Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 13 . > > I > > I > > > i > > > Þ I I I I I LANDIÐ Kennarar við loðnu- vinnslu NOKKRAR atvinnulausar konur innan verkalýðsfélagsins Arvakurs á Eskifirði hafa kvartað við félagið vegna þess að kennarar í verkfalli hafa verið teknar fram yfir þær til vinnu við loðnuvinnslu hjá Hrað- frystihúsi Eskifjarðar. Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvakurs, sagðist hafa rætt þetta við forráðamenn fyrirtækisins og það væri sitt mat að félaginu væri ekki stætt á því að krefjast þess að kennararnir vikju úr vinnu fyrir þeim sem væru á atvinnuleysisskrá. Mál þetta snýst öðrum þræði um að Hraðfrystihús Eskifjarðar kaus að ráða karlmenn í vinnu frekar en konur. Konurnar, sem unnu við rækjuvinnslu hjá fyrirtækinu áður en loðnuvinnslan hófst, telja sig hins vegar hafa fengið loforð um að þær gengju fyrir í vinnu þegar loðnuvinnslan hæfist. Þessi fyrirheit voru háð því skilyrði að þær létu verkstjóra vita af því ef þær óskuðu eftir vinnu, en þetta skilyrði munu þær ekki hafa uppfyllt. Kennarar og nemendur hafa unn- ið við loðnuvinnslu víðar á landinum án þess að það hafi valdið deilum, að því er vitað er. Hjá Granda í Reykjavík var tekin sú ákvörðun að láta fólk á atvinnuleysisskrá ganga fyrir vinnu við loðnuvinnslu og að engir kennarar eða nemendur yrðu ráðnir til starfa. -----» ♦ ♦ För eftir 13-15 millj- óna ára gamla trjáboli ísafirði - „Þetta eru 20-30 cm för eftir gamla trjáboli og eru að öllum líkindum 13-15 milljóna ára göm- ul. Tijábolirnir hafa kolast af hita og þrýstingi og síðan horfið með tímanum og eftir standa þessi för. Það hefur örlað á þessu öðru hvoru við gerð ganganna og er dreift jafnt yfir göngin“, sagði Björn A. Harð- arsson, jarðfræðingur og eftirlits- maður Vegagerðar ríkisins með jarðgöngunum undir Breiðadals- og Botnsheiði, aðspurður um þau för sem sést hafa í berginu, en talið er að þau séu eftir risafuru. „Það er ekki mikið um þetta hér, það var miklu meira um þetta fyrir norðan, í Múlagöngunum og þar var einn tijábolanna til staðar í gatinu. í surtarbrandslaginu fremst í Botnsdalsgöngunum sáust alveg greinilega för eftir kolaðar gróður- leyfar, runnagróður og fleira, en það hefur verið minna um þetta inni í göngunum sjálfum," sagði Björn. -----♦ ♦ ♦----- • • Oræfingar misstu af „Gettu betur“ Oræfum - Rafmagnsstaur brotnaði í raflínunni á Breiðamerkursandi á föstudagskvöld og varð af þeim sökum rafmagnslaust í þremur sveitum í Skaftafellssýslu. Raf- magnið komst ekki á fyrr en á laug- ardagsmorgun. Ástæða þess að staurinn brotnaði var mikið hvassviðri. Straumleysið olli miklum vonbrigðum meðal sveitunga þeirra þriggja sveita, sem urðu rafmagnslausar, þar sem sjón- varpa átti þættinum „Gettu betur" þar sem nemendur í Framhalds- skóla Austur-Skaftafellssýslu kepptu við nemendur Menntaskól- ans í Reykjavík. Því gátu menn Morgunblaðið/Árni Helgason FLÓABÁTURINN Baldur á siglinu fram og aftur í höfninni í Stykkishólmi til að reyna að koma lagnaðarís úr höfninni. Lagnaðarís í höfn- inni í Stykkishólmi Stykkishólmi - Veturinn hefur sýnt kaldar hliðar hér í Stykkis- hólmi eins og á fleiri stöðum á íslandi. Það hefur varla komið hláka frá því um áramót. Víð slík- ar aðstæður kemur oft ís í höfn- ina í Stykkishólmi og veldur erfið- leikum fyrir báta að sigla inn og út úr höfninni. Það hefur komið sér illa fyrir ígulkerabátana og hafa þeir marga daga í febrúar og mars ekki komist til veiða sökum íss. ísinn í Stykkishólmi kemur eink- um innan úr Hvammsfirði í hvass- viðri. Fyrir nokkru var Flóabáturinn Baldur fenginn til að bijóta ísinn í höfninni og koma honum á hreyfingu til að straumar bæru hann í burtu. Hefur það skilað árangri en höfnin oft fljótlega lokast aftur. Þetta er ástand sem sjómenn í Stykkishólmi þurfa oft að búa við. Guojon Guomunclsson BETRA ÍSLAND Guðlaugur Pór Þóröarson Davíð Oddsson forsætisráðherra efnir til almennra stjórnmálafunda á Vesturlandi á miðvikudag og fimmtudag. Borgames Miðvikudaginn 22. mars á Hótel Borgarnesi kl. 20.30. Fundarstjóri verður Guðlaugur Þór Þórðarson. Snæfellsbær Fimmtudaginn 23. mars í Félagsheimili Ólafsvíkur kl. 20.30. Fundarstjóri verður Páll Ingólfsson. Að lokinni ræðu mun Davíð sitja fyrir svörum ásamt efstu rnönnum á lista Sj álfstæ ðisflo kksins í kjördæminu. Sturla Böðvarsson Allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.