Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 49 FRÉTTIR Ritgerðasamkeppni milli barna og unglinga Norðurlönd gegn útlend- inga- og kynþáttahatri Matur og matgerð Framandi ávextir III Kristín Gestsdóttir segist líklega hafa hætt sér út á hálan ís, þegar hún fór að skrifa um framandi ávexti. Hún segir þetta heilmikinn frumskóg, en ætlar ekki að gefast upp. NORRÆNNI ritgerðasamkeppni fyrir börn, unglinga og ungt fólk upp að 20 ára aldri verður hrundið af stað í dag, 21. mars, á vegum stærstu dagblaða Norðurlanda, Norðurlandaráðs og Norrænu ráð- herranefndarinnar. Keppt er um verðlaun fyrir bestu ritgerðina um kynþáttahatur, útlendingahatur eða trúarbragðamismun. Á Norðurlöndunum er í gangi herferð undir heitinu: Norðurlöndin gegn útlendingahatri og er rit- gerðasamkeppnin liður í þeirri her- ferð. Börnum og unglingum allt að 20 Katalónskir dagar á Loftleiðum LÓN OG Blómasalur Scandic Hótels Loftleiða bjóða gestum að kynnast matargerð Katalóníu til 22. mars. Katalónía er eitt af héruðum Spánar og Barcelóna þekktust borga auk Costa Brava sem íslendingar þekkja vel. Matreiðslumeistarinn Xavier Ribot I Margarit mun ásamt aðstoðarmanni sínum sjá um að matreiða fyrir gesti. Auk þess skemmtir hljómsveit og þrír dansar- ar frá Katalóníu. Boðið er upp á hlaðborð bæði hádegi og kvöld auk þess sem gestum gefst færi á að njóta katalónskra vína með matnum. Tveir heppnir matargestir hljóta vikuferð til Barcelona með Flugleið- um og gistingu á Hótel Cita Dines á Ramble Barcelona á vegum ferða- skrifstofunnar Istravel. ára er heimil þátttaka í ritgerða- samkeppninni. Sérstaklega eru ís- lendingar af erlendum uppruna hvattir til að taka þátt í keppninni. Ritgerðin á að byggjast á eigin reynslu vegna kynþáttahaturs, út- lendingahaturs eða vegna trúar- bragðamismunar. Hægt er að nálg- ast verkefnið á marga vegu, t.d. sem þolandi, gerandi, áhorfandi eða sem áhugamanneskja um málefnið. Ritgerðin á að hámarki að vera 140 línur (vélritaðar). Ritgerðin á ekki að vera í formi sögu eða frásagnar, heldur skal hún fyrst og fremst vera byggð upp á umræðum og ■ JASSTRÍÓ Ólafs Stephensens leikur afmælisdikta fyrir Sölva Helgason í tilefni 175 ára afmælis hans. Bassaleikarinn Tómas R. Einarsson hyggst flytja Sölva, Tugt, rasp og forbedringsblús. ■ HÓPUR ungtemplara ætlar í dag að halda námsmaraþon í félags- skoðunum um efnið. Skilafrestur er til 1. júní og skal ritgerðum skilað til Æskulýðssam- bands íslands, Snorrabraut 60, Pósthólf 1426, 121 Reykjavík. í hveiju landi verða valdar verð- launaritgerðir sem verða svo birtar í því dagblaði sem tekur þátt í verk- efninu. Þetta mun gerast á sama tíma á öllum Norðurlöndunum. Þátttakandi af hálfu íslands er Morgunblaðið. 1. verðlaun eru 150.000 kr., 2. verðlaun 100.000 kr. og það verða fimm 3. verðlaun, 50.000 kr. hver. heimili ungtemplara á Grensásvegi 16. Krakkarnir ætla að læra í sam- fleytt 26 klukkustundir frá klukkan 12 á hádegi til klukkan 14 á morg- un, miðvikudag. Safnað er áheitum fyrir ferð á bindindismót í Noregi í júlímánuði næstkomandi. MIG óraði ekki fyrir að svona mikið væri til af svokölluðum framandi ávöxtum, þegar ég fór í Hagkaup í Kringlunni til að leita fanga. Þar var til ýmislegt, sem ég hefi aldrei séð og því síð- ur bragðað, en það sem verra var, þetta var illa merkt. Flestir ávextirnir eru fokdýrir, jafnvel á annað þúsund krónur kílóið, en þó misdýrir. Það er því vissara að vita, hvað maður er með í höndunum. Ég sagði við af- greiðslumanninn að ég ætti bæk- ur um þessa ávexti. Þá svaraði hann: „Æ, þú hefðir átt að koma með þær með þér!