Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Forstjóri Skeljungs um kaup Esso á hlutabréfum í Olís
Treystum á vilja til
virkrar samkeppni
olis
15 stærstu hluthafar í
Olíuverzlun íslands hf.
Hlutafjáreign,
20.03.95, kr.
Eignarhluti
20.03.95
! 237.394.746
237.394.746
Olíufélagið hf.
Hydro Texaco A.S., Danm.
Sjóvá-Almennar hf. 0 20.694.580
Lífeyrissj. Verslunarmanna H 16.050.000
Lífeyrissjóður Vestfirðinga | 10.131.468
Trygging hf. H 10.000.000
Lífeyrissjóður Austurlands 1 6.719.000
Lífeyrissjóður lækna | 4.861.850
Sameinaði lífeyrissjóðurinn | 4.826.000
Hlutabréfasjóðurinn hf. | 4.459.000
Lífeyrissj. Vesturlands | 4.384.400
Draupnissjóðurinn hf. 0 3.530.863
Lífeyrissj. Dagsbr. og Frams. 0 3.500.000
Lífeyrissjóður flugvirkja | 3.000.000
ísl. hlutabréfasjóðurinn hf. 2.914.535
35,435%
35,435%
3,09%
2,40%
1,51%
1,49%
1,00%
0,73%
0,72%
0,66%
0,65%
0,53%
0,52%
0,45%
0,44%
Engin tilkynning til
Verðbréfaþingsins
Kristinn
Björnsson
VERÐBRÉFAÞINGI íslands hafði
ekki verið tilkynnt um breytingar á
eignaraðild í OLÍS við lokun þingsins
í gær. Hlutabréf OLÍS eru skráð.á
þinginu og til þess að fá skráningu
þurfa félög að undirgangast að fara
að reglum þingsins um þingaðila.
Samkvæmt upplýsingum Verðbréfa-
þingsins ber félagi að tilkynna um
breytingar á eignaraðild umfram ti!-
tekin mörk strax og vitneskja berst
um það.
Einungis urðu viðskipti með hluta-
bréf í Olíufélaginu hf. á Verðbréfa-
þinginu í gær og seldust hlutabréf
að nafnvirði 100 þúsund krónur á
genginu 5,89. Það er lítilsháttar
hækkun því í síðustu viku seldust
bréf í félaginu á genginu 5,83. Aðal-
fundur vegna síðasta árs hefur ekki
verið haldinn í félaginu en hann er
tímasettur 29. mars næstkomandi.
AMKEPPNISSTOFNUN
mun kanna hvaða áhrif
kaup Olíufélagsins og
Texaeo á Olís hafa á sam-
keppni á olíumarkaðinum hér á landi,
að sögn Georgs Ólafssonar, forstjóra
Samkeppnisstofnunar, með því að
kanna og leita upplýsinga um samn-
ing aðilanna. Samkvæmt ákvæðum
samkeppnislaga verður samkeppnis-
ráð að ákveða innan tveggja mánaða
hvort það telji viðskiptin hafa svo
skaðleg áhrif á samkeppni að nauð-
synlegt sé að gripið verði til þeirra
aðgerða sem lög heimila.
Samkvæmt 18. grein samkeppnis-
laga getur samkeppnisráð ógilt sam-
runa fyrirtækja eða yfirtöku fyrir-
tækis á öðru fyrirtækis telji það yfír-
tökuna eða samrunann leiða til mark-
aðsyfírráða eða draga verulega úr
Hæsta kauptilboð í hlutabréf félags-
ins í gær voru 5,62 og lægstu sölutil-
boð 6,40.
Engin viðskipti voru á Verðbréfa-
þingi í gær með hlutabréf Skeljungs
og Olís, en bæði félögin héldu aðal-
fundi í síðustu viku. Hæsta kauptil-
boð í bréf í Olís voru 2,30 og lægsta
sölutilboð í gær var 2,75. Hæsta
kauptilboð í hlutabréf Skeljungs í
gær var 3,03 og lægsta sölutilboð
var 3,99.
