Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Svar til borgarstjóra vegna bamaspítala EKKI stenst allt sem sagt er í pólitík, því miður. En sumum mönn- um og ákvörðunum má treysta betur en öðrum. Reykvíkingar og lands- menn allir hafa fylgst með því hvern- ig sjálfstæðismenn hafa lagt fram skýr loforð fyrir hveijar borgar- stjórnarkosningar og framfylgt með skýrum hætti þegar við höfum feng- ið meirihlutaumboð kjósenda til, sem oftast hefur verið. Við höfum meira að segja birt upplýsingar um loforð og efndir í lok hvers kjörtímabils. Við höfum lagt stefnu okkar hrein- skilnislega á borðið fyrir hverjar kosningar og metnað okkar í að standa við hana. Fýrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar var m.a. eftirfarandi stefnumál borgarstjómarflokks sjálfstæðis- manna lagt fyrir Reykvíkinga 11. apríl 1994: „Um áraraðir hefur eitt af brýn- ustu hagsmunamálum fjölskyldunn- ar verið bætt aðstaða fyrir böm þeg- ar sjúkdóma eða slys ber að höndum. Sjálfstæðismenn munu styðja upp- byggingu barnadeildar við helsta bráðaspítala landsins, Borgarspítala. Einnig er mikilvægt að fljótt rísi barnaspítali við Landspítala, sem verði miðstöð þjónustu við sjúk böm. Ljóst er að með stuðningi Reykjavík- urborgar er hægt að flýta uppbygg- ingu þessarar brýnu aðstöðu um fjölda ára. Því vilja sjálfstæðismenn styðja átak Bamaspítalasjóðs Hringsins með alls 100 milljóna kr. framlagi borgarinnar til þessa verk- efnis á næstu 2 árum, að því til- skyldu að ríkið sé samþykkt upp- byggingu barnaspítala." Þetta stefnumál á sér þann að- draganda að við, sem fulltrúar Borg- arspítalans, höfðum unnið að samein- ingu Borgarspítala og Landakots frá 1991. Þeirri umræðu tengdust heil- brigðisráðuneytið og Ríkisspítalar. Við höfðum rætt ítarlega möguleika bess að bæta aðstöðu fyrir böm á Borgarspítala og Landakoti við sam- einingu þessara spítala. í því sam- hengi var einnig talið brýnt að huga að sterkri móðurstöð fyrir bama- lækningar á Landspítala og ákveða verkaskiptingu á milli deilda. • Ekki var talið skynsamlegt að slíta þessi tvö mál úr samhengi. Öllum, sem til þekkja, var ljóst að hér eru afar brýn verkefni á ferðinni. Heilbrigðisþjón- usta við böm á að vera forgangsatr- iði í samfélagi okkar. Ingibjörg S. Gísladóttir, forvígis- maður kvennalistans og borgarstjóri, gerir mál þetta allt mjög tortryggi- legt í grein sem hún ritáði í Morgun- blaðið sl. laugardag. Hún reynir að gera það að einhvers konar skynd- iupphlaupi mínu rétt fyrir kosningar 1994. Hér að framan sést hversu ódýr sá áburður hennar er. Hún gef- ur m.a. til kynna að við höfum ekki tekið á málinu þegar við gátum, held- ur frestað að staðfesta 100 milljónir gagnvart heilbrigðisráðherra í borg- arráði 10. maí, nokkrum dögum fyr- ir kosningar, og einnig frestað því 31. maí, nokkrum dögum eftir kosn- ingar, þegar R-listinn var með meiri- hlutann en ekki búinn að taka við. Við áttum sem sagt að hafa haft full tök á að þjösnast fram, undirrita og staðfesta þetta mál fyrir hönd borgarinnar. Það er illt til þess að vita að við- snúningur staðreynda er að verða árátta hjá núverandi borgarstjóra. Staðreyndin er sú að ég lagði fram ósk heilbrigðisráðherra um staðfest- ingu á þessu fé, í borgarráði 10. maí 1994, í von um að hægt væri að samþykkja það ef minninhlutinn þá- verandi vildi vera með. Bæði fulltrú- ar Sjálfstæðisflokks og fulltrúar vinstri flokkanna sem sátu í borgar- ráði voru ásatt um að svo stuttu fyrir kosningar þyrfti að samþykkja slíkar skuldbindingar til framtíðar samhljóða, þ.e. bæði af meirihluta og minnihluta. Þetta var eitt þeirra Borgarstjóri felur stað- reyndir, segir Árni Sig- fússon, sem hér ræðir byggingu barnaspítala. mála sem fuiltrúar R-listans í borgar- ráði vildu ekki