“ Núna ætla ég að byrja á að fjalla um blæju- ber, sem ég þekki vel, en þau hafa verið til hér á Iandi í nokk- ur ár. í bók minni 220 gómsætir ávaxta- og beijaréttir sem kom út árið 1986 er sagt frá blæju- beijum, en þá var ekki farið að flytja þau inn og engin uppskift er í bókinni með þeim. Þar eru þau kölluð ananaskirsu- ber, sem er þýðing úr dönsku. Nú er farið að kalla þau blæjuber, sem er mun betra heiti. Uppruni blæjubeija er Suður-Amer- íka en þau eru nú ræktuð í Ind- landi, á Jövu, í Ástralíu, Kenýa og Suður-Afr- íku. Reynt hef- ur verið að rækta blæjuber í Þýskalandi en ekki tekist sem skyldi. Berin þola flutning vel, enda ver blæjan þau hnjaski. Annað aldin verður líka fjallað um núna, en það er trétómatur eða broddga.lt- araldin (Tamarillo). Ég kýs þó heldur að nota trétómat heitið, enda get ég ekkert séð skylt með aldininu og broddgelti, þar sem hýðið er slétt og glansandi. Aftur á móti er það ekki ólíkt tómati á bragðið, en er þó sætara og með sérstökum framandi keimi. Þetta aldin kom upphaflega frá Perú en er nú mikið ræktað á Nýja-Sjálandi svo og í Kenýa og Brasilíu. Auðvelt er að fletta hýðinu af, ef aldinið er vel þrosk- að, en það er þegar það er orðið dökkrautt og örlítið mjúkt við- komu. Bragðið er mildara innst en við hýðið. Langur stilkur fylg- ir því oftast. Þegar það er skorið í sundur, koma í ljós mörg svört fræ og eru þau borðuð með. Þetta aldin er mjög oft borðað með öðrum ávöxtum, en hentar allvel með skelfiski, svo sem rækjum og humri. Súkkulaðihúðuð blæjuber 25-30 blæjuber 100 g hjúp- eða suðusúkkuloði álpappír 1. Flettið blæjunni í sundur og upp, þannig að berið sé frítt. 2. Hitið bakaraofn í 70 C, setj- ið súkkulaðið á þykkan eldfastan disk í ofninn, það bráðnar á 7-10 mínútum. 3. Smyrjið álpappírinn með smjori. 4. Haldið um blæjuna á berinu og smyrjið súkkulaðinu um neðri helming bersins. Leggið á smurða álpappírinn. Látið storkna. Trétómatsalat með rækjum Forréttur handa 5 114 dl rjómi 1 msk. mæjonsósa safi úr 1 appelsínu 14 dl hvítvin + 1 msk. sjérrí eða 14 dl eplasafi 2 skvettur úr tabaskósósuflösku 2 tréttómatar 300 g rækjur appelsínusneiðar til skrauts 1. Afþíðið rækjurnar í kæliskáp. 2. Setjið rjóma og mæjonsósu í skál og þeytið saman. Kreistið safa úr appelsínu og setjið út í ásamt víni eða eplasafa. Setjið tabaskósósu saman við. 3. Flettið hýðinu af trétómatinum, skerið í rif langs- um og hvert rif í tvennt. 4. Skerið hverja rækju í tvennt, setjið í sósuna á ásamt trétómatbitunum. Blandið varlega saman. Hellið í smáskál- ar, gjarnan á fæti. 5. Burstið appelsínuna vel, skerið í sneiðar og rifu íhverja sneið, smeigið á barm skálarinn- ar. Meðlæti: Ristað brauð og smjör. Athugið: Hægt er að þíða rækjur í plastpoka ofan í í vel volgu vatni, það er betra en að þíða þær í örbylgjuofni. Trétómatar með humri Forréttur handa 5 3 trétómatar 18 skelflettir stórir humrar (32 minni) 1 dós sýrður rjómi 1 msk. mæjonsósa 2 skvettur tabaskósósa 14 msk. sítrónusafi fersk steinselja 1 lítil sítróna í bótum 1. Afþíðið humarinn í kæli- skáp. 2. Afhýðið trétómatana, skerið hvern í 6 báta. 3. Blandið saman sýrðum rjóma, mæjonsósu, tabaskósósu og sítrónusafa, klippið steinselju- laufið og setjið saman við. 4. Setjið sósuna í miðju smá- diska, raðið humri og trétómat- bátum á víxl í kring. 5. Skerið sítrónuna í báta og setjið með á diskinn ásamt stein- seljugrein. Meðlæti: Ristað brauð og smjör. Ur dagbók lögreglunnar í Reykjavík Þúsund ökutæki hafa skemmst í óhöppum í mars 17.