Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 27 með samningi okkar hafi vinnu- frelsi hans verið takmarkað. Þessi takmörkun er þó óveruleg og ein- göngu afleiðing af þeim réttmætu hagsmunum sem gerð er grein fyrir hér á undan. Eðli máls sam- kvæmt geta slík ákvæði ekki gilt nema í '/2-1 ár. Þá er til þess að líta að maður með íslenskt tann- læknaleyfi getur sett upp stofu og hafið störf hvar sem honum sýnist, ekki bara hér á íslandi heldur í öllum löndum hins Evr- ópska efnahagssvæðis. Þetta er mun meira fijálsræði en margar aðrar stéttir búa við, t.d. getur maður með lækningaleyfi ekki hafið störf sem heimilislæknir á Selfossi, lyfjafræðingur getur ekki opnað þar apótek, bóndi getur ekki hafið búskap án þess að kaupa tii þess kvóta og sjómaður getur ekki róið til fiskjar án þess að greiða fyrir leyfi dýrum dómum. Ef tannlæknir þrátt fyrir alla þessa möguleika og frjálsræði tel- ur hag sínum best borgið með því að hefja störf á tannlæknastofu Arna Jónssonar, er honum það að sjálfsögðu leyfilegt. Ég hef haft nokkra aðstoðartannlækna starf- andi á stofu minni og hefur sam- starf mitt við þá verið hið ánægju- legasta. Ragnar Árnason er eina undantekningin. Ragnar gerir einnig mikið úr því að vegna ungs aldurs hafi hann ekki gáð að sér í samningum við sér eldri og reyndari mann. Benda verður því á að aldursmun- ur á okkur er aðeins 5 ár og þeg- ar Ragnar réðst til starfa hjá mér var hann kominn á 33ja aldursár. Varla verður því haldið fram að maður á þeim aldri sé ekki orðinn nógu gamall til að taka ábyrgð á gerðum sínum. Spyija má hvort tannlæknir, sem ekki vill taka ábyrgð á þeim skriflegu samning- um sem hann gerir, sé fær um að taka ábyrgð á sínum sjúklingum. Ragnar naut hagstæðra kjara í starfi hjá mér. Meðal annars voru tekjur hans um 30% hærri en al- gengt er hjá aðstoðartannlæknum. Allan starfstímann minntist hann ekki á að hann væri á einhvern hátt ósáttur við samning okkar eða óskaði eftir breytingum á hon- um. Áður en til málareksturs kom í deilumáli okkar reyndi ég til þrautar að ná samkomulagi en hann neitaði öllum samningum. Ekki verður hjá því. komist að nefna að í þeim viðræðum hafði hann uppi hótanir um illt umtal og niðrandi greinar í blöðum. Svigurmæli Ragnars um mig persónulega og rekstur tann- læknastofu minnar á Selfossi eru ekki svaraverð. Eftir að grein hans birtist hafa mjög margir, meðal annars læknar, tannlæknar og sjúklingar mínir, haft samband við mig og fjölskyldu mína. Allir hafa lýst furðu yfir tilefnislausri árás Ragnars á mig og starfsheiður minn. Ég vil þakka þeim öllum fyrir stuðninginn og hlýjan hug. Höfundur er tannlæknir. =PreCatch að reykja Pre-Patch kerfið hjálpar þér að hætta að reykja fyrir fullt og allt í 3 hlutum á 3 vikum (en ekki á 1 degi). Kannanir hafa sýnt að 7 af hverjum 10 sem nota Pre-Patch hætta að reykja. Pre-Patch er þrjár gerðir munnstykkja sem komið er fyrir á sígarettunni. Pre-Patch dregur úr því nikótínmagni sem þú andar að þér með sígarettureyknum um 80% á 3 vikum. í kerfinu eru 42 munnstykki ásamt hollráðum og nákvæmum leiðbeiningum um notkun kerfisins. APÓTEKID PRE-PATCH FÆST í NÆSTA APÓTEKI Reyklaus til Florida Þegar þú kaupir Pre-Patch kerfið áttu um leið möguleika á að taka þátt í leik á Bylgjunni og Stöð 2 þar sem spennandi vinningar eru í boði. Svaraðu spurningunum sem fylgja með í pakkanum og sendu - með nafni þínu og heimilisfangi. Þá ertu komin(n) í pott sem dregið verður úr á Bylgjunni og Stöð 2. Meðal vinninga eru Aloe Vera snyrtivörur, Plus+White tannhreinsikrem og síðast en ekki síst, ferð með Flugleiðum til Fort Lauderdale í Florida. (t 0 SIB02 Fre<Patch Lambakjöt I karrísósu. Handa fjórum 0 N (Ð H cc < > < >< 1U h 1 kg lambakjöt með beini, t.d. framhryggur eða bógur Vatn 1- 2 tsk salt hvítur eða svartur pipar úr kvöm 2- 3 negulnaglar (má sleppa) 1 laukur, saxaður gróft Sósa: 1 1/2 msk smjörlíki 1-2 tsk karri 2 1/2-3 msk hveiti 5 dl af soði Kjötið er snyrt og sett í pott ásamt kryddinu og lauknum. Vatni er hellt á svo að fljóti yfir. Suðan er látin koma upp og froðan veidd vandlega ofan af. Kjötið er soðiö í 30-45 mínútur eða þar til það er meyrt og rétt aðeins laust frá beinunum. Kjötið er fært upp og skorið í bita en beinin tekin burt. Smjörlíkið er braett f potti og karríið látið kráuma f því i 1-2 mínútur. Hveitið er síðan hrært saman við. Þá er heitu soðinu hellt út í smám saman og hrært vel á milli. Sósan er látin sjóða f nokkrar mfnútur og kjötið sett út í. Rétturinn er borinn fram með hrfsgrjónum og einnig er gott að hafa með honum gulrætur sem eru þá soðnar með kjötinu. Annar réttur fæst með því að sleppa karríinu og krydda sósuna i staðinn með 3 msk af söxuðu nýju dilli (eða 2 tsk af þurrkuðu), 1-2 msk af sítrónusafa og, ef þurfa þykir, 1/4 tsk af sykri. GOTT FÓLK -■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.