Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 43 Siggi dósent. Það er ekki hægt að skrifa ör- stutta kveðjugrein um kæran vin minn, Sigga dósent, því ef ég ætti að gera lífí hans einhver skil þyrfti heila bók. Svo sérstætt var líf hans — og svo sérstæður maður var hann. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Jónsdóttir, hjúkrunarkona, og Sigurður Einarsson, alþingis- maður og dósent í guðfræði — síð- ar prestur í Holti undir Eyjafjöllum. Þegar Sigurður Örn var á þeim aldri sem talinn er viðkvæmastur slitu foreldrar hans samvistir. Tvær alsystur átti hann, báðar eldri, en hann, Hjördísi og Gunnvöru Braga. Hann ólst upp hjá móður sinni, þó mun hann hafa dvalist í sveit á Oddgeirshólum í Flóa á sumrum og einn eða tvo vetur. Hann var á Reykjaskóla- í Hrútafirði, þar eign- aðist hann vini sem voru alla ævi vinir hans. Sigurður bar alla tíð hlýjar rómantískar tilfinningar til skólans og skólasystkina sinna þar. Við kynntumst fyrst í fangahúsi í Siglufirði sumarið 1946, ég var þar lögregluþjónn. Þegar ég kom eitt sinn inn í anddyri fangahússins þá voru þrír lögregluþjónar að glíma við einhvem kornungan mann. Þarna voru háreysti og stympingar. Þá tók ungi maðurinn skyndilega upp fulla koníaksflösku og kastaði henni í gólfíð svo hún mölbrotnaði: „Nú er það allt í lagi,“ sagði ungi maðurinn. „Þið getið ekki stolið henni og sagt svo á morgun fyrir rétti, að ég hafí enga flösku verið með!“ Eg heimsótti Sigurð svona 2 stundum síðar um nóttina með heitar pylsur og mjólk. Mig langaði að kynnast þessum ljónfríska unga manni. Fyrstu pyls- una fékk ég beint í andlitið. Eftir það átum við saman pylsur drykk- langa stund. Eftir þessa nótt var koníaksilmur í fangahúsinu það sumar allt. Frá þeirri stundu urðum við Sig- urður vinir. Sigurður hefur verið u.þ.b. 16 ára þegar þetta var. Ein- hveija daglaunavinnu mun hann hafa stundað hér og þar — en Bakkus konungur hafði greinilega tekið af honum völdin. Síðan fór hann í siglingar út í heim, nokkur ár að mig minnir. . Seinna ræddi hann við mig að veturnir hefðu oft verið kaldir að sigla í „Finnska flóanum“ í kröpp- um sjó. „Það versta var hvað ég var oftast illa klæddur." Ætli megi ekki nota orð skáldsins: „og vínið drakk í margri ljótri krá“. Þegar Sigurður kom heim fór hann fljót- lega að vinna hjá Rafmagnsveitum ríkisins og var loftlínumaður vítt og breitt um landið. Þetta var harð- vítugur vinnuflokkur. En í flókinni tengingavinnu við erfiðar aðstæður var Sigurður hreinn snillingur, þar átti hann frama vísan. En Bakkus greip aftur inn í. Á þessum árum kvæntist Sigurður Vilborgu Andr- ésdóttur. Þau eignuðust einn son, Hilmar Þór, og sambúð þeirra varði um þriggja ára skeið. En Sigurði bar ekki gæfu til áframhaldandi sambúðar, Bakkus konungur hel- tók hann á ný. Ég átti nokkurn hlut að máli þegar Sigurður réð sig til einnar stærstu skipasmíðastöðvar Svíþjóð- ar, Kockum. Þar vann hann nokk- urn tíma við góðan orðstír. Svo var brunamálastjórastaða auglýst hjá fyrirtækinu og það varð að þreyta samkeppnispróf. Sigurður sótti um stöðuna og tók prófið. Allir vissu að hann var langefstur á þessu prófi og voru þó tæknifræðingar og tæknimenntaðir menn meðal umsækjenda. Hann var ekki ráðinn í starfið heldur sagt upp hjá fyrir- tækinu. Nokkru seinna fóru íslend- ingar að streyma heim frá Svíþjóð, en þeir áttu eftir að gera skatt- skýrslu hér heima og senda til Sví- þjóðar. Ég réð Sigurð Örn í hálfan mánuð til að annast þessi skatt- framtöl. Þau stóðust öll og íslensk- ir lögfræðingar komu margir til að fá hjálp Sigurðar sem hann veitti og það var eins og hann hefði unn- ið á sænskri skattstofu i mörg ár. Hér starfaði hann svo á stórvirkum vinnuvélum um nokkurt skeið, aðallega hjá Véltækni. Þessar vélar sem var ekki á allra færi að eiga við léku í höndum Sigurðar: „Betri þóttu handtök hans heldur en nokk- urs annars manns.