Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Olía á Islandi Birgða- og bensínstöðvar olíufélaganna þriggja um land allt Grimsey«@g Dreifingarfyrirtæki OIís og Olíufélagsins mun ráða yfir rösklega 70% af markaðnum LJÓST er að stofnun hins nýja dreifingarfyrirtækis Olís og Olíufélagsins mun hafa í för með sér gagn- gera uppstokkun á olíumarkaðnum, að því gefnu að samningurinn hljóti blessun samkeppnisyfírvalda. Nýja félagið mun ráða yfir rösklega 70% af olíudreifingu hér innanlands á móti Skeljungi sem mun óhjákvæmi- lega eiga í vök að verjast gagnvart þessum nýja risa. Ennþá á eftir að koma á daginn hvort hið kanadíska Irving Oil muni síðan blanda sér í harðnandi samkeppni á íslenska markaðnum. Nýja olíudreifmgarfyrirtæki Olís og Olíufélagsins mun annast inn- kaup, 'innflutning og dreifingu á eldsneyti fyrir félögin. Það mun eiga og reka birgðastöðvar, tankbfla og olíuskip með það yfirlýsta markmið að draga úr kostnaði við innkaup og dreifingu á olíuvörum. „Olíufélögunum hefur oft verið legið á hálsi fyrir offjárfestingu í dreifingarkerfí sínu,“ segir Einar Benediktsson, forstjóri Olís um rök- in fyrir samningi félaganna. „Það á m.a. rætur að rekja til opinberra hindrana í formi laga sem dregið hafa úr hvata til hagkvæmasta rekstrar. Ríkið keypti lengst af allt eldsneyti, annaðist verðlagningu og rak kerfið með flutningsjöfnunar- lögum. Á þessum tíma voru nánast öll hús hituð með olíu og dagróðra- bátar þurftu daglega þjónustu. Þá var einungis ein gasolíutegund og ein bensíntegund. Núna eru hús al- mennt ekki hituð með olíu og vega- kerfíð hefur batnað verulega. Þá hefur útgerðarmynstrið breyst veru- lega og meira um að togarar komi Olís og Olíufélagið ætla að keppa á markaðn- um þrátt fyrir eignarhaldstengsl og náið samstarf í dreifíngu. Kristinn Briem kynnti þeirra sæti. Þetta undirstrikar sjáif- stæði Olís í samkeppninni. Þrátt fyrir að eignarhald í vænt- anlegu dreifíngarfyrirtæki verði ekki jafnt er tryggt að bæði félög munu njóta sömu kjara í þeim rekstri." sér þær hugmyndir sem eru uppi um fyrir- sterkari samningsstaða hugaða samkeppni, nýja dreifíkerfíð og spamaðaráform félaganna inn einu sinni í viku eða á fjögurra vikna fresti. Þarfir þessa dreifikerf- is eru allt öðruvísi en áður. Við það bætist að á síðasta ári voru sett mengunarvamarlög sem kalla á, gífurlega fjárfestingu í þvi að endumýja birgðakerfí olíufélag- anna. Félögin hafa fengið 12 ára aðlögunartíma til að vinna að því. Það hefði verið óðs manns æði að endumýja allt núverandi dreifikerfi þegar hægt er að draga verulega úr kostnaði með stofnun nýs dreif- ingarfyrirtækis. Þetta er f samræmi við þróun sem hefur verið víða er- lendis þar sem verið er að byggja upp samræmt dreifíngarkerfí. í Dan- mörku eru þrjár til fjórar birgða- stöðvar sem þjónusta öll olíufélögin í landinu. Þau keppa hins vegar á markaðnum í þjónustu, vömfram- boði, verði og eigin rekstrarkostnaði. Þetta er í raun framsýn aðgerð sem kemur til móts við kröfur neyt- andans um lækkandi verð.