Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 19
VIÐSKIPTI
Skiptastjóri vegna gjaldþrots Blaðs hf.
Glitnir rukkaði ið-
gjöld fyrir mistök
Farið fram á athug-
un Bankaeftirlits á
svipuðum tilvikum
ÓEÐLILEG innheimta eignar-
leigufyrirtækisins Glitnis á trygg-
ingargjaldi vegna skuldabréfs var
gerð að umtalsefni á fundi Neyt-
endasamtakanna á miðvikudag, en
efnt var til fundarins vegna al-
þjóðadags neytendaréttar. Tals-
maður Glitnis segir gjaldtökuna
hafa verið mistök sem þegar hafi
verið leiðrétt.
Einstaklingur sem gekk í ábyrgð
fyrir 430.000 króna skuldabréfi
af bíl í eigu Glitnis var ranglega
krafinn um greiðslu tryggingar-
gjaldsins, tæpra 83.000 króna, sem
í raun voru iðgjöld af bílnum.
Lögfræðingur Glitnis, sem er
dótturfyrirtæki íslandsbanka,
sagði m.a. í svarbréfi til Neytenda-
samtakanna að viðkomandi aðili
hefði ekki tekist á hendur ábyrgð
á öðru en efndum skuldabréfsins.
Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu
að Glitnir endurgreiði þann hluta
greiðslunnar sem falli utan bréfs-
ins.
Sigríður Arnardóttir, lögfræð-
ingur Neytendasamtakanna, hefur
óskað eftir því í þeirra nafni við
Bankaeftirlitið að kannað verði
hvort fleiri dæmi séu um gjaldtök-
ur sem þessar. Hún sagði á fundin-
um í gær að þrátt fyrir ítrekuð
loforð Glitnis hefði endurgreiðsla
ekki borist og mánuður væri nú
liðinn frá svari fyrirtækisins.
Sigurveig Jónsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi íslandsbanka og Glitn-
is, segir hins vegar að greiðslan
hafi síðastliðinn mánudag verið
send Neytendasamtökunum, sem
fari með málið fyrir ábyrgðarmann
skuldabréfsins. Málið hafi verið
óvenju flókið og það hafí í upphafi
valdið þessum mistökum.
„Það er óvenjulegt að sá sem
greiðir af skuldabréfi bíls greiði
ekki líka iðgjöldin. Ábyrgðarmaður
bréfsins var rukkaður fyrir mistök
og þau síðán fúslega leiðrétt, enda
vitanlega aldrei ætlunin að hafa
fé ranglega af manninum."
Þú getur aukið þjónustugæðin fyrir aðeins 990 krónur!
126 millj.
hagnaður
HAGNAÐUR varð af rekstri út-
gerðar- og fiskvinnslufyrirtækis-
ins Þormóðar ramma á Siglufírði
sem nam 126,4 milljónum króna
árið 1994. Þetta er aðeins betri
afkoma en árið 1993, þegar
hagnaðurinn nam 110 milljónum,
að því er segir í frétt fyrirtækis-
ins.
Velta Þormóðs ramma í fyrra
var 1.576 milljónir, sem er 5%
aukning frá árinu áður, þegar
veltan var 1.502 milljónir. Eigið
fé fyrirtækisins er nú 688
milljónir og nettó skuldir 704
milljónir. Eiginfjárhlutfall er
37,3% og veltufjárhlutfall 2,06.
Burðarásinn í rekstri Þormóðs
ramma er rækjuveiðar og
-vinnsla, en árið 1994 var hlut-
fall þeirrar starfsemi 65% af
veltu. Bolfiskvinnslan hefur
heldur dregist saman vegna
kvótasamdráttar.
Aðalfundur Þormóðs ramma
verður 6. apríl kl. 15.
ÝMSAR athugasemdir eru gerðar við sölu eigna frá Blaði hf.,
fyrirtæki því sem gaf út vikublaðið Pressuna á sínum tíma, í
skýrslu skiptastjóra, Guðmundar Ágústssonar hdl., sem lögð
hefur verið fyrir skiptafund í þrotabúi fyrirtækisins. Búið er
eignalaust og nema lýstar kröfur tæpum 30 milljónum króna.
Stærsti kröfuhafinn er Landsbanki Islands. Að sögn skipta-
stjóra torveldar það mjög að greiða úr málefnum þrotabúsins
að þar komi við sögu sjö hlutafélög sem séu öll að meira eða
minna leyti í eigu Friðriks Friðrikssonar.
Skiptastjóri telur sölu tveggja
bifreiða frá Blaði hf. til Birnings
hf. á árinu 1994 ólögmæta og rift-
anlega skv. gjalþrotaskiptalögum.
Friðrik segir, skv. skýrslu skipta-
stjóra, að bifreiðarnar hafa verið
seldar Birningi hf. hinn 10. janúar
1994, en láðst hafi að tilkynna
eignayfirfærsluna til bifreiðaskrár
fyrr en 19. júlí 1994. Daginn eft-
ir, hinn 20. júlí 1994, var tekin
fyrir hjá sýslumanninum í Kópa-
vogi beiðni Más Péturssonar hér-
aðsdómara um löggeymslu eigna
Blaðs hf. Már átti kröfu á Blað hf.
í kjölfar dóms í meiðyrðamáli á
hendur Pressunni sem var honum
í vil. Beiðnin um löggeymslu bar
ekki árangur sökum eignaleysis
Blaðs hf. Varð hin árangurslausa
löggeymsla svo grundvöllur gjald-
þrotaskiptaúrskurðar, sem kveð-
inn var upp 2. desember 1994.