í reglum um skráningu hlutabréfa
á Verðbréfaþingi íslands segir í 18.
grein meðal annars: „Stjórn þingsins
skal tilkynnt strax og félaginu er
kunnugt um að eignaraðild einhvers
hluthafa, einstaklings eða lögaðila,
hafí breyst þannig að atkvæðisréttur
hans hækki upp fyrir eða lækki nið-
ur fyrir eftirtalin þrep: 10%, 20%,
33,3%, 50% og 66,7%.
samkeppni og sé því andstæð
markmiði samkeppnislaganna. Einn-
ig getur ráðið sett slíkum samruna
eða yfirtöku skilyrði sem verði að
uppfylla innan tilskilins tíma. Sama
á við ef eigendur með virk yfírráð í
einu fyrirtæki ná virkum yfírráðum
í öðru fyrirtæki þannig að slíkt valdi
markaðsyfírráðum, hamli samkeppni
KRISTINN Björnsson, for-
stjóri Skeljungs hf., segir
að eftir kaup Olífélagsins
hf. á 35% hlut í Olíuversl-
un Islands hf. verði í raun bara
tveir aðilar eftir í samkeppni á olíu-
markaðnum hér. Það sé afskaplega
mikilvægt að Skeljungur haldi sín-
um hlut á markaðnum og eflist
helst til að geta veitt hinum aðilan-
um nauðsynlega samkeppni
Kristinn sagði að um það mikla
eignatilfærslu væri að ræða til sam-
kynja fyrirtækis hér að hann fengi
ekki betur séð að það yrðu tveir
aðilar sem myndu keppa á olíu-
markaðnum hér, Skeljungur og
Olíufélagið hf. í líki Olíufélagsins
og Olís. Eftir þessi viðskipti væri
það alveg ljóst að Olíufélagið yrði
mjög ráðandi á markaðnum, þar
sem það hefði 70% markaðashlut-
deild með Olís en hins vegar Skelj-
ungur með um það bil 30%.
Markaðshlutdeild Skeljungs
má ekki minnka
„Að mínu viti er það meginmálið
að Skeljungur hafi í sér nægilega
mikinn kraft til þess að halda sínum
hlut og helst auka hann, vegna
þess að ég held að til þess að verði
raunveruleg samkeppni á þessum
markaði þá megi Skeljungur alls
ekki verða minni heldur en þetta
til að hafa roð við þessum risastóra
aðila sem hér er orðin sameinað-
ur,“ sagði Kristinn.
Aðspurður hvort þetta yrði ekki
ójafn leikur sagði hann að svo
væri og það yrði bara að koma í
ljós hvernig til tækist. Hann sagð-
ist hins vegar ekki bera neinn kvíð-
boga fyrir framtíðinni. Staða Skelj-
ungs á markaðnum væri sterk, en
það væri alveg augljóst að við sam-
einingu þessara tveggja félaga eða
yfirtöku Olíufélagsins á megin-
starfsemi OLÍS og samræmingu
starfsemi hins nýja félags myndi
og brjóti í bága við markmið lag-
anna. Við mat á lögmæti samruna
eða yfirtöku skal samkeppnisráð,
samkvæmt 18. grein samkeppni-
slaga, taka tillit til þess að hvaða
marki alþjóðleg samkeppni hafí áhrif
á samkeppnisstöðu hins sameinaða
fyrirtækis.
Georg Ólafsson, forstjóri Sam-
Skeljungur eiga við
mjög ramman reip að
draga.
Því hefði verið lýst
yfír að innflutningur,
birgðahald og dreifíng
fyrirtækjanna yrði
sameinuð og að þau
ætluðu sér að nýta
hagkvæmni stærðar-
innar. Hún skipti
geysilega miklu máli
og Skeljungur yrði að
grípa til aðgerða til að
vera samkeppnisfær
bæði í þjónustu og ekki
síður í verði. Það væri
því geysilega mikil-
vægt að Skeljungur
héldi markaðshlutdeild sinni og
bætti helst við hana til þess að
forsendur væru fyrir raunverulegri
samkeppni.
„Það getur aldrei ríkt raunveru-
leg samkeppni ef annar aðilinn er
með 70% af markaðnum og ætlar
líka að nýta sér yfirburði stærðar-
innar til þess að ryðja samkeppn-
inni úr vegi. Þess vegna er okkar
vörn í þessu máli að reyna að
styrkja okkar stöðu enn frekar,“
sagði Kristinn ennfremur.
