Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ :ngi fyrir hljóðnema ogheyri á dag á Háskólabókasafninu, undir stjóm Björns Sigfússonar hins mæta fræðaþular. Þá flutti Pétur röð af fyrirlestrum um sænskar bókmenntir sem okkur Björn fýsti báða að heyra. Við sömdum um það að Björn færi og heyrði fyrir- lestra Péturs; og kæmi svo á eftir niður á safnið sem ég gætti á meðan og segði mér fyrirlesturinn. Eg fann það á mér að ekkert myndi vanta í frásöguþulu Björns af fyrirlestrinum; það er í senn til marks um einstakt minni Björns og hversu vel og skipulega erindi Péturs voru samin. Strax varð Pétur vinsæll af öllum sem honum. kynntust. Þá fann ég þegar við fyrstu kynni hve hlýr þessi hóg- væri maður væri, og streymdi frá honum að þar færi góður og gagn- vandaður maður sem var lagið að láta fólki líða vel í návist sinni. Síðar áttum við mikið saman að sælda; og urðum snemma vinir. íslendingar munu sem þjóð ævinlega standa í þakkarskuld við Pétur Hallberg, fyrir það sem hann vann íslenzkri menningu. Með þýð- ingum sínum á verkum Halldórs Laxness ruddi hann höfundinum braut til heimssigranna, vegna þess hve þær voru gagnvandaðar og blæbrigðaríkar í trúnaði sínum og hollustu við efni verkanna og stíltöfra sem hann flutti á sína tungu af hugkvæmni og heilindum ' og lagði sig allan eftir að túlka anda þeirra ásamt blæbrigðum í formi og innihaldi með þrotlausri elju og nostri. Og skrifaði margar stórar bækur og smærri um feril Halldórs, krufði verk hans, og kynnti skoðanir hans og viðhorf með svo glöggskyggnum og ítar- legum hætti að hann gerði íslenzk- um fræðimönnum skömm til, þótt hinir yngri menn hafi brugðizt drengilega við og bætt úr skák. Rannsóknir Hallbergs á verkum Laxness hljóta að verða grundvöll- ur rannsókna á þessu sviði síðan og óþrotleg náma. Það er enginn vafi á því að þessar þýðingar hafa ráðið úrslitum um það hversu snemma Halldór Laxness hlaut Nóbelslaunin. Aðrir menn eru betur fallnir til að gera grein fyrir fræðum Péturs Hallberg, bæði á sviði íslenzkra fornbókmennta, sem og nútíma- bókmennta. Hann var skarpur í athugunum, og snarpur í orrahríð rökdeilna, og eirði engu sem hon- um þótti ógrundað; ég veit að þeir sem deildu við hann komust ekki hjá því að virða hann, og þótt ýmsir yrðu bæði móðir og jafnvel sárir, þótti þeim vænt um hann að snerrum loknum. Afköst hans eru ómæld bæði að magni og gæð- um. ítalir hafa orðtak sem segir: Traduttore, traditore, og gefur í skyn að hætt sé við svikum í þýð- ingum á skáldskap. Það voru mik- il forréttindi fyrir skáld að vera þýddur af manni eins og Pétri Hallberg. Þekking hans var víðtæk og grunduð. Djúprætt. Bók- menntaskyn hans var öruggt og smekkvíst. Starfsorka hans var með mestu ólíkindum. Mér var hann ímynd hins sannmenntaða manns sem vann öðrum allt sem hann vann af hæversku; og mér hafa komið í hug þegar eg hugsa til hans orð sem Halldór Laxness hafði um annan mann látinn Hall- björn Halldórsson prentara og kall- aði Jógín verksins. Afstaða og per- sónuleiki Péturs Hallberg hafa oft- sinnis beint hugsun minni að ýmsu sem ég hef frétt af Zen-búddistum, verkheill hans og vandfýsni, atorka í kyrrþey. Pétri var ekki hlíft við áföllum og þjáningu. Hann átti tvær eigin- konur, Rannveigu Kristjánsdóttur, og Kristínu systur hennar eftir hennar fráfall langt um aldur fram. Þær voru báðar annálaðar fyrir gáfur og gjörvileik, og þóttu skara fram úr hvor með sínum hætti. Rannveig var einn mikilhæfasti leiðtogi íslenzkrar kvenréttinda- baráttu, og sópaði að henni. Krist- ín varð fyrst hérlendra kvenna efnaverkfræðingur, gáfuð kona eins og systir hennar en hlédræg- ari. Þessar konur voru Pétri ómet- anleg stoð í lífi og starfi, en hann missti þær báðar úr sama sjúkdómi og felldi hann sjálfan, krabba- meini. Börn þeirra Rannveigar og Pét- urs þau María og Kristján harma nú allt þetta merka fólk, og raunar mikinn og kunnan frændgarð í móðurætt sem þessi vágestur hef- ur unnið á auk föður þeirra nú. Þessi orð eru lítil kveðja eftir góðan vin sem mér þótti vænt um og dáði fyrir heilindi hans og mannkosti. Thor Vilhjálmsson. Peter