Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Jfotgniifrlftfrlí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐ KUNNA SÉR HÓF VIÐSKIPTI með olíu og benzín hafa ekki lotið venjulegum mark- aðslögmálum hér á Islandi áratugum saman. Lengi voru þess- ar vörur keyptar frá Sovétríkjunum sameiginlega fyrir olíufélögin þijú, verðlagning var meira og minna á vegum opinberra aðila og samkeppni á milli olíufélaganna nánast engin. Einna helzt í þjón- ustu. Á alira síðustu árum hefur orðið nokkur breyting á. Olíufélög- in kaupa nú olíu þar sem hagkvæmast er og smátt og smátt hefur samkeppni komið til sögunnar, þótt í takmörkuðum mæli sé. Yfirlýsing kanadíska olíufélagsins Irving Oil um að fyrirtækið hygðist hefja viðskipti hér kom töluverðu róti á olíumarkaðinn. í kjölfarið var stofnað nýtt félag um olíu- og benzínsölu á vegum Hagkaups-Bónus verzlunarkeðjunnar með þátttöku Skeljungs hf. Yfirlýst markmið hins nýja félags er að selja benzín á lægra verði en hér hefur tíðkast. Nokkru eftir að tilkynnt var um stofnun hins nýja féiags tók Olíufélagið hf. ákvörðun um umtalsverða verðlækk- un. Sl. Iaugardag var frá því skýrt, að Oiíuféiagið hf. hefði keypt 35% hlut í Olíuverzlun íslands hf. og Texaco í Danmörku hefði aukið hlut sinn í fyrirtækinu úr 25% í 35%. Sagt er, að olíufélögin tvö verði rekin áfram sem sjálfstæðar einingar en muni stofna sam- eiginlegt dreifingarfyrirtæki. Tæpast fer á milli mála, að í þessum viðskiptum felst, að Olíufé- lagið hf., sem hefur haft mesta markaðshlutdeild íslenzku oiíufélag- anna, eykur umsvif sín mjögog ræður í raun yfir um 70% markaðar- ins með olíu og benzín á íslandi, eins og nú háttar. Það skiptir engu, hvort um er að ræða verzlun með olíu og benzín, skipaflutn- inga eða flug til og frá landinu, svo stór markaðshlutdeiid eins fyrirtækis eða fyrirtækjasamsteypu getur verið andsnúin hagsmun- um almennings. Þótt sagt sé, að tilgangurinn sé sá að auka hagræð- ingu og hagkvæmni í rekstri er augljós hætta á því, að aðili sem hefur siíka yfirburðastöðu á markaðnum beiti þeim yfirburðum, til þess að koma keppinautum á kné og efla jafnframt yfirráð sín. Af þessum sökum vakna ýmsar spurningar við kaup Olíufélags- ins á 35% hlut í Olíuverzlun íslands. í öðrum löndum ganga stjórn- völd hvað eftir annað fram fyrir skjöldu til þess að koma í veg fyrir, að yfirburðir eins fyrirtækis á ákveðnu markaðssviði verði of miklir. Fyrir skömmu keypti bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem hafði náð sterkri markaðs- stöðu á ákveðnu sviði. Bandarískur dómstóll úrskurðaði fyrir nokkr- um vikum, að rifta bæri þeim samningum til þess að koma í veg fyrir, að Microsoft næði of sterkri fótfestu á markaðnum. í Bret- landi er málum af þessu tagi hvað eftir annað vísað til sérstakrar nefndar, sem fjallar um einokun á markaði. Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra, hefur óskað eftir því að Samkeppnisstofnun athugi viðskiptin á milli Olíufélagsins hf., Texaco og Olíuverzlunar íslands hf. Samkeppnisstofnun hefur hvað eftir annað fellt skynsamiega úrskurði um samkeppnisstöðu einka- fyrirtækja gagnvart ríkisfyrirtækjum. Sennilega er þetta mál hið stærsta, sem vísað hefur verið til Samkeppnisstofnunar og nú reyn- ir á hvers þessi stofnun er megnug. Fákeppni getur verið mjög skaðleg fyrir neytendur. Á undanförn- um árum hefur mönnum smátt og smátt orðið ijóst, að of lítil sam- keppni er á hinum íslenzka markaði á of mörgum sviðum. Morgun- blaðið hefur hvað eftir annað vakið athygli á þeirri staðreynd. Of mörg dæmi eru um það, að markaðsráðandi aðili beiti ofurefli til þess að koma minni keppinautum á kné. Fyrir nokkrum árum sá Morgunblaðið