Morgunblaðið - 13.12.1994, Side 16

Morgunblaðið - 13.12.1994, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Viðbrögð verðbréfasjóða við væntanlegum ijármagnstekjuskatti Gæti leitt til minni sparnaðar og hærri vaxta SKATTUR á fjármagnstekjur kann að leiða til hækkunar vaxta, draga úr sparnaði og beina íslensk- um ijárfestingum erlendis, að sögn Guðmundar Haukssonar, forstjóra Kaupþings. Sigurður B. Stefáns- son, framkvæmdastjóri Verðbréfa- markaðs íslandsbanka, sagði að framkvæmd álagningarinnar væri kannski meira áhyggjuefni en skatturinn sjálfur, þar sem hún yrði flókin og dýr miðað við þær tekjur sem skatturinn skilaði ríkis- sjóði. Ríkisstjórnin ákvað um helgina að stefnt skyldi að skattlagningu íjármagnstekna árið 1996 og skyldu þingflokkar og aðilar vinnu- markaðarins skipa nefnd til semja frumvarp um skattinn. Talsmenn verðbréfasjóða sögðu að sú ákvörð- un hefði ekki komið á óvart, því slík skattlagning tíðkaðist í flest- um öðrum löndum og hefði verið l í athugun hjá tveimur nefndum á núverandi kjörtímabili. Sigurður B. Stefánsson sagði að skattlagning fjármagnstekna væri gerð í nafni jafnréttis frekar en í þeim tilgangi að afla ríkissjóði tekna - þær yrðu ekki það mikl- - ar. í fljótu bragði teldi hann að skattlagning fjármagnstekna hefði : ekki í för með sér stórkostlegar breytingar, að hluta til vegna þess að yfirleitt væri reiknað með frí- tekjumarki, sem myndi hlífá stór- um hluta sparifjáreigenda við skattlagningu. „Aðaláhyggjuefnið er í raun og veru ekki skatturinn sjálfur heldur að framkvæmdin við álagninguna I vérði svo dýr að eftirtekjan verði ' rýr,“ sagði hann. ísland stæði illa að vígi miðað við aðrar þjóðir vegna þess að markaðurinn væri svo lítill að kerfið yrði óhjákvæmi- lega óhagkvæmara en hjá öðrum. Guðmundur Hauksson sagði aukið frelsi í fjárfestingu gæti valdið því að hún leitaði frekar erlendis þegar vextir væru ekki lengur skattftjálsir á Islandi. Helsta áhyggjuefnið væri hins veg- ar kannski áhrif skattsins á sparn- að. „Sparnaður á íslandi er það lítill borið saman við í öðrum lönd- um að það er verulegt áhyggju- efni, þannig að okkur fínnst að það sé ástæða til að hvetja til sparnað- ar með öllum ráðum en ekki að vinna gegn honum,“ sagði hann. Víða erlendis væri þróunin í þá átt að reyna að draga úr fjármagns- sköttum af þeim sökum. Skatttekjur 1.200 milljónir? Vaxtaskattur gæti skilað ríkis- sjóði um 400 milljónir króna á ári til að byija með og um 1.200 millj- ónum á ári í fýllingu tímans, sam- kvæmt skýrslu nefndar um skatt- lagningu vaxtatekna sem skilaði áliti í október 1993. Þá var reiknað með að skattstofninn væri um 170 milljarðar, vaxtatekjur af þeim væru um 12 milljarðar (miðað við 7% nafnvexti) og síðan væri tekinn tíu prósenta skattur af þeim tekjum. Bæði Guðmundur og Sigurður sögðu að kostnaðurinn við inn- heimtu skattsins yrði minni ef hann væri lagður á sem eignaskattur á sparnað í stað þess að skattleggja vexti. Þannig sícattheimta yrði ein- faldari -en ónákvæmari og óvíst hvort hún svaraði kröfum þeirra sem vildu vaxtaskatt. SEIKO KINETIC - TÆKNI NYRRAR ALDAR Seiko Kinetic úrin veita innsýn í tækni NÝRRAR ALDAR. í BEIKO KlNETIC ÚRONUM ER ÖRSMÁ AFLSTÖÐ SEM NEMUR JAFNVEL MINNSTU HREYFINGU OG