Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Viðbrögð verðbréfasjóða við væntanlegum ijármagnstekjuskatti Gæti leitt til minni sparnaðar og hærri vaxta SKATTUR á fjármagnstekjur kann að leiða til hækkunar vaxta, draga úr sparnaði og beina íslensk- um ijárfestingum erlendis, að sögn Guðmundar Haukssonar, forstjóra Kaupþings. Sigurður B. Stefáns- son, framkvæmdastjóri Verðbréfa- markaðs íslandsbanka, sagði að framkvæmd álagningarinnar væri kannski meira áhyggjuefni en skatturinn sjálfur, þar sem hún yrði flókin og dýr miðað við þær tekjur sem skatturinn skilaði ríkis- sjóði. Ríkisstjórnin ákvað um helgina að stefnt skyldi að skattlagningu íjármagnstekna árið 1996 og skyldu þingflokkar og aðilar vinnu- markaðarins skipa nefnd til semja frumvarp um skattinn. Talsmenn verðbréfasjóða sögðu að sú ákvörð- un hefði ekki komið á óvart, því slík skattlagning tíðkaðist í flest- um öðrum löndum og hefði verið l í athugun hjá tveimur nefndum á núverandi kjörtímabili. Sigurður B. Stefánsson sagði að skattlagning fjármagnstekna væri gerð í nafni jafnréttis frekar en í þeim tilgangi að afla ríkissjóði tekna - þær yrðu ekki það mikl- - ar. í fljótu bragði teldi hann að skattlagning fjármagnstekna hefði : ekki í för með sér stórkostlegar breytingar, að hluta til vegna þess að yfirleitt væri reiknað með frí- tekjumarki, sem myndi hlífá stór- um hluta sparifjáreigenda við skattlagningu. „Aðaláhyggjuefnið er í raun og veru ekki skatturinn sjálfur heldur að framkvæmdin við álagninguna I vérði svo dýr að eftirtekjan verði ' rýr,“ sagði hann. ísland stæði illa að vígi miðað við aðrar þjóðir vegna þess að markaðurinn væri svo lítill að kerfið yrði óhjákvæmi- lega óhagkvæmara en hjá öðrum. Guðmundur Hauksson sagði aukið frelsi í fjárfestingu gæti valdið því að hún leitaði frekar erlendis þegar vextir væru ekki lengur skattftjálsir á Islandi. Helsta áhyggjuefnið væri hins veg- ar kannski áhrif skattsins á sparn- að. „Sparnaður á íslandi er það lítill borið saman við í öðrum lönd- um að það er verulegt áhyggju- efni, þannig að okkur fínnst að það sé ástæða til að hvetja til sparnað- ar með öllum ráðum en ekki að vinna gegn honum,“ sagði hann. Víða erlendis væri þróunin í þá átt að reyna að draga úr fjármagns- sköttum af þeim sökum. Skatttekjur 1.200 milljónir? Vaxtaskattur gæti skilað ríkis- sjóði um 400 milljónir króna á ári til að byija með og um 1.200 millj- ónum á ári í fýllingu tímans, sam- kvæmt skýrslu nefndar um skatt- lagningu vaxtatekna sem skilaði áliti í október 1993. Þá var reiknað með að skattstofninn væri um 170 milljarðar, vaxtatekjur af þeim væru um 12 milljarðar (miðað við 7% nafnvexti) og síðan væri tekinn tíu prósenta skattur af þeim tekjum. Bæði Guðmundur og Sigurður sögðu að kostnaðurinn við inn- heimtu skattsins yrði minni ef hann væri lagður á sem eignaskattur á sparnað í stað þess að skattleggja vexti. Þannig sícattheimta yrði ein- faldari -en ónákvæmari og óvíst hvort hún svaraði kröfum þeirra sem vildu vaxtaskatt. SEIKO KINETIC - TÆKNI NYRRAR ALDAR Seiko Kinetic úrin veita innsýn í tækni NÝRRAR ALDAR. í BEIKO KlNETIC ÚRONUM ER ÖRSMÁ AFLSTÖÐ SEM NEMUR JAFNVEL MINNSTU HREYFINGU OG UMBREYTIR HENNI í RAFBOÐ. ÓSKEIKUL GJUARTZ NAKVÆMNI BYGGÐ Á HREYFIORKU í STAÐ RAFHLAÐNA. KlNETIC TÆKNIN ER BYLTING í FRAMLEIÐSLU Á ÚRUM SEM EYKUR ENN Á TÆKNIFORSKOT SEIKO. FORTÍÐIN VAR í RAFHLÖÐUM. IN LIGGUR í KlNETIC. TÍMAMÓTAÚR VIÐSKIPTI h'f~ Verðmyndun ■ f'- £ . á innfluttum bjór IJo JSSH; með og án 35% ' y verndartolls i -f M \ i lj Verðið er miðað við 24 dósir (47,3 cl) V- íí- : J j Með 35% Án 35% t 1 || - f( verndar- verndar- tolli tolls Fob-verð Kr. 511 Kr. 511 Flutningsgjald 96 96 Tryggingar (1,1 %) 7 7 Cif-verð í Reykjavík 613 613 Verndartöllur (41,55%, verður 6,55%) 251 40 Heildsöluverð 855 654 Álagning ÁTVR 384 294 Áfengisgjald* 1.683 1.683 Skilagjald 122 122 Virðisaukaskattur 3.044 2.752 Samtals 746 674 Verð til neytanda 3.789 3.427 Verð hver 0,5 I 167 151 Áfengisgjáld: Styrkleiki bjórsins mínus styrkleiki pilsners, 4,8% 2,25% = 2,55%. 2,55 x 58,10 x magn. Afram verður lagður á 6,55% skattur á innlenda og erlenda framleiðslu. Verð er nú 950 kr. hver kippa en lækkar í 840 kr. eftir afnám verndartollsins á næsta ári. H*mfld: Budlvásef umtoðið Horfur á verðlækkun á innfluttum bjór HORFUR eru á að verð á innflutt- um bjór muni lækka nokkuð frá og með 1. apríl nk. nái frumvarp fjár- málaráðherra um afnám einkaleyfis ÁTVR til að flyta inn áfengi fram að ganga. Frumvarpið felur í sér að sérstakur 35% verndartollur á innfluttan bjór falli niður en hann hefur verið í gildi frá því sala bjórs hófst hér á landi. Samkvæmt útreikningum Bud- weiser-umboðsins mun verð á 47,3 sentilítra dósum af Budweiser með 4,8% áfengisinnihaldi lækka um nálægt 11% við þessá breytingu. Er þá jafnframt tekið tillit tií geng- islækkunar dollars. „Mér sýnist að það verði hægt að reikna með um 11% lækkun þannig verð á hverri kippu færi úr 950 krónum í 840 krónur. Ef aðrar forsendur breytast ekki verður þetta niðurstaðan," sagði Magnús Jónasson, hjá Bud- weiser-umboðinu. Á meðfylgjandi töflu má sjá hvernig verðmyndun þessarar bjór- tegundar hefur verið og hver áhrif afnám verndartollsins verða. Flugfélög Flugmenn vilja selja Iberia Madríd. Reuter. FLESTIR starfsmenn spænska flug- félagsins Iberia greiddu atkvæði í gær, mánudag, um lækkun launa og fækkun starfsmanna, sem samn- ingar hafa náðst um, en flugmenn félagsins hafa hafnað áætluninni og leggja til að næstum því 60% véla félagsins verði seldar. Að auki vill félag flugmannanna, SEPLA, að hlutur Iberia í Aerolineas Argentinas og tveimur öðrum flug- félögum í Rómönsku Ameríku verði seldur. Iberia verði áfram undir stjórn ríkiseignarhaldsfélagsins Teneo og það komi í veg fyrir að erlendir fjárfestar taki við stjórn. Samkomulag það sem aðrir starfsmenn Iberia greiða atkvæði um gerir ráð fyrir að laun verði lækkuð um 3-15% og starfsmönnum fækkað um 3,500. Þótt flugmennirn- ir hafi hafnað samkomulaginu vona verkalýðsfélög að stuðningur við það fái stjórn Iberia til þess að breyta þeirri ákvörðun að neyða 5,200 starfsmenn til viðbótar að hætta. -----------» 4----- Spástefna í dag HIN árlega spástefna Stjórnunarfé- lags íslands verður haldin í þingsal 1, í Hótel Loftleiðum í dag kl. 14.00-17.30. Yfirskrift spástefn- unnar verður að þessu sinni „Sam- keppnisstaða á nýrri öld“. Aðalerindi Spástefnunnar flytur Rob Williamson, yfírmaður deildar í viðskipta- og