Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 35 LISTIR „ílát meðal annars“ MYNPLIST Gallcrí Fold MÁLVERK Sara Vilbergsdóttir Opið mánud.-laugard.l0-18 og sunnud. 14-18 til 18. desember. Að- gangur ókeypis SARA Vilbergsdóttir er aiin upp vestur við ísafjarðardjúp, og hefur frá upphafi verið ljóst að umhverfi hárra fjalla, opins hafs og þungir litir langrar vetrartíðar hafa haft mikil áhrif á þá myndsýn, sem birst hefur í verkum hennar. Á sýningu hennar í Gallerí FÍM fyrir þremur árum voru aðalviðfangsefnin farar- tæki og áfangastaðir, myndgerð þeirra drauma og ferðalaga sem gætu borið mann burt frá slíku umhverfi. En jafnframt var þar að finna keröld og kirnur, táknmyndir fábreytileikans í tilverunni, sem um leið er þó undirstaða þess sem við búum við. Listakonan hefur frá upphafi skapað sér persónulegan myndstíl, sem flestir listunnendur kannast við; þar ríkja dumbaðir litir yfír fá- breyttu myndefni, þar sem dreymin einangrun er helsta viðfangsefnið. Á þessari sýningu vinnur Sara enn með sama hætti, en meðhöndlun litanna hefur breyst nokkuð; þeir eru í mörg- um tilvikum hreinni en áður, og fyr- ir vikið verða myndirnar skarpari en fyrr. Viðfangsefnin eru sömuleiðis að nokkru önnur. Hið heimilislega (skálar, vasar, glös og flöskur) kem- ur nú enn frekar en áður fram sem mikilvægt efni; jafnframt hefur listakonan tekið að leita meira út á við, til fjallamynda, líkt og margir fleiri gera um þessar mundir. Þessi málverk eru þó unnin með nokkuð persónulegum hætti, og vísa um margt til þess umhverfis, sem hún LISTAKONAN við málverkið „Skálin sem grænkaði að lok- um“ (nr. 5). sprettur úr — há fjöll við strendur, skörð, haf og himinn — og eru frem- ur minni en staðarlýsingar, umvafin þoku og hlýju litanna, sem þau spretta fram úr. Samhliða því að myndefnin hafa þannig breyst hafa fletirnir sjálfir minnkað. Flest verkin á sýningunni eru í smærra lagi miðað við fyrri verk listakonunnar, og sum eru raunar örsmá. Því kann að koma á óvart að þessi stærð hentar mynd- efninu oft ágætlega, jafnvel þar sem unnið er út frá landslagsminnum, og nægir að benda á „Tilbrigði við landslag“ (nr. 13-16) í því samhengi. Á sýningunni nú eru há glös mjög áberandi í mörgum verkanna. Þau eru tæpast mikilvægt viðfangsefni sem ílát í sjálfu sér, en einfalt form þeirra gefur listakonunni tækifæri til ýmissa tilbrigða í notkun lita og skugga, þar sem rauð, brún, svört og hvít glös standa ein sér eða með belgvíðum vínflöskum eða öðrum íl- átum. í sumum vilvikum standa þau líkt og bautasteinar með tígulegt landslag í baksýn, eins og í „Fimm glös“ (nr. 18), en í öðrum verkum vísa mismunandi litir fremur til mis- munandi tíma, líkt og í nr. 20. Urvinnsla litanna er eins og fyrr segir nokkuð skarpari en oft áður, og má í því sambandi t.d. vísa til „I rauðri rnynd" (nr. 37), þar sem blæbrigði litarins eru einkar ríkuleg; í „Fjöllin mætast" (nr. 1) er sem lit himinsins sé hellt í hafið um það þrönga skarð, sem myndast af fjöll- unum tveimur, og haf og himinn samstillt í gegnum litinn. Loks má benda á myndir eins og „Skálin sem grænkaði að lokum“ (nr. 5) sem dæmi um fínlega úrvinnslu, í anda þess sem hefur einkennt verk Söru um nokkurn tíma. Sara Vilbergsdóttir vex af þessari sýningu; litaskali hennar er að skýr- ast og eftir því sem myndefnin verða fjölbreyttari, kemur í ljós að efnistök hennar gera sig með ágætum á breiðari vettvangi. Eiríkur Þorláksson Gróska í listínni á Bíldudal Bíldudal. Morgunblaðið. BALDUR hélt árshátíð sína laugar- daginn 3. desember sl. Þar var flutt dagskrá sem byggð er á verkum Jónasar Árnasonar. Leiknir voru tveir kaflar úr leikrit- unum Drottins dýrðar koppalogn og Deleríum Búbónis. Félagið hefur einu sinni áður leikið verk eftir Jónas, Skjaldhamra. Hljómsveit Ástvaldar Jónssonar sá um tónlistina í sýningunni en hún lék einnig á dansleik að sýningu lok- inni. Leikstjóri sýningarinnar var Oddur Björnsson. Hafliði Magnússon rithöfundur er að senda frá sér fimmtu bók sína, en hún heitir Gömul blöð frá Bíldu- dal 1903-1914. í bókinni eru greinar úr handskrifuðu blaði er félag nokk- urt á staðnum gaf út. í því voru m.a. greinar frá félagsmönnum og kennir þar ýmissa grasa, til dæmis gagnrýna menn leiksýningar á staðn- um, en þær voru mjög tíðar á þessum árum. Hafliði hefur áður sent frá sér fjór- ar bækur, þar á meðal Bíldudals grænar baunir og skáldsöguna Togá- rasaga með tilbrigðum. Hann hefur einnig samið leikþætti fyrir útvarp og leiksvið, smásögur og söngtexta. Leikfélag Akureyrar sýndi eftir hann leikritið Sabínu á sínum tíma. Landbúnaður skapar allt að 15.000 Þú færð 500 g stk. á iiKlÍIÍsv á íslandi atvinnu. Gerðu gott betra með jólasmjöri. Bvggir á gömlu, góðu framleiðslu- hefðunum. Ekki sprautusallað, rvruar því lítiö við suðtt. Marg- verðlaunað í íslensknm 02; norrænimi fagkcppnuin. ^óía HANGIKJÖTIÐ NOATUN Nóatúni 17 - Kleifarseli 18 Hringbraut 121 -Rofabæ 39 Laugavegi 116 Hamraborg - Fururgrund 3 og Þverholti 6, Mosfellsbæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.