Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995
MININIINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR ÖRN
SIG URÐSSON
+ Sigurður Örn
Sigurðsson var
fæddur í Reykjavík
17. janúar 1930.
Hann lést í Kaup-
mannahöfn 9. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðný Jónsdóttir
hjúkrunarkona, f.
17.2. 1897 í Reykja-
vík, d. 6. sept. 1973,
og séra Sigurður
Einarsson, f. 29.10.
1898 á Arngeirs-
stöðum i Fljótshlíð,
d. 23. 2. 1967.
Systkini Sigurðar eru: Áslaug
Kristín Sigurðardóttir, f. 21.
9. 1924. Hjördís Braga Sigurð-
ardóttir, f. 28.5. 1926, Gunnvör
Braga Sigurðardóttir, f. 13.7.
1927, d. 1. 6. 1992, og Steinn
Hermann Sigurðsson, f. 9.9.
1946. Sigurður átti tvo sonu:
Einar og Hilmar Þór.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í dag og
hefst athöfnin kl. 10.30.
í DAG er til moldar borinn Sigurð-
ur Örn Sigurðsson, langt um aldur
fram.
Sigurður hóf störf á Reykja-
víkurflugvelli árið 1991 og sá um
stjómun sumarvinnuflokka ungl-
inga allar götur síðan, en á vetrum
bjó Sigurður í Kaupmannahöfn.
Sigurður var mjög dáður jafnt
af unglingum í sumarvinnu sem
öðrum starfsmönnum flugvallarins
og fórst honum samstarfið við
unglingana einkar vel úr hendi.
Hann var mikið snyrtimenni,
verklaginn og útsjónarsamur við
öll sín störf. Sigurður hafði einstak-
lega létta og góða lund sem kom
sér vel í þvi hlutverki að leiða æsku-
fólk fyrstu skrefin á vinnumarkaði.
Síðastliðið haust var hann fast-
ráðinn á flugvellinum við stjómun
vinnuvéla og sáum við fram til
þess að geta notið reynslu hans og
hæfileika í þeim efnum. En örlögin
gripu í taumana eins og svo oft
áður í þessari jarðvist.
Það er með söknuði og virðingu
sem starfsmenn Reykjavíkurflug-
vallar kveðja þennan mæta mann.
Sonum hans og öðrum ættingj-
um sendum við okkar samúðar-
kveðjur.
Samstarfsmenn á
Reykjavíkurflugvelli.
Bói var nafnið sem við mörg
honum nákomin ævinlega kölluðum
Sigurð Örn. Trúlega var það nafn
tilkomið eins og svo oft fyrr og
síðar, þegar einhver lítil systir er
að reyna að segja
„bróðir“, en tekst ekki
betur til en þetta.
Bói var yngstur
þriggja barna ömmu
og afa, Guðnýjar Jóns-
dóttur og séra Sigurð-
ar Einarssonar. Hann
ku ungur hafa verið
rauðbirkinn, freknótt-
ur fjörkálfur, sem lífið
brosti til og bauð hjart-
anlega velkominn til
leiks og starfa. En
skjótt skipast veður í
lofti, á vondum tíma í
lífi drengs, á unglings-
árunum, skilja foreldrar hans og
hann verður einskonar flækingur í
tilfinningahita illra atburða, sem
hann fær engu ráðið um. Hann
verður ráðvilltur og óviss og leitar
útrásar á eigin forsendum og fer
utan og leggst í siglingar, óharðn-
aður unglingurinn. Hann er að
heiman í mörg ár og einu skilaboð-
in frá honum eru of fá bréf og ein-
staka póstkort, sem undirstrika að
frændi fer víðar en flestir gerðu þá.
Heimkominn reynir hann að
byggja upp líf sitt eftir forskrift-
inni. Hann tekur að sér hverskonar
vinnu, er á togurum, í verkamanna-
vinnu, við vinnuvélastjórn, út-
keyrslu og hvaðeina, sem gefst.
Hann er harðduglegur, laginn og
áreiðanlegur vinnukraftur svo
langt sem það nær. En það nær
ekki alveg nógu langt. Hann er
óreglusamur, löstur sem hann hef-
ur trúlega ánetjast í siglingunum
og ágerist þegar fram líða stundir.