Erfitt að átta
sig á eignastöðu
I skýrslunni segir að þegar
skiptastjóri hafi komið að búinu
hafi útgáfu vikublaðsins Press-
unnar verið hætt og Morgunpóst-
urinn verið kominn í hennar stað.
Hafi því ekki verið auðvelt um vik
að gera sér grein fyrir eignastöðu
hins gjaldþrota félags en ljóst ver-
ið að eignir sem áður tilheyrðu
Blaði hf., þ.m.t. standar, mynda-
safn, tölvur o.fl., væru nú í notkun
hjá hinu nýja útgáfufélagi. Friðrik
Friðriksson sagði við skýrslutöku
hjá skiptastjóra að Blað hf. hefði
selt Bimingi hf. útgáfuréttinn að
Pressunni árið 1993 fyrir fjórar
milljónir kr. og áhöld og tæki Blaðs
hf. fyrir sömu fjárhæð, fjórar millj-
ónir kr.
Málamyndagerningur
Skiptastjóri segir það sína skoð-
un að um málamyndagerning hafi
verið að ræða milli Blaðs hf. og
Birnings hf. ef þá nokkrir samn-
ingar hafí verið gerðir yfírhöfuð.
Til athugunar sé að fara jafnframt
í riftunarmál vegna þessara verð-
mæta.
Loks segir skiptastjóri það vera
til skoðunar að vísa máli þessu í
heild sinni til ríkissaksóknara til
frekari rannsóknar. Eftir lauslega
athugun verði þó ekki séð á hvaða
forsendu eigi að bera málið upp
fyrir ríkissaksóknara og því sé
ólíklegt að hann fáist til að taka
málið til athugunar.
reyna
að rifta sölu
tveggja bíla
Bati í rekstrí KÞ
Húsavík - Ársuppgjör Kaupfélags
Þingeyinga fyrir árið 1994 liggur
nú fyrir og sýnir það verulegan
afkomubata í rekstri félagsins.
Hagnaður er nú 9 milljónir en árið
áður var 54 milljón króna tap á
rekstrinum.
Heildarvelta félagsins á síðasta
ári var rúmar 1.457 milljónir sem
er um 2% aukning á milli ára. Betri
útkoma varð í flestum þáttum
rekstursins og var hagnaður fyrir
ijármagnsliði um 44 milljónir á
móti 21,5 millj. kr. árið 1993. Fjár-
magnskostnaður lækkaði á milli ára
og einnig er félagið að mestu laust
við ytri áföll eins og afskriftir og
niðurfærslu eigna sem íþyngdi
rekstri félagsins verulega árið áður.
Veruleg aukning milli ára í fjár-
mundamyndum frá rekstri eða tæp-
ar 50 milljónir á síðasta ári á móti
rúmlega 13 milljónum árið áður.
Kaupfélagið jók þó nokkuð fram-
lag sitt til vöruþróunar á fram-
leiðsluvörum félagsins og nám sá
kostnaður tæpum 6 milljónum. Þar
vegur þyngst vöruþróun í úrvinnsiu
kjöts og er félagið með þeim hætti
að styrkja stöðu.þeirra afurða á
markaði.
Kaupfélagsstjórinn Þorgeir B.
Hlöðversson sagðist vera nokkuð
ánægður með þessa útkomu þetta
væri allt á annarri og betri leið en
undanfarin ár. Hann tók fram að
ástæða væri til að þakka ijölmörgu
starfsfólki fyrir þeirra þátt í þeim
afkomubata sem náðst hefur i fyrir-
tækinu sem væri skref í rétta átt,
það fyrsta af fleirum sem taka
þyrfti.
Sl«mu fróttlmar... Meðalfyrirtækið mun tapa allt að 30% viðskiptavina sinna á þessu ári
- veqna léleqrar biónustu við viðskiptavini.
QóAu fróttlrnar.
Bókin 50 áhrlfarikar aðferðir til að auka þjónustugæði og halda í
viðskiptavlni er svarið til þeirra sem vilja lialda viðskiptavinunum
ánægðum - þannig að þeir komi aftur. Hún er kostar aðeins 990 krónur
og hún er fljótlesín. t>ú kemst yfir hana á styttri tíma en það tekur að
fást við kvörtun frá viðskiptavini. Hún er full af gagnlegum, nothæfum
tillögum sem þú getur tileinkað þér strax,eins og hvernig á að:
• gera reiða viðskiptavini að skjólstæðingum ævilangt
• komast hjá kostnaði við að útvega nýja viðskiptavini
• afvopna atvinnukverúlantinn
• þjálfa starfsmenn ■ að verða þjónustumeistarar
Hvort sem við köllum þá skjólstæðinga, geatl, sjúklinga,
þjónuatuþogn, tilfelli, farþega, nemendur, atarfamann - eða
yflrmenn, þurfum við öll að fullnægja þörfum einhverra ■ okkar
daglegu störfum. Bókin um 50 áhrifaríkar aðferðir er
ómissandi hvort sem þú vinnur i eldlínu viðskiptanna, ert
rikiaatarfamaður, framkvæmdastjóri eða eigin atvinnurekandi
- lítill eða STÓR.
OíHD't,
PONTUNARSIMI: 552-3344
Þessi bók er tilvalin gjöf fyrir starfsfólk:
3+1: Þú kaupir 3 og færð fjórðu bókina FRÍTT.
7+3: Þú kaupir 7 og færð 3 til viðbðtar FRÍTT.
Inn í framtíðina með Novell NetWare 4.1
N O V E L L
NetWare
Mest selda netstýrikerfið
í heiminum í dag.
NetWare frá Novell.
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664