Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
SNJOFLOÐIÐ IOLAFSVIK
63 íbúar rýmdu hús sín eftir að sirjóflóð féll í Ólafsvík í fyrrinótt
Konu og barni hjálpað
Morgunblaðið/Alfons
BJÖRGUNARSVEITARMAÐUR aðstoðar konu með ungt barn við að komast úr húsi sínu við Ennisbraut í fyrrinótt í slæmu veðri.
Björgunarmenn þurftu að moka snjó frá húsinu til að konan og barnið kæmust út.
Eyðilegging blasti
við í allri efri álmunni
Snjóflóð féll á heilsu-
gæslustöðina
í Ólafsvík í fyrrinótt,
olli miklu tjóni og hrakti
fjölda Ólafsvíkinga af
-----------------------3------
heimilum sínum. Omar
Friðriksson fór til Ól-
afsvíkur í gær og
kynnti sér afleiðingar
snjóflóðsins.
SEXTÍU og þrír Ólafsvíkingar
þurftu að yfirgefa hús sín í vonsku-
veðri í fyrrinótt eftir að snjóflóð
féll á heilsugæslustöðina. Lögregla
og björgunarsveitarmenn aðstoð-
uðu fólkið. íbúar einbýlishúsanna
fengu að snúa aftur til heimila
sinna um kl. sex í gærmorgun,
eftir að almannavarnanefnd hafði
metið ástandið á svæðinu, en yfir-
vofandi snjóflóðahætta var talin
enn til staðar við fjölbýlishúsin í
allan gærdag og var svæðið lokað
allri umferð. Þá var leikskóli sem
stendur nokkru neðar lokaður í
gær.
Óvíst er hvenær 28 íbúar íjölbýl-
ishúsanna fá að snúa aftur til heim-
ila sinna en þeim var leyft að fara
heim og sækja nauðynlegustu hluti
á milli kl. 20 og 22 í gærkvöldi.
Einnig var unnið að björgun tækja
og búnaðar úr heilsugæslustöðinni
eftir að snjóflóðafræðingur og full-
trúar í almannavarnanefnd höfðu
iagt mat á aðstæður í gærdag.
íbúarnir voru allir fluttir í félags-
heimilið í Ólafsvík um nóttina þar
sem þeir voru skráðið niður en að
því loknu fengu margir húsaskjól
hjá vinum eða ættingjum en tvær
fjölskyldur fengu inni í gistiheimili
í Ólafsvík.
I sem
Snjóflóðið
úr Tvísteinahlíð á
Heilsugæslustöðina
r- Prnm
í ■ í - • 4
Z/vH ".v/
Fjölbýlishúsin við
Engihlíð sem
vorurýmd
Morgunblaðið/Júlíus
KRISTJÁN Guðmundsson
rekstrarsljóri og Sigurður
Baldursson heilsugæslulækn-
ir virða fyrir sér eyðilegging-
una á göngum heilsu-
gæslustöðvarinnar í gær.
Kristján Guðmundsson,
rekstrarstjóri heilsugæslustöðvar-
innar, hafði verið á ferð í stöðinni
skömmu áður en snjóflóðið féll í
fyrrakvöld. Laust fyrir kl. hálf eitt
um nóttina lét öryggisgæslufyrir-
tækið Securitas í Reykjavík hann
vita að viðvörunarkerfi í stöðinni
sem var tengt eftirlitsstöð Securit-
as í Reykjavík hefði gert viðvart
um að eitthvað væri að og fór
Kristján þá strax uppeftir. Sagðist
hann í fyrstu hafa haldið að snjó
hefði fennt inn um opinn glugga
en þegar inn var komið blasti eyði-
legging við í allri efri álmu húss-
ins. Útveggirnir höfðu staðið snjó-
flóðið af sér en flóðið fór inn um
glugga og lagði tæki og búnað í
rúst og fyllti herbergi í álmunni.