-20. mars í DAGBÓKINA um helgina eru færð 385 tilvik. Af þeim eru 52 beintengd ölvuðu fólki. Auk þess- eru 16 tilvik vegna hávaða og ónæðis frá ölvuðu fólki í heimahús- um, 10 vegna ölvunaraksturs, 3 vegna líkamsmeiðinga, 6 vegna skemmdarverka og 6 vegna rúðu- brota. Tilkynnt var um 15 innbrot og 7 þjófnaði. M.a. var brotist inn í fyrirtæki við Engjateig, í geymslur við Skúlagötu, Gnoðarvog og Torfufell, í bifreiðir við Vestur- berg, í verslun við Snorrabraut, í fyrirtæki í Víðidal, í gæsluvöll við Hlaðhamra, í herbergi við Hraunbæ og í tvö fyrirtæki við Laugaveg og eitt við Skúlatún. Þessi mál eru öll til rannsóknar hjá RLR. Skemmdu þrjá bíla Á laugardagsmorgun handtóku lögreglumenn tvo menn, sem skömmu áður höfðu skemmt þrjár bifreiðar við Furumel. Mennirnir voru færðir á lögreglustöðina og síðan vistaðir í fangageymslu. Á laugardagskvöld var tilkynnt um að brotist hefði verið inn í íbúð í Þingholtunum. Hurð hafði yerið spennt upp og farið inn. Ýmsu hafði verið stolið. Við rannsókn málsins fengust upplýsingar er leiddu til handtöku manns á veit- ingahúsi í Vesturbænum síðar um nóttina. Hann var vistaður í fanga- geymslu. Um miðjan dag á föstudag var tilkynnt um lausan eld í húsi við Laugaveg. Um var að ræða skúr- byggingu, sem geymdi lager skó- verslunar. Slökkvistarfið gekk greiðlega fyrir sig. Einhverjar skemmdir urðu vegna reyks en minniháttar vegna eldsins. Tók peninga og skuldabréf Fátt fólk var í miðborginni að- faranótt laugardags og sunnu- dags. Lögreglumenn þurftu lítil afskipti að hafa af ölvuðu fólki á því svæði. Á föstudagsnóttina bar nokkuð á að illa ölvað fólk hringdi í neyðarsíma lögreglunnar til að leita sér viðmælenda í raunum sín- um. Alltaf er eitthvað um að fólk bjóði heim með sér ókunnu fólki af skemmtistöðum eða annars staðar. Ósjaldan er tilkynnt um að slíkt fólk taki með sér einhveijar eigur viðkomandi þegar híbýlin eru yfirgefin. Það gerðist síðast um helgina en þá tók gestkomandi með sér peninga, skuldabréf og verðmæti að verulegri upphæð. Fimmtíu og tveir ökumenn voru kærðir eða áminntir fyrir ýmis umferðarlagabrot um helgina. Af þeim voru 26 kærðir fyrir of hrað- an akstur. Tveir þeirra voru svipt- ir ökuréttindum. 263 árekstrar og 44 slys Tilkynnt var um 36 umferðar- óhöpp um helgina. í 4 tilvikum var um meiðsli á fólki að ræða og í tveimur tilvikum er grunur um að ökumenn hafi verið undir áhrifum áfengis. Á laugardag var harður árekstur tveggja bifreiða á gatna- mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar. Flytja varð einn úr annarri bifreiðinni á slysadeild. Á sunnudagsmorgun valt bifreið í Ártúnsbrekku. Þrennt var í bif- reiðinni og var það allt flutt með sjúkrabifreið á slysadeild til að- hlynningar. Síðdegis á sunnudag varð harður árekstur tveggja bif- reiða á gatnamótum Flókagötu og Rauðarárstígs. Ökumenn beggja bifreiðanna voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið. Það sem af er marsmánuði hef- ur verið tilkynnt um 263 eigna- tjónsóhöpp í umferðinni svo og 44 umferðarslys. Meira en helmingi fleiri eignartjónsóhöpp eru af- greidd með tjónstilkynningareyðu- blöðum tryggingafélaganna svo ætla má að um 60 einstaklingar hafi slasast og um 1.000 ökutæki hafi skemmst meira og minna í árekstrum á starfssvæði lögregl- unnar í Reykjavík það sem af er mánuðinum og þó er hann einung- is rúmlega hálfnaður. Þessar tölur ættu að vera mörgum ökumannin- um sérstakt umhugsunarefni. Slasaðist á skíðum Um miðjan dag á sunnudag varð slys við Framskálann í Blá- fjöllum. Þrettán ára drengur hlaut höfuðáverka þegar hann var að renna sér á skíðum. Þyrla Land- helgisgæslunnar var við umferðar- eftirlit ofan Suðurlandsvegar. Lög- reglumaður, sem var í þyrlunni, gat gefið lýsingu á sjúklingnum og veitt fyrstu hjálp og skömmu síðar var hann fluttur með sjúkra- bifreið á slysadeild Borgarspítal- ans. Fyrir helgina ræddu fulltrúar lögreglunnar við umráðamann húsnæðis við Kringluna en í því var sagður vera starfræktur næt- urklúbbur. Niðurstaðan varð sú að þar yrði ekki starfræktur nætur- klúbbur eða önnur sambærileg starfsemi er stangaðist á við gild- andi ákvæði laga og reglna. JASSTRÍÓ Ólafs Stephensens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.