“ Eitthvað um þetta leyti flutti Sigurður til Svíþjóðar og gerðist bóndi á Skáni, gárungarnir sögðu að þar hefði hann verið kosinn í hreppsnefnd (a.m.k. „gegndi hann nokkrum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína“) en Bakkus var ekki fjarri. Upp úr þessum tíma kom hann heim okkur vinum hans til ánægju og fannst okkur Bakkus væri sigraður. Hann fór m.a. ásamt 2-3 félögum sínum í skóla til að halda fyrirlestra. Áheyrendur hans hafa sagt mér að aldrei hafi þeir heyrt áhrifaríkara tal. Þeir félagar báðu menn aldrei um að drekka ekki áfengi, heldur lýstu lífi of- drykkjumannsins og sviptu róman- tíkinni af brennivíninu. Þeir sögðu mér að það hafi verið stórkostlegt þegar þeir höfðu farið með ljóð um áfengi og síðan lýsingu hvernig væri að vakna kaldur og timbraður. Þegar hann kom heim úr einni ferðinni beið hann eftir starfí sem hann hafði fengið ákveðinn ádrátt um að hann fengi hér. Sennilega hefur biðin sprengt hann, því einn daginn seldi hann ný húsgögn sín og flaug til Kaupmannahafnar. Eftir þetta hafði hann ekki fasta búsetu á íslandi, við tók nokkurra ára drykkja í Danmörku. En Sig- urður vaknaði aftur til lífsins og hóf að reka heildverslun í Dan- mörku. Hann flutti nokkra skips- farma af sænsku grjóti til íslands. Það var heppilegt vegna malbiks- ins. Timbur og alls konar viðskipti stundaði hann milli Evrópulanda. Þetta blómstraði í höndunum á Sig- urði, þama loks virtist Bakkus sigr- aður. Þetta var allt í blóma, hug- kvæmni Sigurðar var ótrúleg, m.a. var hann túlkur íslendinga sem versluðu við Pólland, hann var ótrú- legur málamaður. En Sigurður Öm gleymdi einu í fyrirtækjarekstri sínum, það að hafa ekki sjálfur fjármálin. Hann gerði meðeiganda sinn að gjald- kera og prókúruhafa og fé sem fyrir löngu var búið að leggja fyr- ir til að greiða reikninga reyndist ekki hafa verið notað rétt, gjald- kerinn hafði haft sameiginlegan ijárhag með fyrirtækinu, og ekki meir um það. Skyndilega stóð Sig- urður uppi með blómstrandi fyrir- tæki í mínus og hann gat forðast gjaldþrot með því áð taka á sig skuldir. Hann bjargaði því, hann starfaði sem sölumaður og kynn- ingarfulltrúi hjá hugvitsmönnum. Sigurður kom síðustu árin til íslands og vann þá títt hjá Flug- málastofnun. Gunnvör Braga, systir Sigurðar, og Björn, maður hennar, og öll fjölskylda þeirra reyndust Sigurði vel á erfiðum stundum og þær vom margar. Það var oft unun að fá Sigurð í heimsókn fyrr á árum og alltaf voru fagnaðarfundir þegar við hjón hittum Sigurð hér eða í Kaup- mannahöfn. Hann reyndist dóttur okkar einstaklega vel og dætrum hennar. Var sem sannur vinur á erfíðum tímum. Þær gráta hann allar. Ég reyndi töluvert til að fá Sig- urð til starfa í Dagsbrún. Það gekk ekki nógu vel, hann var þó í trúnað- arráði í tvö til þijú ár, en tvisvar til þrisvar sinnum þegar verulega reyndi á þá var hann við hlið mér og það munaði um það. Mér er til efs að ég hafi þekkt mann um ævina sem hafði jafnmikla hæfi- leika til brunns að bera bæði and- lega og líkamlega sem Sigurður. Faðir hans þótti á yngri árum með snjöllustu ræðumönnum landsins. Ég hafði alltaf þá trú að Sigurður byggi yfir þeirri gáfu líka en hann var spar á slíkt. Þó hef ég heyrt minnst á tvær, þijár stuttar ræður sem hann hélt; þær voru öllum sem heyrðu ógleymanlegar. Sigurður verður ekki grátinn úr Helju og sjálfur hefði hann ekki viljað það, ef ég þekkti hann rétt, að láta grát og sút fylgja útför sinni. Við skulum því minnast hans sem hins káta og góða félaga og vinar. Það er að birta í lofti og senn kemur maísólin. Guðm. J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar. Hvem á fætur öðrum úr hópi samferðamanna æskunnar kallar nú guð til sín. Oft finnst mér, að þeir fari fyrstir, sem mest eftirsjá er að. Sigurður Örn bjó tugi ára í Kaupmannahöfn. Þar voru þeir um tínia mjög samferða nafnarnir Sig- urður Öm og Sigurður Þorláksson, listmálari. Málarinn tók sér lista- mannsheitið ZETÓ. Til aðgreining- ar í umtali kunnugra um þá nafna var þá Sigurður Öm stundum kall- aður „Dósent“. Hrepptu þeir mis- jöfn veður um tíma en hlekktist aldrei alvarlega á, enda samhentir um skipstjórn og kunnu vel til verka. Sigurður Örn var glæsimenni að vallarsýn og vitsmunum, hraður og kvikur og átti létt um hlátur. Honum var eðlislæg virðuleg