Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 51 Elsku Guðný, Hilmar og Runólf- ur. Guð blessi ykkur og verndi. Munið að þið eigið hvert annað. Ykkar, Kristín Kjartansdóttir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Hún frænka mín er dáin eftir langa baráttu við „krabbann“, þann óvin sem fæstir sigra en ósigrinum tók hún aldeilis hetjulega löngu áður en hún sofnaði svefninum langa í faðmi barna sinna. Margar minningar á ég góðar frá Eygló frænku minni, þá sérstaklega frá heimili hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar, hans Bússa míns, minningar frá bamaboðum, jólaboðum og heimsóknum á Bolla- götuna og svo seinna á Fálkagötu. Þessar minningar mínar spanna allt frá því er ég sjálf var bam og svo þegar ég komst á „barnapíu- “aldurinn gætti ég stundum barn- anna fyrir þau. Gaman var að fletta mörgum stórum myndaalbúmum, og einnig að skoða og lesa bækurn- ar frá liðnum öldum. Stundum var ekki laust við að myrkfælni gripi um sig eftir lestur af hrikalegri frá- sögn sem þessar bækur geyma margar. Eygló elskaði börn og sá alltaf eitthvað bráðfyndið og fallegt í fari hvers barns og var svo sannarlega hægt að gráta úr hlátri með henni þegar hún benti á spaugilegu hlið- arnar eða var til frásagnar af barni. Elsku Hilmarsdætur missa nú góða og skemmtilega ömmu. Frænka mín tók ekki öllum og þótti sumum hún fráhrindandi og merkileg, en við sem þekktum hana vitum að hún var góð og blíð, raun- góð var hún þeim sem þurftu, en vildi sjálf fremur sjaldan vera upp á aðra komin, eins og að vilja ekki vera á spítala eftir að hún veiktist, heldur vildi hún vera heima. Það gat hún með góðri heimahjúkrun, sem henni fannst óþörf í fyrstu en síðast og ekki síst fyrir dugnað og elsku Guðnýjar dóttur sinnar sem yngst er af þremur börnum Eyglóar og Bússa, og elsku Gunnar minn haf þú Guðs blessun og þökk fyrir þína umönnun og hjálp við þær mæðgur. Þótt við sjáumst oftar eigi undir sól, er skín oss hér, á þeim mikla dýrðardegi Drottins aftur fínnumst vér. (V. Briem) Með þessu sálmaversi kveð ég elskulega frænku með söknuði. Elsku Guðný mín, Hilmar og Runólfur, Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg ykkar og hjálpi ykkur að horfa fram á veginn með góðar minningar um móður. Þess biður ykkar Ásta frænka. Nú legg ég aftur aupn mín, en öndin hvarflar, Guð, til þín, þinn almáttugan ástarvæng lát yfirskyggja mína sæng. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. Að rísa upp í heimi hér með hverri sólu kenn þú mér, svo líta fái ég ljósið þitt, er lífgar Jesús duftið mitt. (M. Joch.) Samúðarkveðjur. Guðrún Elín og Ásta Rut, Danmörku. Eftirmæli enginn fær ástúðlegri þínum: að þú lifðir ölium kær, uns þú hvarfst þeim sýnum. (Páll Ólafsson) Okkur langar í örfáum orðum að minnast konu, konu sem var okkur kær. Eygló kynntumst við ungar að árum í gegnum Guðnýju dóttur hennar og nána vinkonu okkar. Eygló skilur eftir sig góðar minningar í huga okkar. Með henni áttum við margar ljúfar samveru- stundir þar sem við ræddum saman eins og fjórar góðar vinkonur, við stelpurnar og Eygló. Hún spjallaði við okkur eins og jafningja sína, sama hvert málefnið var. Hún miðl- aði okkur af þroska sínum og reynslu og veitti af hlýju sinni. Eygló tók gjarnan þátt í þeim veislum sem Guðný hélt fyrir vina- hóp sinn. Yfirleitt kom Eygló sér þá fyrir inni í eldhúsi til að láta sem minnst fyrir sér fara, en sjaldnast gekk það eftir; í eldhúsinu varð þröng á þingi þar sem vinir Guggu kepptust við að ná athygli hennar. Elsku Guðný okkar hefur mikið misst; Eygló var ekki aðeins móðir- in, hún var jafnframt hennar besta vinkona. Eygló var alltaf nærri fyr- ir Guggu sína, þær bjuggu saman og áttu fullkominn trúnað og traust hvor annarrar. Sá félagsskapur veitti þeim gleði og vellíðan. Síðustu mánuðir hafa verið erfið- ir í baráttu við óvinnandi sjúkdóm. En Eygló var alltaf sjálfri sér lík, ósérhlífin, stolt og sterk. Óbilandi dugnaður var svo einkennandi fyrir hana. Þær mæðgur héldu í vonina fram á síðustu stundu og Eygló naut stuðnings og þrautseigju Guðnýjar sólarhringana út í sjúkra- legu sinni. Baráttan var ströng og vonin var sterk. Nú nýtur Eygló friðar og blessunar, þjáningar hafa verið linaðar. Elsku Gugga, missirinn er mikill og ótímabær og söknuðurinn níst- andi sár. Vertu minnug þeirra orða Spámannsins sem við þekkjum svo vel þar sem segir að gleðin og sorg- in ferðist saman, þær eru hvor sín hliðin á sama pening. Við kynn- umst ekki sorginni nema hafa þekkt gleðina. Minningarnar sem móðir . þín skilur eftir sig lifa og ljós þeirra skín skært henni til dýrðar. Líkt og þú hefur stutt og styrkt móður þína mun hún veita þér styrk til að takast á við söknuðinn. Við vottum sonum Eyglóar, Hilmari og Runólfi og fjölskyldum þeirra, móður hennar, Gunnari vini hennar, svo og öðrum aðstandend- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum fyrir huggun og styrk þeim til handa. Við vinkonurnar kveðjum Eygló hinstu kveðju með þökkum fyrir þær góðu minningar sem hún skilur eftir sig í okkar huga. Gróa Halla og Anna Birna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.