Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ________________________________VIÐSKIPTI_________________________________ Stefnt er að hundruð milljóna króna spamaði í dreifíngu á olíu hér á landi Kaup ekki á dag- skrá í upphafí Morgunblaðið/Sverrir FORSVARSMENN tilkynna um hlutabréfakaupin. Frá vinstri Gísli Baldur Garðarsson, sljórnarfor- maður Olís, Kristján Loftsson, stjórnarformaður Olíufélagsins, Einar Benediktsson, forstjóri Olís, Karsten M. Olesen, framkvæmdastjóri Hydro-Texaco, og Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins. GEIR Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði á fundi með fréttamönnum á laugardag að viðræður Olís og Olíufélagsins um stofnun sameiginlegs olíudreifingarfyrir- tækis hefðu hafist fyrir nokkrum vikum. Þegar viðræðurnar hefðu verið komnar vel á veg hefði komið í ljós að hlutabréf Sunds hf. í Olís hefðu verið föl. Kaup Olíufélagsins og Texaco á bréfunum hefðu m.a. verið gerð til að tryggja að sam- starf félaganna um olíudreifingu yrði að veruleika. „Þessar umræður fóru í gang okkar í milli án þess að inni í þeirri umræðu væri sala á hlutabréfum Sunds hf. í OIís. Þegar við vorum komnir nokkuð langt með þessa skoðun kom í ljós að bréfin voru föl. Eftir að hafa skoðað málið var ákveðið að við myndum kaupa þriðj- ung og Texaco 10% þannig að við yrðum jafnir. Með þessu er tryggt að hvorugur aðili verður í aðstöðu til að vera ráðandi og þar með er þessari hagræðingu ekki hætt. Ef bréf Sunds í Olís hefðu verið föl í framhaldi af þessu er ekki að vita hver hefði keypt og þar með hefði sú hagræðing sem var í undirbún- ingi hugsanlega ekki náðst fram,“ sagði Geir. Áfram samkeppni Bæði Geir og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, sögðu að áfram yrði samkeppni milli Olís og Olíufélags- ins á smásölumarkaði þrátt fyrir sameiginlega olíudreifingu. „Þessi fyrirtæki selja hvort fyrir sig vörur frá Esso og Texaco. Þau munu markaðssetja sig og keppa á markaðinum alveg eins og áður, enda held ég að þeir aðilar sem við erum umboðsaðilar fyrir, Esso og Texaco, muni ekki sætta sig við að láta þessar vörur keppa í sama fyr- irtæki. Samvinna eins og þessi er þekkt erlendis. Forstjóri Texaco sagði okkur frá því að þeir hefðu nýlega tekið þátt í tveimur sambæri- legum verkefnum í Danmörku,“ sagði Geir. „Það er full meining á bak við þá yfirlýsingu að félögin verði rekin algjörlega sjálfstæð í fullri sam- keppni á markaðinum. Menn ætla að spara í tilkostnaði við innflutning og dreifíngu. Það hefur verið um- ræðuefni í áratugi, að það sé hægt að ná fram hagræðingu í olíudreif- ingu,“ sagði Einar. Hann sagði að uppbygging í olíudreifingu hefði átt sér stað við allt aðrar aðstæður en nú ríktu.'Samgöngur og flutnings- tækni hefðu breyst á seinni árum, sem leiddu til þess að hægt væri að dreifa olíuvörum á hagkvæmari hátt. Olíufélagið flytur inn olíu í gegn- um þijár innflutningsbirgðastöðvar og Olís í gegnum eina. Fyrirtækin reka samtals tæplega 70 birgða- stöðvar, sem eru dreifðar víða um landið. I þeirra eigu eru 164 tankbíl- ar og um 170 farartæki af ýmsum öðrum gerðum. Olíuféiagið rekur þijú olíudreifingarskip. Olis á helm- ing í olíuflutningaskipinu Kyndli á móti Skeljungi, auk þess sem Olís á einn olíudreifíngarbát. Fyrirtækin reka fimm verkstæði á sömu sviðum sem sinna viðhaldi á búnaði til olíu- dreifingar. „í þessu öllu saman sjáum við verulega hagræðingarmöguleika, í fækkun birgðastöðva og tækja, og þar með umtalsverða lækkun á dreifingarkostnaði áður en til smá- sölu kemur. Við gerum ráð fyrir að árangur af þessu samstarfi skili