að yrði afgreitt sam- hljóða fyrir kosningar. Þess vegna var því frestað. Þegar kosningamar voru afstaðnar, var málið að nýju lagt fyrir borgarráð í von um að nú hefði skýrst afstaða R-listans og þess freistað að fá málið samþykkt, ef R-listinn hefði hug á. Fulltrúar R-listans töldu enn eðlilegast að bíða með allar slíkar skuldbindingar, þeir sögðust vilja koma sér fyrir í ráðhúsinu og skoða málin. Það var því enn samkvæmt kokkabókum R-listans sem málinu var frestað. Ingibjörg S. Gísladóttir, borgarstjóri, felur þess- ar staðreyndir vandlega í svargrein sinni sl. laugardag. Um fullyrðingar Ingibjargar S. Gísla- dóttur um að ég hafi gefíð innantóm loforð um „að leysa hvers manns vanda“ og stuðningur við bam- Árni Sigfússon aspítalann sé dæmi þess, er aðeins eitt að segja: Stefnuyfírlýsingar okk- ar sjálfstæðismanna vom þau loforð sem gefin voru, og því heitið að fram- fylgja þeim ef meirihluti næðist. Við höfum og munum alltaf standa við slík loforð. Það kann þó að vera að ég hafi meiri ánægju af að hitta borgarbúa en núverandi borgarstjóri og gefa þeim kost á að ræða einstaklings- bundin mál þeirra við mig. Ég hefði a.m.k. ekki ráðið mér aðstoð- armann til að losna undan því að tala við borgarbúa. Ég hef jafn- framt lagt mig fram um að liðsinna þeim borg- arbúum sem til mín leit- uðu, og geri enn, ef ég tel mér það fært. En á meðan R-listaflokkarn- ir eru við völd, verður áfram lítið aðhafst, og greinilegt er að þar er illa séð að borgarbúar leiti persónulega til borgarstjórans í Reykjavík til úrlausnar á sínum mál- um. Ég vonast enn til að borgarfulltrú- ar sameinist allir um að styðja fram- lag til bamaspítala Hringsins árið 1996, eða þá að nýr meirihluti geti myndast um það mál, þrátt fyrir neikvæðni borgarstjóra. Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Laushnýttur sé hnúturinn en hnýttur með hægri hendi MARGT er um hnútana í hnúta- fræðum, sem sumir kalla hagfræði. Þeir um það. Frægastir hnúta í hnútafræðunum eru „mammons- hnúturinn" og „rembihnúturinn". Við íslendingar höfum aldrei náð að hnýta mammonshnútinn á þjóðfélag okkar, ekki haft til þess burðina. Mammonshnútur er gjaman hnýttur i þjóðfélögum með ríkum, bjargálna fólki og fátæklingum. Hann raknar í lýðræðisríkjum ef bjargálna fólk er of fátt á kjördag. Hinsvegar tókst okkur íslending- um að hnýta á okkur rembihnút, og höfum alltaf verið að hnýta hann annað veifíð en jafnan reynzt illa og það varð engin festa í honum þar sem í okkar þjóðfélagi er alltaf verið að kjósa um hnúta. Við búum við laushnútastjórnarfar. Rembihnútur á að nafninu til upp- Fyllum Kolaportið af kompudóti SÉRSTAKUR AFSLÁTTURÁBÁS^ Kr. 1.800 k 1 gp"V • 1 • 1 * |h\ m dag fyrir þó sem seljg kompudóf um helgina Hafðu samband oa B£fl íflflfl tryggðu þér pláss i síma 3Vfl 3VwV KOLAPORTIÐl Falleg oggognleg fenmngatgjöf Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð íslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 3.990.— Gagnleg og glæsileg fermingargjöf, sem nýtist vel í nútíð og framtíð Fæst hjá öllum bóksölum runa sinn í verklagi kvenna og hét þá einnig kerlingarhnútur, og var hann þó jafnhnýttur af ungum sem öldnum konum. Hnúturinn varð þannig til með konum að þær tóku síðara bragðið í lóðahnút öfugt. Þetta var þeim aðeins auðveldara. Og þær gerðu þá ekki hnútinn alveg eins og karlinn og áttu sinn hnút fyrir sig. I hnúta- fræðum öðlaðist rembi- hnúturinn vinsældir þegar mammonshnút- urinn hafði brugðizt rétt einu sinni og þá með fádæmum illa. Rembihnútakenningin barst hing- að til lands á öðrum áratug þessarar aldar og átti miklu fylgi að fagna á íjórða áratugnum, þegar mammons- hnúturinn hafði raknað í þjóðfélögum og menn brutu heilann um hvað Mefflninntak rembi- hnútakenningarinnar