“ OIís áfram markaðsfyrirtæki En burtséð frá þeirri hagkvæmni sem skapast blasir það við að nýja olíudreifingarfyrirtækíð mun hafa mikla yfirburði við núverandi að- stæður. Sú spurning verður því of- arlega á baugi á næstunni hvort óeðlileg samkeppnisstaða hafi skap- ast á markaðnum. Aðspurður um hvort hann teldi eignarhald Olíufélagins nauðsyn- lega fyrir samstarf félaganna sagði Einar það aðferð eigendanna til að tryggja það að vilji um sparnað í dreifingarkerfinu nái fram að ganga. „Texaco á jafnstóran hlut o g Olíufélagið þannig að enginn einn aðili getur rekið hagsmuni sína inn- an félagsins umfram hagsmuni ann- arra hluthafa." Varðandi væntanlega samkeppni fyrirtækjanna sagði Einar að Olís yrði rekið áfram sem markaðsfyrir- tæki en rekstrarforsendur félagsins væru töluvert öðruvísi en hinna fé- laganna. „Við erum með miklu minni fastafjármuni bundna á bak við okkar veltu en hin félögin. Það er yfirlýst stefna að Olís og Olíufé- lagið muni keppa á markaðnum og ekki ætlunin að nein breyting verði gerð á stjórninni að öðru leyti en því að fulltrúar Sunds ganga úr stjórninni og varamenn þeirra taka Bæði Olíufélagið og Olís hafa átt sín viðskipti við norska ríkisolíufé- lagið Statoil undanfarin tvö ár. Skeljungur hefur aftur á móti keypt eldsneyti frá Shell í Noregi. í þess- um viðskiptum miðast innkaupsverð félaganna við meðaltal skráninga á Rotterdammarkaði. Félögin greiða ákveðið álag á heimsmarkaðsverðið sem fer lækkandi eftir því sem keypt er meira magn í einu. Samnings- staða hins nýja dreifingarfyrirtækis verður augljóslega mun sterkari en verið hefur hjá gömlu félögunum. „Okkur þykir ekki ólíklegt að fyrir- tækin ættu að geta náð hagstæðari innkaupum vegna meira magns. Það er hins vegar samið til eins árs í senn og félögin þurfa að uppfylla samninga út þetta ár. Það mun koma í ljós hvaða kjör verða í boði þegar við leitum eftir tilboðum er- lendis í haust vegna viðskipta á næsta ári,“ segir Þórólfur Árnason, framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins. Dreifikerfi innanlands endurskipulagt Með stofnun hins nýja dreifingar- fyrirtækis verður bundinn endir á samstarf Olís og Skeljungs um olíu- flutninga. Hingað til hafa þessi félög átt samstarf um flutninga frá Nor- egi jafnframt því að reka Kyndil sem annast flutninga meðfram strönd- Umbyltíng á olíumarkaði 8 inni. Olíufélagið hefur hins vegar verið sér á báti og dreift olíu og bensíni til birgðastöðva um allt land með skipi sínu, Stapafellinu. Að- spurður um hvort Stapafellið geti annað flutningum fyrir bæði Olís og Olíufélagið segir Þórólfur að ekki liggi fyrir hvort skipið henti hinu nýja dreifikerfi en það fari m.a. eftir fjölda birgðastöða. Sam- göngukerfið hafi batnað verulega og því geti komið til greina að flytja bensín og olíu í ríkari mæli landleið- ina en áður. Landflutningar geti þó verið erfiðir á veturna og það hafí komið á daginn í vetur. Oliufélagið rekur þrjár innflutn- ingshafnir, þ.e. í Örfirisey, Hafnar- fírði og Hvalfirði en Olís rekur inn- flutningshöfn í Laugarnesi. Þar að auki rekur Olíufélagið 41 birgðastöð um allt land en OIís 32 stöðvar. Víða á landsbyggðinni reka félögin birgðastöðvar hið við hlið og sum- staðar eru þau öll þijú með stöðvar. Fyrirsjáanlegt er að þessum stöðv- um fækki eitthvað svo og þeim 163 tankbílum félaganna sem nú eru í rekstri. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru dæmi um staði þar sem hægt verður að láta eina stöð leysa fjórar af hólmi. „Við þurf- um að reyna spá fyrir um þróunina í því hvernig útgerð á hinum ýmsu stöðum verði háttað í framtíðinni og haga uppbyggingunni í samræmi við það,“ segir Þórólfur. „Við hljót- um að byggja fyrst upp þær stöðvar sem eru líklegar til að hafa sem lengstan afskriftartíma. Hins vegar verður þetta ákveðið í samráði við heimamenn því oft tengjast þessu ýmsir aðrir hagsmunir sem erfitt er að líta fram hjá.“ %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.