sér á næsta ári. Þetta ár mun fara í undirbúning og aðlögun að þessu breytta umhverfi,“ sagði Geir. Fastafjármunir eru um 4,5 milljarðar Geir sagði að nýja olíudreifingar- fyrirtækið myndi leitast við að dreifa olíuvörum með eins hag- kvæmum hætti og hægt væri. Það þýddi að eignir yrðu seldar. Einnig kæmi til greina að fækka innflutn- ingshöfnum. Hann sagðist ekki eiga von á að starfsfólki yrði sagt upp störfum, en starfsmönnum myndi fækka eitthvað á þann hátt að ekki yrði ráðið í stað þeirra sem hættu störfum. Bókfært virði allra fastafjár- muna þessara tveggja fyrirtækja er í kringum 4,5 milljarðar. „Það á eftir að vinna hvað af þessu fer inn í nýja fyrirtækið og hvað ekki. Það á einnig eftir að endurmeta verð- mæti og ástand eigna til flutnings inn í nýtt fyrirtæki," sagði Geir. Geir sagði að það væri mikil vinna og tímafrek að meta allar eignir Olíufélagsins og Olís. Hann sagðist ekki geta svarað því nákvæmlega hvenær fyrirtækið tæki við innflutn- ingi og olíudreifingu fyrir félögin, en það myndi gerast fljótlega, þó ekki á allra næstu vikum. Olíudreif- ingarfyrirtækið yrði hins vegar stofnað svo fljótt sem kostur væri. Geir sagði að skipting hlutafjár í olíudreifíngarfyrirtækinu yrði í hlutfalli við stærð fyrirtækjanna. Ekki væri ákveðið hvað hlu'tafé þess yrði mikið, en það yrði metið út frá stærð efnahagsreiknings þegar hann yrði þekktur. Verulegur sparnaður Geir sagði að gengið væri út frá því að verulegir fjármunir myndu sparast með stofnun olíudreifingar- fyrirtækisins, að öllum líkindum hundruð milljóna króna á ári. Hann nefndi sem dæmi að til þess að Olíufélagið gæti lækkað verð á bensínlítra um eina krónu þyrfti fyrirtækið að ná fram 330 milljóna króna sparnaði. Einar sagði að á næstu árum þyrftu olíufélögin að ráðast í miklar fjárfestingar til að uppfylla ákvæði nýrrar mengunarreglugerðar. Byggja þyrfti varnargarða, eins konar sundlaugar, í kringum allar olíubirgðastöðvar, sem gætu tekið við olíunni ef óhöpp yrðu. Geir sagði að með stofnun sameiginlegs olíu- dreifingarfyrirtækis gætu fyrir- tækin komist af með mun minni fjárfestingar í mengunarvarnar- búnaði en þau hefðu annars þurft að ráðast í. Samstarf fyrirtækjanna í olíudreifingu hæfist því á réttum tíma. Orkan undirbýr 4 bensínstöðvar ORKAN stílar inn á bensínstöðvar við stórmarkaði. Við verðumpeðið Hvemig Óli Kr. hreppti Olís í reyfarakaupum ákváðu nokkrir hlut- hafar að hafa samband við Óia Kr. Einn hlut- hafa OIís, Friðrik Kristjánsson, mun reyndar hafa haft sam- band við Óla í ársbyrj- un 1986 um hugs- anlega innkomu hans í Olís, en Friðrik og Óli voru kunningjar í gegnum félagsstarf í íþróttafélaginu Þrótti. Þær hugmyndir voru í láginni á meðan Lands- bankinn reyndi til þrautar að semja við Skeþ'ung, en þegar Óli Kr. Sigurðsson irritaður þremur dög- um síðar, á laugar- degi. Þeir sem seldu voru fimm af sjö stjórnarmönnum Olís og eignaðist Óli 74% hlutafjárins. Það segii sitt um leyndina sem hvíldi yfir viðræðun- um að Landsbankinn hafði ekki pata af þeir og það segir sitt um hraða atburðarásar- innar að einn kunning Óla mun hafa spurt hann hvað væri á döf- inni og Óli svaraði því til að það gæti verið að hann keypti Olís í hádeginu. Strax eftir kaupin settist Óli „VIÐ verðum peðið í þessum slag,“ sagði Óskar Magnússon forstjóri Hagkaups og stjómarmaður í olíu- félaginu Orkunni um stöðuna á olíu- markaðnum eftir kaup Olíufélagsins á 35% hlut í Olís. Óskar sagði undir- búning að opnun fjögurra bensín- stöðva á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri ganga vel og engin breyt- ing yrði þar á þrátt