Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I dag, á morgun og á fimmtudag verða frambjóðendur sjálfstæðismanna með viðtalstíma á hverfaskrifstofunum milli kl. 18-19 semhérsegir. Sími: 27138 27112 27132 Bjöm Bjamason & PéturBlöndal Sími: 588-7052 588-7046 588-7047 Sólveig Pétursdóttir & Kristján Gudtnundsson Sími: 588-6619 588-6618 GeirH. Haarde & Hanna Bima Kristjánsdóttir Sími: 587-5562 587-5563 587-5564 Sími: 879995 Magnús L Sveinssoti &AstaMöllcr Hverfaskrifstofumar eru opnar virka daga frá kl. l'6:00til 21:00 ogá laugardögum frá kl. 13:00 tilkl. 17:00. BETRA ÍSLAND Við Lækjartorg (mfmirstnvti 20,2. uxó) Valhojl Hraunbær 102b Álfabahki 14a, Mjótld Hverafold 1 -3 ÍDAG Sjá stöðumynd að tapa að minnsta kosti skiptamun. Hiibner var mistækur í San Franc- isco. Þetta var sannfær- andi sigur, en skákinni við sigurvegarann, Viktor Kortsnoi, 63ja ára, tapaði hann í aðeins 18 leikjum. Nor ður landamótið 1995, sem jafnframt er svæðamót, hefst á Hótel 24. - Hxd4! 25. Bxd4 (Eftir 25. De3 — Rxf3+ tap- ar hvítur drottn- ingunni) 25. — Dxd4 26. Re2 - Rxf3+! 27. gxf3 — Bxcl 28. Rxd4 — Hxel og Tisdall gafst upp, því hann kemst ekki hjá því b' e d • f o h Loftleiðum í dag kl. 16. Flestir bestu skákmenn Norðurlanda eru á meðal þátttakenda. SKAK Umsjön Margcir Pétursson ÞESSI staða kom upp á Pan Paci|ic mótinu í San Francisco um daginn. Norski alþjóðameistarinn Jonathan Tisdall (2.470) var með hvítt en þýski stór- meistarinn Robert Hiibner (2.620), var með svart og átti leik. BRIPS Umsjön Guöm. Páll Árnarson BANDARÍKJAMAÐUR- INN Alan L. Schwartz greinir frá einhverri hug- myndaríkustu blekkingu sem sögur fara af í nýiegu hefti The Bridge World. Eftir að hafa hrært upp í sögnum með ásaspum- ingu endar suður sem sagnhafi í vonlitlum sex spöðum. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ - ▼ 984 ♦ Á3 ♦ ÁDG108432 II Suður ♦ ÁKDG1098 ¥ ÁD ♦ 7642 ♦ - Vestur Norður Austur Suður - 1 lauf Pass 1 spaði Pass 3 lauf Pass 4 grönd* Pass 5 hjörtu Dobl 6 spaðar Pass Pass Pass Vestur spilar út hjarta- tvisti upp á kóng austurs. Hvernig á suður að spila? Slagirnir eru nákvæm- lega ellefu og varla raun- hæfur möguleiki á þeim tólfta nema kóngurinn í laufi sé blankur. Kast- þröng er tæplega til í dæminu. Þótt hjátrúin segi reyndar að laufkóngurinn sé blankari en aðrir kóng- ar, bendir Schwartz á leið sem slær út þá veiku von. Hann vill láta hjarta- drottninguna undir kóng- inn!!! Norður ♦ - V 984 ♦ Á3 ♦ ÁDG108432 Vestur Austur ♦ 7652 ♦ 43 f 1072 llllll V KG653 ♦ KG95 111111 ♦ D108 ♦ K9 + 765 Suður ♦ ÁKDG1098 V ÁD ♦ 7642 ♦ - Hvað á austur að halda þegar hann fær slaginn á hjartakóng? Frá hans bæjardyrum „blasir við“ að vestur er að spila undan hjartaás. Og hjartatvistur- inn er auðvitað hliðarkall í laufi. Sem sagt, vestur hlýtur að vera með eyðu í laufi. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags 50 ár liðin frá sprengjuárás KÆRU landar, þið sem voruð í Kaupmannahöfn á stríðsárunum 1944-45. í dag, 21. mars, eru 50 ár liðin síðan Englend- ingar vegna mistaka vörpuðu sprengju á ka- þólska skólann Friðriks- berg og rústuðu heila götu áður en þeir vörp- uðu sprengjunni á Shell- húsið, bækistöð Þjóð- veija, sem var upphaf- legt skotmark þeirra. Sprengjunni var varpað skáhallt inn í húsið. Eng- lendingar vissu af föngunum sem Þjóðveij- ar höfðu í haldi á efstu hæðinni í þeirri von að þeir slyppu við sprengjuárás. Þarna fór- Tapað/fundið Úr tapaðist QUARTZ-kvenúr í svartri ól af gerðinni Perry Ellis tapaðist í Tunglinu laugardags- kvöldið 11. mars. Skilvís fínnandi vinsamlega hafi samband í síma 76079. ust um 100 manns. í kaþólska skólanum fór- ust 86 böm og 13 full- orðnir. Sagt var að fjórar nunnur hefðu lagt sig hver ofan á aðra í kjall- aranum sem fylltist af vatni og bjargað lífi átta barna sem stóðu ofan á þeim. Kæru landar. í kvöld kveiki ég á kertum og bið ykkur að gera það sama í minn- ingu bamanna og þeirra sem fómst í þessari sprengjuárás 21. mars 1945, aðeins sex vikum áður en stríðinu lauk. Kveðja, Sigríður Johnsen Gæludýr Köttur óskast ÓSKA eftir norskum skógarketti, hreinrækt- uðum eða blönduðum. Upplýsingar í síma 98-34488. HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... EGAR Óli Kr. Sigurðsson keypti hlutabréf sín í Olíu- verzlun Islands hf. á sínum tíma var talað um, að það væru kaup aldarinnar í viðskiptalífínu enda benti flest til þess, að hann hefði ekki haft yfir að ráða miklum fjár- munum til þeirra kaupa. Nú hefur þessi hlutur eða það sem eftir stóð verið selt. Ef miðað er við skráð markaðsverð er söluverðið nálægt 850 milljónum króna. Ef reiknað er með, að svo stór hlutur hafi verið seldur á yfirverði er hugsan- legt, að söluverðið hafi farið yfir milljarð. í sjálfu sér skiptir ekki máli hver upphæðin er nákvæmlega. Ekki fer á milli mála, að í þessum kaupum á sínum tíma og sölu nú er fólgin einhver mesta snilld, sem hér hefur sézt f viðskiptum. xxx TELJA má líklegt, að bréfin hafi verið seld á hárréttum tíma. Að öllu óbreyttu á sam- keppni eftir að aukast mjög á olíu- markaðnum bæði vegna áforma Irving Oil um að hefja hér starf- semi og eins vegna væntanlegrar samkeppni af hálfu Orkunnar, hins nýja fyrirtækis, sem ætlar að setja upp benzínstöðvar í námunda við stórmarkaði og selja benzín á lægra verði. Að sumu leyti hefur Olíuverzlun Islands kannski verið í erfiðastri stöðu af olíufélögunum þremur og þess vegna skynsam- legt hjá stærsta eiganda fyrirtæk- isins að selja nú. xxx HINS vegar spyija menn, hvers vegna Sund hf. hafi boðið Olíufélaginu hf. bréfin til sölu en ekki Skeljungi hf., sem sennilega hefur orðað kaup á bréfunum fyr- ir einhveijum vikum eða mánuð- um. Ein skýring, sem gefin er á því er sú, að þátttaka í Orkunni hf. hafi farið fyrir bijóstið á for- ráðamönnum Sunds hf. og þeir þess vegna boðið Olíufélaginu bréfin til kaups. xxx HVER sem ástæðan er, fer ekki á milli mála, að þessi viðskipti eru einhver mestu tíð- indi, sem hér hafa lengi orðið í viðskiptalífinu og eru líkleg til þess að draga dilk á eftir sér. Búast má við, að þeir, sem hafa talið nýja viðskiptablokk vera að rísa á rústum Sambandsveldisins, telji nú að sér vegið og muni nota fyrsta tækifæri til þess að koma með mótleik og jafna þar með met- in á omistuvelli viðskiptalífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.