Hallberg fæddist í Gauta- borg 25, janúar 1916, og var faðir hans Magnus Hallberg mennta- skólakennari. í Gautaborg stund- aði Peter síðan háskólanám, há- skólakennslu og rannsóknarstörf, og þar andaðist hann aðfaranótt 5. mars s.l. Hann tók magisters- próf í sænsku 1939, licentiatpróf 1943 og loks doktorspróf 1951. Árin 1944-47 var hann sendikenn- ari í sænskri tungu og bókmennt- um við Háskóla Islands. Að loknu doktorsprófi var hann dósent við Gautaborgarháskóla 1951-62, síð- an gegndi hann rannsóknarstöðu 1962-75 og loks fastri prófessors- stöðu frá 1975 uns hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Hann var gistiprófessor við háskólann í Ábo í Finnlandi 1955 og við háskól- ann í Wisconsin í Bandaríkjunum 1970-71. í _þakkar skyni fyrir störf sín í þágu Islands var hann sæmd- ur hinni íslensku fálkaorðu 1955 og gerður heiðursdoktor við heim- spekideild Háskóla íslands 1974. Peter Hallberg var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Rannveig Kristjánsdóttir, dóttir Kristjáns Sigurðssonar bónda á Dagverðar- eyri við Eyjafjörð og kennara á Akureyri og konu hans Sesilíu Eggertsdóttur. Rannveig nam hús- - stjórnarfræði í Uppsölum og Stokkhólmi, og áður en hún flutt- ist til Svíþjóðar með manni sínum starfaði hún sem ráðunautur Kven- félagasambands íslands og ráðu- nautur húsmæðraskólanna auk þess sem hún var ritstjóri tímarits- ins Melkorku. Börn þeirra Peters eru Kristján blaðamaður og rithöf- undur og Maria læknir. Rannveig andaðist fyrir aldur fram 1952. Nokkrum árum síðar gekk Peter að eiga Kristínu systur hennar, en báðar þær systur voru stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri 1938. Kristín hafði lokið prófi í efnaverkfræði frá Tækniháskólan- um í Kaupmannahöfn og síðan starfað hjá Fiskimálanefnd og við Atvinnudeild Háskólans, en skömmu eftir að hún fluttist til Svíþjóðar gerðist hún kennari við Laborantskólann í Gautaborg og gegndi því starfi til dauðadags. Þau Peter voru barnlaus, en Krist- ín gekk börnum Rannveigar systur sinnar í móður stað. Kristín Hall- berg andaðist fyrir 10 árum, 1985. Peter Hallberg þýddi á sænsku mörg íslensk rit, og má einkum nefna margar skáldsögur Halldórs Laxness sem öðluðust miklar vin- sældir í Svíþjóð í þýðingum hans. Um Halldór Laxness hefur hann og skrifað mörg rit og ritgerðir, meira og fróðlegar en nokkur ann- ar. Mér er í fersku minni þegar ég sá Pétur Hallberg í fyrsta sinn - uppi á gangi á annarri hæð í Há- skóla íslands veturinn 1944. Ég var þá ungur stúdent, hann ný- kominn til íslands til að kenna sænska tungu og bókmenntir við Háskólann. Mér varð starsýnt á hann sakir þess hve hann var glæsilegur - svo hár og spengileg- ur og myndarlegur ásýndum. Og þá undraðist ég ekki síður þann fjölda fólks sem streymdi upp stig- ana í tímana til hans. í þá daga var ekki sami flaumur stúdenta í Háskólanum sem nú, en þarna virt- ust nemendurnir spretta upp hvað- anæva, ekki síst ungu stúlkurnar sem auðvitað hlutu að dragast að þessum föngulega Svía sem án efa var líka skemmtilegur kennari. Það fór líka svo að hann fékk íslenska eiginkonu - og ekki aðeins eina heldur tvær, hvora eftir aðra. Og það varð hlutskipti hans að syrgja þær báðar og fylgja þeim til grafar. Vafalaust hefur Pétur fengið áhuga á íslandi í uppeldi og námi og það valdið því að hann braust hingað út á erfiðum tímum síðari heimsstyijaldar. Hitt er víst að eftir þriggja ára dvöl hér sem sendikennari við Háskólann var hann bundinn landi og þjóð órjúf- andi böndum. Hann var einn hinn besti fóstursonur og tengdasonur sem Island hefur átt. Hann lærði að tala og rita íslenska tungu bet- ur en flestir aðrir erlendir menn fyrr og síðar. Hann tileinkaði sér þá stefnu í rannsóknum íslenskra bókmennta sem boðuð hefur verið við Háskóla íslands allt frá dögum fyrsta kennarans, Björns M. Ols- ens, þá stefnu sem erlendis er oft kölluð „íslenski skólinn", einnig sérstaklega kennd við Sigurð Nor- dal og Einar Ól. Sveinsson. Pétur hélt þessu íslenska viðhorfi fram alla tíð í ræðu og riti og varði „ís- lenska skólann" kappsamlegar en flestir íslendingar. Hann