fram- ganga. Hann var stundum svo skjótráður, að eftir var tekið. Ég minnist þess, er við sátum við borð uppi á pallinum á Langa- barnum í Áðalstræti. Komu þeir Sigurður Bjarnason frá Vigur og Einar Ásmundsson, þá ritstjórar Morgunblaðsins. Hyggjast þeir ræðast við yfír tebolla. Kemur þjónusta að vörmu spori til að taka pöntun hjá gestunum. Lá stúlkunni einkennilega hátt hvellur rómur. Sjáum við strax og heyrum, kunn- ugir menn, að ný stúlka er komin í starfsliðið. Nú verður að geta þess, að á þessari kaffístofu, eins og öðrum, sem þeir félagar Silli og Valdi ráku, var ekki selt áfengi. Lá reyndar blátt bann við allri meðferð þess. Varð fljótlega ljóst, að nýliðanum höfðu verið kynntar starfsreglum- ar, því þegar Sigurður, ritstjóri og alþingismaður, pantaði te, svaraði stúlkan að bragði, að þarna væri bannað að blanda. Undrunar- svipurinn á Sigurði bar þess greini- legan vott, að hann skildi ekki málið. Ég er ekki frá því að þykkn- að hafi í Einari. Lofaði þessi þróun góðri tilbreytingu fyrir fastagesti. Stendur þá ekki upp Sigurður Örn og fer eins og sveipur þangað inn þar sem kaffi var lagað. Kem- ur hann að bragði aftur og með honum Hulda Markan, reynd fram- reiðslustúlka og hvers manns hug- ljúfí. Hún fór rakleitt að ritstjóra- borðinu og afgreiddi málið með sóma, án þess að orð heyrðist. Þarna munaði minnstu, að upp hefði rifjast tilhæfulaust óorð um vínblöndun á Langabarnum, ef ekki hefði notið við skjótræðis Sig- urðar Arnar. Fyrir allnokkrum árum var einn drengja minna kominn til Kaup- mannahafnar, örþreyttur og veikur eftir erfitt ferðalag austan frá Ind- landi, Nepal og víðar: Hann hringdi til mín frá Aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Skal ég ekki orðlengja það, en tveim stundum seinna hringdi Sigurður Örn til mín og sagði mér að drengurinn væri búinn að fara í bað, borða og væri sofnaður í sínu rúmi. Bað hann mig engar áhyggjur hafa. Hann tók mínum dreng eins og sínum eigin, sem ég vissi að hann elskaði mjög. Svona var Siggi. Hann var vinur vina sinna. Ég geymi í eðalsteinasafni minninganna reykvísku sumar- nóttina, sem við sátum, Sigurður Örn, Hjörtur Þórarinsson og undir- ritaður, ræddum um ljóð og Guð og aðra fegurð lífsins. Það var í byijun leiks. Við félagarnir þökkum Áslaugu systur Sigurðar Amar og öðrum systkinum lífs og liðnum, sem og börnum hans fyrir það sem þau voru honum og ekki var á okkar færi. Hann var vinur vina sinna. Bragi Sigurðsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur og tengdasonur, STEFÁN ÞÓRHALLSSON, Bælengi 6, Selfossi, áður til heimilis f Birkihrauni 11, Mývatnssveit, varð bráðkvaddur sunnudaginn 19. mars. Þórir Sigmundur Þórisson, Guðrún Gisladóttir, Kristinn Agnar Stefánsson, Þórhallur Reynir Stefánsson, Agnes Árnadóttir, Kristín Jónasdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGÐALENA ANDRÉSDÓTTIR, Ásbraut 17, Kópavogi, andaðist í Borgarspítalanum þann 18. mars. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SNÆBJÖRN SNÆBJÖRNSSON, Heiðarbæ 14, lést í Landspítalanum aðfaranótt 18. mars. Guðrún Björgvinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Systir mín og mágkona, GUÐMUNDA JOHANSEN fædd FINNBOGADÓTTIR, Vesterbrogade 73B, Kaupmannahöfn, andaðist 19. mars sl. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Finnbogadóttir, Helgi Elíasson. t Ástkær eiginmaður minn, INGÓLFURINGVARSSON frá Neðri-Dal, til heimilis á Hvolsvegi 9, Hvolsvelli, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 16. mars sl. Fyrir hönd ástvina, Þorbjörg Eggertsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BERGSTEINN JÓNSSON, Háaleitisbraut 20, lést f Landakotsspítala að morgni 19. mars. Sigriður Kristjánsdóttir, Steinunn Bergsteinsdóttir, Sigurbjörg Elfa Bergsteindóttir, tengdasynir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, EMIL MARTEINN ANDERSEN útgerðarmaður, Vestmannaeyjum, lést að morgni föstudagsins 17. mars. Þórdfs Jóelsdóttir, Oktavía Andersen, Jóhanna Andersen, Júlía Andersen, Jóel Andersen Mardís Andersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.