Hann giftist, stofnar heimili og
eignast son, en allt kemur fyrir
ekki. Sambandið gliðnar og það
endar með skilnaði og viðskilnaði
við soninn. Sambandið við nánustu
ættingja er ekki eins gott og það
gæti verið og honum helst illa á
fé, frændum og orðstír. Móðir hans
sem ann honum hugástum og ber
ef til vill einhveija sök í brjósti,
gerir allt sem í hennar valdi stend-
ur, en á árangurs.
Um 1970 flyst Bói til Kaup-
mannahafnar og leggst þar í
óreglu, og er meira og minna úr
tengslum við sína nánustu og ófær
um að sinna einni af frumskyldum
mannsins, að taka ábyrgð og láta
sér þykja vænt um, jafnvel sjálfan
sig. Móðir hans deyr á þessu tíma-
bili að öllum börnum sínum fjarver-
andi og síðasta spurning af hennar
vörum í heimi hér, var um sinn
elskaða son.
En uppúr 1980 tekst Bóa á ótrú-
legan hátt að rífa sig uppúr óregl-
unni og byrja hægt og bítandi að
byggja á ný upp líf sitt og nánast
endurnýja kynni sín og tengsl við
ættingja og vini. í fyrstu voru
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 620200
Sími 555-4477
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
II
S. HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
--- 71.
^,
margir vantrúaðir á að þetta væri
að gerast, en síðar fegnir og fagn-
andi að hafa endurheimt svo ágæt-
an mann, sem úr helju væri.
Bói var ekki alveg tilbúinn að
skýra í smáatriðum hvernig þessi
stórundur máttu verða, en ég varð
vitni að því þegar hann neitaði
blaðamanni um viðtal, á þeirri for-
sendu að viðtalið átti einmitt að
Ijalla um það hvernig hann dreif
sig uppúr brennivíninu. Engu að
síður er það staðreynd að Bói gerði
þetta upp á eigin spýtur, en ekki
að hætti kerfisins.
Bói kaus að búa í Kaupmanna-
höfn síðari árin við síbatnandi kjör
í húsnæði og umgerð allri. Hann
unni þessari fornu höfuðborg ís-
lands, þó að hún hafi á stundum
verið honum vondur dvalarstaður.
Nokkur síðustu sumur vann hann
hér heima en kaus að eyða vetrum
í Danmörku. Þó breytti hann til nú
í vetur og réð sig til starfa áfram,
en skyndileg veikindi hans breyttu
því um síðustu áramót, eins og svo
mörgu öðru í lífi hans.
Það snart okkur ættingja hans
og vini illa í kringum afmæli hans
nú í janúar, þegar hann sagði okk-
ur frá veikindum sínum og ákvörð-
un að fara aftur utan. Við vissum
reyndar að dagar hans yrðu brátt
taldir, en bæði upplýsingar lækna
0g vonir okkar gáfu samt fyrirheit
um lengri samvistir. Það var margt
ósagt og líka ýmislegt sem átti
eftir að gera, en dauðinn stöðvar
allar slíkar vangaveltur í einu vet-
fangi.
Og nú er hann dáinn þessi kæri
frændi minn.
Ég hefði kosið að tala um hann
með þeim hætti sem ekki er al-
gengt í eftirmælum. Mér er alveg
ómögulegt að minnast Bóa án þess
að taka með jafn gildan þátt í lífi
hans og óregla hans var. Kannski
hefði hann orðið öðruvísi maður án
vínsins, en ekki endilega betri.
Því þegar hann var sér ráðandi
og eftir að hann náði tökum á sín-
um vanda, kom í ljós hvern mann
hann hafði að geyma. Hann var
blíðmenni, skemmtilegur, hlýr,
traustur, greiðvikinn og góður vin-
ur í raun. Hann hafði gaman af
fólki og að umgangast fólk og hann
var fólki til skemmtunar með kímni
sinni og léttri lund. Og þegar hon-
um hafði tekist að sigrast á sínum
fjanda var það hans líf og ástríða
að hjálpa öðrum sem enn áttu í
erfiðleikum í glímunni við óregluna.
Systur Bóa eru tvær, Gunnvör
Braga sem er dáin og Hördís sem
býr í Ameríku. Hann á tvö hálf-
systkini, Áslaugu og Stein Her-
mann, sem búa hér heima. Það var
stundum stórt bil á milli þessara
systkina, ekki síst þegar illa áraði
hjá Bóa. En þegar hann kom til
baka til lífsins tókust strax með
þeim miklir kærleikar og fögnuður
yfír því að fá aftur tækifæri til að
spjalla og vera saman. Og það voru
uppi miklir draumar hjá þeim fjór-
um sem eftir lifðu um að hittast í
sumar og eyða saman dýrum stund-
Blómastofa
Fnðfinns
1 Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnlg um helgar.