iðnaðaráðuneyti Bret- lands sem fer með mál er varða bætta samkeppnisstöðu. Að loknu erindi Williamsons fjalíar Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, um stefnu um bætta samkeppnisstöðu. Hluthafar Loðskinns hf. neyta forkaupsréttar á hlutabréfunum sem Sláturfélag Suðurlands seldi Skinnaíðnaður eignast ekki hlut í Loðskinni Hluthafar Loðskinns hf. hyggjast nýta sér forkaupsrétt á 20% hlut í félaginu sem Sláturfélag Suður- lands seldi Skinnaiðnaði hf. í haust. Að sögn Birgis Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Loðskinns, viður- kenna hluthafarnir ekki það verð SPseagate Seagate® er skrásett vörumerki Seagate Technology Ine. Hágæðadiskar á betra verði SKIPHOLTI 17 -105 REYKJAVlK SlMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 sem Skinnaiðnaður greiddi fyrir hlutabréfin, enda hafi þárverið ann- að með í kaupunum. Því mun fara fram sérstakt mat á þessum bréfum, en Birgir sagði ljóst að Skinnaiðnað- ur myndi ekki eignast hlutafé í Loð- skinni. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu festi Skinnaiðnáður hf. á Akureyri kauþ á 20% hlut Sláturfé- lags Suðurlands í Loðskinni hf. á Sauðárkróki sl. háust. í kjölfarið leit- uðu forráðamenn fyrirtækisins eftir því við forráðamenn Loðskinns að iyrirtækin tvö sameinuðust, en tilboð Ákureyringanna var ekki samþykkt. Samhliða hlutafjárkaupunum samdi Skinnaiðnaður við Sláturfélag Suðurlands um kaup á gærum sem áður höfðu verið seld til Loðskinns. í haust varð mikil samkeppni milli fyrirtækjanna tveggja um þau loð- skinn sem til falla hér á landi og urðu lyktir þær að Loðskinn keypti skjnn erlendis frá. 44% af nafnverði Að.sögn Birgis keypti Skinnaiðn- aður hlutabréfín í Loðskjnni á verði sem nam 44% af nafnverði. „Þetta telja hluthafarnir sem ætla að nýta sér forkaupsréttinn, þ.e. Sauðár- króksbær og íslenska umboðssalan hf. auk smærri aðila, of hátt verð og því munu sérstakir matsmenn ákvarða rétt verð bréfanna." Bjarni sagði að þar sem forkaups- réttur bréfanna hefði ekki verið boðinn út eins og lög félagsins gerðu ráð fyrir þegar Sláturfélag Suður- lands seldi Skinnaiðnaði bréfin hefði síðarnefnda félagið þurft að bjóða hluthöfum Loðsjcinns forkaupsrétt. Nú lægi fyrir ákvörðun um að nýta hann. Óaðgengilegt tilboð Tilboð Skinnaiðnaðar um samein- ingu félaganna tveggja fól að sögn Birgis annars vegar í sér að Loð- skinn lagfærði eiginfjárstöðu félags- ins um allt að 65 milljónir, annað- hvort með aukningu hlutafjár og/eða með niðurfellingu skulda. „Þetta er alveg óframkvæmanlegt enda er fyrirtækið nýbúið að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu,“ sagði Birgir. Síðara atriðið í tilboði Skinnaiðn- aðar var að sögn Birgis um að við sameiningu uppfyllti hlutur Loð- skinns 25% í sameinuðu fyrirtæki. Gengið væri út frá því að innra virði eftir sameiningu yrði í lok ársins um 180 milljónir. „Við höfnuðum þessu." Við fjárhagslega endurskipulagn- ingu Loðskinns voru felldar niður skuldir upp á 200 milljónir auk þess sem hlutafé var aukið um fimmtíu milljónir. Birgir sagði að reksturinn hefði gengið vel á þessu ári og skuldir hefðu verið lækkaðar úr 370 milljónum í um 300 milljónir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.