fyrir nýjustu hræringar á markaðnum. Orkan var stofnuð um miðjan janúar af Skeljungi hf. og eigend- um Hagkaups og Bónus í þeim til- gangi að hefja bensínsölu við stór- markaði á lægra verði en áður hef- ur þekkst. Óskar sagði að sótt hefði verið um leyfi fyrir bensínsölu við verslun Hagkaups á Akureyri, en áður hafði félagið lýst yfir áhuga að selja bensín við verslanir Ikea og Bónus við Holtagarða í Reykja- vík, við Bónus á Smiðjuvegi í Kópa- vogi og Hagkaup á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Hraðar framkvæmdir Óskar sagði að umsóknum Ork- unnar hefði verið vel tekið af bæjar- yfírvöldum á hveijum stað og þær væru nú í höndum skipulagsyfír- valda. Framkvæmdir við bensín- stöðvar Orkunnar væru einfaldar og myndu ganga hratt fyrir sig þegar leyfí fengjust, en Óskar sagð- ist ekki vilja tjá sig um hvenær það gæti orðið. Óskar sagði að það væri ljóst að samkeppni í olíusölu myndi fara vaxandi, þar sem einn aðili hefði nú 70% af markaðnum og Irving Oil ætlaði sér greinilega stóran hlut. „Við spilum einhvers staðar á kant- inum í þessu,“ sagði Óskar, en Ork- an myndi njóta sérstöðu sinnar á markaðnum. KAUP Olíufélagsins og Texaco á 45% hlut í Olís um helgina komu flestum á óvart, en varla þó eins mikið pg þegar tilkynnt var um kaup Óla Kr. Sigurðssonar á meirihluta hlutabréfa í Olís í des- ember 1986. Landsbankinn hafði þá rætt við Skeljung og Flugleiðir um hugsanleg kaup á Olís, þegar tiltölulega lítt þekktur kaupsýslu- maður sem rak heildverslunina Sund keypti fjórtánda stærsta fyr- irtæki Islands fyrir framan nefið á risunum. Árið 1986 var Olís með um 28-29% hlutdeild í íslenska olíu- markaðnum - sem er reyndar nákvæmlega sama markaðshlut- fall og í dag - en félagið átti í erfiðleikum vegna mikilla skulda, sem voru taldar nema um 60% af heildarbankaskuldum olíufélag- anna. Landsbankinn hafði áhyggj- ur af skuldastöðu Olís og athugaði hvort hægt væri að sameina Olís öðru hvoru hinna olíufélaganna. Bankinn ræddi við Skeljung um þennan möguleika, en upp úr þeim viðræðum slitnaði 21. nóvember. Þá fóru í gang þreifingar um að hlutafé Olís yrði tvöfaldað og Flugleiðir og fleiri aðilar keyptu hið nýja hlutafé, en Flugleiðir höfðu farið þess á leit við Olís að fá að fylgjast með Olís-málum, þar sem OIís sá um að geyma eldsneyt- isbirgðir félagsins. Þegar hér var komið sögu slitnaði upp úr þeim viðræðum var aftur haft samband við Óla. Óli Kr. Sigurðsson var prentari að mennt, en rak á þessum tíma fyrirtækið Sund hf., sem var orðið umsvifamikið í innflutningi á vör- um fyrir stórmarkaði. Óli hafði um haustið keypt ásamt Sláturfé- lagi Suðurlands Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi, sem var skírður Nýibær og var þannig kominn í samkeppni við stórmarkaðina sem hann sá fyrir vörum. Þriggja daga samningaviðræður Undirbúningur að formlegum kaupsamningi milli Óla og meiri- hluta eigenda Olís hófst miðviku- daginn 26. nóvember og var und- sjálfur í forstjórastólinn, en Þórð- ur Asgeirsson hætti. Margir spurðu sig hvernig fertugur eig- andi fyrirtækis eins og Sunds hf. með 250 miiljón króna ársveltu gæti gleypt risa eins og Olís, þeg- ar kaup a félaginu höfðu þvælst fyrir sumum af helstu risum við- skiptalífsins í marga mánuði. Ein helsta astæðan var sú að Óli gerði að margra dómi reyfarakaup, en kaupverð OIís mun hafa verið 78 milljónir króna og fyrsta útborgun var 4,5 milljónir - sem Óli var sagður hafa greitt út af hlaupa- reikningi Olís, að því er fram kom í fréttaskýringu Morgunblaðsins um þessi sögufrægu kaup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.