Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 23 ERLENT Hörð átök í Bosníu HER Bosníustjórnar gerði í gær þunga stórskotaliðsárás á sveitir Bosníu-Serba á tveimur stöðum í Bosníu. Annars vegar austur af borginni Tuzla og hins vegar við Vlasic-fjall við borgina Travnik í miðhluta landsins. Serbar svöruðu og eru þetta hörðustu átök í land- inu frá áramótum. Hart sótt að Tsjetsjenum RÚSSNESKI herinn hélt í gær uppi harðri skothríð á stöðvar tsjetsjenskra uppreisnar- manna suður og austur af höfuðborginni Grosní. Að sögn Itar- Tass-fréttastofunnar beittu Rússar flugher og stór- skotaliði í árásum á bæina Argun, Gudermes og Shali. Skotið á sjón- varpskonu ALSÍRSKIR bókstafstrúar- menn eru taldir hafa staðið fyrir skotárás á kunna sjón- varpskonu, Rachida Hammadi, í gær. Hún særðist en systir hennar, sem er ritari á sjón- varpsstöðinni, beið bana. Blaðamenn hafa verið sérstakt skotmark bókstafstrúarmanna og 32 slíkir verið myrtir frá júní 1993 en Hammadi er fyrsta blaðakonan sem sýnt er tilræði. Flengingar með lottóinu? ELIZABETH Peacock, þing- maður breska íhaldsflokksins, hefur lagt til að afbrotamenn verði flengdir opinberlega. Sjónvarpsþátturinn þegar dregið er í lottóinu væri ákjós- anlegastur þar sem fleiri horfa þá á sjónvarp en á öðrum tim- um vikunnar. Peacock vill að harðar sé tekið á glæpamönn- um og þjóðin fái að sjá að svo er gert. NATO semji um sér- stök tengsl við Rússa Carcassonne. Reuter. Háð því að hernaði 1 Tsjetsjeníju verði hætt og stækkun NATO samþykkt UTANRIKISRAÐHERRAR Evr- ópusambandsins (ESB) hafa boðið Rússum sérstakan samning við Atl- antshafsbandalagið (NATO) ef þeir binda enda á hernaðaraðgerðirnar í Tsjetsjeníju og láta af andstöðu sinni við stækkun bandalagsins í austur. Ráðherrarnir 15 komu saman á óformlegum fundi í bænum Cacas- sonne í Frakklandi á sunnudag og voru sammála um að ekki bæri að einangra Rússa þrátt fyrir óánægju Vesturlanda með hernaðaraðgerð- irnar í Tsjetsjníju. Þeir sögðu að Atlantshafsbanda- lagið ætti að stefna að viðræðum um samning við Rússa sem fæli í sér sérstakan samráðsvettvang á hættutímum, reglulegar pólitískar viðræður og gagnkvæman griða- sáttmála. Rússar fallist á stækkun „Við ættum að íhuga samning eða sáttmála milli NATO og Rússa samhliða stækkun bandalagsins til að sýna Rússum að við vanrækjum þá ekki,“ sagði Alain Juppe, utan- ríkisráðherra Frakklands. „Við verðum að finna leið til að vekja trúnaðartraust þeirra.“ Helsta skilyrðið er að Borís Jelts- ín Rússlandsforseti láti af andstöðu sinni við að fyrrverandi aðildarþjóð- ir Varsjárbandalagsins - svo sem Pólveijar, Ungveijar, Tékkar og Slóvakar - fái aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Douglas Hurd, utan- ríkisráðherra Bretlands, lagði áherslu á að ráðherrarnir vildu ekki veita Rússum neitunarvald varðandi framtíðarskipan öryggismála í Evr- ópu. Ráðherrarnir voru sammála um að framganga Rússa í Tsjetsjeníju hefði ekki breyst nógu mikið til að Evrópusambandið gæti undirritað bráðabirgðaviðskiptasamning sem gerður hefur verið við Rússland. Breskur embættismaður sagði að bundnar væru vonir við að ástandið í Tsjetsjeníju breyttist þannig að hægt yrði að undirrita samninginn fyrir 10. apríl. Bandaríkjastjórn á móti? Bandaríkjastjóm kann að verða treg til að fallast á viðræður um sérstakan samning NATO við Rússa umfram samninginn um „Samstarf í þágu friðar“ sem þegar hefur verið gerður. Alain Juppe sagði að Bandaríkjastjórn réði ekki ein ferðinni. „Ef stækkun NATO verður að veruleika verður það sam- þykkt af aðildarríkjunum 16 en ekki einu,“ sagði hann. Rússar neituðu að undirrita sam- starfssamninginn í desember og kröfðust þess að NATO útskýrði áform sín um fjölgun aðildarríkj- anna. Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði að Rússar yrðu að undirrita þann samning áður en gengið yrði til viðræðna um sérstök tengsl þeirra við NATO. Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Russlands, sagði í gær að ríki Mið= og Austur-Evrópu hefðu rétt til að ákveða sjálf hvort þau gengju í NATO en hann varaði við því að fljótfærnislegar ákvarðanir um stækkun bandalagsins í austur gætu haft alvarlegar afleiðingar. Hætta væri á að ný skipting áhrifa- svæða ylli köldu stríði að nýju milli Rússlands og Vesturlanda. Clinton til Moskvu í gær var tilkynnt í Washington, að Bill Clinton forseti færi til Moskvu og yrði viðstaddur hátíða- höld þar 9. maí í tilefni þess að 50 ár verða þá frá lokum átaka í seinna stríðinu. Reuter ELÍSABET Bretadrottning tekur við gjöf Nelsons Mandela, forseta Suður-Afríku, á skrifstofu hins síðarnefnda í Höfðaborg í gær. Til hægri er frænka forsetans, Rochelle Mtirara. Breta- drottning í S-Afríku Höfðaborg. Reuter. ELÍSABETII. Bretadrottning kom í gær í sex daga heimsókn til Suður-Afríku og varð fyrsti breski þjóðhöfðinginn til að ávarpa þing landsins frá 1947. Drottningin lauk ræðunni með orðunum: Nkosi Sikelel’ IAfrika (Guð blessi Afríku), sem er heiti annars af þjóðsöngvum landsins, við mikinn fögnuð þingmanna. Elísabet og Mandela komu saman eftir ávarpið og drottn- ingin sæmdi hann æðstu orðu Bretlands sem útlendingi getur hlotnast. Auk Mandela hefur að- eins Móðir Teresa hlotið þennan heiður. Mandela sæmdi einnig drottn- ingu æðstu orðu sem útlendingi stendur til boða í Suður-Afríku. E TIL ALLT AO 36 MÁNAOA RAÐGREHDSLUR .HM . TIL ALU AÐ 24 MÁNAÐA GLÆSILEGT PARKET á verði frá kr. 2 Við bjóðum til parketveislu aðeins þessa einu viku! Komdu og gerðu einstök OPIÐ tAUGARDAGA FRÁ 10-14 kaup! Teppaland Parketland Grensásvegi 13, sími 581 3577 og 588 1717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.