var, segir Asgeir Jak- obsson, að eignaréttur- inn væri undirrót alls ills með mannfólkinu. skyldi upp taka í hnútagerðinni. Boðendur rembihnútakenningar- innar reistu sig mikinn og geisuðu og voru kenndir til kentára. Sú skepna var uppi á einu þróunartíma- bili asnans til manns. Framendinn var þá vaxinn í mannsmynd en aftur- endi asnans ekki nema að litlum hluta vaxinn inn í framendann, svo sem nú er orðið, að ekki sést annað utan á okkur af asnanum en rassinn og klaufímar afmyndaðar í hæla. Þegar kentárnum þótti mikils við þurfa reisti hann sig á afturfótunum, pijónaði með framfótunum og frýs- aði froðu úr nösum sér. Megininntak rembihnútakenning- arinnar var að eignarétturinn væri undirrót alls ills með mannfólkinu. Ekki töldu rembihnútamenn sig geta komið áranum sjálfum fyrir, þar sem hann myndi innbyggður í manninn, en þeir trúðu því að hægt væri að gera þennan meðfædda ára, eignaár- áttuna, óvirkan með einstaklingum þjóðfélagsins. Ráðið var sem kunn- ugt er að færa eignaréttinn allan á ríkið og festa hann þar með rembi- hnút og herða vel að hnútnum. Ekki reyndist þeim duga einn rembihnút- urinn, enda ríki þeirra víðlent, og þeir tóku að hnýta fleiri og þar kom, sem alkunna er, að allt þeirra stóra þjóðfélag var orðið einn allsheijar- rembihnútur og ekki yrðu hnýttir fleiri. Þá komu til menn sem hjuggu, líklega í ölæði, á alla hnútana í einu, Ásgeir Jakobsson í stað þess að reyna að greiða úr hnútaflækj- unni og fara svo að leysa einn og einn í senn, þá ríkir nú hin mesta óreiða í rembi- hnútaríkinu. Ófarir Rembihnýt- inga urðu til þess að gera rembihnútinn út- lægan úr hnútafræðum. Segir nú næst af „Laus- hnýtingum" sem við ís- lendingar höfum búið við í nokkra áratugi. Eins og nafnið bendir til hnýta Laushnýtingar hnúta Sína lauslega, auðgert er að leysa þá, ef þeir hafa ekki áður raknað sjálfkrafa. Á herð- um Laushnýtinga hvílir sú skylda að skaffa hverri nýrri ríkisstjórn ný- hnýttan hnút. Það er í raun oftast sami hnúturinn, en hnýttur ýmist með vinstri eða hægri hendi. Ekki er því að neita að hnúturinn virðist halda skár ef hann er hnýttur með hægri hendinni, vinstri handar hnýting verður mönnum hérlendis meira umhendis, jafnt þótt þeir séu örvhentir. Rétt í þann mund að Rembihnýtingar voru að geispa gol- unni uppgötvuðu Laushnýtingar að þeirra hnútar væru of laushnýttir. Þeim var mikill vandi á höndum, ekki vildu þeir verða til að hnýta rembihnút, og nú varð að fínna hnút sem herti að án þess að verða hinn óleysanlegi rembihnútur. í þessum þrengingum Laushnýt- inga komu Hnútleysingjar á vett- vang. Þessir sögðu öll fyrri hnúta- fræði tómt rugl. Það þyrfti engan hnút. Þessir reistu kenningu sína á „búmmerangi" frumskógamanna. Þeir sögðu peninga ganga eftir spor- baug og ávaxta sig í leiðinni og kæmu tvöfalt eða margfalt meiri til baka á upphafsstað. Þessi kenning á eftir að sanna sig í veruleika þjóðlífs- ins, en eru menn vissir um að rétt sé að gefa Hnútleysingjum tækifæri til að sanna sig? Verður ekki úr búm- meranginu mammonshnúturinn gamli, sem þá hnýtist í rembihnút? Frá örófí alda hafa verið til ýmsar gerðir af mammonshnútnum í stjórn- arfari. Þráðurinn í hnútinn liggur úr manninum, sjálf eigingirnin. Það er ógaman að fást við hnút sem snúinn er úr þeim þætti. Þess vegna er það, að fái Mammon gamli að hnýta sig sjálfur og leika lausum hala, þá er hann til alls vís. Álitlegastur fyrir íslenzkt samfé- lag er tvímælalaust laushnýtti hnút- urinn, en hann er vandasamastur hnúta. Vandi þeirrar hnýtingar ligg- ur í því að hnúturinn sé mátulega hertur, hann má ekki rakna né herð- ast um of. Áður er þess getið að hnúturinn hafí lukkazt betur hérlend- is hnýttur með hægri hendi. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.