Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ef mig dreymir
illa og ég stekk
upp, þá hindrar
hann mig í að
stökkva of hátt...
Ef þessi hundur
er að angra þig,
af hverju sendir
þú hann ekki
heim?
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Um þolfimideilur
Frá Ágústi Hallvarðssyni:
TILEFNI þessara skrifa minna eru
þau að varpa skýru ljósi á stað-
reyndir í málum þeim er varða Björn
Leifsson og störf hans sem umboðs-
manns fyrir Alþjóða .þolfimisam-
bandið, IAF, þar sem undirritaður
telur Björn alls ekki hafa staðið sig.
Hvemig stendur á því að Björn
lýsir því yfir að ekki hafi staðið til
að senda neina keppendur héðan á
Evrópumeistaramótið þegar við
höfum mann á heimsmælikvarða í
sinni íþróttagrein og hefur auk þess
titilinn að veija. Nei í stað þess að
greiða götu hans reynir Bjöm að
fá IAF í Japan til að stöðva ís-
lensku keppendurna. Einkennilegt.
Og þó, kannski ekki þegar haft er
í huga að umræddir keppendur
þjálfa allir í fyrirtæki mínu Aerobic
Sport og sú staðreynd að Björn
hefur notað hvert það tækifæri sem
gefist hefur til rógburðar gegn okk-
ur, bæði leynt og ljóst eftir að við
Magnús sögðum upp störfum hjá
honum.
Sannleikurinn í máli þessu er
hins vegar allur annar en umboðs:
maðurinn hefur haldið fram. í
fyrsta lagi var ekkert sem stöðvað
gat þátttöku þeirra þar sem þau
em Islandsmeistarar þar til annað
mót hefur verið ákveðið og þar sem
þau voru allir sigurvegarar síðasta
móts IAF höfðu þau réttinn. í öðru
lagi fóru þau út með stafestingu
upp á vasann frá yfirstjórn IAF í
Búlgaríu um að þau mættu keppa.
„Hvorki fugl né fiskur?"
Furðu má sæta að títtnefndur
umboðsmaður lýsir því yfir í Morg-
unblaðinu 25.2. að Evrópumótið sé
í raun bara hvorki fugl né fiskur
og sé alls ekki sterkt mót.
Hvernig má það vera að maður
sem er handhafi þessarar keppni
hér á landi og eigandi líkamsrækt-
arstöðvar þar sem þolfimi er stund-
uð, skuli haga sér svona og gera
þannig lítið úr þessum titli sem
Magnús hefur? Eg spyr bara. Er
þetta íþróttinni til framdráttar? Eg
spyr líka? Er það íþróttinni til fram-
dráttar að umboðsmaðurinn skuli
senda keppendum á nýafstöðnu
móti IAF rangar reglur. Reglur sem
nýverið hefur verið breytt. Og kepp-
endur þurfi nokkrum tímum fyrir
keppni að breyta æfingum sínum.
I þessu sambandi má einnig
benda á aðra grein er birtist í fjöl-
miðlum skömmu eftir val Fimleika-
sambandsins á fimleikamanni árs-
ins. Þar lýsir Björn Leifsson ásamt
Agústu Johnson yfir hneykslan á
vali á fimleikamanni ársins sem
Magnús hlaut. En vegna lítils fjölda
iðkenda í greininni hérlendis (telur
aðeins um tíu þúsund manns), og
hversu lítill skyldleiki sé á milli
þolfimi og fimleika, sé Magnús alls
ekki verðugur titilhafí.
Hvílík della og vitleysa. Vita þau
Bjöm og Ágústa ekki neitt hvað
er að gerast í þessum málum. Vita
þau ekki að þolfimin er orðin grein
innan vébanda Fimleikasambands
íslands sem aftur heyrir undir
íþróttasamband ísland.
Lyftistöng fyrir íþróttina
Samlíking þeirra rennir auk þess
stoðum undir fávisku þeirra þegar
þau spyija hvers vegna dorgveiði-
maður var ekki valinn fimleikamað-
ur ársins. Þetta fólk.segist vinna
að því að gera þolfiminni hátt und-
ir höfði en gagnrýna síðan val á
þolfimimanni sem fimleikamanni
ársins, sem er aftur ekkert nema
góð auglýsing og mikil lyftistöng
fyrir íþróttina almennt.
Til að kóróna undirlægjuháttinn
dirfíst Björn að segjast hafa rekið
Magnús frá fyrirtæki sínu vegna
samstarfsörðugleika. Undirritað-
ur starfaði sem þolfimileiðbeinandi
hjá Birni um þetta leyti og þekkir
því alla málavöxtu. Það sem olli því
endanlega að Magnús sagði upp
störfum hjá Birni var fyrst og
fremst myndbirting opinberlega
með Magnúsi þar sem Björn auglýs-
ir fyrirtæki sitt og ærumeiðandi
ummæli voru viðhöfð. Sem er í raun
óskiljanlegt þar sem Magnús hefur
öll sín starfsár hjá Birni unnið að
því að auglýsa fyrirtæki hans, og ,
svona þakkar hann fyrir sig.
Undirrituðum sem starfaði hjá
Birni i ein átta ár þakkaði hann
síðan fyrir vel unnin störf hjá fyrir-
tæki sínu með því að henda út úr
húsi þegar undirritaður vogaði sér
að segja upp störfum hjá honum.
Um þetta atvik er hægt að kalla
fjölmörg vitni til.
Það er von mín að þessi skrif
mín varpi ljósi á mikilvægi þess
að hér starfi hæfur umboðsaðili
fyrir jafn mikilvæga keppni og IAF
stendur fyrir. Aðili sem hefur ekki
sérhagsmuna að gæta, og skora
ég hér með á Björn Leifsson að
láta Fimleikasambandið hafa þau
umboðsmannaréttindi sem hann
hefur undir höndum, sérstaklega
þar sem fyrir dyrum stendur sam-
eining á reglum þessara tveggja
sérsambanda. Þannig að eðlilega
verði staðið að keppni íþróttinni til
heilla.
ÁGÚST HALLVARÐSSON,
þolfímileiðbeinandi og annar eigenda
líkamsræktarstöðvarinnar Aerobic
Sport.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.