Skreytingar við öll tllefni.
Gjafavörur.
um. Það getur reynst varasamt að
gera miklar áætlanir. Þær eiga það
til að bregðast.
Sigurður Einarsson.
Eg gekk til grafar ástvinar,
reyndi að tala við hann.
Ekkert svar.
Því þetta er einkenni hinnar guðdómlegu
gátu:
Mælska þeirra, sem skilja hana ekki,
þögn þeirra sem loksins hafa leyst hana.
þá grét ég.
(Morris West)
Móðurbróðir minn Sigurður Orn
Sigurðsson er látinn. Siggi eins og
vinir hans kölluðu hann, Bói eins
og við í fjölskyldunni kölluðum
hann.
Hann var mjög sérstakur
frændi, alltaf elskulegur, glaður
og svo skemmtilega fyndinn. Vinur
og félagi okkar allra og barnanna.
Hann átti heima hjá okkur á
Meltröð 8 í Kópavogi í mörg ár,
næstum alltaf fannst mér, hann
var einn af stóra hópnum, mömmu
og pabba.
Hann, var ævintýramaðurinn
minn, sagði svo skemmtilega frá
öllu sem á daga hans hafði drifið.
Það var hægt að skellihlæja með
honum.
Bói átti í erfiðleikum með
brennivín í mörg ár. Hann var samt
duglegur og vinsæll til vinnu þau
ár sem hann bjó á íslandi. Það sit-
ur í mér falleg minning frá þeim
tíma þegar amma Guðný var á lífí.
Ég fékk að fara með henni í Hörgs-
hlíðina til bænakonu sem þar bjó.
Amma hafði unnið í Tugthúsinu á
Skólavörðustíg og hjálpað mörgum
manninum að sættast við sjálfan
sig. Hún var sterktrúuð kona, sem
treysti að Guð almáttugur mundi
hjálpa drengnum hennar á rétta
braut. Það var allsérstakt að fylgj-
ast með henni ömmu á samkomum,
draga mannakorn fyrir hann Bóa
og aðra félaga hans af götunni.
Áður en Bói flutti til Kaupmanna-
hafnar var hann flest jól heima
hjá okkur og oft gaf hann okkur
fallegar jólagjafir. Þegar ég var
12 ára gömul gaf hann mér fallega
styttu af Maríu mey og Jesúbam-
inu, sem verður mér kærari með
hverju árinu sem líður. Hann var
stríðinn elsku frændinn minn. Á
jólunum þegar hann og pabbi voru
búnir að fá sér alltof á diskana,
þá var að borða möndlugrautinn
og svo þegar búið var að vaska
upp að fá sér reglulega sterkt kaffi
og pípureyk, þá mátti loksins opna
pakkana. Hann var nefnilega ekk-
ert að flýta sér og ég gleymi ekki
glettninni í augunum hans.
Stundum var hann svo veikur
þegar hann kom heim til okkar
eftir túra. Þá var honum hjúkrað
þar til hann náði sér. Það var
stundum eins og allir púkar jarðar-
innar væru samankomnir undir
sænginni hans.
En þetta var liðin tíð, fyrir 13
árum fengum við hann aftur til
okkar, litla bróður hennar mömmu
og soninn hennar ömmu heitinnar
Guðnýjar, lausan við böl Bakkusar.
Hann sagði nú í restina að þá
hefði hann hlotið lottóvinning og
að hver dagur í viðbót væri bónus-
vinningur.
Við Jón heimsóttum hann um
haustið til Kaupmannahafnar og
áttum með honum góða daga.
Hann bjó þá í eldgömlu húsi úti á
Amager. Mikil og sterk vinátta
tókst með þeim Jóni og ég fékk
að upplifa upphafið að tímabili sem
hann var stoltur og glaður yfír að
fá tækifæri til að hefja. Seinna lán-
aði hann okkur ibúðina sína til
sumardvalar í Kaupmannahöfn, þá
bjó hann í Hvidovre. Hann fluttist
svo inn í borgina og átti þar fallegt
heimili þegar hann dó.