ástæðu til að vara við því, að einkafyrirtæki gætu verið að mynda einokunarhring á ákveðnum sviðum viðskiptalífs- ins. Blaðið kvaðst ekki hafa barizt gegn einokunartilburðum Sam- bands ísl. samvinnufélaga til þess eins að fallast á slíkar aðgerðir af hálfu einkafyrirtækja. Olíufélagið hf. er vel rekið og öflugt fyrirtæki. Það hefur hins vegar gengið of langt með kaupunum á stórum hlut í Olíuverzlun íslands hf. því að góð áform og yfirlýsing um hagræðingu er engin trygging fyrir því að samkeppnisfrelsið skili sér í bættum kjörum neytenda. Samkeppnin á olíumarkaðnum var lítil fyrir. Hún eykst varla eftir þau viðskipti, sem nú hafa farið fram. Það er alltaf nei- kvætt fyrir neytendur, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki, ef samkeppni verður iítii sem engin. Ef Samkeppnisstofn- un gerir ekki ráðstafanir til þess að tryggja eðlilega samkeppni á olíumarkaðnum skiptir enn meira máli en áður, að kanadíska olíufyr- irtækið Irving Oil hefji starfsemi hér. Þá er það í raun og veru hið eina, sem getur tryggt eðlilegt jafnvægi á olíumarkaðnum og komið í veg fyrir, að neytendur verði fyrir barðinu á of lítilli samkeppni og yfirburðastöðu eins aðila á markaðnum. Fákeppni er, ef nokkuð er, vaxandi vandamál á flestum sviðum íslenzks viðskiptalífs. Ef forystumenn fyrirtækja hér hafa ekki þau hyggindi til að bera að kunna sér hóf er eina vörn neytenda og stjórnvalda að ýta undir og hvetja til að erlend fyrirtæki hefji starf- semi hér. Forsvarsmenn Olíufélagsins hf. eru ekki þcir einu, sem hafa ekki kunnað sér hóf í íslenzku viðskiptalífi á undanförnum árum. Neytendur á íslandi munu vart sætta sig við 70% markaðs- hiutdeild eins aðila á olíumarkaðnum. Bæði almenningur og fyrir- tæki hafa reynslu af því, að lítið er gefandi fyrir loforð um, að aukin hagkvæmni og hagræðing í krafti stærðar leiði til verðlækkun- ar fyrir neytandann. Það eina sem menn skilja er hörð samkeppni miili fyrirtækja sem geta tekizt á, þannig að neytendur hafi hagnað af frelsi markaðarins í lægra vöruverði en ella. Jafnvægisleysi á markaðnum og yfirburðir eins aðila er sízt af öllu trygging fyrir slíkri þróun. Ellefu menn sluppu heilir á húfi þegar stórskemmdi verksmiðju Vestdalsi „Sá allt svarl tók til fótam Tjónið talið nema 170-200 milljónum EG heyrði gríðarlegan gný og hélt að gufurör hefði sprungið eða eitthvað hefði bilað og varð litið fram í mjölhús þar sem við mér blasti þakpappi, plötur, rusl og snjór á fleygiferð. Það fór bókstaf- lega allt af stað. í kjölfarið fylgdi gríðarlegt snjókóf, ég sá allt svart í smá stund og tók svo til fótanna og skutlaði mér í öruggt skjól. Mér hafði ekki verið alveg rótt undir fjallinu og var búinn áð hugleiða ögn fyrirfram hvert best væri að fara, ef flóð félli,“ segir ívar Andr- ésson, tvítugur Seyðfirðingur sem átti fótum sínum fjör að launa þeg- ar snjóflóð féll úr fjallinu Bjólfi rétt fyrir klukkan hálffjögur í fyrradag og stórskemmdi verk- smiðju Vestdalsmjöls og þreif með sér um 3.000 fermetra mjöl- skemmu við hlið hennar út á fjörð- inn. ívar stóð á svo kölluðum skil- vindupalli, við hlið eimingartækja verksmiðjunnar, sem eru nú sund- urtætt, að því er sjá má frá sjó, og var næstur flóðinu af starfs- mönnum verksmiðjunnar, eða um 3-4 metra frá þeim stað sem það stöðvaðist. Alls voru sjö starfsmenn að störfum þegar flcðið féll, auk þess sem verksmiðjustjóri Vest- dalsmjöls var við annan mann á leið frá verksmiðjunni. í fjallinu voru auk þess tveir menn við snjó- flóðaeftirlit sem komust naumlega undan flóðinu. Gerðist mjög hratt „Loftþrýstingurinn á undan henti mér ekki niður en ég varð einkennilegur í höfðinu, tilfinningin var ekki ólík því að kafa til botns í sundlaug. Þetta gerðist allt mjög hratt en þó ekki hraðar en svo að mér gafst tími til að verða hrædd- ur þegar ég sá hvað var að ger- ast. Okkur var öllum mjög brugðið, enda aðeins klukkutími síðan okkur var leyft að fara inn á svæðið.