var elju- samur og smásmugull rannsakandi íslenskra bókmennta, en jafnframt lifandi og áhrifamikill kynnir þeirra og boðberi á erlendri grund. ,\a.B Wi.u,, 7^1 v : j| j — j i r r» ‘»* iui *o k» »n-i i 14" SVGA lággeisla litaskjár % 16 bita víðóma SB samhæft hljjóðkort % Geisladrif 2ja hraða g*y|— $ Magnari og HiFi 20 W hátaian r Tengi fyrir myndsbandtæki, vfíleóvelar / /S/SltSlwk. og stýripinna laborð og mús . -----á 8° stækkanVegA^ ^go, Pcl 1 VESA Og ^ 7 A/q. 1111 m‘nn> stækkanlegu' ^teraettengin^'^ rönd 12 Sími 561 Sérstaklega þakka íslendingar honum framlag hans til að kynna Halldór Laxness og verk hans meðal Svía og þann þátt sem hann átti í því að Halldóri hlotnaðist mesti alþjóðlegi heiður sem veist getur nokkrum rithöfundi. Um það efni segir eftirmaður Péturs á kennarastóli við háskólann í Gautaborg í minningarorðum um hann sem birtust í sænskum fjöl- miðlum: „Með ævisögu sinni um Halldór Laxness ... sem er í senn mikil að vöxtum og efnisrík og rit- uð af innilegri tilfinningu, og ekki síður með hinum frábæru þýðing- um á skáldsögum Laxness fékk Hallberg því áorkað að mesti nú- tímahöfundur íslands varð kunnur og dáður í Svíþjóð - og raunar um allan heim, og mun þetta hafa átt dijúgan þátt í því að Laxness fékk Nóbelsverðlaunin svo fljótt sem raun bar vitni.“ Undir þessi orð Lars Lönnroths munu allir Is- lendingar fúsir að taka. Segja má að það hafi dregist furðu lengi að Pétur Hallberg fengi fasta prófessorsstöðu í ætt- landi sínu. En í aðra röndina má fagna því. Hann hafði lengi fijálsa rannsóknarstöðu, og þegar hann loks varð prófessor mun embætt- inu ekki hafa fylgt mikil kennslu- skylda. Þetta gaf honum færi á að sinna hugðarefnum sínum, enda notaði hann tímann vel. Auk hinna mörgu rita og ritgerða um Halldór Laxness hefur hann þýtt nokkuð á annan tug bóka eftir Nóbelsskáldið og einnig fjórar skáldsögur eftir Thor Vilhjálms- son, þeirra á meðal Grámosinn glóir sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrst ís- lenskra skáldsagna. I anda íslenska skólans skrifaði hann, auk margra ritgerða, tvö yfirlitsverk um fornar íslenskar bókmenntir, annað um lausa málið (Den islándska sagan, 1956), hina um kveðskapinn (Den forn- islándska poesien, 1962). Þótt þessi rit séu ekki mikil að'vöxtum þá eru þau einkar greinargóð og hafa haft víðtæk og holl áhrif er- lendis, ekki síst vegna þess að þau hafa verið þýdd á ýmsar tungur, meðal annars á ensku og þýsku. En rit hans um bókmenntir eru að öðru leyti mjög bundin við stíl- fræði af ýmsu tagi. Fyrstu bækur hans fjölluðu um sænska stílfræði: Studier i Harry Martinssons sprák (1941) og doktorsritið Natursym- boler i svensk lyrik frán nyroman- tiken till Karlfelt (1951). Um al- menna stílfræði ritaði hann síðar til háskólakennslu bókina Litterár teori och stilistik (útg. 1970 og oftar). Eftir að íslenskar bókmenntir urðu helsta viðfangsefni Péturs rannsakaði hann einkum stílein- kenni ýmissa fornrita, og beindust athuganir hans meðal annars að því að finna höfunda tiltekinna fornrita. I ritinu Snorri Sturluson och Egils saga Skallagrímssonar (1962) telur hann viss orð og orða- sambönd í Heimskringlu annars- vegar og hinsvegar í Eglu og nokkrum fleiri íslendingasögum. Fram koma greinileg sameiginleg stíleinkenni í Heimskringiu og Egils sögu frábrugðin hinum sög- unum, og bendir rannsókn Hall- bergs þannig eindregið til þess að Snorri sé höfundur Egils sögu - en því hafði áður verið fram haldið með efnislegum og sögulegum rök- semdum. Með svipuðum aðferðum leiddi hann síðan líkur að því að Ólafur hvítaskáld, bróðursonur Snorra, hefði ritað bæði Knýtlinga- sögu og Laxdælu (Ólafr Þórðarson hvítaskáld, Knýtlinga saga och Laxdæla saga, 1963). En yfirgrips- mesta rannsóknarverk hans af þessu tagi er ritið Stilsignalement och författarskap i norrön sagalitt- eratur, með undirtitli Synpunkter och exempel (1968). Að baki taln- ingu stíldæmanna í öllum þessum ritum Hallbergs liggur óhemjuleg vinna sem krafist hefur ótrúlegrar nákvæmni og þrautseigju. Stílrannsóknir eins og þær sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.