Morgunblaðið/Kristinn
SNJÓFLÓÐIÐ féll úr brattri hlíð sem er um 140 metra há fyr-
ir ofan heilsugæslustöðina og flæddi inn um glugga stöðvarinn-
ar. Heilsugæslustöðin stendur næst brekkunni en t.h. eru fjölbýl-
ishúsin þrjú sem standa á hættusvæði og hafa verið rýmd. Mik-
ill snjór er enn á þessu svæði og sprungur sáust í stórri spjó-
hengju efst í brekkunni.
Milliveggir höfðu hrunið og klæðn-
ingar úr lofti.
Tæki á tannlæknastofum og
endurhæfingastöð ónýt
„Þetta var mjög dýr búnaður.
Þarna voru tvær tannlæknastofur
og aðstaða til endurhæfíngar fyrir
sjúkraþjálfara. Þetta var allt á kafi
í snjó. Ég ímynda mér að tjónið
gæti verið á annan tug milljóna.
Það hefur hins vegar ekki verið
kannað hvort veggir hafa sprungið
á sjálfri stöðinni,“ sagði hann.
„Þetta mun lama alla starfsemi
stöðvarinnar en það verður unnið
að því hröðum höndum að koma
læknisþjónustunni í gang á ný en
það er alveg fyrirsjáanlegt að það
verður engin starfsemi í efri álmu
hússins,“ sagði Kristján.
Stefán Garðarsson, bæjarstjóri í
Ólafsvík og formaður almanna-
varnanefndar, sagði að sér væri
ekki kunnugt um af hverju heilsu-
gæslustöðinni var valin þessi staður
þrátt fyrir að þar hefði fallið snjó-
flóð þegar hún var í byggingu
1984.
„Það er snjóflóðagirðing fyrir
ofan heilsugæslustöðina, sem sett
var upp fyrir nokkrum árum, og
menn hafa alltaf haft beyg af því
að þama gæti fallið snjóflóð en
samt held ég að menn hafi ekki
viljað trúa því að það næði niður á
heilsugæslustöðina,“ sagði Stefán.
Hann sagði einnig að heilsu-
gæslustöðin yrði tvímælalaust end-
urbyggð og notuð áfram.
Kristín
Þórarinsdóttir
Heyrði
drunur
„ÉG heyrði einhveijar drunur
um klukkan hálf eitt. Um klukku-
stund síðar var haft samband við
okkur og við beðin um að rýma
íbúðina," segir Kristín Þórarins-
dóttir, sem býr ásamt syni sínum
Helga Hjelm, í fjölbýlishúsi sem
stendur við Ennishlíð næst snjó-
flóðinu sem féll í Ólafsvík í fyrri-
nótt.
Kristín sagði að allir íbúar
hefðu haldið ró sinni og ekki
hefði orðið vart hræðslu vegna
snjóflóðahættunnar í fyrrinótt .
en menn hefðu þó beðið í mikilh
óvissu í félagsheimilinu þar sem
íbúarnir söfnuðust saman.
Seinna um nóttina fóru Kristín
og Helgi svo á heimili dóttur
Kristínar í Ólafsvík. Þar bíða þau
eftir að almannavarnanefnd af-
lýsi hættuástandi við Ennishlíð.
Haukur
Barkarson
Ótti greip
umsig
HAUKUR Barkarson býr með
konu og eins og hálfs árs gam-
alli dóttur í fjölbýlishúsi við
Engihlíð 22 sem stendur skammt
frá heilsugæslustöðinni. Haukur
segist ekki hafa orðið var við
snjóflóðið en um kl. tvö hafi ná-
granni þeirra bankað upp á hja
þeim og tilkynnt að rýma ætti
blokkina vegna snjófióðahættu.
„Ég vakti konuna og svo fórum
við öll upp til nágranna okkar
þar sem við biðum eftir ákvörðun
björgunarsveitarmanna. Lög-
reglan ók okkur svo inn í félags-
heimilið þar sem allir söfnuðust
saman og voru nöfn allra skráp ^
niður. Þetta gekk fljótt fyrir sig,
sagði hann. , .
Haukur sagði að nokkur otti
hefði gripið um sig, þar sem
menn hefðu minnst atburðanna
á Vestfjörðum. „Maður bjost ekk-
ert við þessu. Það var snælduvit-
laust veður og maður vissi ekk-
* . ! 1. fnnvi “ CíKTlll