Feykileg fjárfesting
Hann segir að um feykilega íjár-
festingu hjá Olíufélaginu sé að
ræða. Eftir því sem honum skiljist
sé verðið liðlega þúsund milljónir,
ef til vill meira, og þó Texaco kaupi
hlut séu þetta mjög miklir peningar.
Það sé því mjög ankannalegt að
heyra þá yfirlýsingu, meðal annars
frá Olíufélaginu, að eftir sem áður
verði félögin í fullri samkeppni
hvort við annað. Ef það væri rétt
þá hefði þessi fjárfesting verið al-
gerlega óþörf. Þá hefði Olíufélagið
getað verið áfram í fuliri sam-
keppni við Olís án þess að fjárfesta
fyrir fleiri _ hundruð eða þúsund
milljónir. „Ég geri að því skóna að
keppnisstofnunar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að Samkeppnisstofnun
hefði enn sem komið er allar sínar
upplýsingar um þessi viðskipti úr
fjölmiðlum en mundi á næstunni
kalla forráðamenn fyrirtækjanna til
sín og afla nauðsynlegra upplýsinga.
Georg sagði þetta.mál þess eðlis að
stofnunin hefði látið kanna það að
í tímans rás muni þessi
fyrirtæki einfaldlega
renna saman,“ sagði
Kristinn.
Aðspurður um hvað
þessi kaup þýði fyrir
samvinnu Skeljungs og
OLÍS um innkaup á
bensíni og olíum frá
Noregi og aðra sam-
vinnu félaganna segir
Kristinn að það eigi
eftir að skýrast. Félög-
in hafi keypt eldsneyti
frá Noregi cif og
norska Shell og Statoil
sem Olís kaupi af hafi
gert samninga sín á
milli um sameiginlega
flutninga á þessum förmum til Is-
lands. Hann viti ekki Jivað þessi
samningar séu til langs tíma, en
trúlega breytist þeir ekki á næst-
unni.
Olís og Skeljungur
víða í samstarfi
Þá eigi og reki Skeljungur-og
Olís sameiginlega olíuflutninga-
skipið Kyndil og Skeljungur og 01-
íufélagið eigi sameiginlega birgða-
stöð í Örfirisey. Einnig séu birgða-
stöðvar Skeljungs og Olís á Akur-
eyri og Isafirði sameiginlegar og
dæmi séu um þetta víðar af land-
inu. Þetta séu allt saman óleyst
mál og því ósvarað hvort þessu
samstarfi sé lokið eða hvert fram-
haldið verði.
„Við munum fara mjög vandlega
yfir þetta á næstu vikum og mánuð-
um og leggja þetta niður fyrir okk-
ur. Við treystum hins vegar mjög
á það að fólk og fyrirtæki vilji hafa
hér virka samkeppni. Eins og sakir
standa er einvörðungu hægt að
hafa virka samkeppni með því að
Skeljungur haldi sinni stöðu og
gott betur, annars geta menn hætt
að tala um samkeppni á þessu
sviði,“ sagði Kristinn að lokum.
eigin frumkvæði jafnvel þótt við-
skiptaráðherra hefði ekki beint til
hennar óskum þar að lútandi.
Georg sagðist ekki þora að spá um
hve langan tíma athugun stofnunar-
innar tæki en minnti á þann 2 mán-
aða frest til íhlutunar sem samkeppn-
isráði er afmarkaður í lögunum.
Hann sagði að meðal þess sem líta
þyrfti til væri hvaða möguleikar aðr-
ir aðilar hefðu á að skapa sér að-
stöðu til að hasla sér völl á þessum
markaði.
Aðspurður sagði Georg að fréttir
af áformum Irving Oil um fjárfest-
ingar og umsvif hér á landi hefðu
vissulega áhrif á hvernig málið horfi
við Samkeppnisstofnun. „Ef þetta
hefði gerst fyrir nokkrum árum síðan
hefði málið horft öðru vísi við,“ sagði
Georg Ólafsson.
Samkeppnisstofnun
kannar kaupin
Nýr glæsilegur myndalisti er kominn.
Úrval af nýjum vörum og fjölmörg tilboð
Hefur þú séð breytingarnar í Habitat?
Laugavegi 13 - Sími562-5870