Bói var sérlega vinamargur og
hann ræktaði vinagarðinn sinn vel
og vandlega. Margir vina hans
heimsóttu hann út og ég veit að
það gladdi hann mikið. Ég var
stundum að öfunda hann af sunnu-
dagsmorgnunum á Kaffívagninum,
þaðan kom hann alltaf svo glaður.
Þar sagði hann mér að heimsmálin
væru rædd og skoðuð á alla vegu.
Ég heyrði hann aldrei tala illa
um nokkurn mann, en húmorinn
var oftast í lagi.
Ég átti við hann gott samtal
laugardaginn fyrir andlátið, hann
var sáttur við allt og alla og sann-
færður um að líf væri eftir dauð-
ann. Hann var fullur þakklætis til
allra félaga sinna sem hjálpuðu
honum þessar síðustu vikur í Höfn.
Við sem heima á íslandi biðum
fregna vitum að vel var um hann
hugsað og erum þakklát fyrir.
Ég vissi að Bói missti mikið þeg-
ar foreldra mínir létust með stuttu
millibili, það var eins og hann yrði
aldrei samur á eftir. Eg er sann-
færð um að nú eru fagnaðarfundir
í Himnaríki.
Megir þú hvíla í friði, elsku
frændi. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
„Læknir getur stundum afvopn-
að manninn með ljáinn, en hann
ræður ekkert við sandinn í stunda-
glasinu." (Hester Lynch Piozzi.)
Kolbrún Björnsdóttir og
fjölskylda, Ólafsvík.
Ég lá á sjúkrahúsi þegar ég frétti
að minn góði vinur, Sigurður Öm
Sigurðsson, hefði látist í Kaup-
mannahöfn. Fréttin kom ekki á
óvart þar sem Sigurður hafði verið
mikið veikur. Ég segi, ekki á óvart,
samt brá mér illa við þar sem kall-
ið kom fyrr en ég og hann höfðum
reiknað með. Það er aldrei hægt
að undirbúa sig fyrir áfall sem
þetta.
Ég sagði í upphafí að Sigurður
Örn og ég hefðum verið góðir vin-
ir. Við vorum meira en vinir, við
vorum eins og bræður.
Eftir að ég kom af sjúkrahúsinu
varð mér hugsað til Sigga. Mig
langar að segja eitthvað um mann-
kosti hans en átti erfitt að gera
það í stuttu máli. Ég tók mér hvíld
frá hugsunum mínum og settist
fyrir framan sjónvarpið. Á dagskrá
var þátturinn í sannleika sagt. Þar
voru saman komnir sálfræðingar
og aðrir einstaklingar með sérþekk-
ingu. Umræðuefnið var góðir
stjórnendur og vondir. Það sem
þessi valdi hópur hafði að segja um
góða stjórnendur sá ég að átti við
um Sigga. Hvar sem Siggi hóf störf
var hann gerður að verkstjóra,
enda hafði hann alla kosti sem
góður yfírmaður þarf að hafa til
að bera.
Siggi naut trúnaðar og trausts
hvar sem hann kom og hvar sem
hann var. Hann átti auðvelt með
að eignast vini, enda búinn þeim
kosti að geta gefið af sjálfum sér.
Þess naut ég ásamt mörgum öðr-
um. Ævinlega verð ég þakklátur
fyrir það sem hann gaf mér af sjálf-
um_ sér.
Ég vil votta öllum samferða-
mönnum og skyldmennum samúð
mína við fráfall Sigurðar. Nú kvíði
ég minna mínum dómsdegi því ég
veit að þegar að því kemur mun
Siggi taka vel á móti mér og þá
mun ég loks gista hjá honum, en
það stóð til í mörg ár að ég kæmi
til Kaupmannahafnar og gisti hjá
honpm. Tveimur dögum áður en
Sigurður fór til Kaupmannahafnar,
í síðasta sinn, áttum við Guðlaug
ánægjulega kvöldstund með honum
heima hjá honum. Við vissum öll
að þetta væri kveðjustundin. Þrátt
fyrir þá vissu var kvöldið einstak-
lega skemmtilegt og við rifjuðum
upp margt af því sem við áttum
sameiginlegt, og það er ekki lítið.
Um leið og við kveðjum heiðurs-
manninn Sigurð, biðjum við Guð
og alla góðar vættir að auðvelda
honum komuna á nýjar slóðir og
nýrra starfa.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þinn vinur,
Grétar Bergmann.