á jólatré á Tryggvatorgi á Selfossi á laugar- dag. Forseti bæjarstjórnar, Sig- ríður Jensdóttir, flutti ávarp og leikin voru jólalög. Jólasveinaru- ir komu í bæinn og dönsuðu í kringum jólatréð ásamt viðstödd- um. Þessi viðburður á sér 18 ára sögu. Öll árin hefur verið örtröð í miðbæ Selfoss og í verslunum því nærsveitafólk nýtir jafnan ferðina og verslar til jólanna um leið og börnunum er skemmt. Afbrýðisöm eiginkona- sýnd á Raufarhöfn Raufarhöfn - Leikfélag Raufar- hafnar hefur að undanförnu sýnt „farsann" Afbrýðisama eiginkonu eftir Gay Paxton og Edward Hoile í þýðingu Sverris Haraldssonar. Verkið er sýnt fjórum sinnum, aðsókn hefur verið góð og undir- tektir sömuleiðis. Afbrýðisöm eiginkona er 21. verkefni leikfélagsins. Það hefur verið sett upp hjá leikfélögum víða um land á undanförnum árum og, að því er fram kemur í leikskrá, hafa áhorfendur skemmt sér kon- unglega. Guðfinna Margrét Óskarsdóttir leikstýrir. Leikendur eru: Jónas Friðrik Guðnason, Sóley B. Sturlu- dóttir, Kristján Ónundarson, Snorri Kristjánsson, Berglind M. Tómasdóttir, Sigurveig Björns- dóttir, B. Hjördís Ragnarsdóttir og Páll Þormar. Morgunblaðið/Helgi Ólafsson FRA sýningu Leikfélags Raufarhafnar á Afbrýðisömu eiginkonunni. Islenskt jólaskraut -játakk SENN líður að jólum og er undir- búningur hátíðarinnar víða kom- inn í fullan gang og margir eru farnir að skreyta. Að venju eru búðarhillur og borð troðin af er- lendum kúlum og glingri, en það hefur engin áhrif á Hálfdán Björnsson og Bergljótu Benedikts- dóttur á Hjarðarbóli í Aðaldal sem nota heimafengið skraut. Á dög- unum voru þau að tína eini og lyng í hrauninu, en eftir var að fella jólatréð sem í ár verður hvít- skreytt birki með ljósum og til- heyrandi. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Lífleg togaraáhöfn á Egilsstöðum Slegist í Egilsstöðum - Áhöfn togarans Óttars Birtings lenti í innbyrðis slagsmálum í flugstöðinni á Egils- stöðum í gærmorgun og þurfti lögreglan að skakka leikinn. Áhöfnin ætlaði með Flugleiðavél til Reykjavíkur kl. 10 í gærmorg- un, en fimm sjómannanna voru fjarlægðir og komust þeir ekki með vélinni. Óttar Birting kom til Fáskrúðs- fjarðar í fyrrinótt eftir um 50 daga túr í Smugunni, og að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum hóf- ust einhvetjar ryskingar milii sjó- flugstöð mannanna í rútu á leið til Egils- staða í gærmorgun. Slagsmál brutust svo út þegar komið var í flugstöðina, en að sögn lögregl- unnar hlaut enginn sjómannanna alvarlega áverka. Einum úr áhöfninni var haldið á lögreglustöðinni fram eftir degi á meðan hann var að róast og jafna sig eftir átökin, en ljórir fóru með flugvél íslandsflugs eft- ir hádegið. Smávægilegar tafir urðu á áætlun Flugleiðavélarinn- ar af völdum uppákomunnar. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Egilsstöðum - Ökumaður dráttar- vélar með tengivagni missti stjórn á vélinni þegar hann ók niður brekk- una í Fénaðarklöpp á Egilsstöðum. Mikil ísing hafði safnast á götur innanbæjar og fór ökumaður vélar- innar því um fáfarnari götur bæjar- ins á leiðinni að leggja ull inn í kaupfélagið. Brekkan er brött og lét vélin ekki að stjórn, valt á hlið- ina og vagninn líka. Ökumaður slapp ómeiddur frá óhappinu en eitthvert tjón varð á vélinni. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir MIKIL ísing á götum varð til þess að þessi dráttarvél valt á hliðina. Dráttarvél valt í hálku Nú kaupa allir /MÍXflC 486DX2-66 tölvur! Aöeln s Irr. 119.900 fullbúln! 486 DX2-66 (297) SX-25 Hlutfallsleg afköst MITAC 486DX2-66 borð- eða tumtölva (Uppfæranleg í Pentium), 4MB minni, 256KB flýtiminni, 214MB diskur, 3.5" drif, S3 VL-bus skjáhraðall (24M Winmarks!), 14" örgjörvastýrður lággeisla litaskjár, lykiaborð, MS- DOS 6.22, Windows 3.II og mús - Aðeins kr. 119.900 staðgreitt! Wm Slcipholti SOc Sími 620222
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.