UMBREYTIR HENNI í RAFBOÐ. ÓSKEIKUL GJUARTZ NAKVÆMNI BYGGÐ Á HREYFIORKU í STAÐ RAFHLAÐNA. KlNETIC TÆKNIN ER BYLTING í FRAMLEIÐSLU Á ÚRUM SEM EYKUR ENN Á TÆKNIFORSKOT SEIKO. FORTÍÐIN VAR í RAFHLÖÐUM. IN LIGGUR í KlNETIC. TÍMAMÓTAÚR VIÐSKIPTI h'f~ Verðmyndun ■ f'- £ . á innfluttum bjór IJo JSSH; með og án 35% ' y verndartolls i -f M \ i lj Verðið er miðað við 24 dósir (47,3 cl) V- íí- : J j Með 35% Án 35% t 1 || - f( verndar- verndar- tolli tolls Fob-verð Kr. 511 Kr. 511 Flutningsgjald 96 96 Tryggingar (1,1 %) 7 7 Cif-verð í Reykjavík 613 613 Verndartöllur (41,55%, verður 6,55%) 251 40 Heildsöluverð 855 654 Álagning ÁTVR 384 294 Áfengisgjald* 1.683 1.683 Skilagjald 122 122 Virðisaukaskattur 3.044 2.752 Samtals 746 674 Verð til neytanda 3.789 3.427 Verð hver 0,5 I 167 151 Áfengisgjáld: Styrkleiki bjórsins mínus styrkleiki pilsners, 4,8% 2,25% = 2,55%. 2,55 x 58,10 x magn. Afram verður lagður á 6,55% skattur á innlenda og erlenda framleiðslu. Verð er nú 950 kr. hver kippa en lækkar í 840 kr. eftir afnám verndartollsins á næsta ári. H*mfld: Budlvásef umtoðið Horfur á verðlækkun á innfluttum bjór HORFUR eru á að verð á innflutt- um bjór muni lækka nokkuð frá og með 1. apríl nk. nái frumvarp fjár- málaráðherra um afnám einkaleyfis ÁTVR til að flyta inn áfengi fram að ganga. Frumvarpið felur í sér að sérstakur 35% verndartollur á innfluttan bjór falli niður en hann hefur verið í gildi frá því sala bjórs hófst hér á landi. Samkvæmt útreikningum Bud- weiser-umboðsins mun verð á 47,3 sentilítra dósum af Budweiser með 4,8% áfengisinnihaldi lækka um nálægt 11% við þessá breytingu. Er þá jafnframt tekið tillit tií geng- islækkunar dollars. „Mér sýnist að það verði hægt að reikna með um 11% lækkun þannig verð á hverri kippu færi úr 950 krónum í 840 krónur. Ef aðrar forsendur breytast ekki verður þetta niðurstaðan," sagði Magnús Jónasson, hjá Bud- weiser-umboðinu. Á meðfylgjandi töflu má sjá hvernig verðmyndun þessarar bjór- tegundar hefur verið og hver áhrif afnám verndartollsins verða. Flugfélög Flugmenn vilja selja Iberia Madríd. Reuter. FLESTIR starfsmenn spænska flug- félagsins Iberia greiddu atkvæði í gær, mánudag, um lækkun launa og fækkun starfsmanna, sem samn- ingar hafa náðst um, en flugmenn félagsins hafa hafnað áætluninni og leggja til að næstum því 60% véla félagsins verði seldar. Að auki vill félag flugmannanna, SEPLA, að hlutur Iberia í Aerolineas Argentinas og tveimur öðrum flug- félögum í Rómönsku Ameríku verði seldur. Iberia verði áfram undir stjórn ríkiseignarhaldsfélagsins Teneo og það komi í veg fyrir að erlendir fjárfestar taki við stjórn. Samkomulag það sem aðrir starfsmenn Iberia greiða atkvæði um gerir ráð fyrir að laun verði lækkuð um 3-15% og starfsmönnum fækkað um 3,500. Þótt flugmennirn- ir hafi hafnað samkomulaginu vona verkalýðsfélög að stuðningur við það fái stjórn Iberia til þess að breyta þeirri ákvörðun að neyða 5,200 starfsmenn til viðbótar að hætta. -----------» 4----- Spástefna í dag HIN árlega spástefna Stjórnunarfé- lags íslands verður haldin í þingsal 1, í Hótel Loftleiðum í dag kl. 14.00-17.30. Yfirskrift spástefn- unnar verður að þessu sinni „Sam- keppnisstaða á nýrri öld“. Aðalerindi Spástefnunnar flytur Rob Williamson, yfírmaður