“ Ivar segir að hann og vinnufé- lagi hans, Björn Sigtryggsson, sem stóð honum næst, hafi gripið til þess ráðs um leið og flóðið stöðvað- ist að fínna skóflur og hafi þeir ætlað að ráðast á flóðið, af ótta við að einhver hefði lent undir því, en fljótlega hafi komið í ljós að allir voru heilir á húfi. „Þetta voru okkar fyrstu viðbrögð, í eins konar fáti, en þó má segja að sáralítið óðagot hafi verið á starfsmönnun- um. Nær allir héldu ró sinni og það var ekki fyrr en tveimur til þremur tímum seinna sem það rann upp fyrir okkur hvað gerst hafði í raun og veru.“ Mun sitja eftir „Við vorum allir rennandi blautir þegar flóðið stöðvaðist og þykkt lag af snjó lá á gólfinu inn verksmiðj- una, það var svo mikill snjór. Ég er enn að hugsa um þetta og er Snjófljóð féll á Seyðisfjörð í fyrradag og áttu ellefu menn fótum sínum fjör að launa. í samantekt Sindra Freyssonar kemur fram að flóðið er talið hafa valdið tugmilljóna króna tjóni á mannvirkjum verksmiðju Vestdals- mjöls, en mjölskemma hennar jieyttist á haf út. Enginn var við störf í skemmunni. ívar Andrésson Birgir Traustason Hermann Guðmundsson Arnar Jónsson ekki í vafa um að þessi lífsreynsla á eftir að sitja í manni. Við vorum vægast sagt í stórhættu og vorum ótrúlega heppnir að sleppa eins vel og við gerðum. Krafturinn í þrýst- ingnum, lausamunirnir sem fuku þarna eða sjálft flóðið hefðu getað skaðað okkur illa, og það er ljóst að mjölhúsmennirnir væru ekki til frásagnar.“ Ivar segist ekki hafa í hyggju að vinna á snjóflóðahættusvæði á nýjan leik, en hann hóf störf við uppbyggingu verksmiðjunnar í júlí í fyrra, en hún hóf ekki fulla starf- semi fyrr en 10. febrúar sl. Mikið tjón Talið er víst að mjölhúsið, sem er um 3.000 fermetrar að flatar- máli, hafi sópast út í fjörðinn ásamt öllu því sem í því var, á milli 1.700 og 1.800 tonn af mjöli. Gríðarstór mjölsíló eru mikið skemmd eða ónýt og auk þess er talið víst að lyftari verksmiðjunnar sé ónýtur og óttast að verulegt tjón hafi orð- ið á eimingartækjum og verkstæði verk- smiðjunnar. Brak og krap, fullir mjölpokar og fleiri munir ráku um fjörðinn eftir flóðið og söfnuðust að bryggjum sunnan fjarðar. Vestdalsmjöl er í eigu einstaklinga og fyrirtækja í Reykjavík og á Seyð- isfirði, og er Seyðis- fjarðarbær stærsti einstaki hluthafi, með um 20% eignaraðild. Pétur Kjartansson, stjórnarformaður fyr- irtækisins, kveðst telja að tjónið nemi um 170-200 milljón- um króna, auk þess sem fyrirtækið verði fyrir verulegum fjár- hagslegum skaða sök- um vinnslutaps. Reynt verði að koma hráefni fyrir verksmiðjuna í vinnslu annars staðar. Arnar Jónsson verksmiðjustjóri segir að undir eðlilegum kringumstæð- um hafi tveir menn átt að vera að störfum í mjölhúsinu við að setja mjöl í poka, en fyrir „algjöra tilvilj- un ákvað ég einhverra hluta vegna að kalla ekki til mjölhúsmennina á þeirri stundu sem þeir hefðu venju- lega átt að hefja vinnu, annars hefðu þeir staðið þar sem flóðið er nú. Þessi sérkennilega tilviljun er það eina jákvæða við þetta flóð og afleiðingar þess,“ segir Arnar. Eins og höfuðið væri að springa Verið var að gangsetja verk- smiðjuna, sem tekur dijúga stund, og því fylgdust starfsmennirnir með véla- og tækjabúnaði en stóðu ekki í mjölskemmunni eða annars staðar þar sem flóðið eyðilagði. Birgir Traustason stóð ásamt nokkrum vinnufélögum sínum í kringum katlana í þeim enda verk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.