deildar í viðskipta- og iðnaðaráðuneyti Bret- lands sem fer með mál er varða bætta samkeppnisstöðu. Að loknu erindi Williamsons fjalíar Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, um stefnu um bætta samkeppnisstöðu. Hluthafar Loðskinns hf. neyta forkaupsréttar á hlutabréfunum sem Sláturfélag Suðurlands seldi Skinnaíðnaður eignast ekki hlut í Loðskinni Hluthafar Loðskinns hf. hyggjast nýta sér forkaupsrétt á 20% hlut í félaginu sem Sláturfélag Suður- lands seldi Skinnaiðnaði hf. í haust. Að sögn Birgis Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Loðskinns, viður- kenna hluthafarnir ekki það verð SPseagate Seagate® er skrásett vörumerki Seagate Technology Ine. Hágæðadiskar á betra verði SKIPHOLTI 17 -105 REYKJAVlK SlMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 sem Skinnaiðnaður greiddi fyrir hlutabréfin, enda hafi þárverið ann- að með í kaupunum. Því mun fara fram sérstakt mat á þessum bréfum, en Birgir sagði ljóst að Skinnaiðnað- ur myndi ekki eignast hlutafé í Loð- skinni. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu festi Skinnaiðnáður hf. á Akureyri kauþ á 20% hlut Sláturfé- lags Suðurlands í Loðskinni hf. á Sauðárkróki sl. háust. í kjölfarið leit- uðu forráðamenn fyrirtækisins eftir því við forráðamenn Loðskinns að iyrirtækin tvö sameinuðust, en tilboð Ákureyringanna var ekki samþykkt. Samhliða hlutafjárkaupunum samdi Skinnaiðnaður við Sláturfélag Suðurlands um kaup á gærum sem áður höfðu verið seld til Loðskinns. í haust varð mikil samkeppni milli fyrirtækjanna tveggja um þau loð- skinn sem til falla hér á landi og urðu lyktir þær að Loðskinn keypti skjnn erlendis frá. 44% af nafnverði Að.sögn Birgis keypti Skinnaiðn- aður hlutabréfín í Loðskjnni á verði sem nam 44% af nafnverði. „Þetta telja hluthafarnir sem ætla að nýta sér forkaupsréttinn, þ.e. Sauðár- króksbær og íslenska umboðssalan hf. auk smærri aðila, of hátt verð og því munu sérstakir matsmenn ákvarða rétt verð bréfanna." Bjarni sagði að þar sem forkaups- réttur bréfanna hefði ekki verið boðinn út eins og lög félagsins gerðu ráð fyrir þegar Sláturfélag Suður- lands seldi Skinnaiðnaði bréfin hefði síðarnefnda félagið þurft að bjóða hluthöfum Loðsjcinns forkaupsrétt. Nú lægi fyrir ákvörðun um að nýta hann. Óaðgengilegt tilboð Tilboð Skinnaiðnaðar um samein- ingu félaganna tveggja fól að sögn Birgis annars vegar í sér að Loð- skinn lagfærði eiginfjárstöðu félags- ins um allt að 65 milljónir, annað- hvort með aukningu hlutafjár og/eða með niðurfellingu skulda. „Þetta er alveg óframkvæmanlegt enda er fyrirtækið nýbúið að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu,“ sagði Birgir. Síðara atriðið í tilboði Skinnaiðn- aðar var að sögn Birgis um að við sameiningu uppfyllti hlutur Loð- skinns 25% í sameinuðu fyrirtæki. Gengið væri út frá því að innra virði eftir sameiningu yrði í lok ársins um 180 milljónir. „Við höfnuðum þessu." Við fjárhagslega endurskipulagn- ingu Loðskinns voru felldar niður skuldir upp á 200 milljónir auk þess sem hlutafé var aukið um fimmtíu milljónir. Birgir sagði að reksturinn hefði gengið vel á þessu ári og skuldir hefðu verið lækkaðar úr 370 milljónum í um 300 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.